Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 3
MgBGUfeæLAglg FqSTUjDAGUR. §lfl|^§5rf#^ % 3 —r------------------------ Sof ðu á vinstri hliðinni ef þú færð oft brjóstsviða FÆRÐU OFT brjóstsviða? Þá gæti verið ráð fyrir þig að sofa á vinstri hliðinni. Astæðan? I nýlegri köniuin sem gerð var á háskólaspítala Thomas Jefferson í Fíladelfíu í Bandaríkjunum kom fram að þeir sem lágu á vinstri hliðinni eftir að hafa snætt fituríka máltíð fengu síður brjóstsviða en þeir sem lágu á hægri hliðinni. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Prevention sem er bandarískt heilsutímarit. Rannsóknin fór þannig fram að tuttugu manns borðuðu fituríka máltíð (61% hitaeininga úr fitu) og lögðust síðan til svefns. Niður- staðan var að á þessum fjórum tímum sem fólkið svaf var algengara að þeir fengju brjóstsviða sem lágu á hægri hliðinni. „Þessu hefur verið haldið fram í gegn- um árin en enginn gefið sér tíma til að rannsaka þetta áður," segir Leo Katz einn forsvarsmanna rannsóknar- innar. „Ástæðan er í rauninni einföld. Maginn liggur neð- ar þegar legið er á vinstri hliðinni," segir William Ruderman yfirmaður meltingarsjúkdómadeildar við Cleveland-læknastöðina í Fort Lauderdale á Flórída. „Magasýrurnar láta ekki á sér kræla ef legið er á vinstri hliðinni en ef legið er á þeirri hægri fara þær á ferðalag upp í vélinda og orsaka brjóstsviða." Ruderman gefur að lokum ráð til þeirra sem ætla að prófa vinstri aðferðina, að hafa hátt undir höfði, ekki með koddum heldur hækka sjálft rúmið við höfða- gaflinn. Ennfremur bendir hann fólki á að fara í létta göngu áður en farið er að sofa og varast kryddaðan og fituríkan mat. grg Framtíðartölvur gerðar jafn vitlausar og menn til að þær líkist okkur sem mest TöLVUR MUNU geta villt á sér heimildir árið 2000," sagði breski stærðfræðisnillingurinn Alan Turing fyrir rúmum 40 árum. „Þá munu menn ekki átta sig á hvort þeir eiga í samskiptum við annað fólk eða tölvu, þegar þeir ræða saman í gegnum tölvukerfi." Þessi framtíðarsýn Turings var ekki algerlega út í hött, því nú þegar hafa sumir ruglast á tölvu og manni. Kaldhæðnin felst í því að vill- ur voru viljandi settar í tölvuforrit, til að tölvan líktist sem mest okkur mannfólkinu. ¦" mm Að útbúa tölvur sem gera JS sömu vitleysur og menn, gjj hljómar tilgangslaust, en ?JJJJ tölvusnillingur nokkur sendi a slíkt forrit í foritasamkeppni S Turing-tölvusafnsins í Boston Sá síðasta ári. Dómnefndin taldi sig eiga í tölvusamskiptum við Ua mann, en síðan kom í ljós að það var tölva sem hafði svarað þeim allan tímann. Helmingur dómnefndarinnar var sannfærð- ur allan tímann um að þarna hefði verið maður á ferð en ekki tölva. Vitaskuld vann Q£L þetta forrit keppnina. Dómnefndarmönnum þótti athyglisverðast hversu snilldarlega tölvunni tókst að herma eftir algeng- um stafsetningar- villum fólks og einn- ig þótti tölvan gera sérlega trúverðugar prentvillur. Frá þessu er greint í ný- legu tölublaði The Economist og skilj- anlega varpar grein- arhöfundur fram spurningu um til- gang þess að hanna tölvur sem ekki kunna að vélrita. Þetta er tölvunni að kenna Tölvur eru orðnir miklir þurftargripir í flestum greinum atvinnulífsins, enda er