Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 7
SCPl MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. AGÚST 1992 JU8 ur á að hlusta á eina af sögum hennar eða horfa á litskyggnur frá Kenýa og skýringartexti er lesinn með. Þeir sem gefa sér góðan tíma til að staldra við geta fengið sér kaffibolla og danskt bakkelsi á lít- illi kaffiteríu. Þar er hægt að tylla sér á verönd í gróðursæluingarðin- um og spjalla um lífshlaup Blixen- ar sem um margt var merkilegt og dramatískt. Það er þess virði að heimsækja safnið og enginn sem á leið þarna um ætti að láta það fram hjá sér fara. Mjög auðvelt er að gleyma sér í skamma stund og lifa sig inn í líf þessarar merkis- konu. Fram til september er safnið opið kl. 10.00 til 17.00 alla daga. En það eru fleiri staðir í ná- grenni Kaupmannahafnar sem eru verðir þess að heimsækja. Rétt innan seilingar frá skarkala borg- arinnar er Dragör, lítið og vinalegt fiski- mannaþorp. Þar eru stein- ifr ^, lagðar gðt- Heímili Karenar Blix- en. Gestum er leyft að ganga í gegnum húsið og skoða stofur f stofíinni eru glugga- tjöldin nokkuð sér- stök. Ætla mætti að ekki hefði verið fyrir því haft að stytta og falda en svona vildi Karen Blixen hafa þau. Fyrirmyndina fann hún í herragarði sem hún heimsótti sem barn. gul hús, heimilislegir veitingastaðir og róm- antík horfinna tíma. Þá kannast flestir við Hróarskeldu en þar er mikil dómkirkja sem prýðir borgina. Innan dyra eru kistur Dana- konunga og drottn- inga síðustu alda og margar hverj- ar hreinustu listaverk á að líta. Eftir innlit í dómkirkjuna er upp- lagt að ganga um göturnar þar sem mannlífið er heldur rólegra en ger- ist í höfuðborginni. Þar virðast all- ir hafa nægan tíma til að spjalla, ef ekki um heilsuna þá bara um hvað á að hafa í kvöldmatinn. Ef gera á stuttan stans er tilvalið að setjast inn á krá og fá sér smurt brauð og öl. Dómkirkjan er opin kl. 9-5.45 alla virka daga en á laug- ardögum kl. 11.30-5.45. En fleira eftirminnilegt er að skoða í næsta nágrenni Kaup- mannahafnar. Á Sjálandi er kynst- ur af glæsilegum byggingum og eru auðvitað helstar þær sem til- heyrðu konungsfjölskyldunni. Ferðamaður ofan af íslandi þreyt- ist seint á að skoða þær glæsibygg- ingar, byggðar á sama tíma og við vorum enn að bjástra fram bæjar- göngin í rökkrinu og þóttumst full- sæmd af. ¦ Margrét Kr. Sigarðardóttir Hellisfélagið vill gera veiðiparadís að íjallabaki TIU manna hópur ungs fólks úr Holta- og Landmannahreppi hefur sett sér það markmið að gera veiðiparadis að fjallabaki og bæta aðstððu fyrir ferðamenn á afrétti hreppanna. Hellisfélagið hefur gangnamannahúsið í Landmanna- helgi á leigu þriðja sumarið í röð. „Hér er stórt og gott hús og ágæt aðstaða fyrir ferðalanga á hestum enda koma hér oft hópar á leið um afréttinn. Við erum hér til skiptis í sjálfboðavinnu þessa 3 sumarmánuði því það er varla nokkuð upp úr þessu að hafa, alla- vega ekki enn sem komið er. Það er margt sem þarf að gera svo svæðið verði aðlaðandi fyrir ferðamenn." Krakkarnir i Hellisfélaginu fá sér súpu hjá Sigrúnu matráðskonu Hekluhesta. F.v. Sigrún Haraldsdóttir, Guðný Eiriksdóttir, Guðríður Tómasdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir, Þórhalla Gísladóttir og Engil- bert 01geirsson(fremst t.h.) Þetta segja ungmennin og þau eru stórhuga. „Við höfum því miður ekki getað fengið leigusamning nema til árs S senn. Állt verður að vera með samþykki heimamanna sjálfra og Náttúruverndarráðs en unnið er að skipulagi frið- landsins að fjallabaki. Okkur flnnst þó tími til kominn að hrinda ýmsum góðum hugmyndum í framkvæmd. Við sjáum um landvörslu, tjaldstæðið, húsið og veiðileyfi og veitir ekki af því Náttúruverndarráð hefúr ekki mann á sínum snærum hér og er það miður," sögðu þau Engilbert Olgeirsson, Þórhalla Gísladóttir og Guðríður Tómasdóttir sem voru við vörslu í Landmannahelli. í Landmannahelli er brýnt að koma upp hreinlætisaðstöðu með vatnssalerni fyrir vaxandi fjölda ferðamanna sem fer um og einnig eru margir veiðimenn á ferð. Að sögn Engilberts eru 11 vötn á friðlandinu með mismikilli veiði, má nefna Frostastaðavatn, Eskihlíðarvatn og Ljótapoll. „Það eru nokkrir hópar á vegum Veiðifélags Landmannaafréttar að vinna að grisjun vatnanna framan Tungnár. Misjafnlega er að þessu staðið en þörfín er mikil, sum vatnanna eru ofset- in og fiskurinn fær ekki nægilegt æti, og