Morgunblaðið - 07.08.1992, Side 10

Morgunblaðið - 07.08.1992, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ BARCELOMA '92 FÖSfUDAGÚR 7. ÁGÚST 1992 FRJALSIÞROTTIR Einarog Sigurður verðaað kasta 80 m - til að komast í úrslitakeppnina EINAR Vilhjálmsson og Sigurð- ur Einarsson hefja keppni á Ólympíuleikunum í dag og er Sigurður ífyrri kasthópi en Ein- ar íþeim seinni. Báðir verða að kasta yfir 80 metra til þess að komast í úrslitin. í hvorum kasthópi eru 16 keppendur. Til þess að komast sjálfkrafa í úrslitakeppni spjótkastins sem fram fer á Ólympíuleikvanginum á morgun, laugardag, verður að kasta 80 metra. Miðað við árangur keppenda í ár, en 24 þeirra hafa kastað yfír 80 metra á árinu, mætti allt eins gera ráð fyrir að fleiri en 12 kasti yfír lágmarkið. Einar hefur náð 13. besta 16konur yfir 1,92 Nær helmingur keppenda í hástökki kvenna komst í úrslit en 16 stúlkur stukku yfir lágmarkshæðina til að tryggja sér sæti þar. Lágmarkshæðin var 1,92 metrar en sex stúlkur til viðbót- ar voru skammt frá því að kom- ast í úrsiitin líka því þær stukku 1,90 metra. Bestu hástökkskonur heims keppa til úrslita, s.s. Heike Henkel Þýskalandi og Stefka Kostadinova Búlgaríu, sem eru þær einu sem stokkið hafa yfir tvo metra í ár. Þær hafa jafn- framt verið yfírburðakonur í greininni undanfarin 10 ár en Kostadinova hafði t.d. um sl. áramót stokkið tvo metra eða hærra á 69 mótum, hæst þegar hún setti heimsmetið í Róm 1987 en þá stökk hún 2,09 metra. Hún á jafnframt 11 af 12 bestu stökkunum frá upp- hafí. Kostadinova hefur stokkið 2,05 í ár og Henkel 2,04. Aðrar sem eru í hópi 10 bestu heiminum í ár og keppa til úr- slita á morgun, laugardag, eru Galina Astafei Rúmeníu, Joanet Quintero og Silvia Costa Kúbu og Tanya Huges Bandarflqun- um. árangri keppenda sem mættir eru til leiks en Sigurður 16. þegar mið- að er við árangur ársins. Miðað við besta árangur keppenda hafa 10 kastað lengra en Einar og 12 lengra en Sigurður. Meðal keppenda eru allir fremstu kastarar heims undanfarin ár. Tékkinn Jan Zelezny hefur kastað lengst eða 94,74 metra, að vísu með umdeildu spjóti sem hann fær ekki að nota í Barcelona. Bretinn Steve Backley hefur einnig kastað yfir 90 metra í ár eða 91,46. Finnsku heimsmeistararnir frá í fyrra og 1987, Kimmo Kinnunen og Seppo Ráty, keppa og landi þeirra Juha Laukkanen sem kastað hefur 88,22 í ár. Tom Petranoff sem keppir fyrir Suður-Afríku verður hins vegar fjarri góðu gamni en hann á fjórða besta árangur ársins. Spjótkastaramir verða snemma á ferðinni því Sigurður hefur keppni kl. 7:35 fyrir hádegi að okkar tíma en gert er ráð fyrir að kasthópur Einars hefji keppni klukkan 8:45. PJOTKAST ÞROUN HEIMSMETSINS I SPJOTKASTi Metrar 105 100 95 90 85 80 75 70 86,74 (1961) 94,08 (1973) 85,74 (1986) 87,12 (1964) 94,58 (1976) 87,66 (1987) 91,72(1964) 