Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 12
STANGARSTOKK GOLF / SVEITAKEPPNI GSI 31. heims- met Bubka SERGEJ Bubka setti heimsmet í 31. skipti á ferli sínum sem stangarstökkvari, á móti í Padua á Ítalíu á sunnudaginn. Bætti þá metið utanhúss, með því að stökkva yfir 6,12 metra. Þetta var fimmtánda heimsmetið sem Úkraínumaðurinn setur utanhúss en sextán sinnum hefur hann bætt það innanhúss. Metið innandyra er reyndar einum sm hærra, 6,13 m. í metstökkinu á sunnudag var Bubka langt yfir ránni í metstökk- inu, og segist sannfærður um að geta bætt metið enn frekar. „Fólk heldur að það sé auðvelt að skreppa út á völl og setja met en ég er manneskja, ekki vél,“ sagði hann. Bubka felldi bytjunarhæð sína á Olympíuleikunum í Barcelona um daginn, en hann var talinn einna öruggastur allra keppenda á leikun- um með gullverðlaunin. Sveinn Agnarsson skrifar frá Svíþjóð II) : •v FOLK H SÆNSKA landsliðið í knatt- spymu varð fyrir mikilli blóðtöku um helgina er Jan Eriksson mið- vörður hjá Kaiserslautem meiddist í leik gegn Borussia Dortmund í þýsku úrva.lsdeldinni. Jan sleit liðbönd í vinstra hné og verður frá keppni næstu sex vikurnar. ■ ERIKSSON missir því af tveim- ur leikjum Svía í undankeppni HM, við Finna á morgun og Búlgara 10. oktbóber. Er þar skarð fyrir skildi því hann var einn besti maður Svía í EM í júní og hefur fengið mikið hrós fyrir leik sinn með Kais- erslautern. ■ SVÍINN missir því vitaskuld einnig af Evrópuleikjunum tveimur gegn Fram í UEFA-keppninni. ■ TIL að bæta gráu ofan á svart hjá Svíum er framheijinn Tomas Brolin einnig meiddur og mun lík- lega missa af leikjunum tveimur. ■ ÞAÐ gengur allt á afturfótun- um hjá sænsku meisturunum í knattspyrnu IFK Gautaborg í úr- slitakeppni úrvalsdeildarinnar [Allsvenskan]. Á sunnudag tapaði liðið 1:3 á heimavelli fyrir nýliðum Trelleborg. ■ IFK Gautaborgheíur nú ein- ungis unnið tvo leiki af tíu frá því að keppni hófst aftur eftir Evrópu- keppni landsliða — tapað hinum átta. ■ MALMÖ sigraði efsta lið deild- arinnar, Norrköping, á heimavelli í gærkvöldi 3:1. Patrik Andersson gerð tvö marka Malmö en hann hefur verið orðaður við Manchester United. ■ AÐ ÞREMUR umferðum lokn- um í úrslitakeppninni er Norrköp- ing með 21 stig. Trelleborg hefur 20 stig, Öster 19, AIK og Malmö 18, og Gautaborg 15. Liðin taka helming stiganna með sér úr deild- arkeppninni, sem Norrköping vann. ■ HACKEN, liðið sem Gunnar Gíslason lék með í fyrra, vann stór- sigur, 5:1, gegn IFK Sundsvall á útivelli í keppninni um fjögur laus sæti í úrvalsdeildinni að ári. Hac- ken er í þriðja sæti með 10 stig, tveimur á eftir Halmstad og Djurgárden. Gais er í fjórða sæti með 8 stig, en liðið tapaði 0:1 á heimavelli fyrir Örebro, sem Hlyn- ur Stefánsson leikur með. IPROmR Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigursveitlr GR. Þau endurheimtu titilinn í sveitakeppninni. í karlasveitinni eru frá vinstri Sigurður Hafsteinsson, Ragnar Ólafsson, Garðar Eyland liðs- stjóri, Siguijón Arnarsson og Jón H. Karlsson. í kvennasveitinni eru frá vinstri Herborg Amarsdóttir, Aðalheiður