Morgunblaðið - 18.09.1992, Síða 20

Morgunblaðið - 18.09.1992, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 Grillið á Sögn 30 ára VEITINGASTAÐURINN Grillið á Hótel Sögru á 30 ára afmæli á þessu Keflavíkurflugvöllur Neyðarsend- ir fór í gang ÞYRLUR frá Landhelgisgæslu og varnarliðinu voru kvaddar út vegna neyðarmerkja sem bárust frá Keflavíkurflugvelli í gær. Landhelgisgæslunni barst tilkynn- ing um neyðarmerkin frá eftirlits- stöð í Bodö í Noregi um kl. 15. Neyðarmerkin voru á bylgju sem vamarliðið notar og beindist leitin því að Keflavíkurflugvelli. Vamarlið- inu var gert viðvart og fór þyrla þess á ioft til að miða út neyðarmerk- ið. Eftir árangurslausa leit var þyrl- unni snúið aftur. Landhelgisgæslan sendi þá sína þyrlu á loft og fann hún fljótlega að neyðarmerkin bárust frá viðgerðarverkstæði á Keflavíkur- flugvelli. Neyðarsendir í björgunar- vesti flugmanns hafði farið í gang. ári. Af því tilefni hefur verið bú- inn til sérstakur afmælismatseðill, þar sem eru rifjaðir upp vinsæl- ustu réttir veitingahússins í gegn- um tíðina. í frétt frá Hótel Sögu segir m.a.: „Nýbreytni þessi hefur fengið mjög góðar móttökur. Fjölmargir hafa haft samband við Grillið og spurst fyrir um hvaða réttir séu á matseðlin- um og segir framreiðslufólk hótelsins að ekki sé ólíklegt að margir gest- anna komi til að rifja upp liðnar ánægjustundir, sem þeir áttu í Grill- inu fyrir mörgum ámm, e.t.v. til að halda upp á trúlofunar- eða gifting- arafmælið, eða einhvem annan sér- stakan atburð og velja sama réttinn og þeir fengu þá.“ Ártöl em við réttina á matseðlin- um, sem gefa til kynna hvenær þeir vora sem vinsælastir, ásamt dæmum um atburði, sem gerðust á því ári. Gestum Griilsins er boðið upp á fordrykk „Saga Special" auk þess sem allir sem eiga 30 ára afmæli á árinu fá sérstakan glaðning. Sýning Sigríðar Asgeirsdóttur Síðasta sýn- ingarhelgi Sýningu Sigríðar Ásgeirsdóttur í Listmunahúsinu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík, sem staðið hefur yfír frá 5. september, lýkur sunnudaginn 20. september kl. 18. Á sýningunni em 16 verk unnin í gler. Sigríður stundaði nám við Edin- burgh College of Art 1979-1984 og í Þýskalandi 1984. Þetta er sjö- unda einkasýning hennar og em verk eftir hana m.a. í Sgarisjóði Reykjavíkur og nágrennis, íslands- banka við Lækjargötu í Reykjavík, Heilsugæslustöðinni á Seltjamar- nesi, Bamaskólanum á Húsavík og víðar. Listmunahúsið er opið virka daga kl. 13-18 og kl. 14—18 um helgar. Unnið að uppsetningu sýningarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Kjarvalsstaðir Morgunblaðið/RAX Sex listamenn með sýningu f DAG verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á verkum eftir sex íslenska myndlistamenn af yngri kynslóðinni sem öll hafa valið sér fígúruna að myndefni. Þau eru Brynhildur Þorgeirsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kjartan Ólason, Hulda Hákon, Jón Ósk- ar og Svala Sigurleifsdóttir. Sýningin ber yfírskriftina Fíg- úra, fígúra og var unnin í sam- vinnu Kjarvalsstaða við Listasafn- ið í Gautaborg og Fruitmarket- sýningarsalarins í Edinborg. Sýn- ingin var opnuð í Gautaborg í vor og snemmsumars sett upp í Skot- landi og kemur þaðan á Kjarvals- staði. Gunnar B. Kvaran forstöðu- maður Listasafna Reykjavíkur sem hafði umsjón með vali verk- anna á þessa sýningu sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sýningin gæfí góða og fjölbreytta mynd af fígúratívri myndlist þessarar kyn- slóðar á 9. áratugnum. „Þetta eru ólíkir listamenn sem vinna í ólík efni og með ólíkum aðferðum en viðfangsefnið sameinar þau; mað- urinn og mannleg tilvist. Þessi sýning undirstrikar að við getum ekki talað um íslenskan skóla í fígúratívri myndlist. Þessir mynd- listamenn eru menntaðir á ólíkum stöðum í Evrópu og Bandaríkjun- um og flytja með sér alþjóðlega tilfínningu ásamt persónulegri sýn í myndmáli sínu.