Morgunblaðið - 01.09.1992, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA - SAMSKIPADEILDIN
Þung skref
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Staða KA er allt annað en góð eftir 2:1 tap gegn UBK á laugardaginn. Norðan-
menn eru í fallhættu, en þeir eiga eftir Val heima og ÍBV úti. Á myndinni
ganga skipstjóri og stýrimaður þungum skrefum frá borði eftir leikinn á Akur-
eyri. Gunnar Gíslason, þjálfari, leiðir, en Bjarni Jónsson, fyrirliði, fylgir á eftir.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
Breiðablik hafði
sætaskipti við KA
BREIÐABLIK, sem hefur verið
ífallsæti frá því í 2. umferð
deildarinnar, lyfti sér upp í 8.
sætið með sigri á KA, 1:2, í
miklum baráttuleik á Akur-
eyrarvelli á laugardag. KA
færðist þar með niður í fall-
sæti og nokkuð Ijóst er að ekki
sér fyrir endann á harðri botn-
baráttu fyrr en í síðustu umferð
mótsins.
Við vissum það fyrir leikinn að
það var annað hvort að duga
eða drepast,“ sagði Hilmar Sig-
hvatsson fyrirliði
UBK. „Það var
geysileg barátta í
liðinu í dag og góð
samvinna liðsheild-
arinnar skóp sigur okkar,“ sagði
Hilmar og bætti við að að allt ann-
að en sigur hefði þýtt að liðið hefði
verið í slæmum málum.
í upphafi leiks sóttu liðin á víxl
og fyrsta færið féll í skaut KA.
Frá Reyni
Eirikssyni
á Akureyri
Ormarr Örlygsson átti gott skot af
stuttu færi en Cardakljia, mark-
vörður UBK varði vel. Litlu síðar
vildu Blikar fá vítaspyrnu er Grétar
Steindórsson féll við í vítateignum
en Gísli Guðmundsson dómari var
ekki á sama máli. Grétar náði for-
ystunni fyrir Blika á 22. mínútu og
þá lifnaði yfir leikmönnum Kópa-
vogsliðsins, þeir héldu undirtökun-
um allt fram að leikhléi og fengu
tvö ágæt færi sem þeim tókst ekki
að nýta.
KA-menn mættu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og léku undan
allsnörpum vindi en það voru
Breiðabliksmenn sem juku forystu
sína á 52. mínútu og var Grétar
þar aftur að verki. Eftir markið
tóku heimamenn leikinn, smátt og
smátt í sínar hendur og náðu að
minnka muninn á 71. mínútu með
marki Ormars. Litlu áður var Orm-
arr nálægt því að skora er Cardaklj-
ia sló knöttinn í þverslánna. Á síð-
ustu mínútum leiksins sóttu KA-
Valsstúlkur nýttu öll lærin
Stefán
Stefánsson
skrifar
VALS-STULKUR skutust á topp
1. deildar kvenna með ótrúleg-
um 1:3 sigri á UBK í Kópavogin-
um á laugardaginn. Þær fengu
þrjú færi og nýttu öll en Blikar,
sem aftur á móti lágu í sókn,
var fyrirmunað að skora nema
einu sinni. „Þær voru ótrúlega
heppnar, við vorum ekkert
slakar en verðum að nýta færin
betur“, sagði Vanda Sigur-
geirsdóttir, Breiðabliki.
Blikastúlkur voru lengi í gang,
þrátt fyrir tvö sæmileg færi í
byrjun, en náðu síðan yfirhöndinni
án þess þó að finna
glufu í Valsvöminni.
