Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 999 BARCELONA ’92 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 B 3 SUND i Annað heimsmet féll Sveit Bandaríkjanna sigraði í 4 X 100 metra skriðsundi kvenna og setti L leiðinni nýtt heimsmet. Stúlkurnar syntu á 3:39.46 mínútum og bættu sex ára gamalt met Austur-Þýskalands um rúmlega sekúndu. Þetta var annað heimsmetið sem féll í sundlauginni í Barcelona en á mánudag setti sveit Samveldisins met í 4 X 200 nmtra skriðsundi karla. í sigursveit Bandaríkjanna voru: Nicole Haislett, sem varð ólympíu- meistari í 200 metra skriðsundi á mánudag og hlaut því önnu gull- verðlaun sín, Dara Torres, Angela Martino og Jenny Thompson, sem vann silfurverðlaunin í 100 m skriðsundi. Jenny Thompson tók síðasta sprettinn fyrir Bandaríkin og fór framúr kínversku stúlkunni Le Jingyi, sem hafði góða forystu fyrstu 50 metrana, þegar 300 metrar voru eftir. Sveit Kína varð í öðru sæti og sveit Þýskalands í þriðja. Þróun heimsmetsins Þróun heimsmetsins f 4 x 100 metra skrið- sundi kvenna. Fremst er tíminn í mínútum, síðan þjóð og loks dagsetning til hægri. Nöfn keppenda viðkomandi þjóðar eru í sviga. 3:58.11: Bandaríkin.............18.8. ’72 (Peyton, Neilson, Barkman, Babashoff) 3:58.11: A-Þýskaland............30.8. ’72 (Eife, Eichner, Sehmisch, Ender) 3:55.19: Bandaríkin.............30.8. (Neilson, Kemp, Barkman, Babashoff) 3:52.45: A-Þýskaland.............8.9. ’73 (Ender, Eife, Hiibner, Eickner) 3:51.99: Bandaríkin.............31.8. ’74 (Heddy, Marshall, Peyton, Babashoff) 3:49.37: A-Þýskaland............26.7. ’75 (Ender, Krause, Hempl, Briickner) 3:48.80: SC Dynamo Berlin........2.6. ’76 (Krause, Seltman, Kother-Gabriel, Pollack) 3:44.82: Bandaríkin.............25.7. ’76 (Peyton, Boglioli, Sterkel, Babashoff) 3:43.43: Bandaríkin..:..........26.8. ’78 (Caulkins, Elkins, Sterkel, Woodhead) 3:42.71: A-Þýskaland............27.7. ’80 (Krause, Metschuck, Diers, Hulsenbeck) 3:42.41: A-Þýskaland............21.8. (Otto, König, Friedrich, Meineke) 3:40.57: A-Þýskaland............19.8. (Otto, Stellmach, Schulze, Friedrich) 3:39.46: Bandaríkin.............28.7. (Haislett, Torres, Martino, Thompson) Barcelona ’92 OQO ■ MATT Biondi og Janet Evans, bandarísku sundstjömunnar frá því á Ólympíuleikunum í Seoul fyrir fjórum áram, náðu ekki að veija titlana í Barcelona í gær. Bondi náði aðeins fimmta sæti í 100 metra skriðsundi og Evans varð önnur í 400 metra skriðsundi og beið þar fyrsta ósigur sinn síðan 1986. ■ NICOLE Haislett vann önnur gullverðlaun sin á leikunum í gær. Hún var í sigursveit Bandaríkj- anna í 4 X 100 metra skriðsundi og vann einnig gullverðlaun í 200 m skriðsund kvenna á mánudag. ■ DAGMAR Hase frá Þýska- landi hafði í nógu að snúast í gær, keppti í öllum þremur kven- nagreinunum. Hún sigraði í 400 metra skriðsundi, komst í B-úrslit í 100 metra baksundi og var í sveit Þýskalands sem vann bronsverð- launin í 4 X 100 metra skrið- sundi. Sannarlega góður árangur. ■ KRISZTINA Egerszegi frá Ungveijalandi er á góðri leið með að verða „gullkálfur” leikanna í Barcelona. Hún hefur þegar unnið tenn gullverðlaun, í 400 m fjór- sundi og 100 metra baksundi, og á góða möguleika á að fullkomna þrennuna á föstudag er hún kepp- ir í 200 m baksundi, sem er henn- ar sterkasta grein. B MARTIN Lopez-Zubero vann fyrstu gullverðiaun Spánverja í sundi er hann sigraði í 200 metra baksundi karla í gær. Zubero, sem er fæddur í Bándaríkjunum, hefur æft þar síðustu misseri