Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 43

Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 43 ÓLYMPIUMÓT FATLAÐRA Morgunblaðið/Tomas Konigsson Kristín Rós Hákonardóttir hampar silfurverðlaunum sínum í gær, eftir að hún varð önnur í flokki S8 í 200 m fjórsundi. Þetta eru önnur verðlaun hennar á mótinu, áður hafði hún unnið til bronsverðlauna. GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS vlka 1 X 2 Leikirnir þrettán á getraunaseðli helgarinnar eru sem fyrr úr sænsku og ensku deildinni. Tippað er á 144 raða opin AIK - IFK Göteborg 1 Norrköping - Öster 1 Trelleborgs FF - Malmö FF X 2 Djurgárden - Halmstad 1 seðil, þar sem sjö leikir Hácken - Örebro IFK Sundsvall - Brage Arsenal - Blackburn Chelsea - Notwich C'ity Everton - Manch. United 1 1 1 X X 2 2 2 eru fastir, fjórir tvítryggðir og tveir þrítryggðir. Seðill sem þessi kostar 1.440 krónur. Tíu leikjanna fara fram í dag, en þrír Manch. City - Middlesbro Notth. Forest - Sheff. Wed. 1 1 X 2 á morgun - leikir númer þrjú, fjögur og Sheff. United - Liverpool X 2 sex. Southampton - Q.P.R. X 2 SiHurogbronsísafn. íslendinganna í gær Morgunblaðið/Tomas Konigsson Lilja María Snorradóttir í 200 m fjórsundinu í gær, í flokki S9. Hún setti íslandsmet, synti á 3:00,18 mín. og varð í fimmta sæti. Áður hafði unnið til fernra verðlauna á mótinu. VELGENGNI íslensku keppend- anna á Ólympíumóti fatlaðra í Barcelona hélt áfram í gær. Þá unnu þeir ein silfur- og tvenn bronsverðlaun. Því hefur ís- lenski hópurinn hlotið 2 gull, 2 silfur og 11 brons til þessa á. mótinu. að var Kristín Rós Hákonardótt- ir, sem er spastísk vinstra megin og keppir í flokki S8, sem fékk silfurverðlaun í gær. Hún keppti í 200 m fjórsundi. Hún byrj- aði á því að setja íslandsmet í riðla- keppninni með því að synda á 3:27,77 mín. og var það Ólympíu- mótsmet, sem var svo reyndar sleg- ið í öðrum riðli síðar um morguninn. Hún bætt sig svo enn — um hvorki meira né minna en rúmlega fjórar sekúndur — í úrslitasundinu í gær- kvöldi, synti þá á 3:23,67 sem er auðvitað einnig íslandsmet. „Ég er mjög ánægð með að hafa sett tvö íslandsmet. Ég var búin að æfa mjög vel,“ sagði hún við Morgun- blaðið. Sigurvegarinn var frá Þýska- landi, synti á 3,11 mín. Kristín sagð- ist aldrei hafa keppt gegn þeirri stúlku, enda var Kristín hækkuð um flokk fyrir keppnina, sem hún sagði reyndar hefði ekki komið sér á óvart. Hún var því að etja kappi við erfið- ari andstæðinga en hún er vön. Silf- urpeningurinn sem Kristín Rós fékk í gær eru önnur verðlaun hennar á mótinu, áður hafði hún fengið bron- spening. Ólafur Eiríksson hélt áfram að sanka að sér góðmálmum í gær. Hann hafði nælt sér í tvo gullpen- inga og einn úr bronsi sem kunnugt er, og í gær varð hann þriðji í 200 m fjórsundi og fékk því annan brons- pening. í undanriðlinum synti hann á 2:37,47 mín. sem einnig var Ólympíumótsmet, en það var svo slegið í öðrum riðli síðar. í úrslita- sundinu í gærkvöldi bætti Ólafur sig svo mikið, rétt