Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 Vöruhöfnin á Akureyri Hús og lóðir keypt fyrir 64 milljónir til að bæta aðstöðu HAFNARSJÓÐUR hefur á síðustu árum keypt hús og lóðir fyrir 64 miiyónir króna til að bæta aðstöðu og skilyrði vöruhafnarinnar á landi. Um er að ræða eignarlóðir og fasteignir á Oddeyrart- anga, austan Laufásgötu og sunnan Gránufélagsgötu. Á þessu svæði eru nokkrar eignir til viðbótar sem æskilegt þykir að einnig verði keyptar á næstu árum. Guðmundur Sigurbjömsson, hafnarstjóri á Akureyri, sagði að uppbygging vöruhafnar hefði staðið í nokkur ár og að mikilvægt væri að slík höfn hefði yfir að ráða góðu upplandi ofan bryggj- unnar. Áður hefðu skip jafnvel legið dögum saman við bryggju á meðan verið væri að losa úr þeim, en nú skipti mestu að hafa sem skemmsta viðdvöl og væru ferðir Sundlaug endurbyggð fyrir rúmar 100 millj. ÁHERSLA verður lögð á end- urbyggingu og framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar á næstu þremur árum og áformað að Ijúka þar ákveðn- um áföngum á hveiju ári. Á þessu tímabili verður 105 milljónum króna varið til framkvæmda við sundlaug- ina. Bróðurparturinn af því fé sem áætlað er til íþrótta- og æsku- lýðsmála samkvæmt þriggja ára áætlun um rekstur og fram- kvæmdir á vegum bæjarins fer til endurbóta á Sundlaug Akur- eyrar eða 105 milljónir af 115 milljóna króna framlagi. Á næsta ári er áformað að nota 25 milljónir króna til fram- kvæmda við sundlaugina og síð- an 40 milljónir tvö næstu ár á eftir. Á árinu 1994 er áætlað að verja 10 milljónum króna til framkvæmda í Hlíðarfjalli, en áformað er að byggja nýtt hús í stað núverandi húss við Strýtu. Aðrar framkvæmdir í Hlíðar- Qalli munu bíða þar til lokið verður við endurbyggingu sund- laugarinnar. þeirra miðaðar við sem stystan viðkomutíma í hverri höfn. Eftir að gámar komu til sögunnar væri nauðsynlegt að hafa mikið og gott land við hafnimar, enda væru gámamir fyrirferðarmiklir. Hafnarsjóður hefur nú yfir að ráða stóm svæði á Oddeyrartanga sem sjóðurinn hefur verið að kaupa á síðustu ámm til að bæta aðstöðu vöruhafnar og hefur sam- tals verið varið 64 milljónum króna til kaupanna. Þama væri um að ræða uppland fyrir Oddeyrar- bryggju og Tangabryggju. Enn væm á svæðinu starfsemi fóður- vörudeildar KEA, varaaflstöð raf- veitunnar auk tveggja lítilla húsa og sagði Guðmundur að höfnin þyrfti að komast yfir þessar eignir á næstu ámm. Þá sagði hann að ýmis starfsemi í námunda við umrætt svæði væri alls óskyld hafnarstarfsemi og æskilegt að breytingar yrðu þar á. Línan stokkuð upp Morgunblaðið/Rúnar Þór Þeir voru að ræða málin trillukarlamir Grétar Olafsson og Kristján Hannesson í skúrnum hans Kristjáns í Sandgerðisbótinni á Akureyri í gær á meðan hann stokkaði upp línuna. Að sjálfsögðu bar fiskleysið á góma og aðgerðir ríkisstjómarinnar líka, en þeir félagar vom sammála um að trillukarlar hefðu ekki bol- magn til að kaupa úr kvóta hagræðingarsjóðs, þar sem kílóið af þorski vær selt á 38 krónur, en þeir fengju ekki nema um 70 krónur fyrir aflann kominn að landi. Framkvæmdir á næstu þremur árum Bærinn leggnr fram 132 milljónir til framkvæmda vegna menningarmála Tæplega 200 milljónir í framkvæmdir á sviði félagsmála Á NÆSTU þremur árum er áformað að nota 805 milljónir króna un árið 1994. Þá er gert ráð fyrir til framkvæmda af ýmsu tagi á vegum Akureyrarbæjar, sem skiptast þannig að 265 milljónir verða til ráðstöfunar á næsta ári, 275 á þar næsta og á árinu 1995 verður 265 milljónum króna varið til framkvæmda. Þetta kemur fram í þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir á vegum Akur- eyrarbæjar fyrir árin 1993 til 1995. Til framkvæmda á sviði félags- mála verður samtals varið 189 milljónum króna, en gert er ráð fyrir að byggður verði einn nýr leikskóli jafnframt því sem stefnt er að því að taka á leigu húsnæði fyrir annann. Til öldrunarmála eru áætlaðar 149 milljónir, þar af fara 80 milljónir króna í sambýli við Lindarsíðu sem tekið verður í notk- Kaupfélag Eyfirðinga Versnandi afkoma í kjölfar al- menns samdráttar í þjóðfélaginu 44 milljóna tap á fyrstu sex mánuðum þessa árs TAP upp á 44 milljónir króna varð af reglulegri starfsemi Kaupfé- lags Eyfirðinga á fyrri helmingi þessa árs, en á sama tíma á síð- asta ári vár hagnaður af rekstrinum 12 milljónir króna. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins og birt er í KEA-fréttum. Að teknu tilliti til óvenjulegra tekna og gjalda, þar á meðal greiðslu á inneign í Verðmiðlunar- sjóði sjávarútvegsins, varð hagnað- ur af rekstrinum á tímabilinu 7 milljónir króna samanborið við tveggja milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Fram kemur í blaðinu, að lakari afkoma í reglulegri starfsemi sé aðallega á sviði iðnaðar- og þjón- ustufyrirtækja og í fískvinnslu. Ástæður versnandi afkomu iðnað- ar- og þjónustufyrirtækja megi fyrst og fremst rekja til almenns samdráttar í þjóðfélaginu, en verri afkoma fiskvinnslu bæði vegna þess að innlagður afli hefur dreg- ist saman og afurðaverð á erlend- um mörkuðum hefur lækkað. Þá hefur ekki tekist að draga saman kostnað í sama takti og tekjur hafa rýmað. . Unnið hefur verið að því að draga úr kostnaði hjá félaginu og verður unnið að því áfram. Á með- an áframhaldandi samdráttar gæt- ir í þjóðfélaginu verður áfram gætt mikils aðhalds varðandi út- gjöld og fjárfestingar. Heildartekjur Kaupfélags Ey- firðinga á fyrri helmingi ársins námu röskum 4 milljörðum, en þær lækkuðu um 158 milljónir frá fyrra ári. Tekjulækkunin er einkum til komin vegna lægra verðs á olíuvör- um sem félagið selur og eins vegna samdráttar í fiskafla og mjólkur- framleiðslu. Rekstrargjöldin voru 3.960 milljónir króna og lækkuðu um 73 milljónir frá því sem var á síðasta ári. Fjármagnsgjöld um- fram fjármagnstekjur voru 137 milljónir króna og lækkuðu um 30 milljónir frá fyrra ári. að sambýli fyrir aldraða við Skóla- stíg verði tekið í notkun á næsta ári og annað nýtt sambýli tveimur árum síðar. Þá mun bærinn kosta byggingu þjónustukjarna fyrir aldraða í kjallara Sjálfsbjargar- hússins við Bugðusíðu. Til menningarmála er áformað að verja 132 milljónum króna á tímabilinu og skiptist féð þannig að til listamiðstöðvar í Grófargili fara 40 milljónir króna og til Amts- bókasafns 92 milljónir. Á næsta ári er gert ráð fyrir að myndlistar- salur verði tekin í notkun í Gróf- argili og þá er ráðgert að fram- kvæmdir við Amtsbókasafn hefjist árið 1994 og á því ári verði 40 milljónum króna varið til verksins og 50 milljónum ári síðar. Verður lögð sérstök áhersla á þátt ríkisins í þessum framkvæmdum, en við- ræður hafa farið fram við fulltrúa ríkisvaldsins vegna þessara verk- efna og verður leitast við að ná samkomulagi við þá um hlutdeild ríkisins. Nokkrar breytingar eru fyrir- hugaðar varðandi flutning á starf- semi bæjarins. Sigríður Stefáns- dóttir forseti bæjarstjórnar sagði á fundi bæjarstjómar í vikunni að mikið óhagræði væri af því hversu dreifðar stofnanir bæjarins væru og það hefði í för með sér aukinn kostnað. „Þetta em ekki alltaf vin- sælustu verkefnin, en umræða um að þjappa starfseminni meira sam- an hefur staðið í áratugi og ég vona að þetta verði heilladijúgt spor,“ sagði Sigríður. Gert er ráð fyrir að til húseigna bæjarins verði varið 101 milljón króna á næstu þremur ámm, en þar er annars vegar um að ræða framkvæmdir við framtíðarhús- næði Slökkviliðs Akureyrar og Strætisvagna Akureyrar við Árstíg og eins á að gera endurbætur á húsinu númer 88b við Hafnar- stræti og stefnt að flutningi fé- lags- og fræðslusviðs í það hús. Þá er áformað að selja húsið Strandgötu 19b þar sem starfsemi skóla- og menningarmál og íþrótta- og æskulýðsmála hefur verið. Kynning- arfund- urlTC Nýtt starfsár er að hefjast hjá ITC, International Tra- ining in Communication, eða þjálfun í mannlegum samskiptum. Ein ITC-deild er starfandi á Akureyri og verður hún ásamt Landssamtökum ITC með kynningarfund á Hótel KEA kl. 15.00 á morgun, laugar- daginn 19. september. Á fund- inum gefst fólki kostur á að kynna sér hvernig ITC starfar, en samtökin eru opin öllum sem náð hafa fullorðinsaldri. Fundir ITC-deildanna um land allt eru haldnir tvisvar í mánuði frá byijun september til maíloka. Á fundum deild- anna fer fram almenn fræðsla, markviss þjálfun í framkomu og samskiptum fólks. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.