og nýtur leiðsagnar bandarísks þjálfara. Bronshafi í 10 mínútur Bandaríkjamaðurinn Jon Ol- sen var sagður í þriðja sæti í 100 m skriðsundi, en fékk aldrei að snerta bronsið. Ekki frekar en Caron silfrið. Mistök áttu sér stað í rafeindatímatök- unni og þau voru leiðrétt 10 mínútum síðar. Borges var úr- skurðaður í öðra sæti og Caron í því þriðja, en Olsen sat eftir með sárt ennið. Stærsta stund Iífs hans varð allt í einu að martröð. „Enginn sagði mér opinber- iega frá mistökunum. Ég heyrði þeirra getið í talstöð hjá starfs- manni," sagði Olsen. „Það er erfítt að kyngja þessu. Að vinna til verðlauna aðeins til þess að missa af þeim veldur auðvitað vonbrigðum. En dómaramir verða að taka ákvarðanirnar." Skipuleggjendur þurftu að kalla á Borges í hátalarakerf- inu, en hann var í upphitunar- lauginni eftir sundið. „Ég var gráti næst, en þegar ég heyrði fréttimar hljóp ég að verðlauna- pallinum. Fimm manns sögðu mér tíðindin á leiðinni. Jafnvel myndatökumaður sagði mér að ég hefði hafnað í öðru sæti.“ Caron sagði að svona mistök ættu ekki að koma fyrir á stór- móti. „Það er hræðilegt að þetta skuli gerast á Ólympíuleikum." Reuter Bandaríska kvennasveitin bætti sex ára gamalt heimsmet í 4 X 100 metra skriðsundi í gær. Jenny Thompson tók síðasta sprett Bandaríkjanna og hér er henni fagnað af Martino, Haislett og Torres, sem einnig voru í sveitinni. Biondi tapaði MATT Biondi frá Bandaríkjun- um átti von á harðri keppni í 100 m skriðsundi og f undan- keppninni var Ijóst hvert stefni. Evrópumeistarinn Alexander Popov frá Samveldinu náði besta tima og hélt uppteknum hætti í úrslitunum, en Gustavo Borges frá Brasilíu fylgdi hon- um fast eftir. Biondi varð að sætta sig við fimmta sætið í úrslitunum, en hann átti titil að verja. Popov fór rólega af stað og var sjötti eftir 50 metra, en Biondi sneri fyrstur. Hann hélt forystunni, þar til 20 til 25 metrar voru eftir, en þá „sprakk“ heimsmeistarinn. Popov tók til sinna ráða með örugg- um og ákveðnum tökum og kom í mark á nýju Evrópumeti, 49,02, en fyrra met hans og Frakkans Carons var 49,18. Borges synti á 49,43 og Caron á 49,50, en Biondi, sem var á 23,30 eftir 50 metra, fór á 49,53. Hann á heimsmetið (48,42) og ólympíumetið (48,63). Johnny „Tarzan“ Weissmuller er sá eini, sem hefur varið titilinn í 100 m skriðsundi á Ólympíuleikun- um, en hann sigraði 1924 og 1928. „Kannski gerir fólk sér grein fyrir að ég er mannlegur," sagði Biondi, sem er 28 ára. „Ég vildi vera ofurmaður alla ævi, en nú féll ég af stallinum." í fyrsta sinn síðan 1956 unnu Bandaríkjamenn ekki til verðlauna í greininni á Ólympíuleikum fyrir utan 1980, þegar þeir vora ekki með. „Þetta var hugsanlega síðasta keppni mín í 100 metra skrið- sundi,“ sagði Biondi. „Síðustu fjög- ur ár hafa verið mjög skemmtileg og égýief náð að sjá hlutina í réttu ljósi. Ég hef staðið mig vel, en fólk væntir þess ávallt að maður bæti sig. Hins vegar þarf ég aðeins að þóknast einni persónu, mér. Ég veit að hundurinn minn sleikir mig í framan, þegar ég kem aftur heim.“ ■ v.V.VAV •• •••♦• 'AV.V.V.V.V. ...♦«•< .‘.V.’.V.'.'.VA'.VíV.VAVA :'ýr::’.v.v.v. «•«*<.v.v.v.v.v.v Hf **** *VAV« * AVV********** ***, P * * ** * *,*AV**» »*>.>* ******** *íM/J Cv.V.V.V.V.V- •/.V.V.V.V.VV..• ’.v;.v;.V.VAV. I ’ V.V.V.V.*«'< *. • • ,,.,.«.«•• V vv.v.v.v.vav.; ** * ■ Rússinn Alexander Popov fagnar hér sigri sem hann setti jafnframt Evrópumet. Reuter 100 metra skriðsundi þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.