Morgunblaðið - 01.09.1992, Page 5

Morgunblaðið - 01.09.1992, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞKIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 B 5 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ-SAMSKIPADEILDIN Morgunblaðið/Jón Svavarsson KR-ingurlnn Rúnar Kristinsson var allt í öllu. Hér nær Auðun Helgason að pota boltanum frá landsliðsmanninum, en Þorsteinn Jónsson biður átekta fyrir aftan og Ólafur Kristjánsson fylgist með. Heppnin med Hafnfirðingum KR-ingar misstu niðurtveggia marka forskot HEPPNIN var með FH-ingum þegar þeir tryggðu sér jafn- tefli á móti KR á síðustu stundu í leik liðanna í Hafnar- firði á laugardaginn. KR-ingar eru þar með nánast úr leik í baráttunni um íslandsmeist- aratitilinn, en FH-ingar tryggðu sér áframhaldandi veru í 1. deild. Leikurinn var frekar daufur í fyrri hálfleik, FH-ingar þó ákveðnari ef eitthvað var. Lítið var um færi, þau fáu sem litu dagsins Bríksson 'Í05 Serdu þó yart skrifar meira en að mmna áhorfendur á að þeir voru á knattspymuleik. Dæmið snerist við í síðari hálf- leik. KR-ingar mættu ákveðnari til leiks og þegar rúmlega tíu mín- útur voru liðnar af leiknum kom fyrsta mark þeirra. Nokkru áður hafði mark ekki verið dæmt eftir að Gunnar Oddsson kom knettin- um í net FH, vegna rangstöðu að mati línuvarðar. Tæpum tíu mínútum síðar kom annað mark KR, og virtist liðið nú hafa leikinn í hendi sér. Hörður Magnússon náði þó að laga stöð- una á 71. mínútu, og virtust FH- ingar heldur taka við sér eftir það. Síðustu 20. mínúturnar sóttu FH-ingar heldur meira, en náðu þó ekki að skapa sér hættuleg færi, fyrr en á síðustu mínútu þegar jöfnunarmarkið kom. KR-ingar voru lengi í gang, og voru jafnframt of fljótir að slaka á eftir að vera komnir tveimur mörkum yfir. Þeir virkuðu áhuga- lausir lengi vel, og var ekki að sjá í fyrri hálfleik, að þarna væri á ferðinni lið sem væri í toppbarátt- unni. FH-ingar voru mun ákveðn- ari, en sóknir þeirra gufuðu eigin- lega upp þegar boltinn nálgaðist vítateiginn. Rúnar Kristinsson var áberandi langbestur á vellinum, skoraði fyrra markið og skapaði færið sem gaf það seinna. Hann var stöðugt hættulegur, en félagar hans á miðjunni voru lengi vel ekki með á nótunum og hjálpuðu honum því lítið. Gunnar Oddsson átti einnig ágætan leik. Hjá FH-ingum var Daníel Einarsson bestur. Oa 4 Jón Erling Ragnarsson fékk óvænta sendingu innfyrir vörn ■ I ÍBV og lék upp að endamörkum. Þaðan renndi hann knettin- um út á Pétur Arnþórsson sem þrumaði honum í netið innan vítateigs á 9. mínútu. Om ^^Ásgeir Ásgeirsson sendi knöttinn fyrir á Anton Björn Mar- ■ áCíikússon sem gaf áfram á Jón Erling Ragnarsson. Hann skallaði knettinum í bláhomið á 52. mínútu. IB^^Ingi Sigurðsson sendi knöttinn fyrir markið, Steingrímur ■ fciBJóhannesson átti stutta sendingu á Tómas Inga Tómas- son, sem skoraði af stuttu færi á 60. mínútu. 2BOElías Friðriksson tók aukaspymu og gaf inní vítateig Fram. ■ áCnÞar var Tómas Ingi Tómasson, sem skallaði áfram fyrir fætur Inga Sigurðssonar og hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur þrumaði knettinum í netið á 66. mínútu. 3a ^ÍBojan Bevc gaf ianga sendingu fyrir mark Fram. Þar stukku ■ áCaþeir Steingrímur Jóhannesson og Pétur Ormslev upp sam- an og Pétur skallaði í eigið mark á 69. mínútu. 4B ^^Martin Eyjólfsson sneri á vamarmenn Fram og sendi á ■ diTómas Inga, sem skoraði af öryggi í stöngina og inn á 84. mínútu. Við þurftum sannar- lega á stiginu að halda - sagði Njáll Eiðsson, þjálfari FH-inga, sem eru úrfallhættu Það var frábært að ná þessu stigi, við þurftum svo sannar- lega á því að halda. Það var auðvit- að heppni að ná þessu á síðustu stundu, en hún hefur ekki fylgt okkur í sumar. Það er mjög gott að ná að vinna upp tveggja marka forskot, því KR-liðið er mjög vel spilandi," sagði Njáll Eiðsson þjálf- ari FH. „Það var kominn tími til að vera heppnir. Við vorum heppnir í fyrsta leik en síðan ekki fyrr en nú. Það var