Morgunblaðið - 11.09.1992, Side 42

Morgunblaðið - 11.09.1992, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 Hugmyndir ríkis- valdsins um virð- isaukaskatt: ÍSÍ mót- mælir harðlega Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi ályktun frá framkvæmda- stjóra íþróttasambands íslands: „Framkvæmdastjóm íþróttasam- bands íslands mótmælir harðlega þeim hugmyndum að Ieggja virðis- aukaskatt á aðgangseyri að íþrótta- mannvirkjum, svæðum, kappleikjum og/eða mótum, líkamsræktarstöðv- um og aðra íþróttastarfsemi. Að langmestum hluta til er íþrótta- starfsemi í landinu í sjálfboðaliða- vinnu og íþróttamenn og iðkendur áhugafólk. Þær litlu tekjur sem íþróttahreyfingin aflar m.a. með að- gangseyri að íþróttakeppni er ekki til að skila hagnaði, heldur til að standa að hluta til undir lágmarks- þjónustu fyrir iðkendurna sjálfa. Einkum þó æskufólk, enda er það viðurkennt að íþróttir efla heilbrigði, reglusemi, vellíðan og félagsþroska þeirra sem þær stunda. í því er mikil og kaldhæðnisleg þverstæða og þversögn, ef ríkisvaldið hyggst gera þessa fijálsu forvamar- og uppbyggjandi starfsemi að féþúfu fyrir ríkissjóð í stað þess að efla hana. Skattur á aðgangseyri mun draga úr aðsókn áhorfenda og ástundun íþrótta og kalla á bókhaldsvinnu og skýrslugerð sem mun hafa aukinn og áður óþekktan kostnað í för með sér. Skattlagning af þessu tagi mun fyrst og fremst bitna á einstökum íþróttafélögum og deildum hvarvetna um Iandið og fæla menn frá því að gegna forystu- og félagsstörfum, en íþróttahreyfingin er byggð upp á endurgjaldslausu starfi slíks fólks. Virðisaukaskattur á íþróttastarf- semi er óheillaspor og framkvæmda- stjóm ÍSÍ skorar á Alþingi íslendinga að hrinda þessari aðför á hendur ís- lenskri íþróttahreyfingu. yirðingarfyllst, íþróttasamband íslands Ellert B. Schram, forseti.“ HANDKNATTLEIKUR / FELAGASKIPTI Lykilorðið er samningur SAMKVÆMT uppfýsingum frá skrifstofu Handknattleikssam- bands íslands voru 31 félagaskipti óafgreidd í gær vegna þess að öllum formsatriðum var ekki fullnægt. I fiestum tilfell- um neita félög, sem óskað er eftir að ganga úr, að skrifa undir umsókn um leikheimild með öðru félagi, þar sem þau vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð, alft frá nokkrum tugum þús- unda upp í meira en eina og hálfa milljón samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Engu virðist skipta hvort um réttmæta eða óréttmæta kröfu er að ræða, en að Öllu óbreyttu leika viðkomandi leikmenn ekki á komandi keppnistímabili — eru f 10 mánaða leikbanni samkvæmt reglum HSÍ, sömdum og samþykktum af aðildarfélögum sambandsins. Þau hafa grafið sér sfna eigin gröf með fáránlegum samþykktum, sem brjóta í bága við almenn mannréttindi, og komi þau sér ekki saman um að útkljá þessi mál fyrir miðvikudag, þegar íslandsmótið á að byrja, hafa þau unnið fþróttinni ómetanlegt tjón. Ef tals- menn viðkomandi deilda setjast ekki þegarað samningaborð- inu og hreinsa til eftir sig skrtinn, styttist óðum f að kasta megi rekunum. AF INNLENDUM VETVANGI Eftir Steinþór Guðbjartsson Félagaskipti voru ekki vanda- mál fyrr en peningar komust í spilið fyrir alvöru. Áður léku menn fyrir ánægj- una og heiðurinn, en þegar farið var ^ að gera „vel“ við leikmenn, urðu peð að kóngum og drottningum, er félagaskipti þar á góma. Eftir höfð- inu dansa limimir, leikmenn sáu sér leik á borði og fóru að gera aukn- ar kröfur. Boltinn vatt uppá sig og nú er svo komið að mörg fé- lög riða á barmi gjaldþrots. Milljónaskuldir Stjórnarmenn sumra félaga hafa látið stjómast ýmist af