Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 B 9 . ÍÞROTTIR UNGLINGA / ÍSLANDSMOTIÐ I KNATTSPYRNU Morgunblaðið/Frosti ÞORBJÖRN Sveinsson lyftir knettinum yfir Birki markvörð ÍBV og tryggir Fram íslands- meistaratitilinn í þriðja flokki. Á neðri myndinni fagna Eyja- menn Sigurvini Ólafssyni eftir að hann hafði náð forystunni fyrir ÍBV. Mörkin komu á færibandi Fram sigraði ÍBV 5:4 eftirframlengdan leik í 3. flokki Fram sigraði ÍBV 5:4 í úrslitaleik 3. flokks í ótrúlega spennandi viðureign liðanna á Valbjarnarvelli. Flest benti til að ÍBV færi með sigur af hólmi eftir fallegt mark Sigurvins ólafssonar af fjörtíu metra færi í síðari hálfleiknum. Sig- urvin skoraði með viðstöðulausu skoti efst í markhornið en Helgi Áss markvörður hafði hætt sér full langt frá marklínunni. Fram sótti stíft eftir það og bakvörðurinn, Runólfur Benediktsson jafnaði leik- inn með skalla þremur mínútum fyrir lok hefðbundins leiktíma. Því þurfti framlengingu til. Eftir að ÍBV hafði náð forystuni snemma í fram- lengingunni náði Fram að svara fyrir sig með tveimur mörkum og tryggja sér sigurinn. Leikurinn var hörkuspennandi og mörkin mörg en leikurinn leið nokk- uð fyrir hvað hann var harður. í upphafi síðari hálfleiksins var mikið um óþarfa brot hjá leikmönnum beggja liða og leikmenn gátu kom- ist upp með nær hvað sem var. Guðmundur Jónsson dómari var spar á spjöldin, gaf aðeins eitt gult spjald eftir áttatíu mínútna leik en sex í framlengunni. „Ég var aldrei hræddur um að við myndum tapa leiknum. Við sótt- um stíft í síðari hálfleiknum og ég hafði það alltaf á tilfmningunni að við mundum jafna leikinn,“ sagði Jóhann Wathne, fyrirliði Fram „Við vorum ekki langt frá því, þetta er óheppni og ekkert annað,“ sagði Sigurvin miðjumaður ÍBV eftir leikinn. Auk hans skoruðu þeir Ingólfur Jóhannesson, Emil Andersen og Ólafur Guðmundsson mörk Eyjamanna. Þeir Þorbjörn og Hörður Gíslason skoruðu sín tvö mörkin hvor og Runólfur eitt. IBV: Birkir Kristinsson - Emil Hadzik, Amar Pétursson, Eggert Aðalsteinsson - Einar Áma- son, Ágúst Gíslason (Óðinn Sæbjömss.), Sigur- vin Ólafss., Árni Gunnarsson, Ingólfur Jóhann- esson - Emil Andersen, Ólafur Guðmundss. Fram: Helgi Áss Grétarsson - Jóhann Wat- hne, (Rúnar Ragnarsson), Runólfur G. Bene- diktsson - Páll Pálsson, Kristján Kristjánsson, Haukur Björnsson, Kristján Kristjánsson, Grímur, Lárus ívarsson - Þorbjörn Sveinsson, Hörður Gíslason. Mm FOLX ■ ÞORBJÖRN Sveinsson, úr 3. flokki Fram hélt upp á fimmtán ára afmælisdaginn á sunnudag með því að skora tvívegis gegn ÍBV. ■ ÞORBJÖRN er einnig liðtækur í snóker en hann hafnaði í sjötta sæti á heimsmeistaramóti unglinga í íþróttinni fyrr í sumar. Hann er ekki eini maður liðsins sem þekktur er fyrir annað en að leika knatt- spyrnu. Markvörðurinn Helgi Áss Grétarsson, er snjall skákmaður. ■ GUNNLA UGUR Jónsson og Sturlaugur Haraldsson urðu bik- armeistarar með 2. flokki IA. Feður þeirra, Jón Gunnlaugsson og Har- aldur Sturlaugsson hömpuðu sama bikar með ÍA fyrir 24 árum. ■ NÍU leikmenn Skagaliðsins hafa leikið landsleiki með drengja- og piltalandsliðum íslands. ■ AÐEINS tveimur dögum munar á að fyrirliði ÍBV, Tryggvi Guð- mundsson sé löglegur með U-18 ára liðinu. Tryggvi hélt upp á átján ára afmælisdaginn 30. júlí en þeir eru löglegir sem fæddir eru 1. ágúst 1974 eða síðar. M ÞRIR leikmenn úr íjórða flokki Fram gengu yfir til liðsins frá Aft- ureldingu en flokkurinn var lagður niður hjá Mosfellsveitarliðinu á síð- asta ári. Tveir þeirra, Bjarki Sveins- son og Hörður Már Gestsson skor- uðu í úrslitaleiknum gegn Völsungi. H ATTA leikmenn IA sem voru með í leiknum gegn ÍBV voru einnig með í fyrra, þegar liðið tapaði fyrir Fram 1:3 í úrslitum bikarkeppninn- ar. ■ SIGURÐUR Gylfason leikmað- ur ÍBV lék ekki með liði sínu gegn FH. Sigurður lenti í bifhjólaslysi nokkrum dögum fyrir leikinn og fylgdist með félögum sínum af vara- mannabekknum þar sem hann studdist við hækjur. Daði Pálsson, var heldur ekki með. Hann fór í æfingaferð með meistaraflokki ÍBV í handknattleik. ■ SIGURVIN Ólafsson, ÍBV hef- ur tvívegis verið í