auðvitað beygur í mönnum þeg- ar við vorum orðnir 0:2 undir, en markið hleypti nýju blóði í mann- skapinn," sagði Ólafur H. Kristjáns- son fyrirliði FH. Ertthvað slen yfir okkur „Það er rosalega sárt að tapa þessum stigum, en það þýðir ekkert annað en að mæta harðir í næsta leik, sem er á móti Þór. Skagamenn taka þetta líklega og því verður baráttan um annað sætið á milli okkar Þórs. Það var eitthvað slen yfir okkur í þessum leik, og það þýðir ekkert annað en að rífa sig upp úr því,“ sagði Gunnar Oddsson Spuming um líf eða dauða - sagðiÓmarJóhannsson, þjálfari Vestmannaeyinga, eftir fyrsta heimasigur þeirra á keppnistímabilinu „ÞESSI leikur var spurning um líf eða dauða. Menn bitu vel frá sér og sýndu að þeir eru ekki sáttir við að falla. Staðan er samt erfið, við verðum að vinna okkar leiki og treysta síðan á önnur lið,“ sagði Ómar Jóhannsson, þjálfari IBV, eftir fyrsta sigur liðsins á heima- velli í sumar, er liðið sigraði Fram 4:2. Eyjamenn voru meira með knöttinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér marktæki- færi og það voru Framarar, sem ■■■■■■I tóku forystuna Sigfús G. snemma leiks og Guömundsson gerðu eina markið sknfarfrá fyrir Wé_ Það var mikill hug- ur í Eyjamönnum í síðari hálfleik. Þeir léku vel saman og á fyrstu mínútum hálfleiksins fengu heimamenn þijú dauðafæri í sömu sókninni en náðu ekki að skora. Þess í stað brunuðu Framarar upp og juku forskotið í 0:2. Útlitið var því dökkt hjá ÍBV en liðið gafst ekki upp. Eftir að hafa farið illa með góð marktækifæri fóru hlut- irnir að gerast og þijú mörk komu á níu mínútna kafla. Framarar skoruðu reyndar einu sinni en markið var dæmt af vegna rang- stöðu. Þegar skammt var eftir af leiknum gulltryggði Tómas Ingi sigur Vestmanneyinga og litlu munaði að fimmta markið liti dagsins ljós þegar Friðrik Sæ- björnsson átti skalla í stöng á loka- mínútunni. Eyjamenn sýndu mikinn „kar- akter“ í þessum leik með því að vinna upp tveggja marka forskot og gott betur. Líklega er þetta besti leikur liðsins í sumar. Nokkr- ar breytingar voru gerðar á liðinu, Leifur Geir var færður aftur á miðjuna og Steingrímur Jóhannes- son, ungur piltur úr 2. flokki sett- ur í framlínuna með Tómasi Inga og þær breytingar gáfust vel. Spurningin er bara hvort þær hafi ekki verið gerðar of seint. Staðan er mjög slæm, en möguleikar ÍBV á að halda sætinu í deildinni fel- ast í því að sigra UBK og KA og treysta síðan á hagstæð úrslit í hinum leikjum liðanna. Framarar, sem tapað hafa sjö af síðustu átta leikjum sínum, áttu ekki góðan dag. Baráttan var til staðar framan af en síðan gáfu þeir eftir og misstu ágætt forskot niður í tap. Tómas Ingi Tómasson leikmaður KR. „Fyrstu 30. mínúturnar voru eig- inlega bara upphitun, hálfgerður göngufótbolti. Á tímabili gekk þetta síðan ágætlega en hrundi í lokin. En við ætlum okkur að klára dæm- ið á heimavelli, við höfum ekki tap- að þar í sumar og ætium að halda því þannig," sagði Þormóður Egils- son leikmaður KR. 0:1 Á 58. mfnútur lék upp vallarhelming FH-inga, gaf á Ragnar Margeirsson þar sem hann stóð við vítateiginn, fékk boltann aftur frá honum og stakk sér í gegnum vörn FH, og skilaði boltanum snyrtilega framhjá Stefáni Amarsyni og í netið. Oa ^%Rúnar Kristinsson ■ aLfékk knöttinn eftir innkast á 67. mínútu, lék á vam- armann hægra megin við víta- teiginn, fór inn í teiginn, gaf yfir til vinstri á Ragnar Mar- geirsson, sem gaf strax fyrir markið þar sem Steinar Ingi- tnundarson stóð og stýrði knettinum í netið. IB^Ólafur H. Kristjáns- ■ 4S*son gaf á Hörð Magnússon á 71. mínútu sem staddur var hægra megin við miðjan vítateig. Hörður skaut snúningsskoti að marki og hafn- aði knötturinn neðarlega í vinstra markhominu. 2B Þegar innan við ein ■ dSaamínúta var til leiks- loka skaut Þórhallur Víkingsson að marki KR frá vftateig. Knött- urinn skaust til Grétars Einars- sonar sem skilaði honum með kollinum í netið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.