Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 12

Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 12
 •SfóÍRÖÖSÉIiXÖÉ) röstf'WÖÁWWMty. §íí#tÉMBÉÉ'' 19^2 Morgunblaðið/Ingvar Ekið á veg- faranda Ekið var á gangandi vegfaranda á gangbraut á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Listabrautar um miðjan dag í gær. Vegfar- andinn var fluttur á slysadeiid, en ekki var Ijóst hve alvarleg meiðsli hans voru. Tildrög slyss- ins eru einnig á huldu. Hugmyndir um breytingu virðisaukaskatts ræddar í ríkisstjórn Vörugjald verði lagt á vín og tóbak, bíla og benzín FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að umræddar breytingar virðisaukaskatts, í þá átt að hið almenna skatthlut- fall lækki í 22%, en á móti beri vörur og þjónusta, sem nú eru undanþegnar skattinum, 14% skatt, muni koma út á sléttu fyrir ríkissjóð. Hins vegar séu til umræðu í ríkisstjórninni og stjórnar- flokkunum hugmyndir um að leggja 2,5% vörugjald á bíla og benzín, áfengi og tóbak. Þar með yrði verð þessara vara óbreytt, þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts. Vörugjaldið myndi skila ríkissjóði 500-600 milljónum króna, að sögn Friðriks. „í öllum hugmyndum varðandi fjárlögin, sem liggja fyrir ríkis- stjóminni, er ljóst að bæði gjöld <?g tekjur verða lægri en í fjárlög- um yfirstandandi árs,“ sagði Frið- rik í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þar sem ákveðnir tekju- stofnar, til dæmis jöfnunargjaldið, sem gefið hefur um 500 milljónir á þessu ári, falla niður, hafa verið uppi áform um að bæta ríkissjóði það tekjutap til að koma í veg Hafnarfjarðarkirkja Nýtt safnaðarheimili og tónlistarhús ATHÖFN fer fram í Hafnarfjarðarkirkju á morgun, laugadaginn 12. september, kl. 16.00, í tilefni af fyrstu skóflustungu að byggingu nýg tónlistarskóla og safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju I fréttatilkynningu frá sóknar- nefnd segir: „Undanfarin ár hefur Hafnarfjarðarbær og safnaðar- stjórn Hafnarfjarðarkirkju unnið sameiginiega að undirbúningi að byggingu safnaðarheimilis og tón- listarskóla. 1989 var samþykkt að hafa sam- keppni um skipulag reits sem af- markaðist af Lækjargötu, Suður- götu, húsi skattstofunnar, íþrótta- húsinu og væntanlegri götu neðan Strandgötu. Samkeppni átti einnig að ná til hönnunar safnaðarheimilis og tónlistarskóla á reitnum. 1990 var samkeppnin haldin. 30 tillögur bárust en 1. verðlaun hlaut tillaga arkitektanna Sigríðar Magn- úsdóttur og Hans Olavs Andersens. Safnaðarstjórn og bæjaryfirvöld samþykktu að taka höndum saman og byggja samkvæmt þessari til- lögu. A þessu vori var fyrsti áfangi boðinn út og var lægsta tilboð frá Hagvirki/Kletti hf. og verður því falið verkið.“ fyrir of mikinn halla og þær afleið- ingar, sem hann hefur.