Morgunblaðið - 07.08.1992, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
Pior0Mttl»Iaíiií>
1992
FOSTUDAGUR 7. AGUST
BLAÐ
B
adidas
annab ekki
• ••
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ
Brotið gegn Ijarskiptalögum
Þegar samtöl dómara og leikmanna í leik voru hljóðrituð og send út án heimildar
Morgunblaðið/Astvaldur
Bragl Bergmann dómari í leik Vals og ÍA í tíundu umferð Samskipadeildarinnar, dæmir hér vítaspymu í leiknum
og hljóðritar um leið fyrir Stöð tvö mótmæli leikmanna Vals, en hann var með upptökubúnað innan klæða til þess ama
og höfðu leikmenn enga hugmynd um það. Uppátækið sem Stöð tvö stóð fyrir, er talið brot á fjarskiptalögum og lögum
er varða friðhelgi einkalífsins.
OLYMPIULEIKAR / HANDKNATTLEIKUR KONUR
Noregur leikur um gull
Norsku stúlkurnar leika til úr-
slita við Suður-Kóreu í hand-
knattleikskeppni kvenna í Barcel-
ona, en þær voru ákveðnar að ná
alla leið þegar þær héldu til Barcel-
ona - sögðust ætla að feta í fót-
spor Dana, sem unnu Evrópukeppni
landsliða í knattspymu. Noregur,
sem kom inn á síðustu stundu eins
og karlalið íslands, sigraði Sam-
veldið 24:23 og Suður-Kórea vann
Þýskaland 26:25 í undanúrslitum í
gær. Noregur hefur aðeins tapað
einum leik, gegn Suður-Kóreu, í
riðlakeppninni. En nú fá þær norsku
tækifærið til að bæta fyrir það í
úrslitaleiknum.
ÞAÐ uppátæki Stöðvar tvö að fela upptökubúnað inn á dómara í
leik ÍA og Vals f 10. umferð Samskipadeildarinnar, og hljóðrita
þannig samtöl dómara við leikmenn og aðstandendur liðanna, er
að margra mati brot á fjarskiptalögum og lögum sem vernda frið-
helgi einkalífsins. Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í
samgönguráðuneytinu, segir það skoðun sína að með þessu til-
tæki hafi 18. grein fjarskiptalaganna verið brotin.
Forsaga málsins er sú að í leik
Vals og ÍA í tíundu umferð
Samskipadeildarinnar, var hljóðrit-
unarbúnaður falinn inn á Braga
Bergmann, dómara leiksins, án vit-
undar leikmanna eða annarra, og
samtöl hans við leikmenn og aðra
meðan á leiknum stóð hljóðrituð, og
síðar send út í íþróttaþætti Stöðvar
tvö sl. þriðjudagskvöld, án heimildar
viðkomandi leikmanna eða aðstand-
enda.
, Ólafur Steinar sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að vegna sum-
arleyfa hefði sérstök rannsókn á
þessu tiltekna máli ekki verið sett í
gang í samgönguráðuneytinu, en það
stæði til. Hann sagði að við fyrstu
sýn virtist honum sem 18. grein fjar-
skiptalaga, nr. 73 frá 1984, hefði
verið brotin með þessu. í umræddri
grein segir: „Sá sem með einhverjum
hætti án heimildar tekur við sím-.
skeytum, myndum eða öðrum fjar-
skiptamerkjum, eða hlustar á ijar-
skiptasamtöl má ekki skrá neitt slíkt,
tilkynna það öðrum eða notfæra sér
það á nokkum hátt.“ Leikmönnum
eða aðstandendum liðanna í leiknum
sem fram fór á Akranesi, var ekki
tilkynnt um að til stæði að taka upp
samtöl þeirra við dómarann, þaðart
af síður voru þeir beðnir leyfis áður
en það var gert, og andstaða þeirra
við því að upptakan yrði sýnd var
ekki tekin til greina. Umrædd sam-
töl voru því tekin upp og send út án
heimildar. Brot gegn umræddri grein
varðar sektum skv. 228. gr. al-
mennra hegningarlaga, sem fjallar
um brot gegn friðhelgi einkalífs.
Guðmundur Kjartansson, formað-
ur knattspymudeildar Vals, sagði
þeir hefðu alls ekki verið sáttir við
þetta uppátæki þegar þeir fréttu af
því. Þeir hefðu haft samband við
forsvarsmenn Stöðvar tvö og kynnt
þeim það álit Valsmanna að þeir
væru mótfallnir því að þessu yrði
sjónvarpað, en þeir hafi greinilega
ekki virt þá viðlits. Þar að auki hafi
honum sýnst sem andstaða þeirra
og fleiri aðila við því að þetta yrði
sýnt, espað þá upp í að sýna þetta.
„Þetta er auðvitað í hæsta máta
óeðlilegt og þetta verður vonandi
aldrei gert aftur,“ sagði Guðmundur.
Hann sagðist ekki ætla að bera í
bætifláka fyrir leikmennina í um-
ræddum leik, en það yrði auðvitað
að hafa í huga að dómarinn vissi
einn manna af því inni á vellinum
að hann væri með hlerunarbúnað,
og hefði því hagað sér í samræmi
við það. „Hann hagaði sér þar af
leiðandi allt öðmvísi en hann er van-
ur, meðan að leikmennirnir höfðu
ekki hugmynd um hvað var í gangi.
Það er auðvitað óþolandi fyrir leik-
menn að eiga það yfir höfði sér að
samtöl þeirra við dómara í leikjum
sumarsins verði sýnd í tíma og ótíma
á einhverri sjónvarpsstöð," sagði
Guðmundur.
Guðmundur Ólafsson, yfirmaður
fjarskiptaeftirlits Pósts og síma,
sagði að þetta mál væri í athugun
hjá þeim, en aðeins sú hlið málsins
hvort Stöð tvö hefði notað löglegan
fjarskiptabúnað við upptökuna.
Guðmundur Torfason
til St. Johnstone
Quðmundur Torfason knattspymumaður var í gær seldur frá St.
Mirren til St. Johnstone fyrir 90.000 sterlingspund [rúmlega níu
millj. ísl. kr.]. Guðmundur skrifaði undir tveggja ára samning við St.
Johnstone sem hafnaði 18. sæti í skosku úrvalsdeildinni á síðasta keppn-
istímabili. Fækkað var I deildinni fyrir þetta keppnistímabil úr tólf liðum
niður í ttu og búast má við að baráttan komi til með að verða erfið hjá
liðinu í vetur. Guðmundur leikur sinn fýrsta leik með nýja félaginu
gegn Partick Thiatle á laugardag.
KIMATTSPYRNA: „TÍMIKOMINNTIL AÐSTÖÐVA VALSMENN“ / B8