Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 B 7 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ -1. DEILD KARLA - SAMSKIPADEILDIN Við ætlum okkur meist- aratitilinn - segirArnarGunnlaugsson, marka- hæsti leikmaður Samskipadeildarinnar SKAGAMEIMN eru með aðra höndina á íslandmeistaratitlinum í knattspyrnu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Þeir unnu ís- landsmeistara Víkings sannfærandi 1:3 í Stjörnugróf á laugar- dag. ÍA gæti reyndar tryggt sér titilinn um næstu helgi með því að vinna FH á heimavelli þ.e.a.s. ef Þór tapar á sama tíma fyrir KR. „Við ætlum okkur að vinna íslandsmeistaratitilinn. Það skipt- ir okkur engu máli hvernig aðrir leiki fara. Ef við vinnum þessa tvo leiki sem eftir eru þá þurfum ekki að treysta á aðra,“ sagði Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson eftir sigurinn á Víkingi. Valur B. Jónatansson skrifar Skagamenn lék hreint frábær- lega í fyrri hálfleik og gerðu þá út um leikinn - skoruðu þríveg- is og fengu færi til að bæta við enn fleiri mörkum. Arn- ar gerði fyrsta markið á 17. mín- útu og tvíburabróðir hans, Bjarki, bætti öðru marki við tveimur mín- útum síðar. Þórður Guðjónsson gerði síðan þriðja markið undir lok hálfleiksins. Víkingar voru alltaf skrefinu á eftir og náðu sjaldan að komast í námunda við vítateig Skagamanna og máttu þakka sínu sæla að munurinn var ekki meiri í hálfleik. Víkingar voru meira með í leikn- um í síðari hálfleik og fengu þá nokkur færi. Það var því ekki gegn gangi leiksins að þeir náðu að minnka muninn þegar 8 mín. voru til leiksloka með marki Helga Sig- urðssonar. Eftir það var eins og ÍA-vélin hrykki aftur í gang. Þórð- ur Guðjónsson komst einn innfyrir vörn Víkings en Guðmundur mark- vörður kom hlaupandi út úr víta- teignum og bjargaði á síðustu stundu. Skagamenn léku fyrri hálfleik- inn eins og meisturum sæmir. Þeir voru alltaf fljótari í boltann og sóknir þeirra voru mjög snöggar og hættulegar. í síðari hálfleik bökkuðu þeir kannski full mikið en staðan var það vænleg að aldr- ei var hætta á að liðið tapaði þess- um leik. Skagaliðið er heilsteypt og hvergi veikan hlekk að finna. Vert er að geta frammistöðu The- ódórs Hervarssonar og tvíbura- bræðranna Bjarka og Amars, en þeir léku allir mjög vel. Það er spurning hvort ekki sé kominn tími til að gefa tvíburunum tækifæri með A-landsliðinu. Víkingar hafa ekki náð að sýna þann karakter sem einkenndi leik liðsins á síðasta ári. Það er ótrú- legt að þetta sama lið hafi hampað Islandsmeistaratitlinum í fyrra. Liðið var mjög ósamstillt í fyrri hálfleik og var hending ef sending rataði á samheija. Síðari hálfleikur var mun skárri, sérstaklega eftir að varamennirnir Kristinn Hafliða- son og Hólmsteinn Jónasson komu inná. Meistararnir eru nú í bul- landi fallhættu og verða að gera betur en í þessum leik ætli þeir að bjarga sér frá falli. „Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Við bökkuðum of mikið í síðari hálfleik og gerðum það ósjálfrátt," sagði Arnar Gunn- laugsson sem hefur nú gert 13 Arnar Gunnlaugsson er farinn að Þorsteinsson bíða átekta fyrir aftan. mörk í 1. deild. „Ég stefni sjálf- sögðu að því að verða markahæst- ur í deildinni og hjálpa þannig lið- inu í leiðinni að meistaratitlinum. Ég