Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ Q$<Kp BARCELONA ’92 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
B 5
Norðmann
TENNIS
Becker í vandræðum
meðóþekktan
ÞÝSKI tennisleikarinn Boris Becker lenti í miklum vandræðum
með óþekktan 19 ára gamlan Norðmann, Christian Ruud, ífyrstu
umferð tenniskeppni Olympíuleikanna. Becker sigraði með þrem
ur hrinum gegn tveimur í leik sem tók á milli fjórar og f imm
klukkustundir. Norðmaðurinn er númer 312 á heimslistanum,
og hefur aðeins unnið einn leik á móti á þessu ári.
Reuter
Borls Becker þurfti svo sannarlega á kælingu að halda í leiknum á móti
Norðmanninum Christian Ruud. í fyrsta lagi þurfti hann fimm hrinur til að
sigra unglinginn og í öðru lagi fór hitinn yfir 40 gráður meðan á leiknum stóð.
SKOTFIMI
Tvöfalt hjá Rússum
Norðmaðurinn sigraði fyrstu
hrinuna nokkuð auðveldlega
3-6, tapaði síðan annarri hrinu
naumlega, en náði síðan að sigra
þá þriðju. Hann hefði með sigri í
■ STEFFI Graf ætlar að flytja
úr ólympíuþorpinu, þar sem hún er
orðin mjög þreytt á því að vera sí-
fellt að gefa öðrum íþróttamönnum
eiginhandaráritanir. Hún segist
engan frið fá og það gangi einfald-
lega ekki.
H BORIS Becker lenti í miklum
vandræðum með ungan Norð-
mann, Christian Ruud, í fyrstu
umferðinni. Þegar honum gekk
hvað verst gekk hann í átt að áhorf-
endapöllunum, rétti einum áhorf-
anda tennisspaðann sinn og sagði
honum að fara inn á , því hann
myndi örugglega gera betur en
hann.
■ HITINN í Barcelona fór yfir
40 gráður í gær og kvörtuðu bæði
keppendur og áhorfendur mikið yfir
því. Nokkrir áhorfendur á tennis-
keppninni fóru fram á það við
starfsmenn að þeir úðuðu á þá vatni
með vatnsslöngum sem staðsettar
voru á vellinum.
■ BECKER léttist um rúmlega
þrjú kíló í leiknum gegn Norð-
manninum.
fjórðu hrinu tryggt sér sæti í ann-
arri umferð og sent Becker heim,
en tapaði aftur naumlega 7-6 eftir
að hafa verið 2-4 yfir, og tryggði
Becker sér síðan sigurinn í fimmtu
og síðustu hrinu, 6-3.
Norðmaðurinn, sem er númer
312 á heimslistanum, hefur aðeins
náð að sigra einu sinni á þessu ári
og kom því frammistaða hans mik-
ið á óvart. Becker hefur hins vegar
aldrei verið sterkur á leirvöllum,
hefur t.a.m. aldrei unnið sigur á
stórmóti á leirvelli.
„Ég lék alls ekki nógu vel í dag,
ég verð að gera betur ef ég ætla
að vinna til verðlauna," sagði Bec-
ker eftir leikinn. „En ég veit þó að
ég hef úthald í 4-5 tíma leik sem
er mikilvægt að vita.“ Norðamaður-
inn sagði á eftir að hann væri mjög
ánægður með leik sinn. „Ég lék
ansi vel, en mig grunar að hann
hafi oft leikið betur,“ sagði Ruud.
Fleiri í vandrædum
En Becker var ekki sá eini af
þeim stóru sem lenti í vandræðum.
Jim Courier, sem er efstur á heims-
listanum, lenti í vandræðum með
Indveijann Ramesh Krishnan og
Króatinn Ivanisevic sigraði Portúg-
alann Bernardo Mota í fimmtu og
síðustu hrinunni.
Steffi Graf sigraði óþekkta
stúlku frá Mexíkó auðveldlega, en
kvartaði mjög yfír hitanum í gær,
sem fór yfir 40 gráður meðan hún
var að spila. „Hitinn ætlar okkur
öll lifandi að drepa. Ég hef þurft
að æfa mjög snemma á morgnana
þegar hitinn er aðeins minni. Það
er ekki auðvelt en ég grennist að
minnsta kosti örlítið," sagði Graf.
■ Úrslit / B10
Rússar unnu tvöfalt í skotfimi í
fyrradag. Yuri Fedkin og
Marina Logvinenko settu bæði
ólympíumet.
Heimsmeistarinn í keppni með
loftriffli karla, Yuri Fedkin frá
Rússlandi, setti ólympíumet í und-
ankeppninni í gær, fékk 593 stig
af 600 mögulegum (60 skot). Hann
fékk 695,3 stig í úrslitunum.
„Ég gerði mér nokkrar vopir um
að sigra,“ sagði Fedkin. „Ég var
taugaóstyrkur í úrslitunum, en háv-
aðinn, hrópin og köllin í áhorfendum
hjálpuðu mér.“
Serbinn Goran Maksimovic, sem
sigraði í Seoul, hafnaði í fimmta
sæti.
