Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND
EyjóHur var
í sviðsljósinu
EYJÓLFUR Sverrisson kom
inná hjá Stuttgart þegar um 10
mínútur voru liðnar af leiknum
gegn Karlsruhe og lét mikið að
sér kveða. í stöðunni 0:0 skor-
aði hann með skalla, en markið
var dæmt af vegna brots sam-
herja, sem hafði engin áhrif á
leikinn, og undir lokin var brot-
ið á honum, víti og mark.
Eyjólfur fékk sendingn inn fyrir
vörn Karlsruhe, tók knöttinn
niður og var felldur af markverðin-
um á síðustu mínútu
FráJóni leiksins. Thomas
Halldórí Strunz skoraði úr
Garöarssyni vítaspyrnunni og
tryggði Stuttgart
í Þýskalandi
sigur.
Leikur liðanna var frekar slakur,
óheppnin elti Stuttgart í byrjun
leiksins þegar tveir leikmenn liðsins
meiddust. Gunter Scháfer og Mich-
ael Fronzek þurftu báðir að yfir-
gefa völlinn og í þeirra stað komu
þeir Eyjólfur og Uwe Schneider.
Varamennirnir fengu báðir góða
dóma hjá Kicker og voru taldir með
bestu mönnum liðsins hjá þýska
tímaritinu.
Walter skoraði fyrra mark
SVISS
Sigurður Grétarsson
Sigurður
ínýrri
stöðu
Sigurður Grétarsson og félagar
hans í Grasshopper unnu stór-
sigur á Bulle 5:0 í svissnesku deild-
inni um helgina. Þetta var fyrsti
leikur liðsins undir stjórn Leo Ben-
hakkers. „Þjálfarinn gerði miklar
stöðubreytingar og kom það vel út
í þessum leik. Ég lék í nýrri stöðu
sem vinstri bakvörður," sagði Sig-
urður.
Brasilíumaðurinn Elber, sem er
lánsmaður frá AC Mílanó, gerði
þrennu fyrir Grasshopper í leiknum
og er nú fnarkahæsti leikmaður
deildarinnar með sex mörk. Liðið
er nú í 8. sæti með 7 stig þegar 8
umferðum er lokið af 22. Servette
er efst með 13 stig.
Atta efstu liðin komast í úrslita-
keppnina um svissneska meistara-
titilinn, sem hefst eftir áramót.
Urslit / B11
Stuttgart en fyrr í leiknum misnot-
aði hann vítaspyrnu. „Ljóst er að
við þurfum að bæta okkur á mörg-
um sviðum,“ sagði Christoph Daum,
þjálfari Stuttgart.
Bayem Munchen heldur áfram
að sigra og þýsk blöð velta því nú
fyrir sér hvar í liðinu sé laus staða
fyrir Lothar Mattháus, sem er að
ná sér af hnémeiðslum og verður
líklega leikfær eftir þrjár vikur.
Hann dvaldi síðasta mánuð í Ölpun-
um við æfingar án þess að hafa
samband við Inter Milan en það var
liður í ráðabruggi hans og Franz
Beckenbauer til að liðka fyrir samn-
ingum við ítalska félagið.
Bayem vann Dynamo Dresden
3:1, þriðji sigurinn í röð, og heldur
efsta sætinu. Köln, sem er í neðsta
sæti, tekur á móti Bayern annað-
kvöld og er þegar með hjartað í
buxunum. Erich Ribbeck, þjálfari
Bayern, segir híns vegar að þetta
verði erfiðasti leikur liðs síns á tíma-
bilinu. Berti Vogts, landsliðsþjálf-
ari, tók í sama streng. „Köln sigr-
ar. Liðið verður með 60.000 stuðn-
ingsmenn á bakinu og sigrar, hvað
sem á dynur.“
Einn stuðningsmaður Dynamo
Dresden lét lífið um helgina og tveir
slösuðust þegar langferðabíll lenti
í árekstri á leið til Dresden.
ENGLAND
Eyjólfur Sverrlsson átti góðan leik með Stuttgart.
Knattspymusýn-
ing á Elland Road
LEEDS og Liverpool sýndu
snillartakta á Elland Road í
Leedsá laugardag, Heima-
menn jöfnuðu 2:2 skömmu fyr-
ir leikslok og gerðu þriðja
markið stuttu síðar, en það var
dæmt af. Coventry var aðeins
þrjá daga á toppnum, en urðu
að láta í minni pokann fyrir
nýliðum Blackburn, sem unnu
2:0 á útivelli.
