Morgunblaðið - 07.08.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 07.08.1992, Síða 3
MORGUNELAÐIÐ 999 BARCELONA ’92 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 B 3 HANDKNATTLEIKUR r _ Islendingar leika gegn Frökkum um bronsverðlaun Köstuðum þessufrá okkur.. - sagði Geir Sveinsson fyrirliði íslands eftir að liðið tapaði 19:23fyrirSamveldinu „ÉG get ekki neitað því að þetta eru mikil vonbrigði. Ég var farinn að gera mér heilmiklar vonir eftir að við komumst í undanúrslit- in,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins íhandknatt- leik, eftir að liðið tapaði fyrir Samveldi sjálfstæðra rikja (fyrrum Sovétríkjum) 19:23 í undanúrslitum handknattleikskeppni Ólympíu- leikanna ígærkvöldi. Það er því Ijóst að íslendingar mæta Frökkum íleik um þriðja sæti og bronsverðlaun á morgun. Frakkartöpuðu fyrir heimsmeisturum Svía í hinum leik undanúrslitanna í gær. Skapti Hallgrimsson skrifar frá Barcelona ÍslQndingar voru mjög ákveðnir í bytjun og skoruðu í tveimur fyrstu sóknum sínum, en hreyfanleg 5/1 vörn Samveldisins reyndist þeim erfið og nokkrar næstu sóknir í röð fóru for- görðum. Hraðinn var meiri en strákarnir virtust ráða við og sóknarmistökin voru mörg. Sam- veldið náði fljótlega fjögurra marka forystu, en ísland jafnaði með góðum leikkafla. Munurinn var tvö mörk í hálfleik og íslenska liðið kom svo af gífurlega krafti til leiks eftir hlé. Jafnaði fljótlega 12:12 og komst yfir 16:15, og þá var kátt í höllinni — enda virtust allir áhorfendur á bandi íslendinga. En ekki náðist að fylgja þessu eftir, aginn í sóknarleiknum og einbeitingin var ekki nóg og því fór sem fór. Það má aldrei slaka á gegn jafn sterku liði og Samveldinu. „Eftir að hafa verið búinn að skoða Rússana í tvo daga fannst mér við eiga að eiga virkilega góða möguleika gegn þeim,“ sagði Geir Sveinsson á eftir, „og þegar maður hugsar fljótt til baka held ég að við höfum kastað þessu frá okkur. Mér fannst við of „passívir" í fyrri hálfleik, við vorum ekki að leika þann handbolta sem við ættum að gera, fannst við vera svolít- ið hræddir. Svo töluðum við um þetta í hálfleik og það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Við byrjuðum af miklum krafti, en um leið og við vorum komnir yfir 16:15 fórum við aftur að bakka. Og ég held við höfum fallið á því að við urðum aftur hræddir og lékum ekki áfram þann „aggressíva" handbolta sem við gerðum fyrri hluta seinni hálfleiksins. Ég held menn eigi eftir að átta sig á því að þarna rann rosa- lega stórt tækifæri okkur úr greiputn, en það þýðir alls ekki að við séum hættir og við ætlum okkur að taka bronsið. Það er engin spurning," sagði Geir. Fyrirliðinn sagði að ef til vill hefði vantað meira hungur í leikmenn. FRJALSAR „Við vorum búnir að ræða það að menn gerðu sér grein fyrir því hvað væri virkilega í húfi, en það er bara ekki víst að menn hreinlega átti sig á því. Að innst inni hafi menn kannski sætt sig við það að vera komnir í fjögurra liða úrslit, ég veit það ekki. En menn gáfu allt í þetta í byijun seinni hálfleiks, en svo var eins og vantaði eitthvað örlítið upp á að menn hefðu trú á þessu og við tækj- um þetta.