Valsarar beittu
hinsvegar snörpum
skyndisóknum, með
Bryndísi Valsdóttur eldfljóta, eigin-
lega aðeins of snarpri, því Blikarnir
veiddu hana alloft í rangstöðu-
gildru. Á 17. mínútu kom sending
að marki UBK, markvörðurinn
hætti sér of langt út svo Kristbjörg
Ingadóttir smeygði sér á milli, hirti
boltann og renndi honum í autt
markið. Fimmtán mínútum síðar
skoraði Kristbjörg annað mark sitt
úr skyndisókn, algerlega gegn
gangi leiksins. Olga Færseth
minnkaði muninn í 1:2 á síðustu
mínútu fyrri hálfleiks með j'óðum
skalla eftir fyrirgjöf frá Asthildi
Helgadóttuc.
Blikar settu Ástu B. Gunnlaugs-
dóttur í framlínuna eftir hlé en það
dugði skammt, því Erla Sigurbjarts-
dóttir fylgdi henni áfram sem
skugginn enda sást Ásta lítið í
leiknum. Eftir sem áður sóttu Blik-
ar og óðu í færum; stungusending
fram á Olgu var aðeins of löng,
Ásthildur og Olga léku laglegt þrí-
hyrningsspil gegnum vörn Vals en
í teignum var of þröngt og fimm
hornspymur UBK á sjöttu mínútu
enduðu ýmist í þverslá eða rétt
framhjá markinu. Á 70. mínútu,
aftur algjörlega gegn gangi leiks-
ins, innsiglaði Bryndís Valsdóttir
sigur Vals, þegar hún hljóp hrað-
ast.náði boltanum og renndi fram-
hjá markverði Blika. Eftir markið
hljóp örvænting í lið Breiðabliks og
því tókst ekki að skapa sér veruleg
færi.
Kristrún L. Daðadóttir og Ást-
hildur Helgadóttir stóðu sig best
* iájÉÍlBfe
'»v ■■;
-X. '■• :• ■■
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Olga Færseth nær boltanum af Guðrúnu Sæmundsdóttur (nr.4). Olga gerði eina mark Breiðablik í leiknum oger
markahæst í deildinni með 11 mörkeinsogÁstaB. Gunnlaugsdóttir, UBK, ogBryndís Valsdóttir, Val.
hjá Blikum en Arney Magnúsdóttir,
Kristbjörg og Erla hjá Val.
Fimmti sigur Stjörnunnar í röð
Stjarnan vann sinn fimmta sigur
i röð þegar Þróttur Neskaupstað
sótti þær heim á sunnudaginn. Úr-
slit urðu 3:2 og kom sigurmarkið á
síðustu mínútu ieiktímans. Þetta
var annar leikur Þróttara um helg-
ina en á laugardaginn vann liðið
KR í vesturbænum, 1:0, og gerði
Sladjana Milojkovic markið en
Norðfirðingar þakka sigurinn frá-
bærri markvörslu Þórveigar Hákon-
ardóttur. •''
Stjarnan byrjaði leikinn með lát-
um og náði strax á 6. mínútu for-
ystu með skallamarki Rósu Dögg
Jónsdóttur eftir góða fyrirgjöf
Guðnýjar Guðnadóttur, en Inga
Birna Hákonardóttir jafnaði úr
skyndisókn sjö mínútum síðar.
Heimamenn sóttu enn af krafti og
fór nær allur leikurinn fram á vall-
arhelmingi Þróttara. Ekkert nema
stórglæsileg markvarsla Þórveigar
kom í veg fyrir fleiri mörk, en hún
varði fyrst þrumufleyg frá Laufeyju
Sigurðardóttur af um 25 m færi,
alveg upp við samskeytin, og síðan
tvívegis aftur á ótrúlegan hátt.
Á 12. mínútu eftir hlé „klippti"
Laufey boltann laglega í netið og
kom Stjörnunni í 2:1. Stjarnan sótti
enn sem fyrr en án verulegra færa
og virtist sætta sig við stöðuna en
alveg á óvart jöfnuðu Þróttarar og
var þar að verki Stojanka Nikolic.
Við það komst Stjarnan á tærnar
á ný og sótti, átti skot í slá og rétt
framhjá en á síðustu mínútu skaust
Laufey gegnum vörn Þróttar og
tryggði 3:2 sigur.