David James var öryggið upp-
málað í marki Liverpool og
var ekki að sjá að þar væri nýliði
mmmmmmmmm á ferð. Hann var frá-
Frá bær í öllum aðgerð-
Bob um sínum, en gerði
Hennessy gjg ggkgj, um byrj-
endamistök og fyrir
i Engiandi
vikið náðu meistararnir að jafna.
„það hljómar hjákátlega, en markið
er það besta, sem hefur verið gert
hjá mér,“ sagði markvörðurinn, en
bætti við að mistökin hefðu kostað
sigurinn.
Hins vegar var Paul Stewart öllu
æstari. „Flest lið sætta sig fyllilega
FRAKKLAND
við að fara héðan með eitt stig í
farteskinu, en við erum btjálaðir
yfir því að hafa ekki náð að sigra.“
Sex leikmenn, þar af fjórir hjá
Arsenal, voru bókaðir, þegar Arse-
nal sigraði í þriðja leiknum í röð,
vann Sheffield Wed. 2:1. Enginn lék
betur en Ian Wright, sem átti bæði
mörkin. „Hann er sigurvegari af
guðs náð,“ sagði George Graham.
„Hann var í sérflokki að þessu
sinni.“
Skilaboð Trevor Francis til leik-
manna sinna og samheija voru
skýr. „Ákveðni og tækni verða að
vera til staðar ef lið ætlar að sigra
í deildinni. Arsenal sýndi þessa
hæfileika og það er skýringin á titl-
um félagsins.“
QPR átti leikinn gegn Chelsea
en tapaði 1:0. „Það segir ekkert að
eiga leikinn, ef sigur næst ekki,“
sagði Francis og var argur útí menn
sína. Markið var sérlega klaufalegt,
Tékkinn Jan Stejskal, missti bolt-
ann á milli handanna. „Hann veit
upp á sig skömmina, en það er
engin afsökun," sagði Francis.
Coventry fékk að kynnast ver-
unni á toppnum, en bólan sprakk
eins fljótt og hún varð til. Dalglish
gerði samt lítið úr 2:0 sigri Black-
burn. „Það eina sem skiptir máli
er staðan í lokin.“
Everton varð að sætta sig við
markalaust jafntefli gegn Wimble-
don. „Við vissum hvernig Wimble-
don leikur, en nýttum okkur ekki
vitneskjuna," sagði Howard Kend-
all. Joe Kinnear var ánægður. „Við
viljum koma mótherjunum úr jafn-
vægi og ég er sérstaklega ánægður
vegna þess að sjö leikmannanna
voru í unglingaliðinu í fyrra.“
Manchester City og Oldham
gerðu 3:3 jafntefli og komu öll
mörkin á 38 mínútum í fyrri hálf-
leik. „Þetta var eins og fellibylurinn
Andrés, bleyta, úrhelli og mörkun-
um rigndi niður,“ sagði Joe Royle
hjá Oldham.
Nottingham Forest tapaði þriðja
leiknum í röð, nú 2:0 fyrir Man-
chester United. „Þessi vika hefur
verið ömurleg," sagði Brian Clough.
„og það er vægt til orða tekið. Ég
er of gamall til að líða illa og því
er breytinga þörf og það fljótt.“
FOLK
■ KENNY Dalglish er á fornum
slóðum — í efsta sæti ensku knatt-
spyrnunnar, þar sem hann var svo
oft með Liverpool, en nú með
w^mmmmmmm Blackburn Rovers.
Frá Fyrir 18 mánuðum
Bob hætti hann hjá
Hennessy Liverpool vegna
iEnglandi þess ag hann
ekki álagið á toppnum.
■ EIGANDI félagsins hefur leyft
Dalglish að kaupa þá leikmenn, sem
hann vill. í tilefni byijunarinnar birti
blaðið Sunday Sport teiknimyndir á
sunnudag af gangi mála. .
■ FYRSTA myndin sýnir Dalgl-
ish á skrifstofu sinni, þar sem hann
segist vilja eitthvað að borða.
■ ÖNNUR myndin er af eigand-
anum, sem spyr: „Kenny, viltu
pizzu?“
■ A ÞRIÐJU myndinni lítur Kenny
upp og horfir á milljónamæringinn,
þar sem hann stendur færandi hendi
— ekki með pizzu heldur Gazza. „Ég
hélt að þú tækir þetta framyfir!"
