Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 13

Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 13 sívaxandi áherslu á réttindi ein- stakra aðildarríkja eins og Ronald Reagan gerði allt fram á síðasta áratug. Eg held að við séum að horfa upp á rökrétt umskipti hvað afstöðuna varðar. Til lengri tíma litið er uppbygging Evrópubanda- lagsins eins konar sósíaldemó- kratískt/krist-demókratískt vel- ferðarríkisverkefni. Það snýst í grundvallaratriðum um það að menn segja sem svo: Við erum með opinn markað þar sem fríverslun er við lýði en við þurfum þá líka . að setja utan um hann ákveðnar reglur, bæði pólitískt og hvað fé- lagslega velferð varðar. í framtíð- inni má því búast við sívaxandi andstöðu frá hægrimönnum. Enn sem komið er hefur hún fyrst og fremst birst í útlendingahatri hægriöfgamannanna en þegar fram í sækir ætti ekki að koma á óvart ef hluti hægrimanna í við- skiptalífinu og fijálslyndra hag- fræðinga, færi að taka ákveðnum sósíaldemókratískum þáttum Evr- ópusamrunans með varúð. Menn færu að óttast einhvers konar Ofur-Velferðarríki? ., — Já, en ég held að þetta sé ekki raunhæfur ótti. Ef við lítum á ijárlög Evrópubandalagsins þá eru þau ótrúlega smá í sniðum. Jafnt á íslandi sem í Danmörku er fólk mjög illa upplýst um þessi mál. Menn spyija alltaf um „skrif- ræðisbáknið risavaxna" í Brussel. Það ber að benda á tvö atriði í I: þessu sambandi. I fyrsta lagi er þetta mjög, mjög lítið skrifræðis- , bákn eða um þijátíu þúsund manns. Það samsvarar starfsmannafjölda breska iðnaðarráðuneytisins og því ekki mjög fjölmennt bákn fyrir 350 milljónir manna. Heildarútgjöld EB, þar með talið allt, einnig land- búnaðamiðurgreiðslur, jafngilda útgjöldum opinbera geirans í Dan- mörku. Og við erum bara fimm milljónir í Danmörku. Fæstir í Brussel vinna líka við hefðbundin stjórnsýslustörf. Við Danir höfum verið aðilar að EB í tuttugu ár og danskur borgari þarf aldrei að hafa neitt við Brussel að sælda. Skrifræðið í Brussel vinnur nefnilega að einu öðru fremur, nefnilega reglugerðasmíð. Þessar reglur eru síðan samþykktar eða þá hafnað af ráðherraráðinu og þinginu. Þá fara þær fyrir þjóðþing aðildarríkjanna og eru lögfestar sem landslög. Þetta er því ekki skrifræði í hefðbundnum skilningi heldur frekar ráðgefandi aðili fyrir löggjafarvaldið. Menn eru á villi- götum þegar þeir tala um risavaxið skrifstofubákn í Brussel. Ótti Norðurlandabúa gagn- vart Evrópubandalaginu og jafn- vel samkomulaginu um Evrópskt efnahagssvæði er ekki síst tengdur spurningunni um sjálf- stæði. Menn óttast það að missa hluta fullveldisins úr landi. Það er augljóst hvað EB varðar að verið er að afhenda völd til yfir- þjóðlegra stofnana en er ótti af þessu tagi einnig á rökum reist- ur hvað EES varðar? - Það felst ákveðin kaldhæðni í því fyrir mig sem Dana að sjá sömu heimspekilegu umræðuna eiga sér stað hér á landi varðandi sjálfstæð- ið og framtíð þjóðríkisins og við eigum í Danmörku um Maastricht- sáttmálann sem er hlutur sem er þremur eða fjórum áratugum lengra fram í tímann á þróunar- brautinni. Það kom mér nokkuð á óvart að finna þennan tilveruótta hér á landi og umræðu í kringum hann. Ég myndi aftur á móti líka segja að það gæti verið gagnlegt að hafa þessa heimspekilegu um- ræðu nú þar sem þetta er í raun ferli. Ég er meðvitaður um að for- sætisráðherra íslands er nýbúinn að segja að EES sé lokaskrefið hvað Islendinga varðar og síðan ekki meir. Þetta er aftur á móti nákvæmlega það sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt og síðan þurft að éta ofan í sig á ný. Poul Schliiter sagði fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um Einingarsátt- málann 1986 að ef menn greiddu honum atkvæði þá væri hugmyndin um Evrópusambandið úr sögunni. Það liðu ekki nema sex ár þangað til að hann þurfti að biðja kjósend- ur um stuðning við sáttmála um pólitískan samruna. Stjórnmála- menn sem vegna skammtímahags- muna segja að þetta sé ekkert mjög stórt skref, sem er raunar rétt hvað EES varðar, eru að af- henda andstæðingunum vopn í hendurnar. Þegar Evrópa tekur næsta skref fram á við geta þeir bent á fyrri ummæli og sagt: „Sjá- ið þið. Það er verið að svíkja það sem við samþykktum síðast.