“ Friðrik sagði að ein af þeim hugmyndum, sem ríkisstjórnin ræddi, væri að gera breytingu á virðisaukaskattinum, í hátt við stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar um að breikka skattstofna og lækka skatthlutföll. „Þessi kerfisbreyting gæti falið í sér lækkun virðisauka- skattshlutfallsins úr 24,5% í 22% og myndi færa þær greinar, sem nú eru undanþegnar skattinum, upp í 14% skatt,“ sagði hann. „Slík breyting myndi koma út á sléttu og ríkissjóður fengi engar tekjur af henni. Ástæðan fyrir slíkri kerf- isbreytingu er fyrst og fremst sú að alls staðar í löndunum í kringum okkur er verið að breyta virðis- aukaskattinum með þessum sama hætti. í þeim nefndum, sem skilað hafa áliti um bætta innheimtu skatta, til dæmis skattsvikanefnd, hefur ávallt verið bent á tvö mikil- væg atriði, sem geti dregið úr skattsvikum. Það eru lægri hlut- föll og færri undanþágur.“ Friðrik sagði að í þeim hug- myndum, sem ræddar hefðu verið í ríkisstjórninni, væri gert ráð fyr- ir að á flestar þær vörur og þjón- ustu, sem nú væru undanþegnar virðisaukaskatti, yrði lagður 14% skattur. Þar á meðal eru dagblöð, bækur og áskriftargjöld útvarps og sjónvarps, íþrótta- og menning- arstarfsemi, fólksflutningar, hótel- gisting og húshitun. Bankaþjón- usta, tryggingar og happdrætti, sem í flestum löndum væru undan- þegin virðisaukaskatti, yrðu það hins vegar áfram. Fjármálaráðherra sagði að ýmis nauðsynjavara, til dæmis matvör- ur, bæri nú 24,5% virðisaukaskatt og það hlyti að vera verulegt hags- munamál láglaunafólks að þær vörur lækkuðu í verði. „Þær vörur og þjónusta, sem fengju á sig 14% skatt eftir slíka breytingu ef fram- kvæmd yrði, þyrftu ekki allar að hækka um 14%,“ sagði Friðrik. Hann sagði að í dagblaða- og bóka- útgáfu og fleiri greinum gætu fyrirtæki við núverandi skattkerfi fengið virðisaukaskatt af aðföng- um endurgreiddan í rekstri sínum. I þeim greinum myndi verð hækka um 14%. I öðrum greinum, til dæmis fólksflutningum og ferða- þjónustu, væri nú ekki leyfilegt að draga innskatt frá útskatti. Með þeirri kerfisbreytingu, sem um væri rætt, yrði slíkt leyfilegt. Ráð- herra nefndi sem dæmi að þótt 14% skattur yrði lagður á fyrirtæki í fólksflutningum, myndi fyrirtækið geta dregið 22% virðisaukaskatt af aðföngum sínum, bílum og vara- hlutum, frá þeim skatti, sem það ætti að standa skil á til ríkisins. Þjónusta þess ætti því ekki að þurfa að hækka um 14%, heldur um muninn á inn- og útskatti. „Þessi kerfisbreyting skilar eng- um fjármunum. Hins vegar eru hugmyndir uppi um að láta áfengi og tóbak, bíla og benzín halda óbreyttu verði með því að leggja á þessar vörur 2,5% vörugjald,“ sagði Friðrik. „Þannig mætti ná inn tekjum, sem hafa tapazt vegna þess að tekjustofnum hefur fækk- að.“ Fjármálaráðherra sagði að ekki mætti gleyma því að hefði ein- hvern tímann verið tækifæri til að lækka almennt hlutfall virðisauka- skatts, væri það nú þegar verð- bólga væri 1-2%. „í 20-30% verð- bólgu hefði verið erfitt að fylgjast með hvort verð lækkaði eða álagn- ing hækkaði á móti. Þegar verð- bólgan er 1-2%, sér almenningur hins vegar strax hvort vörur hækka eða lækka um 2,5%,“ sagði Friðrik Sophusson. SEPTEMBERTILBOÐ SENSAR BOÐTÆKI • Fyrirferöarlítið og nýtískulegt • 5 skilaboð í minni • Hleðslutæki og tvær rafhlöður • Áminning ef skilaboð eru ólesin í minni • Skjár með Ijósi • Fer vel í vasa • Vegur aðeins 43 gr. Verð áður kr. 17.780 VERÐ NÚ KR. 14.998 Mengunarmælingar í sjó við Island Sjór óvíða hreinni en hér við land — segir