96,72 (1980) 89,10 (1990) 91,98 (1968) 99,72 (1983) 89,58 (1990) 92,70 (1969)104,80 (1984) 91,46 (1992) 93'S0(1972> 57,92 (1960) 66,10 (1973) 70,80 (1980) 75,26 (1985) 59,55 (1960)- 67,22 (1974) 71,88 (1981) 75,40 (1985) 59,78 (1963) 69,12 (1976) 72,40 (1982) 77,44 (1986) 62,40 (1964) 69,32 (1977) 74,20 (1982) 78,90 (1987) 62 J0 (1972) 69,52 (1979) 74,76 (1983) Nýtl karlaspjót lekið REUTER Inolkun 1986 6* Jan Zelezny (Tékkósl.) 94,74(1992) Karlartj J 65,06 (1972) 69,96 (1980) Konur ©sssss Petra Felke (Pýskal.) j 80,00(1988) 60 55 |— 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 Ar Fyrri kasthópur 1992 Pers.met Julian Sotelo Madrazo, Spáni 78,28 78,28 Jan Zelezny, Tékkóslóvakíu 94,74 94,74 Víctor Zajtsev, Úzbekístan 87,20 87,20 Stephen Feraday, Kanada 76,66 77,78 Michael C. Hill, Bretlandi 85,32 85,32 Patrik Boden, Svíþjóð 85,58 89,10 SIGURÐUR EINARSSON 83,36 84,94 Lianbiao Zhang, Kína 83,84 83,84 Brian Crouser, Bandaríkjunum 80,42 83,00 Ivan Mustapic, Króatíu 81,46 81,46 Nigel Charles Bevan, Bretlandi 81,70 81,70 Tom Puktsys, Bandaríkjunum 83,20 83,30 Yusuf Ahmed Ali Nesaif, Bahrain 59,90 Juha Lauri Laukkanen, Finnlandi 88,22 88,22 Gavin Brian Lovegrove, Nýja Sjálandi 86,14 86,14 Terry McHugh, írlandi 84,54 84,54 Seinni kasthópur Ár. 1992 Besti ár. Steve Backley, Bretlandi 91,46 91,46 Seppo Henrik Ráty, Finnlandi 87,12 87,12 Ghanim Mabrouk, Kúveit 65,70 72,38 Dímítry Palíunín, Samveldinu 85,74 85,74 Michael W. Barnett, Bandaríkjunum 84,20 84,20 Dag Wennlund, Svíþjóð 85,52 EINAR VILHJÁLMSSON 84,36 85,48 Masami Yoshida, Japan 81,60 Peter Borglund, Svíþjóð 87,00 87,00 Andrej Shevtsjúk, Samveldinu 81,76 81,76 Marcis Strobinders, Lettlandi 80,24 80,32 Kimmo Paavali Kinnunen, Finnlandi 90,82 90,82 Volker Hadwich, Þýskalandi 82,92 84,84 Ki-Hoon Kim, Suður-Kóreu 79,08 79,08 Vadím Bavíkím, ísrael 81,56 81,56 Nery Gustavo Kennedy Rolon, Paraguy 69,12 69,12 Til að kasta spjóti, sem er nærri þriggja metra langt og tæpt kíló að þyngd, lengra en 80 metra krefst mikillar tækni. Spjótkastarinn verðurað ná sem mestum hraða í tilhlaupinu, staðnemast mjög skyndilega og og á sama augnaoliki að nota handleggi og efri hluta líkamans til að þeyta spjótinu yfir höfuð sér. Hreyfingin er óeðlileg fyrir líkamann og mikið álag er á handleggjum, fótleggjum og baki og spjót- kastarar meiðast því oft. Sá sigrar sem lengst kastar í sex tilraunum. (Prjár tilraunir í undankeppni.) KARLASPJÓT: 2,7 metra langt og vegur a.m.k. 800 g SPJÓTIÐ: málmblanda GRIP: vatið bómullarþræði KVENNASPJÓT: 2,3 metra langt og vegur a.m.k. 600 g Atrennan brautin er 34,9 metra löng og 4 m breið ÓLYMPÍUMET Karlar Jan Zelezny (Tékkósl.) 85,9 m (1988) Konur Petra Felke (Þýskal.) 