Ragna Lóa Stefánsdóttir, Ás-
gerður H. Ingibergsdóttir, Guðný
Guðnadóttir og Laufey léku vel fyr-
ir annars ágætt lið Stjörnunnar.
„Ég er mjög svekkt, við áttum
að ná jafntefli. Við erum þreyttar
enda erfitt að spila alltaf tvo leiki
í röð þegar við komum suður eins
og liðin, sem heimsækja okkur og
Hött austur, vita“, sagði Þórveig
markvörður sem átti frábæran leik
ásamt Sladjana og Stojanka.
menn ákaft en Breiðabliksmenn,
færðu sig aftar á völlinn og börð-
ust grimmilega og tókst ætlunar-
verk sitt, að halda fengnum hlut.
Jafntefli hefði líklega verið sann-
gjörnustu úrslitin. Leikurinn bar
keim af veðrinu sem var ekki hlið-
hollt knattspyrnumönnum, norðan-
vindur með rigningu og kulda og
vallaraðstæður langt frá því að vera
góður. Leikurinn bauð því upp á
meiri baráttu af hálfu beggja liða,
en góða knattspyrnu.
0B 4[ Hilmar Sighvatsson
■ | átti ianga sendingu á
22. mínútu inn í vítateig KA þar
sem Grétar Steindórsson fékk
knöttinn einn og óvaidaður rétt
utan markteigs. Grétari gafst
tími til að leggja knöttinn fyrir
sig áður en hann sendi knöttinn
framhjá Hauki Bragasyni í
markinu.
0B ^|Valur Valsson lék inn
B£i vítateig KA á 52.
mínútu. Hann sendi fyrir markið
á Grétar Steindórsson sem var
einn og óvaldaður á markteig
og skoraði af öryggi.
1B4%Eftir baráttu í víta-
B fcpteignum á 71. mínútu
barst knötturinn út til Ormars
Örlygssonar sem skoraði með
góðu skoti rétt utan vítateigs.
Úlafur Már
Sigurösson
skrifar
2.DEILD
Stjaman
vann upp
muninn
Stjarnan og Leiftur gerðu jafn-
tefli í nokkuð skemmtilegum
leik í 16. umferð 2. deildar á laugar-
daginn. Leikurinn
skipti ekki öllu máli
fyrir bæði lið og
mátti merkja það á
frekar afslöppuðum
leik þeirra. Lokatölur urðu 2:2, en
staðan í hálfleik var 1:2 Leiftri í vil.
Það voru Leiftursmenn sem börð-
ust meira og voru betri aðilinn í
fyrri hálfleik, og uppskáru laun erf-
iðisins, Jiví á 18. mín. skoraði Þor-
lákur Árnason úr vítaspyrnu 0:1.
Tíu mínútum síðar skoraði svo Sig-
urbjörn Jakobsson af öryggi eftir
fyrirgjöf frá Einari Einarssyni, 0:2.
Virtist þá sem Leiftur ætlaði að
gera út um leikinn, en Stjarnan var
ekki á sama máli og undir lok fyrri
hálfleiks náði liðið að minnka mun-
inn með marki Sigurðar Harðarson-
ar eftir mjög þunga sókn, sem
Kristinn Lárusson átti allan heiður
af.
Síðari hálfleikur var svo frekar
daufur til að byija með, en með
innákomu Árna Sveinssonar komst
Stjarnan meira inn í leikinn. Heima-
menn náðu þó ekki að jafna leikinn
fyrr en á 87. mínútu, og var þar á
ferðinni enginn annar en varamað-
urinn sjálfur, gamli jaxlinn Árni
Sveinsson. Hann skoraði með
lúmsku skoti úr þröngu færi eftir
mikinn sprett upp vinstri kantinn,
og tryggði þar með Stjörnunni stig
í baráttuleik.
Einar Einarsson átti ágætan leik
með Leiftri, og Þorgrímur Þráins-
son var öryggið uppmálað í vörn
Stjörnunnar.