Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 29

Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 29 Minning Árni Böðvarsson cand. mag. fræga stað, Odda á Rangárvöllum. Sá staður var Árna kær frá æsku- dögum, en þar fermdist hann. Að skilnaði tregum við samheijar í Oddafélaginu okkar helsta mann. Góðra stunda á fundum minnumst við og hollráða hans og skemmti- legra samferðastunda milli höfuð- staðar og Rangárþings. Við minn- umst hressilegrar leiðsagnar hans í hópferðum um sýsluna, en hann var allra manna fróðastur um sögu lands og lýðs þar um slóðir. Minnis- stæðar verða mér ferðir okkar milli grunnskóla sýslunnar er við fórum tveir saman að boða erindi Oddafé- lagsins. Var okkur vel tekið. Sagði Árni sögu Odda. Á heimleið þessa bjartviðrisdaga tókum við gjarnan á okkur krók um hrepp sem leið- sögumaður minn hafði ekki heim- sótt um skeið og ég aldrei. Var það lærdómsríkt fyrir mig, afkomanda Rangæinga sem höfðu fyrr á öld- inni flúið herskáan sandinn. Mikill missir er að forystumanni í nýstofnuðu hugsjónafélagi og er okkur vandi á höndum. En mestur -er missir ástvina Árna heitins. Við Jóhanna kona mín vottum Ágústu Árnadóttur, börnum og öðrum skyldmennum, samúð á sárri- skiln- aðarstundu. Blessuð sé minning Árna Böðvarssonar. Þór Jakobsson. Haustið 1967 réðst sá sem þetta ritar kennari að Menntaskólanum við Hamrahlíð. Samtímis kom þar til starfa 43 ára íslenskukennari, Árni Böðvarsson cand. mag. Við vorum siðan nær óslitið samstarfs- menn þangað til Árni kvaddi skól- ann vorið 1984 og varð málfars- ráðunautur Ríkisútvarpsins. Á fyrstu árum okkar Árna í Hamrahlíð var skólinn enn í bygg- ingu. Þegar húsnæði fékkst undir bókasafn tók Árni við forstöðu þess. í höndum hans óx safnið og varð langstærsta og vandaðasta bóka- safn í framhaldsskóla hérlendis. Þar kom að Árni lét af störfum við bókasafnið en það býr enn að braut- ryðjendastarfi hans. Um skeið var í MH fjölritað mik- ið af námsefni eftir kennara skól- ans. Árni hélt að verulegu ieyti utan um þá starfsemi og gekk frá verksamningum við höfunda auk þess sem hann færði sjálfur tals- vert af þessu efni í letur. En minnis- stæðastur er hann sjálfsagt nem- endum sem vandvirkur og um- hyggjusamur kennari og samstarfs- mönnum sem góður og drenglyndur félagi. Þótt Árni yrði ekki gamall maður varð ævistarf hans mikið og gott. Eg læt öðrum eftir að rekja vísinda- störf hans. Eitt rit mun þó öðrum fremur halda minningu Árna á lofti en það er íslensk orðabók, sem kom út hjá Menningarsjóði 1963 og tutt- ugu árum síðar í endurskoðaðri útgáfu. Önnur orðabók Árna er ekki eins þekkt en hefur reynst mér og fleirum mjög þörf. Það er Orðalykill, safn latneskra fræði- heita plantna og dýra með íslenskri þýðingu, skrá um ýmis fjölþjóðleg hugtök og loks íslensk heiti á er- lendum örnefnum. Landafræðiheit- in hygg ég að Árni hafi að mestu eða öllu tekið saman sem málfars- ráðunautur útvarps, til stuðnings fréttamönnum. Eftir að íslenska orðabókin kom út vann Árni um skeið við fyrirhug- aða alfræðibók Menningarsjóðs. Útgáfuáætluninni var síðar breytt og þeir hlutar verksins sem lengst voru á veg komnir gefnir út í ritröð- inni Alfræði Menningarsjóðs. Ég vann nokkuð við alfræðibókina