Morgunblaðið - 11.09.1992, Side 41

Morgunblaðið - 11.09.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 41 Herstöðvaandstæðingar nú SIEMENS Frá Tryggva V. Líndal: Um hásumarið er það í tísku hjá herstöðvaandstæðingum að efna til mótmælagöngu gegn stríðsbrölti heimsvaldasinna. Reyndar virðast þessar göngur vera að breytast í lautarferðir áhugamanna gegn öll- um illum öflum. Vil ég ræða það nánar. En ég fyllist alltaf hrifningu þegar ég sé til gangna þeirra, en blanda mér aldrei í hópinn af því ég blygðast mín fyrir þennan barna- skap. Það er nefnilega við slík tæki- færi sem ég verð var við að vinstri- sinnar eru annars konar fólk heldur en ég, gamli Heimdellingurinn. Því fer ég heldur ekki að sötra kaffi hjá þessum elskum fyrir gönguna, af því það fer enn í mínar fínustu taugar þegar vinstristefna og kven- réttindi mætast í einni og sömu persónunni. Þó er ég ekki lengur feiminn að eðlisfari (hef það t.d. fyrir tómstundagaman á þessum árstíma að spila fyrir ferðamenn íslensk þjóðlög á trompet og þver- flautu). En málefnaleg staða herstöðva- andstæðinga er orðin nokkuð flókin. Ekki er nóg með að kalda stríðinu sé nú lokið, og Eystrasaltsþjóðimar Félag íslenskra nuddfræðinga - svargrem Frá Rafni Geirdal: Vegna greinar frá Félagi ís- lenskra nuddara vil ég taka eftirfar- andi fram: Ég hef verið meðlimur í því félagi frá endurstofnun þess 1985. Hef ég miðað að uppbygg- ingu þess á ýmsan máta. Hefur samvinna við það félag oft verið góð. En vegna ýmissa óæskilegra orða sem látin hafa verið falla í minn garð, bæði á fundum og í fjöl- miðlum að undanförnu, hef ég ákveðið að stofna eigið félag. Félag íslenskra nuddfræðinga var stofnað 20. ágúst sl. Formuð hefur verið stjórn, samin hafa verið lög, siðareglur, staðall yfir mennt- unarskilyrði og tengsl við hið opin- bera menntakerfi. Sendar hafa ver- ið fréttatilkynningar til allra helstu fjölmiðla og tilkynningar til allra helstu opinberra embætta. Félagið viðurkennir Nuddskóla Rafns Geirdals. Sendar hafa verið umsóknir til þeirra sem hafa út- skrifast frá þeim skóla. Alls hafa 31 útskrifast til fulls sem nuddfræð- ingar. Þeir eiga allir möguleika á að gerast fullgildir meðlimir. 29 hafa verið í námi til útskriftar en eiga eftir að ljúka nokkrum prófum, starfsþjálfun og ákveðnum forms- atriðum. Þessir nemendur eiga möguleika á að gerast áheyrnaraðil- ar, þar til þeir hafa lokið sínum formsatriðum. Umsóknir hafa einn- ig verið sendar til þeirra sem kært hafa viðkomandi skólastjóra. Félag íslenskra nuddfræðinga lít- ur með velvild til Félags íslenskra nuddara og óskar því góðs gengis. Í lýðftjálsu landi getur hver sem er stofnað félag og fleiri en eitt félag getur verið um svipað mál- efni. Með því er tækifæri til að sér- kenni hvors félags um sig geti bet- ur notið sín. Nudd og nuddnám hefur verið í hraðri þróun á undanförnum árum. Er það von mín að það haldi áfram. Með því getur þjóðin notið þeirrar heilsu betur sem nuddið veitir. Ég þakka. RAFN GEIRDAL, formaður Félags íslenskra nuddfræðinga, Smiðshöfða 10, Reykjavík. Skákeinvígið í Svartfjallalandi Frá Vilhjálmi Alfreðssyni: ÖLL UMRÆÐAN um skákeinvígið í Svartfjallalandi milli Bobby Fisch- ers og Borísar Spasskís hefur ekki farið fram hjá neinum þessa dag- ana. Margir hafa dregið í efa að þetta sé leyfilegt en er ekki best að líta á þetta jákvæðum augum? Hver veit, kannski kemst á friður á Balkanskaga? Skák er mjög frið- sæl íþrótt og getur haft góð áhrif. Það gæti verið táknrænt þegar Fischer hrækti á viðvörunarbréf bandaríska utanríkisráðuneytisins. Hvað eftir annað hafa bandarískir I stjórnmálamenn gargað fram og til baka alls konar