þekking okk- ar margra á vinnsluferli takmörk- uð. Við gefum tölvunni skipanir og treystum því að hún sjái um afgang- inn. Slíkt fyrirkomulag er á margan hátt hentugt, enda hljómar afsök- unin „þetta eru einhver mistök í tðlvunni" betur en „ég gerði vit- leysu". Fáum dettur í hug að fjarg- viðrast yfir slakri þjónustu hjá fyrir- tæki ef tölvukerfi ruglast í ríminu. Einhverra hluta vegna finnst okkur erfiðara að fyrirgefa starfsfólki sem gerir mannleg mistök. Tölvur hafa þann hæfileika fram yfir okkur, dauðlegar verur, að gleyma engu sem þeim hefur einu sinni verið sagt. Þegar tölva teflir, hugsar hún ekki rökrétt eins og þeir sem tefla við hana. Hún fer á augabragði í gegnum langan lista með öllum mögulegum leikum og reiknar út hvaða leikur sé hag- kvæmastur í stöðunni. í The Economist er bent á þann möguleika að fyrr eða síðar muni einhver ganga of langt í að hanna vél- <ö væddan huga, eða ' -- hugbúnað, eins og hann er yfirleitt nefndur.- Gefið er í skyn að smám saman munum við .70 fyllast minni- máttarkennd gagnvart þess- um vélarheil- um. Verði svo, er allt eins lík- legt að Alan Turin reynist sannspár; við för- um sem sagt að framleiða tölvur, sem villa á sér heimildir og hegða sér eins og menn, svo mennirnir sem vinna -við þær fái ekki minnimáttar- kennd. Erum við þá ekki komin í hring? spyr sá sern ekki veit. ¦ Brynja Tomer SPURT OG SVARAD UM GARÐYRKJU Berjalyng, gullregn, lerki og víðiplöntustiklingar Kristinn Helgi Þorsteinsson garðyrkjufræðingur svarar fyrirspurn- um Iesenda í dag. Þeir lesendur sem vilja koma spurningum áleiðis til garðyrkjufræðings geta hringt í dag milli kl. 11 og 12 í síma 691100 og munu svörin birtast að viku liðinni hér á síðum Daglegs lífs. Ragnhildur í Reykjavík spyr: Ég setti víðisp- löntustiklinga niður í sumarbú- staðaland. Ein- hverjir náðu að skjóta rótum. Hvernig á ég að ganga frá þeim fyrir veturinn? I ' sumarbústaða- landinu er ekkert berjalyng. Ég er að hugsa um að bvggja skjólvegg í kring þ.e., hlaða upp bungur og tyrfa yfir, þarna langar mig að fá torf með lyngi í. Er það hægt? Hvernig þarf þá jarðvegurinn að vera áður en ég tyrfi með lynginu? Þetta lerkitré er Ljósmynd/Kristinn H. Þorsteinsson Skerjafirði SvanVíðiplöntur eru að jafnaði harðgerðar. Gættu vel að græðling- unum hafi ekki verið stungið niður á svæði þar sem hætta er á að vatn safnist fyrir í vetur. Ef svo er skaltu taka græðlingana upp eftir lauffall í haust og setja þá aftur þétt níður á vel framræstan og skýldan stað til vetrargeymslu., Ef jarðvegurinn er vel framræstur ættu plönturnar að una hag sínum vel í vetur, einkum þó ef þú skýlir þeim t.d. með grindum. Þess eru mörg dæmi að ræktend- ur hafí flutt lyng út villtri náttúru inn í garða sína með góðum árangri. Til að byggja skjólvegg eða hól úr jarðefnum þarftu að hafa drjúg- an hluta úr föstu efni eins og grjóti til að koma í veg fyrir að veggurinn rýrni um of. Eg tel nokkuð öruggt að til þess að plönturnar geti lifað í skjólvegg þínum þarftu að flytja allt moldarefni úr því mólendi sem þú tekur plönturnar úr. Þú verður að gæta þess vel að taka plöntur með grunnstæðu rótarkerfi að öðr- um kosti er hætta á að þær verði fyrir of mikilli