Morgunblaðið - 18.09.1992, Page 36

Morgunblaðið - 18.09.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 fólk f fréttum GOLF Fyrsta mót Glámu Golfklúbburinn Gláma á Þingeyri hélt nýverið sitt fyrsta félags- mót og var það haldið í Meðaldal í Dýrafirði. í Meðaldal hefur klúbburinn fengið til afnota allstórt landsvæði og komið sér upp 6 holu golfvelli en á þessu móti voru spilaðar 18 holur án forgjafar, eða 3 hringir. Verðlaunapeningar voru gefnir af Sparisjóði Þingeyrarhrepps en að auki voru veitt sérstök unglinga- verðlaun. Mótið gekk vel og í fyrsta sæti varð Halldór Tryggvason með 80 högg, í öðru sæti Sigurður F. Hreinsson með 86 högg og í því þriðja Sigurður Blöndal frá Núpi Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir Keppendur í fyrsta félagsmóti golfklúbbsins Glámu á Þingeyri, sem haldið var í Meðaldal í Dýrafirði með 110 högg. í unglingaflokki sigraði Hreiðar Línason. Athygli vöktu sérstök aukaverð- laun sem veita átti þeim sem fyrst- ur færi holu í höggi. Verðlaunin voru Volvo 780 árg. 1992 ,en þar yrir skömmu. sem enginn fór holu í höggi í þetta sinn gekk hann ekki út. Reyndar var hann ekki ökufær, enda gerður úr kristal og myndi vart endast lengi á hinum vestfirsku vegum. - Helga ÞEGAR STEINOLD HITTIR ROKKÖLD FORSÝNING á geggjaðri grínmynd Kaliforníu-maðurinn „California Man“ - ein af toppmyndunum í Evrópu. „California Man“ - geggjuð grínmynd sem kemur öllum í gott skap. ALFABAKKA 8 - SIMI 78 900 Forsýning í kvöld kl. 11.30 íA-salíTHX TONLIST Númer eitt er gott skipulag Hún er eiginkona og móðir þriggja barna, dagmamma sex barna og söngkona og hljóm- sveitarstjóri þess á milli. Frítímarn- ir eru ekki margir að sögn Guðnýj- ar Snorradóttur, 34 ára gamallar húsmóður í Breiðholtinu, „en ef ég á stund aflögu fer ég í sund eða í ljós og á skíði á veturna". Hún er Skágfirðingur í húð og hár, alin upp á Hofsósi, en fluttist til Reykjavíkur 1978 þar sem hún kynntist eiginmanninum Árna Sör- ensen, símsmið. Ári síðar héldu þau skötuhjú til ísafjarðar, þar sem þau bjuggu í níu ár. „Þegar þangað kom kvisaðist það eitthvað út að ég hafði verið í hljómsveit og þá bauðst mér að syngja með hljómsveit Ás- geirs Sigurðssonar," segir Guðný í samtali við Morgunblaðið, en áður hafði hún verið í skagfirsku hljóm- sveitinni Upplyftingu ásamt bróður sínum Kristjáni Snorrasyni. En þau Kristján og Guðný eru ekki einu fjölskyldumeðlimirnir, sem hafa komið nálægt hljómsveit- arbransanum. Faðir þeirra, Snorri Jónsson, hefur spilað á böllum frá 14 ára aldri. Hann er nú meðlimur í Harmonikuklúbbi Akraness og spilar ásamt félögum sínum í hljómsveit, sem kallar sig Hljóm- sveit Snorra Jónssonar. Anna Jóna, systir Guðnýjar, syngur með hljóm- sveit Örvars Kristjánssonar í Árt- úni og þriðja systirin, Þórunn, er söngkona hljómsveitarinnar Dolbý á ísafírði. Þá hefur fjórða systirin, Kristín, komið nálægt bransanum, en sú fimmta, Helga, hefur ekki svo vitað sé, látið í sér heyra á opinberum vettvangi. Hún náði sér hinsvegar í gítarleikara, segir Guðný. „Þetta er eitthvað sem er í blóð- inu. Maður losnar ekkert við þessa bakteríu,“ segir Guðný þegar hún er spurð hvaðan áhuginn sé kom- inn. Þegar fjölskyldan flutti að vestan til Reykjavíkur árið 1988 ákvað Guðný að stofna sína eigin hljómsveit og auglýsti eftir mann- skap í smáauglýsingadálki DV. Og þar með varð hljómsveitin Fótspor- ið til. í fyrra var svo Karnival stofn- uð, en sú hljómsveit hefur við og við leikið á Hótel íslandi, en er mestmegnis á árshátíða- og þorra- blótamarkaðnum. „Það hafa ýmsir starfað með mér í gegnum tíðina en þeir, sem skipa Karnival nú eru, auk mín, Jökull Úlfsson trommu- leikari, Skarphéðinn Hjartarson hljómborðsleikari, Gunnar Karlsson bassaleikari og Sigurður Dag- bjartsson gítarleikari. Þetta er virkilega gaman eins og allt þegar vel gengur þó ég telji mig kannski ekki vera neina sér- staka söngkonu. Hljómsveitinni fylgir óneitanlega mikil vinna því fyrir utan það að vera söngkona, er ég jafnframt hljómsveitarstjór- inn og hvílir öll skipulagning þar af leiðandi á mínum herðum. Það er ótrúlega mikið umstang í kring- um hvert ball. Við höfum fasta æfingatíma á þriðjudagskvöldum og stundum komum við saman á fimmtudagskvöldum líka. Og svo eru það böllin um helgar. Maður SIÐIR Reglulega í sólbað ári eftir andlát að ætti ekki að væsa um eigin- mann konu einnar í Úganda í Afríku sem hið þarlenda dagblað The Star sagði frá nú í vikunni. Þó svo að maðurinn hafi látist og verið borinn til grafar fyrir rúmu ári síðan grefur hún hann upp á nánast hveijum degi og færir hann út til að „njóta sólarinnar“. Blaðið hefur það eftir konunni að maður hennar hafi birst henni í draumi og kvartað yfir því kalt væri í gröfinni. Fór hann að sögn konunnar fram á að fá smá „upp- hitun“ við og við. „Á hveijum degi sem sólin lætur sjá sig tekur ekkj- an líkið upp úr kistunni og skilar því ekki aftur fyrr en að dágóðum tíma liðnum," segir The Star Konan, sem býr í þorpinu Maw- uggwe í 120 kflómetra fjarlægð frá höfuðborginni, nýtur að sögn aðstoðar barna sinna við þetta verk. COSPER - Vegabréfið þitt? Það er í töskunni með viskíflöskun- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.