eigin draumómm um frægð og frama félags síns eða/og kröfuhörðum leikmönnum. Vegna fyrirhyggju- leysis og rangrar fjármálastjórn- unar hafa milljónaskuldir safnast upp á nokkrum bæjum, en svo er reynt að klóra í bakkann og allt frá „tittlingaskít“ uppí svim- andi háar upphæðir em settar á leikmenn, sem vilja fara. Fyrir tæplega þremur ámm fór leikmaður í sex mánaða bann vegna þess að fyrra félag vildi ekki skrifa undir félagaskipti. Málið var kært og þó dómstóll ÍSÍ hafi vísað því frá gagnrýndi hann harðlega þáverandi reglu- gerðarákvæði um félagaskipti. „Ákvæði þetta heggur nærri gmndvallarreglum laga ÍSÍ, sbr. 5. gr. 2. c og d, um frjálsa félags- aðild, þátttöku í félagsstarfi og jafnrétti félagsmanna, og getur bersýnilega leitt til ósanngjarnar niðurstöðu fyrir einstaka félags- menn“ segir m.a. í dómnum. Tilmæli sniðgengin Stjórnarmenn félaga og aðrir fulltrúar á ársþingi HSÍ létu ámælin sem vind um eym þjóta og í stað þess að afnema þessa vitleysu, sem hlýtur að stangast á við almenn mannréttindi og félagarétt, var refsingin þyngd og samþykkt s.l. vor að nái við- komandi félög ekki samkomulagi um félagaskipti skal viðkomandi leikmaður fara í 10 mánaða bann. Afleiðingamar hafa ekki látið á sér standa. Ekki eru mörg ár síðan ónefndur þjálfari var vinsamleg- ast beðinn að leggja ekki bíldr- uslu sinni, sem að sögn félags- manna hékk aðeins.saman á ryð- inu, á bílastæði félagsins og áhugamaður nokkur er oft litinn hornauga, þegar hann, vegna starfs síns, kemur á gamla, ljóta Skoda konu sinnar inná félags- svæðin. í þessum tilvikum em menn að skipta sér af hlutum, sem koma þeim ekki við. Sama gildir um samskipti félaga við fijálsa leikmenn. Þeir eiga sig og sitt sjálfir, hvað sem öllum duttlungum sijómarmanna líður. Fær ekki að „deyja“ „Hann vill fara heim til að „deyja“, en fær það ekki og ætl- ar að hætta frekar en að láta „gistifélagið“ komast upp með að fá einhveija þúsundkalla fyrir sig,“ sagði 1. deildar leikmaður um tæplega þrítugan félaga sinn í 2. deild, sem hefur það eitt til „saka“ unnið að hafa leikið í nokkur ár með liði félags, en vili ljúka ferlinum hjá félaginu, sem hann lék með alla yngri flokkana og gott betur. Fáránlegar reglur koma í veg fyrir að þessi leikmað- ur, sem á ekki landsleik að baki, spili uppáhaldsíþrótt sína í vetur, en hann ætlar þá að snúa sér að körfubolta í staðinn og lái honum það hver sem vill. Annar leikmaður gerði nokk- urra ára samning við félag sitt, en ákvað síðan að skipta í annað félag. Samningsbundna félagið skrifar eðlilega ekki uppá félaga- skiptin, því eins og málið lítur út er um samningsbrot að ræða. Það segir sig sjálft að standa ber við samninga og náist ekki sam- komulag um annað verður sá brotlegi að taka út sína refsingu. Þriðji maðurinn gerði samning við félag, en að honum loknum vildi félagið ekki gera annan á sömu nótum og samdi við annan mann þess í stað. Fyrrnefndi leik- maðurinn, frír og frjáls, hugsaði um að fara til síns heima, en gerði síðan samning við annað féiag og þá setti fyrra félagið honum stólinn fyrir dyrnar með þeirri afleiðingu að dómstóll þarf að taka á málinu. Leikmaður hugði á félaga- skipti og sendi inn beiðni þar um, óundirritaða af fyrra félagi. Hon- um snerist hugur, en þar sem ekki fékkst að draga umsóknina til baka er dæmið orðið að kæru- máli. Tvær konur úr einu félagi, önnur tveggja barna móðir á fer- tugsaldri, fóru í annað, en vildu síðan hjálpa til við að efla hið þriðja. Miðfélagið skrifar ekki undir félagaskiptin. Útihött Dæmin tala sínu máli. Reglur um