og kynntist þá Árna Böðvarssyni. Þeim kynnum tengjast ljúfar minningar eins og raunar öllu okkar samstarfi síðan. Fyrir hönd starfsmanna Mennta- skólans við Hamrahlíð flyt ég fjöl- skyldu Árna Böðvarssonar hugheil- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Örnólfur Thorlacius. Jafnaldri minn að kalla er hnig- inn. Ævistarf manna er með ýmsum hætti og á ólíkum vettvangi. Óhætt mun að segja, að æviskeið Árna Böðvarssonar hafi verið farsælt og skilið eftir sig mikinn afrakstur, ef svo má að orði kveða. Rit hans, bæði mikil og merk, munu halda nafni hans á lofti um langa fram- tíð. Árni var sá eljumaður að fá- gætt mun. Hann gaf sér tíma til margs, meðal annars að starfa að framgangi alþjóðahjálparmálsins esperanto. Ég minnist Árna fyrst, er við sóttum fundi hjá esperant- istafélaginu „Auroro" rétt eftir stríðið. Þar fór glaður og bjartsýnn ungur maður, sem trúði því, að eitt hjálparmál gæti orðið til að auka skilning milli manna og þjóða og stuðlað að friði. Sú var einnig hug- sjón höfundar þessa tungumáls, pólska læknisins L.L. Zamenhof. Ekki gat hjá því farið að jafn greindur og fróðleiksfús unglingur og Árni var héldi á menntabraut. Á fundi í „Auroro" skömmu áður en hann tók það mein, sem varð honum að aldurtila, sagði hann frá námi því er hann stundaði hjá prestinum í Fellsmúla, séra Ragnari Ófeigs- syni, og nægði honum til að ganga undir stúdentspróf máladeildar við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1945. Árni sagði glögglega frá námi þessu, á esperanto að sjálf- sögðu. Og flutningur var eins og venjulega, afburða góður. Maðurinn var skýr í hugsun og bar frásögnin svip fágunar og lærdóms. Ef slíkur maður sem hann hefði þurft að bæla hjá sér menntaþrána, hefði það að sjálfsögðu orðið honum þungbært. En sem betur fer komst hann til æðstu mennta og skilur eftir sig stórvirki á sviði íslenskra fræða. Hann var gæfumaður, vegna þess að hann fékk að neyta krafta sinna við viðfangsefni, er hæfðu honum og hann hafði áhuga á. Síð- asta ritið sem kom frá hendi Árna Böðvarssonar er „íslenskt málfar" og Almenna bókafélagið gaf út i upphafi yfirstandandi árs. Þetta er mjög aðgengileg handbók um mál- notkun, og á heima við hlið bók- anna „Islenskir málshættir" og „ís- lenskt orðtakasafn". Vænt þykir mér um, að Árna skyldi endast ald- ur til að skila þessu vandaða rit- verki. Með Árna Böðvarssyni er fallinn vandaður fræðimaður, áheyrilegur útvarpsmaður, ötull hugsjónamað- ur, og síðast en ekki síst góður fé- lagi og vinur. Auðunn Bragi Sveinsson, (samideano dum jardekoj, hugsjónafélagi um áratugi). Káre Tveters í Hafnarborg SÝNING á verkum Káre Tveters var opnuð í Hafnarborg sl. mánu- dag. Á sýningunni eru um sextíu verk, olíumálverk og vatnslita- myndir. Myndefnið er að mestu leyti frá Svalbarða en einnig úr norsku skóg- unum. Meginviðfangsefni lista- mannsins er þó ekki landslagið sem slíkt heldur er listamaðurinn fýrst og fremst að fást við Ijósið eða birt- una á norðlægum slóðum. Sýningin stendur til 5. október og er opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Við opnun málverkasýningarinn- ar á mánudag urðu nokkrir boðs- gesta frá að hverfa eða bíða utan húss þar til opnað var aftur. Ákvörðun um að