rótarskerðingu, jafn- vel visni upp og deyji. Auk þess er mun þægilegra að meðhöndla nett- ar plöntur en stórar og þungar. Flutningana skaltu framkvæma snemma vors áður en vöxtur hefst. Ekki má verða of þurrt á plöntunum í veggnum og ekki skaltu bera áburð á. Hafðu í huga að taka ekki plöntur né jarðefni úr náttúrunni svo skaði verði af. Svala Jóhannsdóttir í Reyhjavík spyr: Eg er með 5-6 ára gullregntré í garðinum hjá mér. Nú þarf ég að færa það. Hvenær er það best og hvernig? Mig langar líka til að færa hlyn, hann er 7-8 ára og u.þ.b. ein og hálf mannhæð. Og þá aftur hve- nær og hvernig er það best? SvanÞað ætti að vera lítill vandi að flytja trén þín tvö ef þú vandar upptökuna. Ég ráðtegg þér að rótst- inga trén 1-2 árum áður en þau eru flutt. Við rótstungu er notuð beitt stunguskófla, og er henni stungið niður í jarðveginn hringin í kringum trén að 3/4 hluta, og skal fjarlægðin frá stofni vera svip- uð og umfang krónunnar. Þó má rótarklumpurinn aldrei verða svo stór að erfitt sé að flytja trén vegna þyngsla. Við rótstungu skerðum við ræturnar, trén mynda nýjar rætur og rótarklumpurinn þéttist. Það er mikilvægt að rótarklumpar trjánna séu þéttir við flutninga, því annars er hætta á að moldin hrynji utan af rótunum og auknar líkur á að trén verði fyrir skaða. Með því að rótstinga ekki allan hringin í kring- um trén skiljum við eftir rætur sem auðvelda plöntunum að taka til sín vatn og næringu meðan plönturnar eru að mynda nýjar rætur þar sem þær voru sneiddar af. Rótarskurð framkvæmum við á vorin áður en trén hefja blaðvöxt eða í lok júlí. Ég ráðlegg þér að flytja trén að vori til, þó haustið komi vel til greina og pakka rótunum inn t.d. í striga til að koma í veg fyrir að hnausinn hrynji sundur og eins að verjast þornun rótarenda. Að lokinn. endurgróðursetningu skaltu veita þeim stuðning svo þau fjúki ekki um koll við fyrsta vind, og huga vel áð vökvun svo plönturn- ar ofþorni ekki á sínum nýja stað. Sigrún Magnúsdóttir í Rey kjavík spyr: Fyrir þremur árum setti ég niður lerki. Lerkið er nú u.þ.b. 10 ára. Það er í beði ásamt furu og sitka- greni. í sumar hefur lerkið verið mjög ljótt, þó ekki foinað en nálarnar eru aðeins nokkrir millimetrar og mjög dökkar. Ég tel mig hafa hugsað vel um það og borið á það áburð. Hvað er til ráða? Svar:Hugsanlegt er að dökkgræni liturinn á nálum lerkisins sé tilkom- in vegna köfnunarefnis áburðar sem þú hefur borið á í sumar. Ef blöðin eru slöpp bendir það á að of mikið af köfnunarefni hafi verið borið á og að auki vegna lágs hita- stigs fyrrihluta sumars eru nálarnar á •lerkitrénu stuttar. Ég hvet þig að bera á tréð kalíáburð er nemur 30 gr. og dreifa því jafnt á 1 m2. Kalí hægir á vexti og eykur frost- þol plantna. Ef rétt reynist að of mikið köfn- unaefni hafi verið sett á tréð, og það jafnvel í vexti ennþá af þeim sökum óttast ég að það skaðist í vetur. Ár hvert er þér óhætt, trénu að skaðlausu að bera á t.d. trjákorn 6-10 kg á 100m2 og deila áburðarg- jöfinni í þrennt þannig að borið er á í fyrsta sinn um miðjan maí og ekki síðar en í byrjun júlí. Þá væri tilvalið að dreifa kalíáburði í júlílok, 3 kg á hverja 1002. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.