átti alveg eins von á því í upp- hafi móts að við yrðum í toppbar- áttunni en ekki að við leiddum mótið í allt sumar. Þó við séum ungir að árum erum við búnir að spila meira og minna saman í þijú ár þannig að við erum með mikla leikreynslu. Við erum einnig í mjög góðri æfingu og þetta hjálpast allt að í velgengni okkar,“ sagði Arnar. Morgunblaðið/Kristinn banka á landsliðsdyrnar. Hér hefur hann betur í baráttu við Helga Bjarnason, en Skagamaðurinn Þórður Guðjónsson og Þorsteinn Meistarabarátta nýiiðanna Liðin tvö sem komu upp úr 2. deild síðastliðið haust standa best að vígi i keppninni um ísiandsmeistaratitilinn ÍA vinnur FH 4:1 í Hafnarfirði og kemst á toppinn Þórsarar byrja með tveimur 1:0 sigr- um, gegn Fram heima og UBK úti Fyrstatap ÍA, 1:5 heima gegn Val Annað tap ÍA, 0:1 gegn KA nyrðra Staðan eftir 16 umferðir 10 Skagamenn gera jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum Lárus Sigurðsson markvörður Þórs hefur haldið markinu hreinu í 9 leikj- um af 16, en fengið á sig 9 mörk í 7 leikjum, langfæst allra í deildinni Víkingur 16 UBK 15 KA 13 ÍBV 10 FOLX ■ GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari Skagamanna, kallaði til Guðmund- ar Steinssonar, sem stóð einn og yfirgefinn við miðlínu er fyrri hálf- leik var að ljúka: „Þetta hefur verið rólegur leikur hjá þér - ekkert að gera,“ sagði Guðjón. ■ HELGI Sigurðsson, sóknar- maður Víkings, kom út að hliðarlínu um miðjan síðari hálfleik til að skipta um skó. Kári Gunnlaugsson, línu- vörður, kom að og sagði: „eru þetta markaskórnir?," Helgi svaraði því játandi og skömmu síðar kom það á daginn! M SIGURÐUR Jónsson, miðvall- arleikmaður ÍA, er meiddur á nára og lék ekki með liðinu um helgina. ■ ÁHORFENDUR á leik Víkings og ÍA voru flestir á bandi Skaga- manna. Það heyrðist ekkert í stuðn- ingsmönnum Víkings á meðan stuðningsmenn Skagamanna hvöttu sína menn ákaft til dáða eins og þeir væru á heimavelli. ■ GUNNAR Már Másson, sókn- armaður KA, leikur ekki meira með liðinu á þessu keppnistímabili. Hann er á förum til Bandarikjanna þar sem hann stundar nám í vetur. ■ EINN af liðsstjórum Fram veitt- ist að dómaratríóinu í Eyjum. Dóm- arinn sagði á leikskýrslu að fram- koma hans hefði verið ámælisverð og vísaði í viðbótarskýrslu um málið. ■ KRISTBJÖRG Ingadóttir sem gerði tvö mörk fyrir Val gegn UBK í 1. deild kvenna á laugardaginn hefur ekki langt að sækja mark- heppnina því faðir hennar er Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals. ■ MARGRÉT Sigurðardóttir, UBK, fékk spark í höfuðið frá sam- heija í leiknum gegn Val og varð að yfirgefa völlinn. Hún fékk takka í augabrún og kinnbein og þurfti að sauma fyrir. „Ljónheppin að fá þá ekki í augað, þá þyrfti ég lep,“ sagði Margrét hress. Hjátrúin bar árangur hjá Þór Þórsarar höfðu aldrei sigrað Valsmenn á útivelli í 1. deild og var lögð áhersla á að nú væri komið að því að snúa blaðinu við. Sigurður Lárusson, þjálfari, hafði reyndar ekki áhyggjur af strákunum inná vellinum, en sagðist hafa viljað bijóta upp hið hefðbundna mynstur í undirbúningum með því að taka sálrænu hliðina öðrum tökum en áður. Venjulega fljúga Þórsarar í útileiki með Flugfélagi Norðurlands skömmu fyrir leik, en að þessu sinni var farið frá Akur- eyri