Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. SEFfEMBER 1992 B1KARKEPPIM1 KSI / 2. FLOKKUR 3. FLOKKUR KARLA Amar og Þórður bmgðust ekki Skoruðu sitt hvort markið í 2:0 sigri á Eyjamönnum ARNAR Gunnlaugsson og Þórður Guðjónsson hafa að- eins leikið fimm leiki með 2. flokki ÍA og þá eingöngu ísíð- ari hálfleik. Sú sparsemi meist- araflokksþjálfarans, Guðjóns Þórðarsonar hefur þó ekki komið á sök og í síðustu viku hafnaði bikarinn íherbúðum ÍA, - eftir mörk frá þeim Arnari og Þórði í 2:0 sigri á ÍBV. Vestmanneyingar lágu í vöm í fyrri hálfleiknum enda Akur- nesingar til alls líklegir með sterkan vind í bakið. Það herbragð heppnað- ist og Eyjámenn sluppu inn í bún- ingsherbergi án þess að fá mark á sig. Akumesingar sneru leiknum sér í vil snemma í síðari hálfleikn- um, Vítaspyma var dæmd á brot rétt innan teigs þegar lítil hætta var á ferðum. Þórður skoraði úr spjmiunni og um stundarfjórðungi fýrir leikslok bætti Amar við öðru marki með skoti úr vítateignum. Skömmu fyrir leikslok var Magnúsi Sigurðssyni ÍBV vísað af velli fyrir brot en Magnús hafði fyrr í leiknum fengið að sjá gula spjaldið. „Við áttum að gera út um leikinn í fyrri hálfleik en fómm þá illa með færin. í síðari hálfleik voram við öraggari og áttum sigurinn skil- inn,“ sagði Kári Steinn Reynisson, fyrirliði IA. Tryggvi Guðmundsson fyrirliði IBV var vonsvikinn eins og gefur að skilja. „Ég var mjög ánægður með að halda jöfnu í fyrri hálfleik gegn svona sterkum vindi og við voram sigurvissir þegar við gengum út til síðari hálfleiks. En ósanngjam vítaspymudómur setti okkur út af laginu." IA: Ámi G. Arason - Gunnlaugur Jónsson, Rúnar Bjamason, Alfreð Karlsson, Hreiðar Bjamason, - Sturlaugur Haraldsson, Kristinn Ellertsson, Pálmi Haraldsson, Kári Reynisson, Stefán Þórðarson (Þóröur Guðjónsson), - Stefán Þór Þórðarson (Amar Gunnlaugsson). ÍBV: Gunnar Sigurðsson - Magnús Sigurðs- son, Sighvatur Jónsson, Kristján Georgsson - Yngvi Borgþórsson, Bjamólfur Lámsson, Rút- ur Snorrason, Hjalti Jóhannesson (Sigurvin Ólafsson), Hermann Hreiðarsson - Tryggvi Guðmundsson, 5teingrímur Jóhannesson. Bikarinn fór til KA fimnvta áriðíröð KA hreppti bikarinn fimmta árið í röð. Eins og undanfarin ár lék liðið við Þór í úrslitaleikjum, KA vann fyrri leikinn 3:1 en Þór þann síðari 5:4 í síðustu viku í opnum og skemmtilegum leik. KA vann því samanlagt á hagstæðari markamun 7:6. Síðari leikur liðanna fór fram á heimavelli Þórs þar sem KA-völlur- inn var ekki í leikhæfu ástandi. Jafnt var í leikhléi 3:3 en leikmenn KA höfðu heppnina með sér í þeim síð- ari. Leikmenn Þórs gerði sjálfsm ark og Jóhann markvörður KA varði vítaspyrnu frá Heiðmari. KA menn halda því bikarnum eitt ár til viðbót- ar. Þór-KA..............................1:8 Eiður Pálmason - Sigurgeir 2, Þórhallur. KA-Þór..............................4:5 Þórhallur, Óskar, Guðni Rúnar, sjálfsmark - Kristján 3, Elvar, Atli Þór. Kári Steinn Reynisson, fyrirliði Morgunblaðið/Frosti U-18 ára landslið: ÞrírfráKR og Akranesi Guðni Kjartansson, þjálfari ís- lenska iandsliðsins skipað leik- mönnum sautján ára og yngri hefur valið sextán manna hóp til æfinga fyrir leik gegn Belgum ytra í Evr- ópukeppninni 8. september. Hópur- inn er þannig skipaður: Markverðir: Atli Knútsson.........................KR Ámi Gauti Arason.....................í A Aðrir leikmenn: Orri Þórðarson........................FH Þorvaldur Ásgeirsson..............Fram Eysteinn Kristinsson...............Hetti Gunnlaugur Jónsson...................í A Pálmi Haraldsson.....................í A Jóhann Steinarsson...................ÍBK Daði Pálsson.........................