félagaskipti hjá HSÍ eru út í hött. Menn, sem ekki hafa ver- ið sviptir forræði, eiga sig sjálfir og er fijálst að ganga í opin fé- lög og segja sig úr þeim hafi þeir ekki.gert samning um ann- að. Hagsmunasamtök leikmanna hafa viðrað þá hugmynd að skipa verði gerðardóm til að leysa úr þrætumálum, en löglærðir menn benda á einfaldari lausn — samn- inga. Að minnsta kosti þijú fé- lög, Selfoss, Stjarnan og Haukar, hafa gert samninga við leikmenn sína, svo og Valur að einhveiju leyti, og þar eru engin vanda- mál, því um réttindi og skyldur beggja aðila á samningstímanum er samið. Hjá öðrum ráða geð- þóttaákvarðanir formanna hvort Pétur eða Páll fá að skipta í annað félag og við slíkt verður ekki lengur unað. Vilji leikmaður ekki gera samning er það hans mál og þá getur hvorki hann né félagið gert neinar kröfur. Sama hlýtur að eiga við, þegar samn- ingur er útrunninn. Réttindi manna verður að virða, en lausn- arorðið er samningur. OPNA / i SPARISJOÐSMOTIÐ I tilefni af 90 ára afmæli Sparisjóðs Hafnarfjarðar verður haldið opið golfmót á Keilisvellinum á Hvaleyri, laugardaginn 12. september. Þetta er fyrsta opna golfmótið eftir vígslu nýja golfskálans. Keppnisfyrirkomulag: 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti. Aukaverðlaun verða veitt fyrir að vera næst holu á 6, 9 og 16 og einnig á 18 í tveimur höggum. Heppinn keppandi fær óvæntan glaðning í mótslok verði hann á staðnum. Ræst verður út frá kl. 8.00. Skráning er í síma 53360. $ SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR BORÐTENNISDEILD KR Æfingar eru hafnar í KR-húsinu. Þjálfari í vetur verður Svíinn Peter Nilsson. Upplýsingar og innritun í síma 671054. Stjórnin. Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum jk Metró Æm ^ Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ, T ■ ^ ráðleggur um val á KAM- INNRÉTTINGAR *"nrétt*n9um •' versluninni Metro fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14. í hinni glæsilegu KAM-línu eru eldhúsinnréttingar, baðherbergisinnréttingar og fataskápar. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. itnMETRÓ ___________í MJÓDD____________ ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050 HELGARGOLFIÐ TvömótGR Sveitakeppni 3. deildar í golfi getur ekki farið fram á ísafirði vegna veðurs og hefur verið flutt á golfvöll Kjalar í Mosfellsbæ. Keppn- in fer þar fram á laugardag og sunnudag. Gullmót Egils verður hjá GR á Grafarholtsvelli á iaugardag. Leik- inn verður 18 holu höggleikur með forgjöf og ræst út frá kl. 09, en skráning er í síma 682215. Fyrsta styrktarmótið vegna þátt- töku GR í Evrópukeppninni verður á Grafarholtsvelli á sunnudag frá kl. 10. Leikinn verður höggleikur með forgjöf og jafnframt veitt verð- laun fyrir besta skor. Öllum er fijáls þátttaka. KNATTSPYRNA Sigurbjörn bestur I grein um leik íslenska U-18 ára iands- liðsins gegn því belgiska i knattspyrnu í fyrradag var haft eftir Helga Þorvaldssyni að tveir menn hefðu verið bestir í íslenska liðinu, en nafn besta mannsins féll niður. Sigurbjörn Hreiðarsson úr Val breytti gangi mála og var sá besti. Stjarnan upp í A-deild Lokastaðan í B-deild 2. flokks karla i knattspymu var röng í blaðinu í gær. Rétt var að KA varð langefst og fer upp í A- deild en það er Stjaman úr Garðabæ sem fylgir Akureyringunum, ekki Valur. Stjarn- an og FH urðu jöfn i öðru sæti með 26 stig en Valur hlaut 24. Stjarnan var með markatöluna 40:20 (20 mörk í plús) en FH 41:22 (19 í plús) þannig að Stjaman telst ofar og flyst upp. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.