með fyrstu morgunvél Flugleiða. „Ég vildi sjá til þess að strákarnir vöknuðu snemma og væru örugglega andlega til- búnir, þegar flautað yrði til !eiks,“ sagði Sigurður. Hann sagðist einnig hafa beitt gömlu bragði, en vildi ekki segja frá hvað um hefði verið að ræða. Það leyndi sér samt ekki — 73 sm löng ræma af sjúkrateipi var límd lóðrétt innan á allar treyjur leik- mannanna 16, sem í hópnum voru! Enn hélt Lárus markinu hreinu ÞÓRSARAR hafa sýnt geysilegan stöðugleika í deiidinni í sumar, aðeins tapað tveimur leikjum um miðbik mótsins með minnsta mögulega mun og síðan varla stigið feilspor. Á laugardag fögn- uðu þeir fimmta sigrinum í röð, þegar þeir unnu nýkrýnda bikar- meistara Vals 3:0 að Hlíðarenda. Norðanmenn eru áfram í barátt- unni um titilinn, hafa aðeins fengið níu mörk á sig í 16 leikjum og Lárus Sigurðsson hélt Þórsmarkinu hreinu í níunda sinn á tímabilinu. Hins vegar misstu Valsmenn endanlega af lestinni. Heimamenn voru ákveðnari til að byija með, sóttu stíft og voru klaufar að skora ekki á 14. mínútu. Steinar var í opnu færi eftir góða sendingu Jóns Grétars, en í stað þess að skjóta gaf Steinþór Guðbjarsson skrifar hann á Baldur, sem var í þröngri aðstöðu og Lárus bjargaði með út- hlaupi. Þó Valsmenn væru meira með boltann náðu þéir ekki að skapa sér önnur umtalsverð marktækifæri í hálfleiknum. Þórsarar vörðust vel sem fyrr, voru mun ákveðnari í Meistari ef, en þá, annars... ÞEGAR tvær umferðir eru eft- ir af íslandsmótinu er Ijóst að baráttan um titilinn stend- ur fyrst og fremst á milli ÍA og Þórs, en KR á enn tölfræði- lega möguleika á fyrsta sæti. Hins vegar eru fjögur lið, ÍBV, KA, UBK og íslandsmeistarar Víkings, i fallhættu. Skagamenn standa óneitanlega best að vígi. Með sigri gegn FH á heimavelli og jafntefli gegn Þór úti er titilinn í höfn. Tapi Þór stigi gegn KR nægir ÍA sigur gegn FH og þá breytir leikur Þórs og ÍA engu um efsta sætið. Tapi ÍA og Þór í næstu umferð nægir ÍA jafntefli gegn Þór, ef KR tapar stigi gegn Val. Geri ÍA og Þór jafntefli 1 næstu umferð dugar ÍA jafntefli í síðasta leik. Tapi ÍA gegn FH og sigri Þór KR verður LA að sigra Þór til að draumurinn rætist. Þór verður íslandsmeistari með því að sigra KR og ÍA. Tapi ÍA gegn FH nægir Þór að sigra KR og gera jafntefli við Skagamenn eða öfugt. Sigri Þór KR með tveggja marka mun og geri ÍA og FH jafntefli, nægir Þór jafntefli gegn ÍA. Tapi Þór og ÍA i næstu umferð og sigri Þór ÍA verður Þór meistari ef KR tapar stigi gegn Val, en sigri KR ræður markatala Þórs og KR í lokin úrslitum. KR-ingar verða að sigra Þór og Val ti! _að eiga möguleika, en þá verður ÍA annaðhvort að tapa báð- um leikjunum eða tapa fyrir FH og gera jafntefli gegn Þór. Gerist hið síðar nefnda ræður markatala KR og ÍA úrslitum, en í fyrr nefnda dæminu markatala KR og Þórs. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að IA, Þór og KR verði öll jöfn að stigum, en þá ræður markatala röðinni. Til að þetta gerist verður KR að sigra í báðum leikjunum, lA og FH að gera jafn- tefli og Þór að sigra ÍA. Fallbaráttan enn flóknari Fjögur lið eru enn í fallhættu. Tapi IBV stigi er liðið fallið. Fái Víkingur stig eru íslandsmeistar- arnir úr hættu. Breiðablik sleppur með einum sigri og eitt jafntefli gæti líka nægt. KA getur sloppið með tvö jafntefli eða einn sigur. Möguleikarnir eru margir og staðan á botninum er mun flókn- ari en hjá efstu liðum, þegar tvær umferðir eru eftir. I 4| Há sending kom inná I vítateigslínu Vtkinga. Aðalsteinn missti boltann aftur fyrir sig og Arnar Gunnlaugsson tók boltann niður í vítateignum og lék á Helga Bjarnason og vippaði knettinum laglega í hornið fjær á 16. mín. Og a%Þðrður Guðjónsson gaf ■ émmháa sendingu fyrir markið frá hægri á Bjarka Gunn- laugsson sem var við marteigs- homið fjær. hann tók við boltanum viðstöðulaust og klippti hann i netið á 17. min. Fallegt mark. 0«Ol lEftir þunga sókn •Skagamanna sendi Haraldur Ingólfsson fyrir markið frá vinstri og boltinn fór beint. fyr- ir fætur Þórðar Guðjónssonar sem sendi hann viðstöðulaust í blá- honrið frá markteig á 42. mín. 1a4|%Helgi Sigurðsson ■ %#tók innkast á móts við vítateigshornið vinstra meg- in og sendi á Hólmstein Jónas- son, sem gaf aftur á Helga sem pijónaði sig í gegnum vöm ÍA og skoraði með föstu skoti á 82. mín. Morgunblaðið/Kristinn Lárus Sigurðsson er réttur maður á réttum stað. Hér ver hann glæsilega frá Baldri Bragasyni, en varnarmúr Þórs fylgist með — Júlíus Tryggvason lengst til vinstri, Þórir Áskelsson og Sveinn Pálsson til hægri. Fyrir aftan eru Jón Grétar Jónsson í Val og Þórsarinn Birgir Þór Karlsson. baráttu um boltann, léku ágætlega saman og nýttu fyrsta almennilega færið. Það kom eftir hálftíma leik, mistök hjá Val, stunga og ekki að sökum að spyija — mark. Þórsarar fóru sigurvissir inn í hléi og komu enn öruggari til leiks í seinni hálfleik. Þeir ætluðu sér greinilega að gulltryggja sigurinn sem fyrst og skoruðu eins og þeir hafa verið þekktir fyrir í sumar — eftir að hafa brotið sókn mótheij- anna á bak aftur og vel útfærða skyndisókn. Eftirleikurinn var auðveldur og Þórsarar fengu tækifæri til að bæta við áður en Valsmenn tóku smá kipp með tilkomu skiptimanna. Þá þyngdust sóknir Valsmanna, en þeir voru of ákafir og gleymdu sér undir lokin með þeirri afleiðingu að Þórsarar náðu enn einu sinni snöggri skyndisókn, stunga og þriðja markið varð að veruleika áður en flautan gall. Valsmenn voru ekki eins og þeir eiga að sér og var greinilegt að bikarleikurinn sat enn í sumum þeirra. Til að mynda voru þrír leik- mannanna veikir daginn fyrir leik og einn meiddur. Vörnin var óör- ugg, miðjumennirnir staðir og Anthony Karl í strangri gæslu, og því nýttist ágætur Ieikur kantmann- anna ekki. En enginn leikur betur en mót- heijinn leyfir hveiju sinni og það voru Þórsarar, sem stjórnuðu ferð- inni. Lárus sýndi enn einu sinni gífurlegt öryggi í markinu og Júlíus stjórnaði vörninni sem reyndasti hershöfðingi. Hlynur hafði góðar gætur á Anthony Karli, miðjumenn- irnir börðust sem ljón og framheij- arnir tveir voru ávallt í viðbragðs- stöðu — tilbúnir að reka endanhnút- inn á sóknirnar, sem og þeir gerðu. Oa Steinar Adoifsson ■ 1 gaf þversendingu rétt utan eigin vítateigs á 31. mínútu. Bjami Sveinbjörnsson komst inní sendinguna og stakk snöggt á Halldór Áskelsson, sem fór snyrtilega framhjá Ein- ari Páli Tómassyni og renndi boltanum í netið hægra megin við Bjama Sigurðsson. 