ÍBV ívar Bjarklind........................KA Sigþór Júlíusson......................KA Einar Baldvin Árnason.................KR Ottó Karl Ottósson....................KR Lúðvík Jónasson................Stjömunni Sigurbjöm Hreiðarsson................Val Helgi Sigurðsson.................Víkingi Bjóst við botnbaráttu Við settum stefnuna á að fá þrettán til ijórtán stig á íslandsmótinu, því við héldum að það mundi duga okkur til að halda okkur uppi,“ sagði ómar Jóhannsson, þjálfari 2. flokks ÍBV en liðið vann sig upp úr B-deild síðasta haust og hefur komið á óvart og verið í barátt- unni um sigur í bæði deild og bikar. „Við höfum sett stefnuna á þrennuna," sagði Sigurður Hall- dórsson, þjálfari 2. flokks ÍA sem þegar hefur tryggt sér tvo titla á árinu. „Þó að Doddi (Þórð- ur) og Amar hafi skorað mörkin gegn IBV þá held ég að liðsheUd- in sé okkar sterkasta vopn. Ég er með rpjög samstilltan hóp í höndunum," sagði Sigurður en ÍA varð í vetur íslandsmeistari í innanhússknattspymu og getur bætt við sig öðram titli í vikunni en íslandsmótinu í þessum ald- ursflokki lýkur á fimmtudag. Ætluðum að sanna að við værum betri - sagði Nökkvi Gunnarsson fyrirliði KR eftir sigur á Fram í bikarúrslitum 3. flokks suðvesturlands „VIÐ ætluðum að sanna að við værum betri eftir tapið gegn þeim í íslandsmót- inu og ég held að það hafi tekist hjá okkur,“ sagði Nökkvi Gunnarsson, fyrir- liði þriðja flokks hjá KR sem í síðustu viku varð Bikarmeistari suðvesturlands með 2:0 sigri á Fram í úrslitaleiknum. Liðin áttust einnig við í íslandsmótinu í leik sem skar úr um það hvort liðið keppti til úrslita gegn ÍBV. Þá hafði Fram betur 3:2 en KR-ingar fengu sárabót með þessum sigri. Framarar léku undan sterkum vindi og vora þá mun meira með knöttinn en KR-ingar vörðust vel og beittu skyndisóknum og áttu meðal annars skot í stöng. Nökkvi náði foryst- unni fyrir KR stundarfjórðungi fyrir leikslok og segja má að þá hafi lifnað yfir leiknum. KR-ingar björguðu eitt sinn á Iínu en Vilhjálm- ur Vilhjálmsson innsiglaði sigur Vesturbæjarl- iðsins með þramuskoti af þrjátíu metra færi sem hafnaði efst í markhominu. Nökkvi Gunnarsson, fyrirliði KR tekur við bikarnum. Morgunbiaðíð/Kristinn Morgunblaðið/Þórieifur Haraldsson íslandsmeistarar KR í þriðja flokki kvenna. Fremri röð frá vinstri: Ingibjörg Kristinsdóttir, Valdís Fjölnisdóttir fyrirliði, Jóhanna Indriðadóttir, Karlotta Markan, Jenný Ruth Hrafnsdóttir, Bylgja Guðmundsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Asta Jónsdóttir liðsstjóri, Ólöf Indriðadóttir, Björg Fenger, Lára Kristín Ragnarsdóttir, Hrund Jörundsdóttir, Harpa Hauksdóttir, Edda Garðarsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Edda skoraði m_ ■■ ■■ ■ ÆT tvomorkur aukaspymum EDDA Garðarsdóttir, auka- spyrnusérfræðingur KR í 3. flokki kvenna skoraði bæði mörk liðsins í úrslitaieiknum gegn Tý sem lyktaði með 2:1 sigri KR. KR hefur leikið til úr- slita í þessum flokki sl. þrjú ár fagnaði loks sigri en liðið tapaði í úrslitum í fyrra fyrir ÍA. Edda tryggði þar með liði sínu íslandsbikarinn en keppnin fór fram á Siglufirði. slitaleikurinn var spennandi og vel leikinn af báðum liðum. Týr náði forystunni á 7. mínútu með marki Rögnu Ragnarsdóttur með fallegum skaila eftir horn- spyrnu. Liðin skiptust á að sækja og á sextándu mínútu fékk KR dæmda aukaspyrnu sem Edda skoraði úr af tæplega þijátíu metra færi. KR-ingar áttu meira í síðari hálfleiknum og Edda tryggði KR sigurinn með öðru marki sínu úr aukaspyrnu. ÍA tryggði sér þriðja sætið í mótinu með sigri á Breiðablik 2:1. Þá fengu tvær Skagastúlkur verð- laun fyrir að verða markahæstar. Guðrún Sigursteinsdóttir skoraði sjö mörk og Aslaug Akadóttir sex. Valdís Fjölnisdóttir skoraði fimm mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.