“ Ná- kvæmlega þetta hefur gerst í Dan- mörku og því held ég að það sé gott að þessi heimspekilega um- ræða á sér stað hér frá upphafi. Sjálfstæðishugtakið er mjög flókið og getur jafnvel leitt menn á villi- götur ef þeir velta því ekki fyrir sér hvað felst í því. Þverstæðan er að það er smáríkj- um, á borð við ísland og Dan- mörku, mun meira í hag að hafa öflugar alþjóðlegar reglur heldur en stóru ríkjunum. Ef frumskógar- lögmálið myndi ráða yrðu þeir stóru alltaf ofan á. Tilfinningalega er það hins vegar mun erfiðara fyrir okkur að fallast á slíkar reglur þar sem við höfum þurft að beijast fyrir sjálfstæði okkar og okkur er mjög annt um það. Ég held að menn verði í þessu sambandi fyrst og fremst að átta sig á að hugtakið sjálfstæði er formlegt hugtak, lög- fræðilegt hugtak. Hvað felst eigin- lega í því í heimi samtvinnaðra hagsmuna? Við búum við efnahags- legan og menningarlegan veruleika sem er algjörlega samtvinnaður öðrum þjóðum. Sjálfstæði felur því í sér hversu mikil áhrif maður get- ur haft á þennan veruleika. Til þess að gera það verður að deila sjálfstæðinu með öðrum þjóðum. Ef þjóð gerir það ekki hefur hún engin áhrif á örlög sín. Hún verður aðgerðalaust fórnarlamb alþjóð- legra umskipta. Vissulega er hægt að halda því fram að fræðilega séð sé hún sjálfstæð en hún lagar sig einungis að hlutum en bregst ekki við þeim. Ef maður á hins vegar samstarf við aðrar þjóðir getur maður tekið ákvarðanir um hvað maður muni fallast á og með hvaða skilmálum. Því fyrr sem hér er rætt um hvað felst í sjálfstæðishug- takinu í hinum raunverulega heimi því betur verðið þið undir næsta skref Evrópuþróunarinnar búin. Því það get ég fullvissað ykkur um, sama hvað á dynur er EÉS-umræð- an nú ekki síðasta Evrópuumræðan sem mun eiga sér stað á íslandi. Hvenær gæti sú næsta orðið? - Það er ljóst að mál verða í mikilli óvissu þangað til búið er að leysa danska vandamálið innan EB og hugsanlega einnig það franska. Það er auðvitað ekki hægt að sækja um aðild að bandalagi sem þú veist ekki hvernig kemur til með að líta út. Þau mál ættu hins vegar að vera komin á hreint eftir um sex mánuði og hugsanlegt er að niður- staðan verði sú að Dönum verður boðið upp á eins konar annars flokks aðild að Evrópubandalaginu, sem væri þá hugsanlega athyglis- verður kostur fyrir Svía, Finna, Norðmenn og jafnvel íslendinga. Það væri líka bjánaskapur af hálfu íslendinga að senda ekki rétt boð út til Brussel þannig að þið verðið að minnsta kosti á réttum stað í biðröðinni, þ.e. með hinum Norður- landaþjóðunum en ekki Austur- Evrópuþjóðunum. Þið ættuð því ekki að bíða meira en ár í viðbót. En nú hefur enginn stjórn- málaflokkur á íslandi EB-aðild á stefnuskránni og flestir hafa lýst því mjög einarðlega yfir að slíkt komi ekki til greina. Er þessi framtíðarsýn ekki út úr kortinu? - Þið eruð að gera nákvæmlega sömu mistökin og voru gerð í Dan- mörku. 1972 var sagt að EB sner- ist bara um efnahagsmál. Allt þetta tal um pólitískt samstarf væri bara fyrir suðrænari og tilfinningaheit- ari þjóðir sem vissu hvort sem er ekki hvað þær væru að tala um. Síðan kom pólitíska samstarfið og menn kyngdu því en sögðu að það væri ekki í neinum tengslum við Evrópusambandið. Samstarfið væri ekki mjög yfirþjóðlegt og við hefð- um hvort sem er neitunarvald. Umræðan gerði því það að verkum að stoðum var ýtt undir sjónarmið . „nei“-mannanna þegar næsta skref var tekið. Þeir gátu alltaf sagt að „logið“ hefði verið að fólki síðast. I júní kusu flestir ekki gegn Ma- astricht vegna þess að þeir væru á móti sáttmálanum heldur vegna þess að þeir treystu ekki stjórn- málamönnunum. Trúnaðarbrestur- inn var orðinn of mikill hvað Evr- ópumál varðar. Þetta held ég að hafi verið eitt af úrslitaatriðunum varðandi niðurstöðuna