loka húsinu fyrr en tilgreint var í boðskorti var ekki í höndum forsvarsmanna Hafnar- borgar og hefur Pétrún Pétursdótt- ir, forstöðumaður Hafnarborgar, farið þess á leit við Morgunblaðið að það komi á framfæri velvirðing- arbeiðni við viðkomandi aðila og þökkum fyrir þann skilning sem þeir sýndu við þessar sérstöku að- stæður. Morgunblaðið/SPB Kirkjukór Fáskrúðsfjarðar söng við messuna í Flateyjarkirkju. Messað í Flat- ey á Skjálfanda Husavik. AÐ TILHLUTAN Gísla Jónatanssonar fór kirkjukór Fáskrúðsfjarð- ar, ásamt sóknarpresti sínum, séra Þorleifi Kristmundssyni á Kolfrey- justað, organistanum Maté Péter, og meðhjálparanum Sigrúnu Guð- laugsdóttur, í langa reisu í ágúst til Flateyjar á Skjálfanda og flutti þar messu fyrir fullsetinni kirkju. Kirkja var í Flatey að fornu eða síðan á söguöld. Þangað kom Guð- mundur góði og vígði vatnsból og hefur síðan aldrei vatn þrotið, svo sem oft vill verða í eyjum. Kirkj- unni var lengst af þjónað frá Þönglabakka eða síðan 1897 að hún var flutt úr eynni að Brettingsstöð- um á Flateyjardal og sóknin lögð undir Hálsprestakall 1907, og síðar undir Húsavíkurprestakall. Þegar byggð lagðist niður á dalnum flutti fólkið kirkjuna með sér og endur- reisti hana í Flatey á ártinum 1955 til 1959. Föst búseta í Flatey lagðist af 1968 en eigendur og ættingjar hafa haldið nokkrum húsum í eyjunni vel við og dvalið þar um lengri og skemmri tíma ár hvert. í tilefni messunnar flutti Hríseyjarferjan Sævar fólk frá Húsavík til eyjarinn- ar og veittu „heimamenn" gestum góðan beina en alls voru þar um 150 manns. Á undanförnum árum hefur oft verið messað í Flateyjar- kirkju um þessa helgi þó ekki sé það alveg fastur siður og ættsterk- ir Flateyingar hafa látið ferma börn sín í Flateyjarkirkju. - Fréttaritari Karlar selja kaffi FÉLAGAR í Kristniboðsfélagi karla í Reykjavík efna til hinnar árlegu kaffisölu sinnar sunnudaginn 13. september í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, þriðju hæð. Kaffisalan hefst kl. 14.30 og lýkur kl. 18. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssambands- ins. Um þessar mundir eru átta ís- lendingar ásamt börnum sínum að verki í Eþíópíu og Kenýu á vegum Kristniboðssambandsins. Tvenn ung hjón fóru í fyrsta sinn til starfa nú á þessu ári. Kristniboðsstarfið verður æ umfangsmeira. Áhersla er lögð á boðun kristinnar trúar svo og ýmiss konar aðstoð, einkum við hjúkrun og skólahald. Kristnum mönnum fjölgar, sjálfstæðir söfn- uðir hafa risið á starfssvæðunum, heilsufar fólksins batnar og sífellt fleiri æskumenn njóta menntunar. Hér heima er unnið að boðun og kynningu. Kostnaður vegna kristniboðsins er að mestu leyti borinn uppi af vinum og velunnurum. í ár þarf að safna um 18 milljónum króna og vantar enn allmikið á að því marki verði náð. Karlarnir í kristniboðsfélaginu vonast því eft- ir góðri aðsókn sunnudaginn 13. september. (Úr fréttatilkynningu) Viðgerðir - viðhald Ath.: Allar lekaþéttingar, sprungu- og múrviðgerðir. Yfirför- um þök fyrir veturinn. Sótthreins- um sorprennur og ruslakompur. Upplýsingar í síma 653794 milli kl. 19.00 og 22.00. FÉLAGSÚF Námskeið um hjónabandið með norska fjölskylduráögjafan- um Eivind Fröen verður í safnað- arsal Bústaðakirkju 17. og 