74,68 m (1988) Barcelona ’92 Kastið Útkastshörnið þarf að vera um 30-35 gráður og spjótinu er kastað með snúningi. Þegar kastarinn sleppir spjótinu er hraði þess um 100 km/klst. Þar sem vindur getur verið mismunandi á meðan keppni fer fram er það ekki alltaf sterkasti kastarinn sem sigrar. REUTER HEIMSMET Karlar Jan Zelezny(Tékkósl.) 94,74 m (1992) Konur Petra Felke (Þýskal.) 80,00 m (1988) BORÐTENNIS Reuter Jan Owe Waldner frá Svíþjóð sigr- aði Frakkann Jean-Philippe Gatien næsta auðveldlega í úrslitaleiknum í einliðaleik í borðtennis í gær. Hann var meiri- háttar - sagði Gatien um and- stæðing sinn í úrslitaleiknum „HANN stjórnaði leiknum eins og sá sem valdið hefur. Hann var í einu orði meiriháttar," sagði Frakkinn Jean-Philippe Gatien um andstæðing sinn Jan Ove Waldner frá Svíþjóð, í úrslitaleiknum í einliðaleik karla í borðtennis. Eins og nærri má geta sigraði Svfinn giska auðveldlega í úrslita- leiknum; með þremur hrinum gegn engri. Það var aðeins í síðustu hrinunni sem Frakkinn velgdi Svíanum undir uggum. Waldner sigraði fyrstu hrinuna 21-10, þá aðra 21-18 en þá þriðju 25-23. Gatien náði aldrei að finna nægi- lega gott svar við öflugasta vopni Waldners, uppgjöfunum. „Þær voru hrikalegar," sagði Gatien um upp- gjafirnar eftir leikinn, en á leið sinni í úrslitin náði hann að sigra Yoo Nam-kyu frá S-Kóreu, gullverð- launahafa í einliðaleik á síðustu leikum. En Gatien átti ekki aðeins í höggi við Waldner. Um 5.000 þúsund Svíar létu sjá sig á úrslitaleiknum og studdu dyggilega við bakið á sínum manni. Sænski konungurinn, Karl Gústaf, lét meira að segja sjá sig á leiknum. Waldner sagði að sigurinn nú væri honum meira virði en sigurinn á heimsmeistaramótinu í Dortmund 1989. „í Dortmund lék ég mjög vel, en nokkrir leikir voru ekki 100 prósent hjá mér. Síðustu fjórir leik- ir mínir hér hafa verið þeir bestu á ferlinum," sagði Waldner. Það kom mjög á óvart að tveir Evrópubúar skyldu leika til úrslita í einliðaleik, þar sem Kínveijar höfðu til þessa unnið öll verðlaun í borðtennis á leikunum. fl/ ' Svona mæla þeir í frjálsíþróttum Spegill ■ Áður en grein hefst.er sérstakur mælir, sem staðsettur er dálítið til hliðar við þann stað sem keppnin fer fram, notaður til að mæla lengdina að kaststaðnum í spjótkasti, eða hliðstæðan stað í öðrum greinum. Innrauður geisli er sendur í sórstakan spegil og þannig fæst nákvæmt horn og fjarlægð. Fjarlægðin er síðan geymd í tölvu mælisins. Tökum dæmi úr spjótkasti. Sérstakur mælir er notaður við að mæla í kastgreinum og stökkum á Ólympíuleikunum. □ Eftir hvert kast er innrauða geislanum beint að spegli sem settur er þar sem spjótið kom niður. Mælitækið EjMælitækið notar upplýsingarnar sem það geymir um horn og fjarlægð að kaststaðnum og mælir einnig hornið á þann stað sem spjótið lenti. Tölvan reiknar nákvæmlega hvað kastið var langt á nokkn sekúndum. Kaststaður Keppandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.