“ í kynningarefni með sýningunni segir að „þetta séu oftast yfírveg- uð listaverk, þar skýrleikinn situr í fyrirrúmi, með afmarkað mynd- efni og formræna úrvinnslu, án þess að vera bundin í tíma eða rúmi. Oft vísa þau handan við hversdagsleikann — í hetjur og guði — þau em drifin áfram af andlegri reynslu eða þau eru tilvís- anir í eigið líf samofið ímyndun og yfirnáttúrulegum eiginleikum einstaklingsins. Þetta eru oftast algild verk með afgerandi skoðan- ir, full ábyrgðar — þau em oftast stór í sniðum og því fremur til almennings- en einkanota. Sam- tímis sem þau boða nýja sýn eru þau meðvitaður hluti af listasög- unni og samevrópskri menningar- hefð. Sýningin stendur til 25. október og er opin daglega frá kl. 10-18. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Sögunefnd ásamt höfundi sögu Keflavíkur við útkomu bókarinnar. Frá vinstri eru Bjarni Guðmannsson höfundur bókarinnar, Gunnar Sveinsson formaður sögunefndar, Björn Stefánsson, Jón Sæmundsson, Vilhjálmur Þórhallsson og Guðleifur Sigurjónsson. Saffa Keflavíkur efefin út Keflavík. O FYRSTA bindið af fleiri vænt- anlegum í sögu Keflavíkur er komið út og var bókin kynnt við hátíðlega athöfn í Risinu við þetta tækifæri. Höfundur er Bjarni Guðmannsson en hann Sýning á verkum Leifs og Jóns Reykdals stendur nú yfír í sýhing- arsal Listhússins í Laugardal og er fyrirlestur Leifs einstakt tæki- færi til að kynnast list hans nán- ar. Aðgangur er ókeypis og er öllum opinn. Á laugardag kl. 16-17 verður flamenco-danssýning. Þar mun hefur unnið_ við gerð verksins síðan 1989. í þessu fyrsta bindi er sagan rakin frá árinu 1766 til 1890 og er þráðurinn rakinn frá því að einokunarkaupmað- urinn Holger Jacobæus settist Cecilia Romero, aívinnudansari frá Spáni, sýna undir gítarleik Símonar ívarssonar. Allir em vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Rými er nýstofnaður listaskóli og gallerí til húsa í Listhúsihu í Laugardal, Engjateigi 17-19 í Reykjavík. (Fréttatilkynning) að í Keflavík, en er fyrsti íbúinn sem ekki ætlaði sér að lifa af búskap og sjósókn og telst því fyrsti þorpsbúinn. í bókinni er byggðaþróunin ítar- lega rakin, greint frá þróun at- vinnuvega og fólksijölda, upphafí félagsstarfa, heilsugæslu og ýmsu fleiru. í umsögn höfundar segir að saga Keflavíkur sé ekki síst saga fólksins í þorpinu, saga ein- staklinganna sem byggðu bæinn í leik og starfí, gleði og sorg. Þann- ig koma við sögu stórkaupmenn og búðarlokur, árabátaformenn og hásetar, veitingamenn, bindindis- frömuðir og fylliraftar, læknar og ljósmæður, sýslumenn, þjófar, fá- tæklingar, lausaleikskróar og margir fleiri. Bókin er liðlega 300 blaðsíður og ríkulega myndskreytt. Bókin, sem gefín er út af Keflavíkurbæ, er fáanleg í bókabúðum um allt land. BB Fyrirlestur og danssýning í Listhúsinu í Laugardal LEIFUR Breiðfjörð gleriistamaður heldur fyrirlestur og skyggnu- sýningu um list slna í Rými, galleríi, á morgun, laugardaginn 19. september, kl. 17.30. Thor tekur við verðlaunum sænsku akademíunnar Thor Vilhjálmsson rithöfundur tekur við hinum norrænu bók- menntaverðlaunum sænsku akademíunnar af Torgny Segerstedt í Stokkhólmi í gær. Thor er fyrsti íslendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun akademíunnar, en þau hafa verið veitt árlega frá 1986. Akademían hélt Thor heiðurssamsæti í gærkvöldi, en í kvöld held- ur Sigríður Snævarr, sendiherra í Stokkhólmi, boð til heiðurs rithöf- undinum í tilefni verðlaunaafhendingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.