eins og Kristín Rós — synti á 2:34,82 mín. Þess má geta að þrír fyrstu menn í úrslita- sundinu syntu allir undir Ólympíu- mótsmeti, sem sett hafði verið um morguninn. „Ég er rosalega ánægður. Þetta er búið að vera meiriháttar gaman, en erfítt. Ég vissi að ég ætti góða möguleika í greinunum tveimur þar sem ég fékk gull, en það er óvænt að hafa líka fengið tvisvar silfúr. Ég átti alls ekki von á þessu, en ég hef verið að bæta mig núna og er í toppformi. Það er greinilegt að ég „toppa“ alveg á réttum tíma,“ sagði Ólafur. Þriðji íslenski verðlaunahafinn í gær var Haukur Gunnarsson sem varð þriðji í 200m m hlaupi og fékk bronverðlaun. Haukur hljóp á 27,03 sekúndum. Þá varð Lilja María Snorradóttir í fimmta sæti í flokki S9 í 200 m fjórsundi, synti á 3:00,18 mín., sem er nýtt íslandsmet. Og Halldór Guðbergsson, sem keppir í flokki B3, keppti í úrslitum í 400 m fjórsundi og varð í sjötta sæti. Synti á 5:51,94 mín. Það er einnig Islands- met. Islensku borðtennismennirnir iuku keppni í gær í fötlunarflokkum sínum, en síðar keppa þeir í opnum flokki. Jón Heiðar Jónsson, C5, tap- aði leikjum sínum og Elvar Thorar- ensen, C6, öllum nema einum, gegn Spánveija. Utúm FOLX ■ ALLAR líkur eru taldar á að í dag verði gengið frá sölu argentínska knattspyrnusnillingsins Diego Maradona frá Napolí á Ítalíu til spænska félagsins Sevilla. Hann vill ekki snúa aftur til ítalska félagsins eftir að hafa tekið út bann vegna eiturlyfjaneyslu. ■ FREGNIR herma að Sevilla greiði Maradona um þijár milljónir dollara í laun fyrsta árið [tæplega 160 milljónir ÍSK] en kaupverðið séu um 15 milljónir dollara — um 795 milljónir ÍSK! ■ DEAN Saunders, framheiji hjá enska félaginu Liverpool, var í gær seldur til Aston Villa fyrir 2,3 millj- ónir punda [um 240 milljónir ÍSK]. Liverpool keypti hann frá Derby fyrir aðeins rúmu ári á 2,9 milljónir punda. foém FOLK 1 H JIM Courier sigraði landa sinn Andre Agassi í átta manna úrslitum , á opna bandaríska meistaramótinu í ' tennis í gær, 6:3, 6:7 (6:8), 6:1, 6:4. ■ IVAN Lendl er einnig kominn í undanúrslit í einliðaleik karla. Hann I vann Boris Becker í miklum mara- þonleik í fyrradag. Leikurinn stóð í fimm klukkstundir og eina mínútu (6:7, 6:2, 6:7, 6:3 og 6:4). ■ „ÉG átti í smá erfiðleikum í byij- un en í fjórða setti náði ég mér vel á strik," sagði Lendl, sem er 32 ára en hann hefur ekki unnið mót í 12 mánuði. H „TVEIR jafnir spilarar börðust um sigurinn í fimm klukkutíma og annar varð að tapa og í dag kom það í minn hlut. Stundum er heppnin ekki með manni, en það verður að taka því og ég ber höfuðið hátt þrátt fyrir tapið,“ sagði Becker, sem verð- ur að enda keppnistímabilið án þess að komast í fjórðungsúrslit á einu ' einasta stórmóti. ■ STEFFI Graf og Gabriela Sa- batini eru báðar úr leik í einliðaleik. I Sabatini tapaði fyrir Mary Joe Fernandez frá Bandaríkjunum og Graf tapaði fyrir Arantxu Sanchez I Vicario frá Spáni, 7:6 og 6:3. Monica Seles, sem sigraði á mótinu í fyrra, sigraði