Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 12
Eftirminnilegur
lokapunktur
Samveldisstúlkurtryggðu sér sigur í liðakeppni ífimleik-
um kvenna þráttfyrirhrakspár
SAMVELDISSTÚLKUR hafa
sagt sitt síðasta orð í liðakeppni
f fimleikum kvenna á Ólympiu-
leikum, og það gerðu þær svo
sannarlega með eftirminnileg-
um hætti f gærkvöldi. Svetlana
Boginskaja, 19 ára fyrrum
heimsmeistari ffjölþraut, leiddi
lið SSRtil sigurs í keppninni,
og kæfði þar með allar þær
raddir sem haldið hafa þvífram
að hún væri útbrunnin og ætti
að hætta keppni. Bandarísku
stúlkurnar sem flestir bjuggust
við að sigruðu í liðakeppninni,
lentu í þriðja sæti, Cristina
Bontas tryggði rúmensku stúlk-
unum annað sæti með frammi-
stöðu sinni ífrjálsu æfingunum
í gær.
Sovéskar stúlkur hafa orðið
Ólympíumeistarar í liðakeppni
í fimleikum kvenna nær óslitið síðan
1952. Það var einungis 1984 sem
þær komust ekki á pall, en þá mættu
Sovétmenn ekki til leiks. Sovétríkin
heyra nú sögunni til en Samveldi
sjálfstæðra ríkja keppir í þeirra stað
á leikunum, í fyrsta og væntanlega
síðasta skipti. Samveldisstúlkur hafa
því sett punkt fyrir aftan glæsilega
sögu sovéskra liða í liðakeppni í fim-
leikum kvenna, og mjög ólíklegt er
að önnur þjóð nái viðlíka árangri í
framtíðinni.
Boginskaja hættir að öllum líkind-
um eftir leikana, en hún stóð sig
frábærlega í gær, fékk aldrei lægri
einkunn en 9,862 í fijálsu æfingun-
um og var önnur í einstaklings-
keppninni, 0,024 stigum á eftir
Shannon Miller frá Bandaríkjpnum.
Miller reyndi hvað hún gat að
tryggja Bandaríkjamönnum sigur,
en barðist vonlítilli baráttu eftir að
heimsmeistarinn í fjölþraut, Kim
Zmeskal, féll af jafnvægisslánni í
skylduæfmgunum. Miller stóð sig
annars frábærlega, tryggði sér sæti
í úrslitum á öllum áhöldum ein kepp-
enda, auk þess sem hún var efst í
einstaklingskeppninni, en 36 efstu
stúlkurnar keppa til úrslita í fjöl-
þrautinni, og átta efstu á hveiju
áhaldi.
Reuter
Sveltlana Boginskaja frá Samveldinu í gólfæfíngum.
segir Júlíus Jónasson um leik hand-
boltaliðsins gegn Tékkum í kvöld
Skapti
Hallgrímsson
skrífar frá
Barcetona
Islendingar mæta Tékkum í kvöld
í handknattleikskeppni Ólymp-
íuleikanna. Þetta er annar leikur
íslendinga hér ytra,
þeir sigruðu Brasil-
íumenn 19:18 í
fyrsta leiknum án
þess að sýna bestu
hliðar sínar, svo vægt sé til orða
tekið.
Júlíus Jónasson, markahæsti
maður liðsins gegn Brasilíumönn-
um, sagði í gær að sér litist alls
ekki illa á leikinn í kvöld. „Þetta
er lið sem við höfum oft spilað við
og þekkjum vel, og úrslitin hafa
alls ekki verið okkur neitt frekar í
óhag en þeim. Við teljum okkur því
eiga möguleika. En við verðum
auðvitað að leika mun betur en
gegn Brasilíu til að sigra,“ sagði
Júlíus.
„Við erum ákveðnir í því nú, eins
og áður en við fórum af stað hing-
að út, að standa okkur. Við höfum
rætt það mikið hvað fór úrskeiðis
gegn Brasilíu. Fyrir því er kannski
ekki ein skýring; þetta var fyrsti
leikur og spenna í mönnum. Og
þegar allt er í járnum eins og þá
var er eins og menn hiksti. En ég
held þetta sé ekki neitt stórmál.
Það er gott hljóð í mönnum — við
ætlum að standa okkur,“ sagði Júl-
íus Jónasson.
HANDKNAtTLEIKUR:
Reuter
Kim Zmeskal ræðir við þjálfar sinn
Bela Karolyi.
En bandarísku stúlkurnar náðu
ekki einu sinni að tryggja sér silfur-
verðlaunin. Þær voru í öðru sæti
eftir skylduæfingarnar en frábær
frammistaða rúmensku stúlkunnar
Cristinu Bontas lyfti þeim rúmensku
upp í annað sæti. Bontas deildi fyrsta
sætinu í gólfæfingum með Bog-
inskaju, en rúmenska stúlkan hefur
nýlega náð sér af meiðslum.
Zmeskal endaði í tólfta sæti í ein-
staklingskeppninni, en hún var í 32.
sæti eftir skylduæfmgarnar. Henni
gekk betur í fijálsu æfingunum í
gær, og tryggði sér sæti í úrslitum
í stökki og gólfæfingum auk fjöl-
þrautarinnar. Hún var ánægð með
árangurinn eftir mistökin í skyldu-
æfingunum. Þjálfari hennar, Bela
Karolyi sem m.a. þjálfaði Nadiu
Comaneci, sagði að hún he'fði sýnt
sitt rétta andlit í gær. „Hún er mjög
sterk andlega og líkamlega. Hún
sýndi það með frammistöðu sinni
nú að hún á skilið að vinna til verð-
launa,“ sagði Karolyi.
Sólbað á bannlista
Ferðamenn í Barcelona kunna
vel að meta sólskinið og hit-
ann, en keppendum, sem taka
íþrótt sína alvarlega og stefna á
verðlaunasæti, er ráðlagt að flat-
maga ekki á ströndinni við ólymp-
íuþorpið.
Caroline Searle hjá breska lið-
inu sagði að bresku íþróttafólki
hefði verið bannað að fara í sól-
bað. „Við höfum bannað því að
fara á ströndina, vegna þess að
það dregur úr kraftinum og er
ekki sálfræðilega gott.“
Atle Schjott hjá norska liðinu
sagði að sumir norsku keppend-
anna hefðu verið í klukkustund á
dag á ströndinni. „Þeim hefur
samt öllum verið sagt að fara
varlega og gæta þess að vera
ekki lengi í sólinni í einu, því við
erum óvön því.“
Heiner Heinze sagði að Þjóð-
veijar segðu ekki íþróttafólki sínu
hvað mætti og hvað ekki. „En
flestir fara mjög varlega og gæta
þess að liggja ekki í sólbaði fyrr
en eftir keppni, því allir vilja gera
sitt besta.“
Ákveðnir í að
FIMLEIKAR