■ ALAN Shearer skoraði og lagði
grunninn að sigri Blackburn. Síðan
var hann bókaður og var skipt útaf.
■ LEEDS hefur leikið 26 deildar-
leiki á heimavelli í röð án þess að
tapa. Síðasti tapleikurinn var í apríl
1991, þegar Liverpool vann 5:4.
■ ASTON Villa vann Sheffield
United 2:0 og var þetta fyrsti útisig-
ur Villa gegn United í 31 ár.
■ PETER Shilton, fyrrum lands-
liðsmarkvörður Englands, fékk að
sjá rauða spjaldið um helgina í fyrsta
sinn á 26 ára ferli. Hann felldi leik-
mann Hull og var vikið af velli a'
26. mínútu. „Hjá Plymouth förum
við eftir því, sem dómarinn segir.
Dómarar gera mistök, en ég segi
ekki að um slíkt hafi verið að ræða
að þessu sinni,“ sagði Shilton, sem
lék 125 landsleiki.
■ PHIL Neal, fyrrum leikmaður
Liverpool og enska landsliðsins,
var ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi
hjá enska Iandsliðinu um helgina.
Hann tók við af Alan Ball, sem
hafði ekki tíma vegna anna hjá
Exeter.
■ IAN Durrant var í gær valinn
í skoska landsliðið fjórum árum eft-
ir að hann varð að draga sig í hlé
vegna meiðsla. Durrant átti stórleik
með Rangers í 3:1 sigri gegn
Aberdeen.
■AC MILAN vann Parma 2:1 í
ítölsku meistarakeppninni, en Fabio
Capello, þjálfari, var ekki ánægður.
„Ég er reyndar ánægður með sigur-
inn, en margt er að. Sumir leikmanrt-
anna eru ekki í nægilegri þjálfun.“
■ MARCO Van Basten tók undir
orð þjálfara síns, en sagði að AC
Milan væri ekki komið eins langt í
undirbúningnum og Parma.
■ JEAN-PIERRE Papin náði sér
ekki á strik og var skipt út af á 65.
mínútu. Ruud Gullit lék aðeins fyrri
hálfleikinn.
■ BOAVISTA, mótheiji Vals í
Evrópukeppni bikarhafa, er á toppn-
um í Portúgal eftir 4:1 sigur gegn
Ferreira á útivelli.
■ BOBBY Robson varð enn að
horfa uppá menn sína hjá Sprting
tapa. „Við höfum byijað illa og þurf-
um á góðum úrslitum að halda til
að minnka spennuna,“ sagði Rob-
son.
Þetta er bara rétt að byrja!
PSG hélt áfram á sigurbraut í
frönsku deildinni og vann Ca-
en 2:0. Enn einu sýndi PSG frá-
bæra knattspyrnu og tveggja stiga
forysta á toppnum er ekki tilviljun.
„Liðið lítur ágætlega út,“ sagði
Bernard Brochand, forseti félags-
ins. „Við bætum okkur stöðugt, en
þetta er bara rétt að byija.“
Arthur Jorge, þjálfari, sem hefur
oft verið gagnrýndur fyrir að
byggja á varnarleik, var ánægður
en jarðbundinn. „Við höfum gert
10 mörk í fjórum leikjum og það
er alls ekki svo slæmt. Þetta var
fjórði sigur okkar og við erum með
tveggja stiga forystu, en þess ber
að geta að enn höfum við ekki leik-
ið gegn sterku liðunum. Við tökum
einn leik fyrir í einu og sjáum út-
komuna í lok tímabilsins."
Marseille slapp með skrekkinn
og jafnaði 2:2 gegn Lyon á síðustu
stundu. Meistararnir eru því enn
taplausir, en mega muna sinn fífil
fegri. Liðið var einum færri síðasta
hálftímann.eftir að varnarmaðurinn
Jean Jacques Cydelie fékk að sjá
rauða spjaldið.
Heimamenn náðu forystunni,
þegar mínúta var til leiksloka og
töldu að sigurinn var í höfn, en
Basile Boli var á öðru máli og jafn-
aði. Marseille saknar greinilega Je-
an Pierre Papin, en Bernhard Tapie,
forseti félagsiris, gaf til kynna að
von væri á sterkum leikmanni innan
tíðar.