Logvinenko fékk 684 stig í opn-
um flokki skammbyssa. „Ég gat
ekki verið með í Los Angeles [Sov-
étmenn mættu ekki], gekk illa í
Seoul og mál var að linnti,“ sagði
rússneska stúlkan.
Barcelona ’92
■ GENC Barkici, lyftingamaður
frá Albaníu, komst aldrei lengra
en að dyrum keppnisstaðarins í
gær. Hann klemmdi fingur á milli
stafs og hurðar og varð að draga
sig úr keppni. „Þetta var hræði-
legt. Ég gerði mér vonir um að ná
sjöunda eða áttunda sæti, en upp-
skar ekkert.“
■ ÞETTA rifjaði upp söguna um
ítalska maraþonhlauparann Dor-
ando Pietri, sem kom fyrstur inná
völlinn á leikunum í London 1908.
Hann var gersamlega búinn, vissi
vart hvar hann var, fór í öfuga átt,
datt fímm sinnum og var borinn
yfír endalínuna, en var þá dæmdur
úr leik.
■ MOHAMED Hammad, boxari
í yfirþungavigt frá Súdan, gekk
inní hringinn, þegar bjallan glumdi
á leikunum í Seoul fyrir fjórum
árum. í þriðja skrefi komst hann
að því að keppninni var lokið —
þjálfari hans hafði hent handklæði
inná völlinn í mótmælaskini við dóm
í keppni annars boxara frá Súdan.
■ ELVIRA Ozolina átti titil að
veija í spjótkasti kvenna á leikunum
í Tókýó 1964. Hún hafnaði í
fimmta sæti og varð svo reið að
hún hélt rakleiðis til hárskera og
lét hann krúnuraka sig.
■ MURRAY McCaig, siglinga-
kappi frá Kanada, fótbrotnaði, þeg-
ar hann hjólaði á lögreglubíl í
ólympíuþorpinu í Barcelona og
keppir því ekki.
■ Tyrkneski ræðarinn AIi Riza
Bilal datt útbyrðis í gær, þegar
einstaklingskeppnin var hálfnuð, og
þar með var draumurinn úti.
■ VIÐBRÖGÐ hans urðu ekki
eins og hjá Allen Warren og David
Hunt á leikunum í Montreal 1976.
Þeir voru svo óánægðir með skútu
sína að þeir kveiktu í henni. Hunt
sagði þá að skipstjórinn væri sér-
stakur en ekki fullkominn. „Ég
reyndi að telja hann á að brenna
með fleyinu, en hann féllst ekki á
það.“
SUND
„Farþegar"
ekkimeðí
Atlanta
MUSTAPHA Larfaoui, forseti
Alþjóða sundsambandsins,
FINA, sagði ígær að íframtíð-
inni fengju sundmenn ekki að
taka þátt í Ólympíuleikum,
nema hafa náð tilsettum lág-
mörkum. Tími „farþega“ væri
á enda. Fyrst reynir á þetta í
Atlanta eftir fjögur ár, en til
þessa hefur hver þjóð getað
sent tvo keppendur í hverja
grein.
Alþjóða ólympíunefndip, IOC,
beindi nýlega þeim tílmælúm.
til aðildarsamtaka að íþróttafólki
á Ólympíuleikum yrði fækkað.
Larfaoui, sem var endurkjörmn
formaður FINA til næstu fjögurra
ára, sagði að IOC hefði óskað eft-
ir lágmörkum og bent á að lakari
sundmenn gætu eftir sem áður
tekið þátt í heimsmeistarakeppn-
inni. „Tækninefnd okkar er að
skoða málið, en víst er að það verða
lágmörk f Atlanta."
Þetta þýðir að lakari sundmenn
fá ekki framar tækifæri til að
keppa við þá bestu á Ólympíuleik-
um. Larfaoui var spurður hvort
þetta stríddi ekki gegn ólympíu-
hugsjóninni, hvort aðalatriðið væri
ekki frekar að vera með en sigra.
Hann sagðist vera sammála Sam-
aranch (forseta IOC) að það að
vera með væri ekki endilega gott
fyrir. íþróttimar. „Ég held að þetta
[lágmörk] sé frekar hvetjandi en
letjandi. Við verðum að hugsa okk-
ár gang, þegar sundmenn eru 25
til 30 metrum á eftir fyrsta manni
í 200 metra sundi, einum legg eða
fleiri á eftir í 400 metra sundi að
ég tali ekki um 1.500 metra sund.
En við viljum hafa sem flesta og
reynum að finna leið til þess.“
•DIADORA
SAMSKIPADEILD
Stórleikur á Valsvelli
íkvöld kl. 20:
VALUR - VÍKINGUR
Mjólkurbikarmeistari
1991
Islandsmeistari
1991
r
I síðustu umferð skoruðu Valur og Víkingur samtals
11 mörk. Verða mörkin fleiri í þessum leik?
Nokkrir heppnir áhorfendur fá UMBRO bolta
og gjafapoka frá DIADORA.
•DIADORA
Miðaverð:
Fullorðnir kr. 600,
börn kr. 200.
UMBRO