Patriciu Hy frá Kanada örugglega, 6:1 og 6:2 og stóð leikurimi yfir í aðeins 55 mín. KORFUKNATTLEIKUR / EM Gott hjá IBK þrátt fyrir tap ÍSLANDSMEISTARAR Keflvík- inga töpuðu fyrir þýsku meist- urunum í Bayer Leverkusen með þrjátíu stiga mun, 130:100, ífyrri leik liðanna ífyrstu umferð Evr- ópukeppni meistaratiða í körfu- knattleik ytra í gærkvöldi. Báðir leikirnir fara fram í Þýskalandi, sá síðari annað kvöld og telst það heimaleikur Þjóðverjanna. Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leik- maður ÍBK, var ekki óánægður þrátt fyrir tapið. „Þeir eru gríðarlega stórir — leika á allt annarri hæð en við. Sá stærsti er 2,24 metrar. Þetta er talið eitt af átta sterkustu liðum Evrópu í dag, en ég efast um að við getum talist til eins þeirra hundrað bestu. Það er því ekki raúnhæft að við getum unnið þessa karla, þó við reynum að gera okkar besta,“ sagði Jón Kr. við Morgunblaðið. Þess má geta að tveir Bandaríkjamenn leika með liði Leverkusen — annar er mið- heiji en hinn bakvörður, sem leikið hefur í bandarísku NBA-deildinni. Það er vitaskuld frábær árangur hjá Keflvíkingum að gera 100 stig "gegir svo-sterku'liði, enda'vakti það athygli að íslendingarnir skoruðu úr alls 16 þriggja stiga skotum! Það gera 48 stig. Þeir reyndu 36 slík skot, þannig að nýtingin er um 45% sem er geysilega gott hlutfall. Jón sagði íslandsmeistarana hafa skotið svona mikið utan af velli vegna þess hve stórir andstæðingarnir voru. „Við reyndum að fara inn í, en svo þróaðist þetta þannig hjá okkur að við fórum að skjóta mikið fyrir utan, enda voru menn heitir. Og áhorfend- ur klöppuðu okkur lof í lófa. Keflvíkingarnir byijuðu mjög vel og þegar þrettán mín. voru liðnar var staðan 34:30 fyrir Þjóðveijana. Síðan kom slæmur kafli ÍBK og heimamenn verðu 20 stig í röð. Stað- an í leikhléi var 63:46. Þegar fáeinar mín. voru eftir af leiknum var munur- inn svo 20 stig en heimamenn tóku góðan endasprett og juku forskotið upp í 30 stig. Stig ÍBK gerðu eftirtaldir; í sviga er fjöldi 3ja stiga skota sem þeir skoruðu ún Jonathan Bow 31 (3), Guðjón Skúlason 24 (6), Kristinn Friðriksson 18 (4), Hjörtur Hjarðarson 10 (2) Jón Kr. Gíslason 9 (1), Albert Óskarsson 4, Einar Einarsson 2, Nökkvi Már Jónsson 2. Þess má geta að Nökkvi hefur verið veikur, og lók aðeihs í 15 minútur.' Hagyrðingar - háðfuglar Sjónvarpið óskar eftir leikþáttum og gamanvísum í áramótaskaup 1992, þar sem skopast er að málefnum sem vakið hafa athygli þjóðarinnar á yfirstandandi ári. Hámarkslengd er 4 vélritaðar síður. Höfundar þurfa að senda með hugmyndum sínum fullt nafn, kennitölu og heimilisfang ásamt síma- númeri. Farið verður með nöfn og aðrar upplýs- ingar sem trúnaðarmál. Greitt verður fast gjald pr. mínútu fyrir það efni, sem birtist í áramótaskaupinu. Nánari upplýsingar veittar í innlendri dagskrár- deild Sjónvarpsins, Laugavegi 176, 105 Reykja- vík, sem einnig veitir hugmyndum viðtöku. SJÓNVARPIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.