yfirlýsingar um Balkanskaga. Samt sem áður geta þeir varla bjargað ástandinu heima hjá sér í Suður-Flórída, þar sem þúsundir manna sofa undir berum himni án matar. Meira að segja eru bandarískar herdeildir ráðlausar. Og þó halda sumir að bandarískar herdeildir geti stillt til friðar í Bosn- íu-Herzegóvínu! Tsjetnika-hersveit- irnar mundu fara létt með þá. En að lokum. Það er ósk allra manna að einvígið fari friðsamlega fram og skákmennirnir sýni snilld sína. VILHJÁLMUR ALFREÐSSON, Efstasundi 76, Reykjavík. VELVAKANDI BARNAFLIK INNKAUPAPOKI merktur Versluninni Elfur fannst í Versl- uninni Einu sinni var, Lauga- vegi 12 a, sími 28282. í pokan- um var ónotuð bamaflík. Eig- andi vitji pokans í Einu sinni var. HI-TECH SKÓR HVÍTUR Hi-Tech skór af hægra fæti, hvítur með svörtu og fjólubláu skrauti, númer 35, týndist á Fjölnismóti í Grafar- vogi eða í Seljahverfi. Finnandi hringi í síma 79470. KETTLINGUR Kettlingur fannst á mánu- dagskvöld í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hann er um það bil 7 vikna, svartur, með hvítar loppur, hvítt trýni og hvítur á bringu. Eigandi hans er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 28271. séu orðnar óskabörn sjálfstæðis- manna og allra meðvitaðra íslend- inga, heldur keppast nú Nató-ríkin við að vera góð við Rússana, til að þeir gleymi nú ekki að eyða síðustu kjarnorkuvopnum hinna fyrrum Sovétríkja. Þar við bætist að „hernámsliðið" á Keflavíkurflugvelli er nú á útleið frekar en hitt, og spurning hvort herstöðvaandstæðingar vilji að dragi fljótar úr framkvæmdum þeirra en orðið er. En öll þjóðemis- hyggja og útlendingahatur þarfnast nú endurskoðunar er við siglum hraðbyri inn í EES og EB. Sú þversögn hefur skapast að það era kommúnistar sem eru verstu stríðshundarnir í okkar ná- grenni, nefnilega Serbar í Júgóslav- íu. Þeir era einnig sekir um mestan ofstopa hemaðarhyggju, sem ber keim af bæði landvinningastríði og þjóðernishyggju Hitlers, og fólks- flutningum Stalíns. En sem betur fer munu herstöðvaandstæðingar vera andvígir stefnu Serbíustjómar. En ættu þeir þá ekki að beijast fyrir að flóttamenn undan stríðinu þar fengju búsetu á íslandi, án til- lits til fjölda, aldurs eða starfs- greina? Jafnvel þótt atvinnuleysi fari vaxandi? Líkast til era herstöðvaandstæð- ingar gegn hinum nýju varnar- bandalögum Evrópu. Og líkast til eru þeir ekki ánægðir með kattar- þvott varnarliðsins í umhverfísmál- um. Friðargöngur um jólin era þó þeim að skapi, og eru kannski þeirra framtíðarfarvegur. En herstöðvaandstæðingar verða að halda baráttuanda sínum lif- andi, ef þeir vilja vera áfram afl í okkar svefndrukkna þjóðfélagi. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Pennavinir Átján ára tékkneskur piltur með íþróttaáhuga: Jiri Slavik, Palacheko Trida 65, Chrudim III, 537 01 Czechoslovakia. Átján ára japönsk stúlka með mikinn áhuga á íslandi: Yoko Ohmura, 6-3-12-207 Kamiyoshida-cho, Zentsuuji-shi, Kagawa-ken, 765 Japan. LEIÐRÉTTING Skipið breskt - ekki rússneskt Rangt var farið með að skip sem hefur lagt ljósleiðarastreng hér á landi væri frá Rússlandi í Morgun- blaðinu á miðvikudag. Hið rétta er að skipið er frá Bretlandi. Eru hlut- aðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Frystikistur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aörar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóö og falleg. Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 ÚLPUVEISLA Dömu- og herraúlpur í miklu úrvali mmuTiuFPm GLÆSIBÆ . S/MI 812922 Opið laugardag 10-14 HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 634000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.