Morgunblaðið - 11.09.1992, Side 32

Morgunblaðið - 11.09.1992, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 Eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Ægisgötu 3, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 9. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Geir Garðarsson, Sólveig Jóna Geirsdóttir, Jón Á. Jónsson, Elín Guðmundsdóttir, systkini og fjölskyldur. Útför bróður okkar, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Stóragerði 25, Hvolsvelli, verður gerð frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 12. september klukkar 14. Brynjólfur Jónsson, Einar Jónsson, Guðrún Helga Jónsdóttir, Hanna Jónsdóttir, Lilja Jónsdóttir. + Eiginmaður minn, FRIÐRIK JESSON frá Hóli, Vestmannaeyjum, sem lést þann 3. september sl., verður jarðsunginn frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 12. september kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Magnea Sjöberg. + Faðir okkar, JÓN Á. JÓHANNSSON frá Auðkúlu í Arnarfirði, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu ísafirði 7. september, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 12. september kl. 15.00. Margrét Jónsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Katrrn B. Jónsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, TEITS JÚLÍUSAR JÓNSSONAR fyrrverandi húsasmíðameistara. Rannveig Guðjónsdóttir, Pálína Júlíusdóttir, Andrés Guðlaugsson, Þórunn J. Júlíusdóttir, Kristján Örn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur vegna fráfalls HILDIGUNNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Sörlaskjóli 4. Þökkum eínnig hjúkrunarfólki heilsugæslustöðvar Seltjarnarness og deildar 14-G á Landspítala fyrir góða umönnun. Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, Rúnar Einarsson, Áslaug Björg Ólafsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Hjördís Inga Ólafsdóttir, Jón Kristjánsson og barnabörn. Munið minningarspjöld Málræktarsjóðs MALRÆKTARSJOÐUR sími 28530. K. Minning Sigríður Oddsdóttir frá Brímilsvöllum Fædd 19. janúar 1906 Dáin 5. september 1992 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. . (V. Briem.) Þann 5. september sl. kvaddi hún Sigríður eftir langan ævidag. Sjálf- sagt var hún hvíldinni fegin, en allt- af er sárt að sjá á bak sínum þó aldraðir séu. Sigríður var fædd á Brimilsvöllum á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru Oddur Ólafsson og Sólveig Jó- safína Önundardóttir. Hún var elst af þremur systrum. Ung að aldri fór hún í fóstur til Ragnhildar Sigurðar- dóttur og Sigurðar Þorkelssonar í Reykjavík. Líkaði henni mjög vel hjá þeim hjónum og sýndi það seinna með því að skíra frumburð sinn í höfuðið á þeim báðum. Sigríður var gift Sigurði Agústi Helgasyni, stýrimanni frá Ólafsvík. Hann lést í febrúar 1978. Þau eign- uðust tvo syni, Ragnar S. Sigurðs- son, tengdaföður minn, en hann lést í maí 1990, og lítinn dreng, sem lést aðeins nokkurra daga gamall. Ragnar giftist Sigríði S. Jónsdóttur og barnabörnin urðu fjögur, þau Sigurður Jón, fæddur 1959, Þór Birgir, fæddur 1962, dáinn 1970, Ólöf Þuríður, fædd 1964, og Berg- lind Ósk, fædd 1976. Barnabarna- börnin eru orðin 6. Eg kynntist Sigríði fyrir sjö árum þegar ég kom inn í fjölskylduna. Ég gleymi aldrei svipnum á henni þegar Siggi, maðurinn minn, kynnti mig fyrir henni. Það kom alltaf einhver glampi í augun á henni þegar hún brosti. Hún tók mér mjög vel frá fyrsta degi enda kom okkur alltaf vel saman. Fyrstu þrjú árin okkar Sigga var hann á sjó en þegar hann var í landi fór hann mikið til Sigríð- ar ömmu enda kærleikur mikill á milii þeirra. Ég fann það strax að Sigga fannst vænt um að ég heim- sótti gömlu konuna í hans fjarveru. Fór ég því oft til hennar eftir vinnu og þá gátum við setið langt fram á kvöld og spjailað um allt á milli him- ins og jarðar. Hún sagði mér marg- ar sögur af stelpunum í fiskvinnsl- unni vestur á Haga sem hún vann með fyrir sextíu, sjötíu árum og ein- mitt þá kom glampinn í augun. Þær voru ótal margar sögurnar úr sumar- bústaðnum austur í Þrastarskógi en þar áttu þau sumarbústað sem þau notuðu mikið, enda sá hún hann alit- af í hillingum eftir að hann var seld- ur. Sigríður vann í áratugi við hrein- gerningar hjá heildverslun I. Brynj- ólfssonar og Kvaran og fleiri fyrir- tækjum. Mér þótti það alltaf broslegt hve mikla bíladellu hún var með enda eru ekki nema þrjú ár síðan hún seldi síðasta bílinn sinn. Hún hafði líka mikið dálæti á hestum og var hreinasta unun að sjá hana nálægt þeim. Sigríður missti mikið þegar