Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992
11
Bókmenntahátíð 1992
Sagan ein er varanleg
CRISTOPH Ransmayr er einn þeirra höfunda sem kynna verk sín
í Norræna húsinu í kvöld. Ransmayr fæddist árið 1954 í smábæn-
um Wels í Austurríki en hefur verið búsettur í Vín síðasta áratug-
inn. Hann vakti fyrst athygli lesenda fyrir næmar og skáldlegar
blaðagreinar og skipaði sér síðan i fremstu röð höfunda í heima-
landi sínar og raunar í allri Evrópu, allt frá fyrstu skáldsögu
sinni, „Die Schrecken des Eises und der Finsternis" eða Ógnir
íssins og myrkrið.
Fyrir þremur árum kom út hér-
lendis skáldsagan „Die letzte
Welt“ eða Hinsti heimur í þýðingu
Kristjáns Árnasonar og vakti ein-
róma lof gagnrýnenda og lesenda,
enda er um að ræða meistaralega
vel stílaða skáldsögu sem vísar
jöfnum höndum í skáldið Óvíd og
rómverskan og grískan goðheim
verka hans, og samtvinnar fortíð-
ina oftlega hliðstæðum í nútíman-
um, án þess að reika beinlínis um
í tíma. Bókin er firnasterkur vitn-
isburður um þolinmóðan og fágað-
an höfund sinn, en ósjaldan líða
fjögur eða fimm ár á milli sagna
hans. Þó nokkur vegur virðist vera
á milli þess að skrifa í blöð og
tímarit, eins og hann gerði í upp-
hafi ferils síns, og þeirra ígrund-
uðu og stijálu bóka sem Ransma-
yr hefur sent frá sér síðan. Fyllt-
ist hann slíkri andúð á hröðum
vinnubrögðum blaða og skamm-
tímaendingu þeirra, að hann ein-
setti sér að hafa langan aðdrag-
anda að öllum verkum sínum?
„Takirðu sjálfan þig alvarlega,
gerirðu ekki greinarmun á skrif-
um. Ég get ekki afgreitt eitt efni
sem merkilegra en annað, þú vilt'
skrifa eða ekki og ómögulegt að
flokka einn texta undir blöð og
rusl og hitt undir bókmenntir. Ég
hef verið ástríðufullur ferðalangur
í rúm tuttugu ár og skrifaði oft
um ferðirnar í mánaðar- og viku-
rit. Eðli skrifa minna breyttist og
ég þurfti stöðugt meiri tíma til
að skila frá mér viðsættanlegum
texta, uns afraksturinn var orðinn
of rýr til að lifa af tímaritaskrif-
um, og ég skildi að ég var í raun
rithöfundur. Þessar breytingar
urðu því mér finnst alltaf að ég
sé sögumaður og lúti lögmálum
þess hlutverks. I dag ferðast ég
um ólík lönd og tímaskeið annan
helming ársins, en er fangi næstu
skáldsögu minnar hinn helming
þess.“
- í Hinsta heimi sóttir þú efniv-
ið og skírskotanir í goðsöguleg
skrif sem tilheyra grunntíma vest-
rænnar menningar, og ert raunar
á sama báti í þessu tilliti og marg-
ir aðrir höfundar. Ber þessi hneigð
því vitni að höfundar kinoki sér
við að fást við eigin samtíma?
„Menn þurfa ekki að þekkja
goðheiminn eða skrif Óvíds eða
Ummyndanir hans, til að skilja og
bera kennsl á erkitýpurnar sem
er að finna í Hinsta heimi. Þær
persónur sem þar birtast geturðu
rétt eins fundið í harmleikjum,
gleðileikjum eða í sjónvarpsfrétt-
um. Ég hef hitt þetta fólk sem
flækinga, íbúa og ferðamenn á
strætum Vínar.og New York, og
raunar hvarvetna i veröldinni.
Fólk þetta er til; klassíska hefðin
er látin en týpurnar eru lifandi.
Allar skírskotanir, atburðir, um-
hverfi og nöfn sem ég nota í bók-
inni og vísa til Ummyndananna
eða annarra verka Óvíds eru sem
öfug speglun; bergmál fortíðar
sem greinist nú. Ég held að skilja
megi allar bækur sem endurskin
hins sígilda, aðeins ef þú gerir þér
grein fyrir að allt umhverfis þig
er að finna slíkar persónur og slíka
harmleiki. Og ef þú gerir þér grein
fyrir því, geturðu ferðast milli
tímaskeiða og gert þig jafn heima-
kominn í fortíðinni og nútímanum.
Ég gæti sagt að Hinsti heimur sé
um nútímann, en ef fólk vill ekki
trúa mér get ég ekki farið að
sundra blekkingu þeirra.
Enginn býr fullkomlega í nútíð-
inni, bæling og reiði manns á
rætur að rekja til fortíðar, angist
hans og óvissa tilheyra framtíð-
inni, þetta er hræringur tímans.