tapliði í úrslitaleik á aðeins þremur sólarhringum. Hann lék með 2. fiokki félagsins gegn ÍA í bikarnum á fimmtudag og með 3. flokki félagsins gegn Fram á sunnu- dag. Fylkisdrengir bestir í fimnvta flokknum FYLKIR tryggði sér íslands- meistaratitilinn í fimmta flokki karla með tveimur sigrum í fjörugum leikjum við Fram á Þróttaravelli á sunnudag. Fylkir vann leik b-liðanna 2:1 í leik þar sem knötturinn fór oftar í markstangirnar heldur en í netið. Guðjón Ingi Hafliðason skor- aði eina mark fyrri hálfleiksins en Trausti Jósteinsson jafnaði fyrir Fram með þrumuskoti snemma i þeim síðari. Guðmundur Hauksson skoraði sigurmark Fylkis og liðið hafði því tvö stig fyrir leik a-lið- anna sem fram fór strax á eftir. í þeim leik vom Fylkisstrákarnir heldur sterkara liðið og þeir uppsk- áru 1:0 sigur með marki Theodórs Jóhannssonar í síðari hálfleik. „Það var góð tilfinning að sjá boltann í netinu og líklega er þetta mikiivægasta markið sem ég hef skorað,“ sagði Theodór eftir leikinn en hann hefur reynst liði sínu dijúgur í úrslitakeppninni. Viðar Guðjónsson, fyrirliði A- liðs Fram sagði að lið sitt hefði leikið undir getu. „Við áttum góða möguleika en vorum slappir i síðari hálfleiknum." Theodór Óskarsson skallar knöttinn en Framaramir Bjarni Þór Péturs- son og Daði Guðmundsson fylgjast með. Morgunblaðið/Rúnar Þór Völsungar léku í fyrsta sinn til úrslita um íslandsmeistaratitil í knattspyrnu en máttu sín lítils gegn Fram. Völsungar fengu skell VÖLSUNGAR fengu skell í fyrsta úrslitaleik sínum á ís- landsmóti yngri flokka þegar liðið steinlá gegn Fram 0:5 á Akureyrarvelli i fjórða flokki. Það er óhætt að segja að Fram- arar hafi verið nær einráðir á vellinum, mestan hluta leiksins gekk Völsungum illa að , 0 bíta frá sér. Hörður Bríks%nni Már Gestsson kom á Akureyri Fram a bragðið með marki á fimmtándu mínútu og aðeins mínútu síðar bætti Bjarki Sverrisson marki við og nafni hans Hinriksson skoraði þriðja mark- ið undir lok hálfleiksins. Nafnarnir skoruðu síðan sitt hvort markið í síð- ari hálfleiknum og stórsigur Fram því staðreynd. Dagur Dagbjartsson, fyrirliði Völsunga var að vonum hnípinn að leikslokum. „Við lékum mjög illa í dag og þetta er okkar lélegasti leikur í sumar, því fór sem fór. Ef á heild- ina er litið erum við ánægður með útkomuna í sumar, við höfum náð lengra en flestir bjuggust við.“ „Þetta er frábært, eins og sumarið hefur verið í heild,“ sagði Kolbeinn Guðmundsson, fyrirliði 4. flokks Fram. Fram: Gunnar Magnússon - Sigurður Krist- jánsson (Andri Gíslason), Einar Jónsson, Hös- kuldur Borgþórsson, Eggert Stefánsson - Bjarki Sverrisson, Kolbéinn Guðmundsson, Freyr Karlsson (Finnur Bjamason), Davið Stef- ánsson - Hörður M. Gestsson, Bjarki Hinriks- son. Völsungur: Ásmundur Gíslason (Eiður Pét- ursson) - Jóhann Sigurðsson, Unnar Garðars- son, Jóhann Sigui*ðsson, Kristján Gestsson - Dagur Dagbjartsson, Brynjúlfur Sigurðsson, Amgrímur Ámarsson, Kristján Magnússon (Sveinn Frímannsson) - Björgvin Sigurðsson, Baldur Aðalsteinsson (Aðalsteinn Sigurkarls- son). FOLK ■ RÓBERT Gunnarsson, mark- vörður hjá A-liði Fylkis í fimmta flokki átti pantaðan flugmiða til Spánar sl. fimmtudag ásamt for- eldrum sínum, þremur dögum fyrir úrslitaleikinn gegn Fram. Honum tókst að telja foreldrana á að fresta ferðinni um viku svo hann gæti leik- ið. ■ BÚIÐ er að bjóða 4. flokki Völs- ungs að fara í æfingaferð til enska liðsins Leeds og leika við unglingal- ið félagsins síðar í þessum mánuði. Ekki er víst, að af ferðinni verði en fari svo þá mun Völsungum jafn- framt gefast kostur á að fylgjast með æfingum og leikjum Englands- meistaranna. ■ LÁRUS Grétarsson, þjálfar bæði fjórða og fimmta flokk Fram en bæði voru í úrslitum á sunnudag. Lárus stjórnaði fimmta flokknum um morguninn gegn Fylki en fór síðan til Akureyrar eftir hádegið þar sem fjórði flökkurinn mætti Völsungi. ■ Hörður Már Gestsson, lék í fyrsta sinn í framlínunni í úrslita- keppninni með 4. flokki Fram og varð markahæsti maður liðsins. Hann skoraði eitt mark í úrslita- leiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.