Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 5

Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992 5 Þú tekur þá úr frystinum klýfur þá - ristar í brauðristinni, eða hitar á pönnu eða í ofni. Smyrð þá með smjöri, eða setur uppáhalds i áleggið þitt ofaná. 1 Verði þér að góðu Borgarráð Tveir leikskólar fyr- ir 91 milljón króna BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að tillögu stjórnar Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, að taka rúmlega 91 milljón króna tilboði næstlægstbjóðanda, Sveinbjörns Sigurðssonar hf., í byggingu leikskóla við Starhaga og við Funafold. Tilboð Sveinbjörns byggist á tilboði hans í byggingu leikskóla við Fífurima frá því 18. febr- úar siðastliðinn. í erindi byggingardeildar borgarverkfræðings til Innkaupa- stófnunar kemur fram að leikskól- ana tvo eigi að byggja samkvæmt stöðluðum teikningum arkitekt- anna Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar. Bygg- ing leikskóla við Fífurima hafi ver- ið boðin út í febrúar 1992 og var þá tekið tilboði lægstbjóðanda, Ártaki hf., í tvo leikskóla. Ártak hf. hefur lokið við um 50% af bygg- ingu skólans við Fífurima en þar sem dregist hefur að ákveða stað- setningu á nýjum skóla telur full- trúi fyrirtækisins að forsendur hafi breyst varðandi tilboðið og vill falla frá byggingu seinni skól- ans. Því er lagt til að tekið verði tilboði næstlægstbjóðanda, Svein- björns Sigurðssonar hf., um bygg- ingu tveggja leikskóla, að upphæð 91.130.198 krónur. Stjórn Innkaupastofnunar sam- þykkti að taka tilboði Sveinbjörns með fjórum atkvæðum gegn einu. Sigurjón Pétursson, Alþýðubanda- lagi, greiddi atkvæði á móti og bókaði að hann teldi að bjóða ætti verkið út að nýju. Um 100 milljón króna verk væri að ræða sem vinna ætti yfir vetrarmánuðina en tilboð- ið sem verið væri að taka hafi verið gert fyrir meira en hálfu ári. Borgarráð samþykkt tillögu Inn- kaupastofnunar en Ólína Þorvarð- ardóttir, Nýjum vettvangi, vísaði til bókunar Sigurjóns Péturssonar. Skólahljóm- sveitin kynnir hljóðfæri Skólahljómsveit Kópavogs, sem er 25 ára á þessu ári, hóf vetr- arstarfið að þessu sinni með hljóðfærakynningu í öllum 9 ára og 10 ára bekkjum grunn- skóla Kópavogs. Að sögn Þór- unnar Björnsdóttur tónlistar- kennara í Kársnesskóla er þetta í fyrsta sinn sem kynningin fer fram með þessum hætti og þótti hún takast mjög vel. Morgunblaðið/Kristinn Gjaldi á flug- vélabensín verði breytt Ríkisstjórninni er ráðlagt að breyta lögum um sérstakt gjald á flugvélaeldsneyti af nefnd, sem ríkisstjórnin skipaði til að fjalla um kröfur átta banda- rískra flugfélaga um að fá þetta gjald endurgreitt. í lögum sem Alþingi setti árið 1987 er kveðið var á um að þeir sem selji eldsneyti á íslenskum flugvöllum skuli innheimta sér- stakt gjald, 1,30 krónur á hvern lítra af bensíni og 65 aura á hvern lítra af þotueldsneyti. Undanþágu frá þessu njóti þó aðilar sem stundi áætlunarflug milli íslands og Nórð- ur-Ameríku. Nú hafa átta bandá- rísk flugfélög gert kröfu á hendur Flugmálastjórnar um að fá þetta gjaid endurgreitt á grundvelli samnings frá 1967 milli íslands og Bandaríkjanna um að felld séu niður gjöld og skattar af bensíni þegar í hlut eiga flugvélar sem skráðar eru í öðru hvoru ríkjanna og eru í millilandaflugi. Gjaldið var hins vegar innheimt af bandarísku flugfélögunum samkvæmt lögun- um frá 1987 á þeim forsendum að þau stunduðu ekki áætlunarflug til Islands. Nefnd fulltrúa samgönguráðu- neytis, fjármálaráðuneytis og ut- anríkisráðuneytis hefur nú skilað áliti til ríkisstjórnarinnar, og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er þar lagt til að stjórnin beiti sér fyrir breytingu á lögunum frá 1987 þannig að tekið verði fram að undanþáguákvæðið gildi einnig samkvæmt milliríkjasamningum. Ekki mun vera tekin afstaða til þess hvort endurgreiða eigi flugfé- lögunum gjaldið en heildarupphæð þeirrar endurgreiðslu er talin vera 20-30 milljónir króna. Ríkisstjómin hefur ekki enn fjallað um niður- stöðu nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.