Nútíminn er aðeins örstutt augna-
blik, því maður er alltaf í mismun-
andi tímaskeiðum á sama stað og
stund. Ef dæmi eru tekin af borg
eins og Róm, sérðu eldfornar rúst-
ir standa við hlið skýjakljúfa úr
gleri, sérð sviðsmyndir mismun-
andi tímaskeiða. Mennirnir sem
byggðu borgina lifa með verkum
sínum, og því eins nálægir eins
og fjöldinn sem streymir hjá. í
Austurríki flakkar vitund þjóðar-
innar milli ársins 1992 og ára
seinni heimsstyrjaldar eða tíma-
bilsins eftir síðustu aldamót.
Þarna verður ekki greint á milli
nema að litlu leyti. Tímaruglingur
eins og hann birtist í Hinsta heimi
er þannig ekki spurning um skynj-
un mína, heldur er tíminn samsett-
ur á þennan hátt. Bakvið eigin
nútíð greinir maður endurskin ár-
anna þar á undan og loks .árþús-
undin.
Ég fór að Langjökli dagspart
og gekk um hrjóstrið sem um-
hverfis hann liggur. Ég er heillað-
ur af auðn og eyðimörkum því
yfirbragð þeirra er slíkt að þú
getur ráðið hvenær í tímanum þú
vilt staðsetja þig, gleymt ártalinu
sem þú ert uppi á. Enn fremur
Cristoph Ransmayr
er eyðimörk risavaxinn leikvangur
fyrir ímyndunaraflið, fijáls til af-
nota.“
- Heldurðu að misskilnings hafí
gætt í túlkun Hinsta heims, t.d. í
Þýskalandi og Austurríki?
„Ég held að vinsældir allra bóka
sem ná því marki, byggist á mis-
skilningi. Fólk hélt að Hinsti heim-
ur væri metsölubók og keypti hana
á þeim forsendum, mér er sama
eins og gefur að skilja, en held
þó að margir lesendur hafi verið
tilbúnir að leggja eyrun eftir því
sem ég var að segja. í heilabúum
manna skapast sérstakur skilning-
ur á öllum efnivið, og mér er ekki
stætt á að krefjast af lesendum
sama skilnings og ég hef sjálfu.r
á bókinni. Til er alþekktur barna-
leikur þar sem þátttakendur sitja
í hring og hvísla orðum á milli
sín, og orðið breytist á leiðinni
gegnum huga, eyru og munna
þangað til það nær afbakað á leið-
arenda. Leikur þessi er náskyldur
skáldskap, því merkingin brengl-
ast einnig á langferð textans frá
því að hann leggur upp frá höf-
undi. En ef sagan er nægilega
bitastæð, heldur kjarninn sér,
heldur sér gegnum umbreyting-
arnar sem efnið þarf að þola frá
einni manneskju til annarrar.
Margir höfundar álíta að ekki sé
hægt að þýða bækur þeirra yfir á
önnur tungumál svo vel fari. Sú
skoðun getur verið réttmæt að
vissu marki, en hægt er að um-
breyta með töluverðri nákvæmni
sögu milli tveggja málsvæða, og
þessi umbreyting hróflar ekki við
því sem máli skiptir.
Ég tel hvert efni þarfnast eigin
tungumáls, ég nota eigin aðferðir,
en innan hæfileika hvers höfundar
til að flytja frásögn rúmast marg-
víslegar aðferðir til ritunar. Með
hverri sögu verða hamskipti á
tungumáli mínu, bæði í hrynjandi,
orðaforða og laglínu frásagnarinn-
ar - þó kannski væri eðlilegra að
tala um tilbrigði fremur en um-
byltingar. Ómögulegt væri t.d. að
skrifa á sama hátt um Róm til
forna og Reykjavík samtíðar, það
sjá allir.“
- Helsta sögupersónan í Hinsta
heimi er í leit að handriti og skáld-
inu Óvíd. Er þetta leit að eigin
sjálfsmynd, leit að fyrirmynd, eða
einfaldlega frásögn af leit manns
að öðrum manni?
„Sambland alls þessa, því í bók-
inni er hægt að lesa um einmana
mann sem hafnar á fjarlægri
strönd og hittir fyrir ólík lög per-
sóna, en það er einnig hægt að
lesa hana sem frásögn um eðli
sagnaskrifa. Bók hefur horfið, og
í leit sinni að bókinni og skáldinu
skilur hann að endingu að hann
var ekki raunverulegur, heldur
aðeins persóna í bókinni, hluti af
henni. Niðurstaða Hinsta heims
er sú að í veröldinni er sagan ein
varanleg, því hægt er að finna
brot af fortíðinni og væntingar um
framtíðina, en þessi brot öðlast
ekki líf án sögunnar. Sjáirðu rúst-
ir eru þær aðeins rústir í fyrstu,
en þegar þú nemur atburðina sem
áttu sér stað þama breytist sýn
þín af rústunum, steinninn er ekki
lengur aðeins steinn. Allt er hluti
af sögunni.“
Sindri.