“ Það var ýmislegt gott f leik ís- lenska liðsins. Baráttan var mjög góð og vörnin sterk á köflum. En vitað mál var að þrír leikmenn Samveldis- ins voru yfirburðamenn í liðinu, miðjumaðurinn Douichebaev, skyttan Jakímóvítsj og vinstri hornamaðurinn Gopín og þeirra var alls ekki nægi- lega vel gætt. Sérstaklega útileik- mannanna, sem gerðu samtals 16 mörk. Þeir eru vissulega illviðráðan- legir, en ekki stórir og hefðu þeir verið teknir fastari tökum, verið farið á móti þeim fyrr, hefði verið hægt að fækka mörkunum sem þeir gerðu. Þá var of mikið um mistök í sókn- inni. Þar sáust þó mjög laglegir hlut- ir. Valdimar byrjaði frábærlega og var mjög ógnandi, gerði fimm af fyrstu sex mörkunum og Geir lék mjög vel á línunni. Skyttunum voru nokkuð mislagðar hendur en voru þó ógnandi. Guðmundur Hrafnkelsson byijaði í markinu en náði sér ekki á strik, en þegar Bergsveinn kom í markið eftir tæplega tíu mín. leik eftir hlé fór hann strax vel í gang. Það er því spurning hvort ekki hefði mátt setja hann inn á fyrr, þar sem Guðmundur fann sig engan veginn. Það er auðvitað súrt að sætta sig við tap, að ekki sé nú talað um þeg- ar raunhæfur möguleiki var á sigri, en það þarf enginn að skammast sín fyrir að tapa gegn liði Samveldisins. Það hefur enn ekki tapað leik í keppn- inni. Og nú er bara að stefna á brons- verðlaun, sem yrði ekki dónaleg út- koma. ísland getur sigrað Frakkland, það er engin spurning. Morgunblaðið/Rax Jakob Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson fagna Geiri Sveinssyni eftir að sá síðastnefndi hafði skorað eitt af fimm mörkum sínum í leiknum gegn Sam- veldinu. Það dugði skammt og íslendingar þurftu að játa sig sigraða eftir mikla baráttu. Island - Samveldið 19:23 Iþróttahöllin i Granollers, undanúrslit handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, fimmtudag- inn 6. ágúst 1992. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:1, 2:6, 6:6, 6:9, 7:9, 7:10, 9:10, 9:11, 9:12, 12:12, 12:14, 14:14, 14:15, 16:15, 16:18, 17:18, 17:20, 18:20, 18:22, 19:22, 19:23. ísland: Valdimar Grímsson 6/2, Geir Sveinsson 5, Júlíus Jónasson 4, Héðinn Gilsson 2, Jakob Sigurðsson 1, Sigurður Bjamason 1. Aðrir í hópnum: Gunnar Gunnarsson, Einar Gunnar Sigurðsson, Konráð Olavson og Birgir Sigurðsson. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 6 (þar af 1 þar sem knötturinn fór aftur til mótheija), Guðmundur Hrafnkelsson 3. Utan vallar: 14 mínútur. Samveldið: Douichebaev (nr. 10) 9/2, Jakimovítsj (nr. 13) 7, Valerij Gopin (nr. 8) 3, Oleg Kisiliev (nr. 15) 1, Barbachinski (nr. 4) 1, Júrí Gavrilov (nr. 3) 1, Bebechko (nr. 7) 1. Varin skot: Andrej Lavrov 10 (þar af 3 þar sem knötturinn fór aftur til mótheija). Utan vallar: 10 minútur. Dómarar: Hans Emil Thomas og Jurgen Klaus Thomas frá Þýskalandi. Dæmdu vel. Gullið er verðmætara en met - sagði Bandaríkjamaðurinn Mike Marsh eftirsigur í 200 metra hlaupi ^ftri undanrásirnar í 200 metra hlaupi áttu margir von á að Bandaríkjamaðurinn Mike Marsh, sem hljóp á 19,73, setti heimsmet í úrslitunum. En elsta heimsmet fijáls- íþrótta, 19,72 frá 1979, hélt. Marsh hljóp á 20.01 og þó hann væri langt frá metinu nægði tíminn til sigurs. Marsh hefur aldrei sigrað í meist- arakeppni Bandaríkjanna og vænt- ingarnar hafa ekki verið miklar. Áður lagði hann áherslu á 100 metra hlaupið, en æfði líka 200 „og hægt og sígandi öðlaðist ég sjálfstraust í greininni." í fyrra var hann talinn sjötti besti í báðum greinum í Banda- rikjunum, en í gær skaust hann fram á sjónarsviðið sem ólympíumeistari í grein, þar sem.gert var ráð fyrir allt öðrum sigurvegara. Hann tók samt sigrinum með jafnaðargeði og þótti mörgum nóg um. „Ég er frekar hlé- drægur, en sjálfsagt var allt á suðu- punkti innan í mér!“ Frankie Fredericks frá Namibíu varð í öðru sæti eins og í 100 metra hlaupinu, en Bandaríkjamaðurinn Michael Bater fékk bronsið. Tom Tellez, sem tók við þjálfun Marsh fýrir tveimur árum, sagði hon- um fyrir undanrásirnar að hlaupið virtist auðveldara með meiri hraða og það gekk þá eftir. í úrslitunum sagðist Marsh ekki hafa viljað taka of mikla áhættu. „Ég var of afsla{>p- aður og áttaði mig á því eftir fimm skref. Eg vissi að ég yrði að auka hraðann, en mér tókst ekki að ná rétta taktinum.