aðstoðarmaður umhverfisráðherra MAGNÚS Jóhannesson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, segir að niðurstöður áfangaskýrslu vegna mengunarmælinga í sjó við Island gefi til kynna að sjór sé óvíða í veröldinni ennþá eins hreinn og hér við land. Mengunarmælingunum, sem ná til þungmálma, lífrænna þrávirkra efna, geislavirkra efna, næringarsalta og seltu sjávar, er ekki lokið en fengnar niðurstöður eru jákvæðar og staðfesta trú manna á að litla mengun sé að finna í sjónum í kringum landið að sögn verkefnisstjórnar. Búist er við lokaniðurstöðum mælinganna á næsta ári. Uppruni mengunarefna í sjó við íslai Frárennsli af landi POSTUR OG SIMI Söludeildir í Reykjavík, Ármúla 27, Kringlunni og Kirkjustræti. Póst- og símstöðvar um land allt Á kynningarfundi vegna áfanga- skýrslunnar sagði Magnús að al- mennt séð væri mengun hér mjög lítil. „Við teljum ekki að á þessu stigi sé hægt að tengja á neinn hátt það magn þungmálma, sem er að finna t.d. í lífverum, við mann- legar athafnir hvorki hér né ahnars staðar. Hins vegar virðist náttúru- legt umhverfi vera með nokkuð öðrum hætti hér við land en annars staðar, t.d. í Evrópu, og kemur það kannski fyrst og fremst fram í kræklingi þar sem kadmín, kopar og sink er nokkuð hærra heldur en náttúruleg mörk eru talin vera, t.d. við vesturströnd Evrópu.“ „Hvað varðar geislavirku efninin þá er magn þeirra, sem betur fer, mjög lítið hér við land þannig að skiptir mörgum stærðaVgráðum. Jafnvel er í sumum tilvikum allt að því 1000 faldur munur hér og á hafssvæðum sem eru ekki alltof langt frá okkur," sagði Magnús en í máli hans kom fram að aldrei áður hefðu farið fram samsvarandi mengunarmælingar hér á landi. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að hægt væri að bera niður- stöðurnar saman við erlendar kann- anir og hefðu þær þegar verið sendar erlendis. Einu samanburð- amiðurstöðurnar sem eru fengnar benda til að magn lífrænna þrá- virkra efna sé minna við ísland en það sem lægst mælist í Norðursjó. Ekki komu í ljós landræn áhrif vegna næringarsalta í Faxaflóa. Sigurður Magnússon, forstöðu- maður Geislavarna ríkisins, sagði að minna væri af geislavirkum efn- um í íslenskum fiski en víðast ann- ars staðar. Hvað neyslufisk varðar eru gildin lægri en 1/1000 af við- miðunarmörkum sem gilda í alþjóð- Ur andrúmslofti Rekstur skipa Varpað (hafið legum viðskiptum. Þó rannsóknin hafi leitt í ljós lít- inn styrk geislavirkra efna hér við land reynist marktækur munur milli geislavirkni í sjó fyrir Norður- og Austurlandi annars vegar og Suð- ur- og Vesturlandi hins vegar. Helstu orsakir geislamengunar eru tilraunir með kjarnavopn og úr- gangur úr kjarnorkuiðnaði. Áhrifa frá kjarnorkuúrgangi gætir frekar í sjó fyrir Norður- og Austurlandi og því er geislavirkni hærri þar. Á fundinum kom fram að sam- starf hefði verið haft við hagsmuna- aðila í sjávarútvegi varðandi meng- unarmælingarnar og niðurstöður áfangaskýrslunnar hefðu þegar verið kynntar fyrir þeim. Fram kom að niðurstöðurnar hefðu eflaust góð áhrif á markaðsetningu fiskafurða og fiskútflutning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.