í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í júní. Islenskir stjórnmálamenn eru því að baka sér vandræði í framtíðinni með af- stöðu sinni nú. Danskir starfsbræð- ur þeirra geta leitt þá í allan sann- leika um það. Viðtal: Steingrímur Sigurgeirsson Skóflustunga að safnaðar heimili og tónlistarskóla í Hafnarfirði Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup og Sr. Gunnþór Ingason voru meðal viðstaddra þegar Sveinn Guðbjartsson formaður safnaðar- stjómar Hafnarfjarðarkirkju tók fyrstu skóflustunguna að safnað- arheimili kirkjunnar nýlega. Þá tók Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri við sama tækifæri fyrstu skóflustunguna að nýjum tónlistarskóla sem verður reistur á sama reit. * FIP mótmælir hækkun trygg- ingargjalds EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Félags íslenskra prentiðnaðarins sl. þriðjudag: „Stjórn Félags íslenska prentiðn- aðarins fagnar því að endurskoðun aðstöðugjalds og tekjuskatts fyrir- tækja er hafin. Því hefur margoft verið lýst yfir að til að jafna samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar gagnvart erlend- um iðnfyrirtækjum verður skatt- lagning fyrirtækja að vera sam- bærileg. Aðstöðugjald og hærri tekjuskattur fyrirtækja rýrir mjög samkeppnisstöðu íslensks prentiðn- aðar en hann á nú mjög undir högg að sækja. Stjórn F.I.P. mótmælir því þeim tillögum sem fram hafa komið um að afnámi aðstöðugjalds verði mætt með hækkun tryggingar- gjalds um 3,2%. Sú breyting að taka upp einn kostnaðarskatt í stað annars á ekkert skylt við úrbætur í skattamálum. Slík breyting kemur verst við greinar eins og prentiðn- að, þar sem laun eru mjög hátt hlutfall af veltu. Líkur eru á að þessi breyting leiddi til u.þ.b. 30% hækkunar skattgreiðslna prentiðn- aðar og u.þ.b. 12% hækkunar heild- arútgjalda fyrirtækjanna. Afnám aðstöðugjalds og lækkun' tekjuskatts er ein af forsendum þess að íslenskur prentiðnaður geti bætt stöðu sína á innlendum mark- aði og aukið möguleika sína á út- flutningi." Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, srmi 671800 SALA Gluggatjaldaefni 30 - 50% afsláttur Opib 10- 18 Laugardaga 10-14 GARDINUBUÐIN Skipholti 35, sími 35677 Opið sunnudaga kl. 2-6 Fiat X1/9 Bertons Spider '80, rauður, 5 g., ek. 55 þ. Óvenju gott eintak. Skoðaður 93. V. 430 þús., sk. á ód. Volvo 440 GLT89, rauður, 5 g., ek. 38 i., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 930 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '92, 5 dyra, blásans 5 g., ek. 11 þús.. vökvast., central o.fl Sem nýr. V 920 þús. stgr. MMC Galant GLSi hlaðbakur '92, steingr- ár, sjálfsk., ek. 14 þús. Einn m/öllu. Sem nýr. V. 1550 þús. stgr. Cherokee Pioneer 4.0 I 87, brúnsans., sjálfsk., ek. 160 þús., raf. rúður, o.fl. Mjög gott ástand. V. 1250 þús. stgr. URVM G09RA BIFREWA A MJÖG GÖÐUM STGR.AFSL/ETTl Toyota Corolla Liftback GTi '88. Svartur, 5g., ek. 87 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. öllu. Toppeintak. V. 890 þús., sk. á ód. Dodge Shadow 88, hvitur, 5 dyra, sjálfsk., ek. 37 þ. mílur. Fallegur bíll. V. 890 þús stgr. MMC Cott GTI 16v 90, steingrér, 5 g. ek. 43 þ., vökvast., álfelgur o.fl. V. 1050 þýs., sk. á ód. MMC Pajero V-6 90, svartur, 5 g., ek. 7 þ., 31“ dekk, rafm. rúður o.fl. V. 1800 þús. stgr. Ford Ranger XLT Super Cap 89, 6 cyl, sjálfsk. ek. 45 þ. V. 1280 þ. stgr., sk. á ód. Nissan King Cap m/húsi '87, 6 cyl, sjálfsk., ek. 74 þ. Fallegur þill. V. 1080 þ. stgr. Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90, grásans, 5 g., ek. 32 þ. mílur, rafm. í öllu o.fl. Glæsilegur þfll. V. 1490 þús. stgr. sk. á ód. Ford Econollne 150, 8 farþega '91 sjálsk., ek 28 þ. V. 1550 þ., sk. á ód, Isuzu Troopor 4x4 '84, ek. 30 þ. á vól. Góður jeppi. V. 520 þ, stgr. Nissan Marrch GL '88, 5 g„ ek. 43 V. 390 stgr. Cherokee Laredo '88. Einn m/öllu sjálfsk., ek, 56 þ. mílur. Fallegur jéppi 1750 þ. sk. á ód. Oldsmobile Calais Cuttlas '91, sjálfsk, ek. 21 þ. V. 1550 þ. stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.