Borgarleikhúsið
Frumsýning á Dunganon
Morgunbláðið/Jón Svavarsson
Bókmenntahátíð 1992
í kvöld verður frumsýnt í
Borgarleikhúsinu nýtt íslenskt
leikrit, Dunganon, eftir Björn
Th. Björnsson. Leiksljóri sýning-
arinnar er Brynja Benediktsdótt-
ir og í hlutverki titilpersónunn-
ar, Karls Einarssonar Dunganon
greifa af Sankti Kildu, er Hjalti
Rögnvaldsson.
I leiknum segir frá fímm árum
í lífí Karls Einarssonar, frá 1942-
1947, sem sagt er ævintýralegasta
tímabilið í lífi Dunganons, er hann
fór frá Kaupmannahöfn og hóf störf
spm færeyskur útvarpsþulur fyrir
þýska áróðursmálaráðuneytið og
las ljóð sín fyrir færeyska áheyrend-
ur í þýska stríðsútvarpið og allt til
þess er hann fór til Islands til að
vera vitni að Heklugosinu 1947.
Meðal margs þess sem hann tók
sér fyrir hendur á þessu tímabili
var húsnæðismiðlun í Berlín, rekst-
ur hórukassa og sálgæslustöðvar í
Brussel, en í stríðslok var hann
kominn aftur til Kaupmannahafnar
þar sem hann slapp naumlega und-
an dönsku andspyrnuhreyfingunni
er hugði á reikningsskil eftir meint
„samstarf" hans við Þjóðverja.
Að sögn aðstandenda sýningar-
innar byggir höfundur verkið á lífs-
hlaupi Dunganons en fléttar saman
skáldskap og staðreyndum þannig
að úr verður sjálfstætt leikverk.
Um þijátíu leikarar koma fram
í sýningunni; þeirra á meðal eru
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Árni Pétur Guðjónsson, Jón Júlíus-
son, Valgerður Dan, Guðrún Ás-
mundsdóttir, Kristján Franklín
Magnús, Karl Guðmundsson, Felix
Bergsson, Þorsteinn Gunnarsson og
Margrét Helga Jóhannsdóttir. Höf-
undur tónlistar er Hjálmar H. Ragn-
arsson og leikur Hjörtur Howser á
harmonikku í sýningunni. Stuðst
er við tónlistarstef eftir Dunganon
sjálfan m.a. í Þjóðsöng Sankti
Kildu. Siguijón Jóhannsson gerir
leikmynd og búninga og Lárus
Björnsson sér um lýsingu.
Dunganon er annað leikritið eftir
Björn Th. Björnsson sem tekið er
Sá er taldi að „svínað" hefði ver-
ið fyrir sig stökk út úr bíl sínum,
hljóp hinn bílinn uppi og sparkaði
í hann. Því næst tók hann ökumann
bílsins hálstaki í gegnum opinn
glugga bílstjóramegin svo skyrta
til sýninga í Borgarleikhúsinu; á
síðasta leikári var Ljón í síðbuxum
sýnt við miklar vinsældir og nú birt-
ist Dunganon; kynlegur kvistur sem
fór sínar eigin leiðir í lífínu og var
stöðugt efni í umtal og vangaveltur
meðal íslendinga meðan hann var
kóngur í ríki sínu, Sankti Kildu.
ökumannsins rifnaði. Er lögreglan
kom á staðinn voru ökumennirnir
enn að tuskast til en lögreglunni
tókst að skakka leikinn og í lokin
voru ökumennirnir látnir takast í
hendur að íþróttasið.
Dagskrá
Föstudagur
18. september
Norræna húsið kl. 12.30:
Hádegisrabb. Ljúdmíla Petrús-
hevskaja segir frá rússneskum
bókmenntum. Erindið verður flutt
á rússnesku með snartúlkun á ís-
lensku.
Norræna húsið kl. 14.00: Pall-
borðsumræður. Barnlitter-
atur/vuxen litteratur. Gunilla
Bergström, Svend Otto S., Anne-
Cath. Vestly, Sjón og Guðrún
Helgadóttir ræðast við. Umræð-
um stýrir Silja Aðalsteinsdóttir.
Norræna húsið kl. 20.30: Rit-
höfundakynning. Katarina Frost-
enson, Roy Jacobsen, Christoph
Ransmayr og Gyrðir Elíasson
kynna verk sín og lesa upp. Einn-
ig verða lesnar íslenskar þýðingar
á efni eftir erlendu höfundana.
Fasteignablaðið fylgir
blaðinu í dag,
sjá bls. lc - 28c
• •
Okumenn í slagsmálum
LOGREGLAN þurfti að hafa afskipti af slagsmálum tveggja öku-
manna á mótum Snorrabrautar og Egilsgötu um miðjan dag á þriðju-
dag. Annar ökumannanna taldi að hinn hefði beygt freklega í veg
fyrir sig þegar hann beygði frá Egilsgötu í átt norður Snorrabraut.