víða er því mikið af smáfiski. En þó má fá ágæta fiska á stöng í Eskihlíðar- vatni og jafnvel í Ljótapolli," sagði Engilbert. „Við höfum mikinn áhuga á að gera friðlandið að útivistar- paradís fjölskyldunnar þar sem má renna fyrir fisk, fara um ríðandi, gangandi eða akandi,' allt eftir áhuga fólks. Hér er mikil náttúrufegurð, Landmannalaugar, Eldgjá og Ófærufoss á næstu grösum og ágætar reiðleiðir. Við sjáum fyrir okkur svæði á borð við Veiðivötn, takist að grisja vötíiin og byggja þau upp. Aðalatriðið er að friðlandið er nú í umsjá heima- manna sjálfra og verið að skapa ný atvinnutækifæri til lengri tíma litið," sögðu þessi bjartsýnu ungmenni að lokum. ¦ Aðalheiður Högnadóttir Séð inn til Lauga Morgunblaðið/Aðalheiður Kælistandur á bilspegilinn í Bretlandi er nú mikil sala í útbún- aði, einkar einföldum, sem tryggir að svaladrykkurinn haldist kaldur, hversu mikill sem hitinn utandyra er. Útbúnaðurinn er festur við bíl- spegilinn eins og má sjá á mynd- inni. Hraðinn á ökutækinu tryggir að innihaldið helst svalt. ¦ Alkholistar í afturbata í skemmtireisur til Líbýu? LÍBYA hefur ekki verið beinlínis eftirsótt á listum ferðamanna fyrir margra hluta sakir; þrálátur orðrómur um að þar hljóti hryðju- verkamenn þjálfun áður en þeir ráðast til atlögu, alþjóðlegar refsiað- gerðir og alls konar þvingunaraðgerðir gera að verkum að aðbúnað- ur útlendinga getur varla talist samkeppnisfær. Hæstráðandinn Gaddafí er litinn hornauga í besta falli og hataður af mö'rgum. Svo má nefna að Líbýumenn hafa krafist þess að útlendingar láti þýða á arabísku allar upplýsingar í vegabréfum. Því er það óneitanlega bjartsýni að margra dómi að Ríkisferðaskrif- stofa landsins hefur nú verið endur- reist og forstjóri hennar var fyrir skömmu í New York að kynna allt sem ferðamönnum gæfist kostur á að sjá í landinu. Fréttamaður New York Times spurði forstjórann hverjir hann teldu að hefðu áhuga á að komast til landsins. Eftir smá umhugsun svaraði forstjórinn „mér dettur til dæmis í hug áfengissjúkl- ingar í afturbata". ¦ Þegar dýrin bíta I erðamenn Morgunblaðið/Sverrir Á FERÐALÖGUM ber að varast afskipti af ókunnugum gæludýrum engu síður en villtum dýrum, því sjúkdómarnir sem dýrin geta borið til okkar með biti geta reynst stórhættuleg. I bæklingi sem Baldur Johnsen læknir skrifaði um heilsuvernd ferðamanna, og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti gaf út fyrir tíu árum, eru upplýsingar um hundsbit og önnur dýrabit. Öll bitsár sem hljótast af ógæti- legri umgengni við gæludýr eða villt dýr verður að meðhöndla strax með sáralyfjum. Þegar um er að ræða hundsbit á ákveðnum svæðum, og jafnvel bit katta, verður að géra ráð fyrir hundaæði sem hugsanleg- um möguleika. Hundaæði þekkist í flestum hitabeltislöndum, nema Ástral- íu, Nýja-Sjálandi og Japan. Af ~~ Miðjarðarhafslöndum telst að- ¦** eins Pýreneaskagi, það er að segja Spánn, Portúgal og Malta, laus við þessa plágu. Af öðrum Bvrópulöndum teljast aðeins Norðurlönd laus við þetta svo og Niðurlönd og Bretland. Mið-, Suð- ur- og Austur-Evrópa er talin smit- uð. Ýmsir aðrir sjúkdómar geta bor- ist með dýrum, dauðum eða lifandi, svo sem miltisbrandur og páfagauka- veiki (psittacosis), sem berst með páfagaukum, en af þeirri veiki geta aðrir fuglar sýkst og orðið smitber- ar. Litlar vatnaskjaldbökur eru oft taugaveikismitberar. Eiturnöðrur geta bitið til bana ef ekki næst fljótt í mótefni. Sporðdrek- ar og kóngulær geta líka bitið illa^ Þess ber að geta að ekki er algengt að menn fái alvarleg bit á algeng- ustu ferðamannastöðum. Þeim er hættara sem eru utan alfaraleiða. Helsta vörn er að vera í uppreim- uðum leðurstígvélum þegar gengið er um útjörð eða gamlar rústir, jafn- vel í skoðunarferðum, og þó einkum að kvöldlagi. Varast skal að þreifa með höndum um grassvörð eða milli steina þar sem illa sér til. Ef menn jrerða fyrir biti slíkra dýra, einkum nöðrubiti, þarf að þvo bitstaðinn og kæla, helst með ís. Hefta skal blóðrennsli með því att binda fast ofan við bitið, en þó lina á í eina mínútu á tíu mínútna fresti, uns komið er á spítala eða í læknis hendur. Þýðingarmikið er að geta lýst nöðrunni til að tryggja sér rétt móteitur, þegar til þess næst. Til að draga úr óþægindum meðan beðið er eftir læknishjálp ætti að nota ver- kjalyf eða ofnæmisiyf. ¦ FJ-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.