Jörgensen, liðsstjóri, Ragnhildur Sigurðardóttir og Svala Óskarsdóttir. GR vann í báðum flokkum Hannes Eyvindsson úr B-sveit GR setti vallarmet á síðasta hring á Jaðarsvelli KYLFINGUM úr Golfklúbbi Reykjavíkur tókst loks, eftir fjög- urra ára hlé, að sigra í sveita- keppni Golfsambands íslands. Keilir hafði sigraði í karlaflokki síðustu fjögur árin en nú voru GR-ingar ákveðnir í að sigra og það tókst. Sveit GR sigraði einn- ig í kvennaflokki. GR-menn gerðu svo sannarlega góða ferð til Akureyrar að þessu sinni því þeir urðú í tveimur efstu sætunum í svei- Reynir takeppni karla og Eiriksson sigruðu einnig í svei- skrifar frá takeppni kvenna. • Akureyri Ekki nóg með það því Hannes Eyvindsson, sem lék með B-sveit GR, setti glæsilegt vallarmet á síðasta hring, lék á 67 höggum, sem er fjórum höggum undir pari Jaðarsvallar. Félagi Hannesar, Ragnar Ólafsson sem lék með A-sveitinni, hafði jafnað fyrra vallarmet á fyrri hringnum á sunnudaginn, lék þá á 68 höggum og Birgir L. Hafþórsson frá Akra- nesi jafnaði einnig það met skömmu áður en Hannes kom inn. Yfirburðir GR voru nokkrir því sveitin lék holurnar 72 á 884 höggum ' eða 15 höggum færra en B-sveit GR og 27 höggum færra en Keilissveitin lék á. Sveitir GS og B-sveit Keilis urðu í neðstu sætum og munaði að- eins einu höggi. Þær falla í 2. deild en önnur sveit frá GS varð í öðru sæti í 2. deild þannig að Suðumesja- menn verða áfram með eina sveit í 1. deild. Kylfingar í Nesklúbbi sigr- uðu í 2. deildinni og færast upp í þá fyrstu. „Okkur tókst ætlunarverkið og ég er yfir mig ánægður með það. Við komum hingað til að sigra og nú erum við staðráðnir í að láta bikarinn ekki af hendi á næstunni," sagði Garðar Eyland liðsstjóri GR að leik loknum. Aðalheiður Jörgensen, liðsstjóri kvennasveitarinnar, tók í sama streng. „Ég er æðislega ánægð með sigurinn þó svo skorið hefði mátt vera betra. En það er sigurinn sem skiptir mestu máli,“ sagði Aðalheið- ur. Stúlkurnar léku 36 holur, 18 hvom dag, en karlamir 36 holur hvom dag. GR-stúlkumar léku á 340 högg- um eða 14 höggum betur en sveit Keilis sem varð í öðru sæti. Herborg Amarsdóttir úr GR átti besta hring- inn hjá stúlkunum, lék á 83 höggum seinni daginn en fyrri daginn lék hún á 95 höggum. Miklar framfarir á milli daga! Það verður hlutskipti sveitar GS að leika í 2. deild að ári en konumar í GA urðu í þriðja sæti. Upp úr 2. deild kemur lið Keilis, sem sigraði á 340 höggum, eins og sveit GR. Önn- ur deildin var leikin í Grindavík en sú fyrsta á Akureyri þannig að töl- umar em að sjálfsögðu ekki sam- bærilegar. Til stóð að leika þriðju deildina á ísafirði um helgina en fresta varð því þar sem völjurinn var ekki í leik- hæfu ástandi. í dag verður ákveðið hvar og hvenær þriðja deildin fer fram. ________________________ ■ Úrslit / B11 í 1. delld. Sveit Golfklúbbs Ness sigraði í 2. deild og leikur í þeirri fystu að ári. Sveitina skipuðu Aðalsteinn Ingvarsson, Hjalti Nielsen, Rúnar G. Gunnarsson og Vil- hjálmur Ingibergs- son. GETRAUNIR: X22 2X1 122 XX21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.