Ragn- ar, sonur hennar, varð bráðkvaddur fyrir rúmum tveimur árum enda hafði hann alltaf hugsað vel um hana. Hann var ósérhlífínn í að halda húsinu hennar við, en þar bjó hún þar til í desember 1990 er hún fékk herbergi á Hrafnistu í Reykjavík. Fljótlega varð hún þó að flytjast á sjúkradeildina þar en alltaf var hún jafn hress. Við tókum hana oft heim Minning Rósa Lúðvíksdóttir Fædd 3. febrúar 1906 Dáin 10. ágúst 1992 Mig langar til að minnast minnar ástkæru móðursystur með nokkrum fátæklegum línum. Rósa Lúðvíksdóttir var fædd hinn 3. febrúar 1906 á Akureyri. Næst- yngst af fimm börnum hjónanna Lúðvíks Siguijónssonar frá Laxa- mýri og konu hans, Margrétar Stef- ánsdóttur Thorarensen. Fyrsta bam þeirra hjóna, Lára, lést barn að aldri og Lárus, sem var þriðji í röðinni, náði liðlega tvítugsaldri. Eftir lifðu systurnar þijár, Hulda, Rósa og Snjó- laug. Þegar Rósa var á þrítugsaldri fluttist hún til Reykjavíkur með for- eldrum sínum og vann þar síðan við skrifstofustörf; fyrst hjá Ludvig Séifi’æðingar í blóniiiskrpvliii^Tiiii \ iö iill lipkiripri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Storr og síðan hjá Mjólkursamsöl- unni þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir, 1976. Fullyrða má að vandfundinn hefði verið samviskusamari starfskraftur, því öll störf vann Rósa af stakri nákvæmni. Reglusemi í einu og öllu var hennar aðalsmerki. Rósa giftist ekki né eignaðist börn, en þó voru þau ófá börnin sem urðu krafta hennar aðnjótandi. Var ég sjálf og síðar mín börn þeirra á með- al. Ofáum stundum eyddi hún með börnum við spilamennsku og aðra skemmtan og var þá vandséð hver skemmti sér best. Margs er að minn- ast og mikils að sakna. Með Rósu er mér horfinn einn af mínum allra bestu vinum. Hún var sannur vinur vina sinna og taldi ekki eftir sér sporin í þeirra þágu. Síðasta árið var Rósu erfiður tími. Eftir áfall það sem hún fékk í júlílok á síðasta ári komst hún ekki til heilsu á ný. Voru það mikil og sár um- skipti fyrir konu sem hafði hlaupið um sem unglamb fram að þeim tíma. Kallið, sem kom þann 10. ágúst, var henni líkn frá þraut. Eftirlifandi systur hennar, Huldu, sem dvelur á Hrafnistu í Hafnar- firði, sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Á síðustu þremur árum hefur hún nú horft á eftir báðum systrum sínum. Að endingu vil ég þakka Rósu allt sem hún var mér og mínum. Minninguna um hana varðveitum við í hjörtum okkar. Magga. + SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR, fyrrverandi matráðskona, Gnoðarvogi 38, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 9. september. Aðstandendur. til okkar og var alltaf jafnmikið til- hlökkunarefni hjá börnunum okkar Sigga að ná í Sigríði langömmu og hún gat gleymt sér í lengri tíma með þeim. Nú verða þau að skilja að við getum ekki séð hana lengur en vonandi geta þau munað eitthvað eftir henni seinna meir. Mig' langar fyrir þeirra hönd, Ragnars, Birgis og Esterar, að senda henni litla bæn sem gæti minnt þau á hana í framtíð- inni: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Mig langar til að þakka starfs- fólki sjúkradeildar Hrafnistu í Reykjavík sérstaklega fyrir þess aðstoð síðustu tvö árin og ekki síst síðustu tvær vikurnar hennar þar. Um leið og ég votta aðstandendum samúð mína vil ég þakka Sigríði Oddsdóttur samfylgdina. Hvíl í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Erla Alexandersdóttir. Elskuleg nafna mín er horfin yfir móðuna miklu. Eftir erfiða sjúkra- legu síðastliðið ár hefur hún án efa orðið hvíldinni fegin, enda löng og góð ævi að baki. Hún lifði 85 ár við sérstaklega góða heilsu, sem hún þakkaði fyrir, fyrir utan heyrnar- skerðingu sem háði henni í fjölda ára. Rósa var góðmennskan og velvild- in uppmáluð. Hún eyddi tíma sínum í að sinna sínum nánustu og öðrum sem máttu sín minna. Allt til hins síðasta var hún reiðubúin til aðstoðar og alltaf var sama hlýjan og velvild- in fyrir hendi. Umhyggjan var óþijót- andi í garð systur sinnar og ömmu minnar, Snjóiaugar, í veikindum hennar. Hún var alltaf til staðar og reyndist henni ómetanleg stoð síð- ustu æviár hennar. Rósa ar ætíð hress og sjálfstæð uns skyndilega fyrir rúmu ári, að heilsan bilaði veru- lega. Ég hef jafnan verið stolt af því að bera nafn Rósu, því betri og heil- steyptari konu var ekki hægt að hugsa sér. Rósa var ötull gefandi en fannst erfíðara að þiggja. Hún var hér fyrst og fremst fyrir aðra. Og það þökkum við á kveðjustund. Megi nafna mín hvíla í friði. Rósa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.