0« ^^Sveinbjörn Hákonar- ■ HBsson vann boltann rétt við miðlínu á 49. mínútu. Hann óð upp miðjan vallarhelming Vals og sendi síðan á Láras Orra Sigurðsson, sem gaf þegar til vinstri á Bjama Svein- björnsson. Hann var í opnu færi og skoraði auðveldlega af stuttu færi. O.Ol • %0\ 'Halldór Áskelsson 'vann boitann rétt við miðlínu hægra megin á 89. mín- útu. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur gaf stungu- sendingu inn í teig Vals. Þar var Bjami mættur og lyfti boltan- um af öryggi yfir nafna sinn í marki Vals. Allt er þá þrennt er! Halldór Áskelsson var sannfærður um sigur Þórs fyrir leik, þó ekki væri nema vegna fjölskylduástæðna. Á fimmtudag ól eigin- kona hans honum dóttur, faðir hans átti afmæli á föstudag og þrefaldur sigur lá því í loftinu á laugardag. Þrír gæfudagar í röð og þrenna að auki á leikdag; Halldór gaf tóninn með marki, sigur og kærkomin afmælisgjöf til Akureyrarbæjar á 130 ára afmælisdeginum. Að ekki sé minnst á mörkin þijú! Morgunblaðið/Kristinn Ingi Björn Albertsson fer í hálf- leik og Valur 1:0 undir. ÍÞRÓmR FOLK ■ INGI Björn Albertsson messaði yfir Valsliðinu í hálfleik, en hélt síð- an suður á Keflavíkurflugvöll á leið sinni til Portúgal, þar sem hann sá Boavista, mótheija Vals í Evrópu- keppni bikarhafa. „Það er hundfúlt að þurfa að fara í þessari stöðu, en ég fæ góðar fréttir í bílnum,“ sagði Ingi Björn við Morgunblaðið áður en hann Iagði Tann. ■ INGI Björn var rétt kominn út af Valssvæðinu, þegar hann heyrði að Bjarni Sveinbjörnsson hafði bætt við og gert annað mark Þórs. M ÓLAFUR Magnússon, aðstoð- arþjálfari Vals, tók við stjórninni, en hann missir af síðustu tveimur leikjunum og verður næst á bekknum í Evrópukeppninni. Ólafur er fram- kvæmdastjóri íþróttasambands fatl- aðra og fór á sunnudag sem farar- stjóri með íslensku keppendunum, sem taka þátt í Paralympics-leikun- um í Barcelona. ■ ÞÓR hafði ekki fyrr sigrað Val á útivelli í 1. deild, en sigurinn kom á 130 ára afmælisdegi Akureyrar- kaupstaðar. ■ SVEINN Torfi Pálsson lék sennilega síðasta leik sinn fyrir Þór á tímabilinu, en hann stundar nám í Bandarikjunum. Sveinn Torfi var því kældur niður eins og samheijarn- ir orðuðu það, var settur _ í kalda sturtu eftir leik. Árni Þór Árnason fékk sömu meðferð eftir sigurinn gegn Víkingi í 14. umferð, en að honum loknum fór hann til Kanada, þar sem hann er í námi. ■ EF Þórsarar verða í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn fyrir síð- ustu umferð, er líklégt að þeir kalli á tvo fyrrnefnda námsmenn í leikinn fegn IA í lokaslagnum. I ARNLJÓTUR Davíðsson kom inná hjá Val undir lokin, en hann lék með Þór í yngryflokkunum. ■ HALLDÓR Áskelsson og Lárus Sigurðsson léku einnig gegn fyrrum félögum sínum. H LÁRUS var í Val þar til fyrir yfirstandandi tímabil og ætlar að vera áfram hjá Þór næsta tímabil. ■ HALLDOR hefur lengst af verið í Þór, en var í herbúðum Vals um tíma. ■ SVEINBJÖRN Hákonárson, sem var m.a. í liði IA, þegar Skaga- menn urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn, 1978, fór útaf skömmu fyrir leikslok. „Gerum grín af þeim og vinnum 3:0,“ sagði kappinn, sem verður áfram með Þór næsta tíma- bil. Halldór og Bjarni tóku hann á orðinu, Halldór gaf á Bjarna, sem bætti þriðja markinu við skömmu síðar. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.