“ Marsh var ánægður, þó heimsmet- ið héldi, og sagði að þó hann hefði misst af tækifærinu, héldi það ekki fyrir honum vöku. „Ég hélt að ég gæti náð betri tíma, en hraðinn undanrásunum hafði sitt að segja og þreytan tók sinn toll. Ég einbeitti mér of mikið að því að hugsa um að slappa af og hreinlega gekk út úr startblokkunum. Ég er svolítið sár, en áhyggjurnar geta beðið seinni tíma. Heimsmetið er eitthvað til að stefna að, en heimsmet koma og fara. Gullið er mun verðmætara, það er í vasa mínum og verður ekki tekið frá mér.“ Þarf eng- innað skammast sín - sagði Þorbergur Aðalsteinsson Það þarf enginn að skammast sín fyrir þennan leik. Það voru allir að beijast, við vorum komnir yfir 16:15 í seinni hálf- leik en vorum þá kannski ekki nógu klókir til að klára leikinn. Það fer ótrúlega orka í svona leik og svo er þetta sennilega spurning um reynslu að fara langt í svona keppni — halda haus þegar það þarf,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, eftir tapið gegn Samveldinu í gærkvöldi. Þorbergur sagði yfirvegun hafa vantað þegar ísland var komið yfir í seinni hálfleiknum. „Svo lendum við í því að missa menn útaf, og það má ekkert fara úrskeiðis gegn svona sterku liði. Þá er leikurinn tapaður. Þeir þurfa ekki nema fimm til tíu mínútur til að klára þetta.“ - Guðmundur komst ekki í gang í markinu. Hefðirðu átt að skipta honum út af fyrr? „Við ætluðum að skipta hon- um útaf en svo varði hann einn eða tvo bolta og við hikuðum. Það er alltaf spurning hvenær eigi að skipta um markvörð, Gummi hefur staðið sig feykna vel hérna, og við vorum alltaf að vonast til þess að hann myndi komast í gang.“ Gunnar Gunnarsson var lát- inn taka Jakimóvítsj úr umferð þegar fimmtán mín. voru eftir af leiknum og Jakob fór út á móti Douichebaev þegar tæpar sjö mín. voru til leiksloka. Þor- bergur var spurður hvort ráð hefði verið að fara út á móti þeim fyrr, eða að minnsta kosti láta taka fastar á þeim í vöm- inni: „Það gengur ekki á mót svona liði; gegn mönnum með svona svakalega snerpu, að taka tvo úr umferð. Það færi með okkur á örstuttum tíma. Það þarf að halda haus, bíða eftir þessu og finna rétta augnablikið." Þor- bergur taldi það hafa verið á réttum tíma sem hann lét taka Jakimóvítsj úr umferð „en þá sáum við strax hvað þeir voru fljótir að finna glufur og týna strákana útaf, þar á meðal einu sinni tvo í einu. Það verður að segjast eins og er að þeir eru betri en við í dag, en við verðum að sjá til í framtíðinni.“ Ekki nógu grimmbr í vöm „Það voru allir að beijast á fullu eins og þeir gátu, en það gekk ekki betur. Ég held að ef alit hefði gengið upp hefðum við getað unnið þetta, en það gekk ekki upp,“ sagði Héðinn Gilsson á eftir. „Ég held við þurfum ekki að grafa hausinn í sandinn þó við höfum tapað þessu — held við getum borið höfuðið hátt.“ Héð- inn sagði íslendingana hafa vit- að að þrfr menn hefðu skorað megnið af mörkum Samveldisins í keppninni, „og við lögðum dæmið þannig upp að taka þá með venjulegri vöm. En við vor- um bara ekki nógu grimmir í að keyra út í þá — þeir fengu að dansa allt of mikið fyrir utan vörnina, og á því held ég við höfum tapað leiknum," sagði Héðinn. „Mér líst vel á leikinn við Frakka. Þetta á lítið skylt við handbolta sem þeir eru að gera, er frekar likara hnefaleik- um. Þeir eru mjög grófir en við verðum bara grófir á móti. Get- um það alveg ef við viljum,“ sagði Héðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.