18. þ.m. kl. 20-23 bæði kvöldln. Fyrir- lestrarnir verða túlkaðir. Þátttaka kr. 1.500. Veitingar innifaldar. Misstu ekki af frábæru nám- skeiði. Upplýsingar í símum 27460, 37801 og 14327. Fjölskyldufræðslan. FERÐAFELAG © ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Laugardagur 12. sept. Kl. 08 Hekla Gengið frá Skjólkvíum og tekur gangan um 8 klst. Verð kr. 2.000. Sunnudagur 13. sept.: 1) Kl. 10.30 Hrómundar- tindur-Kattartjarnir Hrómundartindur (554 m) er austan Hengils, gengið frá Hell- isheiði, komið niður hjá Ölfus- vatnsgljúfrum og þeim fylgt að Ölfusvatnsheiði, en um hana liggur Grafningsvegur og þar endar gangan. Verð kr. 1.100,-. 2) Kl. 13 Dyravegur - gömul þjóðteiö Ekið um Nesjavallaveg, gengið frá Dyrum austur yfir Sporhellu og Háhrygg, þaðan n'óur Rauðu- flög að Nesjavöllu .i. Forvitnileg gönguleið um ó’ úlega fjölbreytt landslag. VeU kr. 1.100,-. Brottför frí Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Gönguferð- ir Ferðafélagsins eru ætlaðar öllum, sem ánægju hafa af úti- veru og hollri hreyfingu. Velkomin í hópinnl Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Helgarferðir Ferðafé- lagsins 11.-13. sept. 1) Landmannalaugar - Hrafntinnusker - Álftavatn Gist fyrri nóttina í Landmanna- laugum og þá seinni við Álfta- vatn. Ekið frá Landmannaleið upp Pokahrygg að Hrafntinnuskeri og siðan áfram vestan Lauga- fells um Fjallabaksleið syðri að Álftavatni. Óvenjuleg ökuleið um hrikalegt landslag. 2) Þórsmörk - uppselt! Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Fi, Mörkinni 6. Ferðafélag islands. *Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 i dag kl. 18.00: Fyrsti yngriliðs- mannafundurinn. Kl. 20.30: Unglingaklúbburinn. Hjartanlega velkomin. / Biblíuskólinn Eyjólfsstöðum Alþjóðlegt Biblíu- og boðunar- námskeið á Islandi 9. janúar til 30. maí 1993. Vanti þig góða kennslu um grundvallaratriði kristinnar trúar, þá er þetta gott tækifæri fyrir þig. Fjárfestu á þennan hétt í þínu andlega lífi. Nám8keiðið er opið fyrir útlend- inga jafnt sem islendinga. ÖH kennsla mun verða túlkuð yfir á íslensku. Kennarar verða bæöi innlendir og erlendir. Námskeiðið er eftir alþjóðlegri fyrirmynd systursamtaka UFMH, Youth With A Mission (YWAM). Heitir á ensku Discip- leship Training School (DTS) og er undanfari ýmissa annarra námskeiða í skóla YWAM víða um heim. Tillit er tekið til ís- lenskra aðstæðna. Hluti af námskeiðinu er 8 vikna verkleg þjálfun/boðun i sam- starfi við söfnuði víðs vegar um land. Nánari upplýsingar: Biblíuskólinn Eyjólfsstöðum, 701 Egilsstaöir, sími 97-12171, fax, 97-12271. HIMI1J0XB& Byrjendanámskeið hefst 14. sept. Kenndar verða teygjur, öndun, slökun og hugleiðsla. Kynning á Kripalujóga verður haldin laugardaginn 12. septem- ber kl. 14. Allir velkomnir. Jógastöðin Heimsljós, Skeifunni 19, 2. hæð, simi 679181 (kl. 17-19). UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferðir um helgina Föstud. 11. sept. kl. 20.00 Tunglskinsganga. Brottför frá BSÍ bensinsölu. Verð kr. 1000/900. Sunnud. 13. sept. kl. 9.30 Fjörugangan 2. áfangi, Álftanes. Sunnud. 13. sept. kl. 13.00 Fjörugangen 2. áfangi, Blika- staðanes - Kjarlarnestangi. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.