Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 214. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1992 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS - v wmm. 4« m mmm mu i n A SIÐSUMRI Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þjóðaratkvæði um Maastricht í Frakklandi ákveður framtíð Evrópu Helstu áhrífamenn skora á frönsku þjóðína að segja já Frá Þorfinni Ómnrssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í París. FRAKKAR ganga að kjörborði í dag og greiða atkvæði um Maastricht-samkomulagið, varðandi efnahagslegan og pólítískan samruna Evrópubandalagsrílqa. Talið er full- víst, að niðurstaðan hafi úrslitaáhrif á framtíð Evrópubandalagsins (EB). Hafni Frakkar samkomulaginu, verður sameining Evrópu jafnvel úr sögunni langt franí yfir aldamót. Rösklega 38 milljónir manna eru á kjörskrá, en varla má búast við að fleiri en 30 milljónir greiði atkvæði. Formlegri kosningabaráttu lauk seint á föstudagskvöld, en óleyfilegt er að reka áróður daginn fyrir kjördag. Gert er ráð fyrir fyrstu niðurstöðum skömmu eftir að kjörstöðum lokar klukkan átta í kvöld (18 að íslenskum tima). Kosningabaráttan hefur verið hörð og óvægin síðustu vikur og hafa báðar fylkingar myndað öflug hræðslubandalög um hugsanlegar afleiðing- ar kosninganna. Fá borgað fyrir að sitja heima MIÐALDRA stjórnendur stórfyrirtækja í Japan eru með kviðnari mönnum og óttast nú sumir að fá ekki lengur að mæta í vinnuna. Stórfyrirtækið TDK, sem framleiðir hljóðsnældur meðal ann- ars, hefur bryddað upp á þeirri nýjung að borga afkastalitlum eldri starfsmönn- um kaup eins og ekkert hafi í skorist þar til þeir ná eftirlaunaaldri sextugir gegn því að þeir haldi sig fjarri skrif- stofum sínum. Þannig segist forstjórinn Hiroshi Sato búast við að spara milljón- ir jena í ferðakostnaði, símtölum og alls- kyns risnu. „Þeir geta fengið sér hluta- starf eða leikið golf myrkranna á milli," segir Hito en hljóðið er heldur þungt í starfsmönnum hans sem sem komnir eru á sextugsaldur. 51 árs gamall yfirmaður hjá TDK segir þá sífellt velta fyrir sér hver missi fótanna á þennan hátt næst- ur. Mál lifnar á Mön MOGHREY mie ætti bráðum að heyrast á eynni Mön á morguana, þannig buðu éyjarskeggjar góðan daginn þar til upp- runalegt tung-umál þeirra dó með síð- asta notandanum fyrir tuttugu árum. Nú lítur hins vegar út fyrir að manískan lifni við, 2.000 nemendur á aldrinum sjö til átján ára sóttu um að fá að læra málið í vetur. Maníska er sögð hljóma líkt og blanda af skosku og gelísku, en stafsetningu svipar mjög til ensku með velsku ívafi. Málið er merkilega nútíma- legt, galgopum á Mön þykir til að mynda skemmtilegra að þjóta um á mótorhjóli, gweeylaght, heldur en að hanga yfir tölvu, coearrooder. En Manarmcnn eru þekktir fyrir að halda vel í peningana sína og geta nú aftur sagt ta my phogga- id follym, ég á ekki aur. Hamingjusamar á flóamörkuðum HVERNIG er Evrópubandalagskonan spurði franska tímaritið Madame Figaro lesendur nýlega og viti menn, í Ijós komu ýmis sameiginleg einkenni með konum í löndum bandalagsins. Tímaritið spáir í millistéttarkonur á fertugsaldri, segir þær fara snemma á fætur, milli 6.30 og 7, passa vel hvað þær láta ofan í sig, te(ja vinnuna mikilvæga og búa heimili sín gamaldags húsgögnum sem þýði tíð- ar ferðir á fornsölur og flóamarkaði. Heilsa skiptir þessar konur meira máli en fegurð, þeim þykir gaman að elda og vi(ja frekar leika við börnin sín á kvöldin en horfa á sjónvarp. Margar segja kvenréttindabaráttu heyra fortíð- inni til og finnst þær vera hamingjusam- ari en mæður þeirra voru. Fæstar kon- urnar eru guðhræddar en te(ja „siðferði- leg gildi“ mikilvæg. Þetta er áttunda þjóðaratkvæðagreiðslan í Frakklandi frá stofnun fímmta lýðveldisins árið 1958. Aðeins einu sinni hafa kjósendur hafnað tillögum valdhafa. Árið 1969 felldi franska þjóðin tiilögur de Gaulle hershöfð- ingja um skipulagsbreytingar á héruðum landsins og segist Francois Mitterand forseti ekki ætla að segja af sér þótt þjóðin hafni Maastricht-samkomulaginu. Á hinn bóginn hyggst Jacques Delors, forseti framkvæmda- stjórnar EB, víkja úr embætti ef svo fer. Líkt og í Danmörku er me'írihluti stjórn- málamanna fylgjandi samkomulaginu og nær allir fjölmiðlar sýna óbeinan stuðning. Tveir vinsælustu stjórnmálamenn á hægri vængn- um, Jacques Chirac, forseti gaullista (RPR) og borgarstjóri Parísar, og Valéry Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklandsforseti (UDF), hafa tekið afdráttarlausa afstöðu með sam- komulaginu, enda þótt meirihluti kjósenda Chiracs sé því andvígur. Afstaða þeirra hefur gert umræðuna málefnalegri og fært hana frá hártogunum um óvinsældir forsetans og ríkisstjóm sósíalista. Á síðasta kosningafundi sínum sagði Chirac, að með því að segja ,já“ í dag, gætu Frakkar „áfram gegnt forystu- hlutverki í uppbyggingu Evrópu". Flokksbróð- ir hans, Philippe Séguin, einn helsti andstæð- ingur samkomulagsins, sakaði Pierre Bé- régovoy, forsætisráðherra, um að segja ósatt um alvarlegar efnahagslegar afleiðingar, verði samkomulagið felit. í gær, laugardag, voru frönsku dagblöðin undirlögð vangaveltum um atkvæðagreiðsl- una og skora flest þeirra á frönsku þjóðina að veita samkomulaginu brautargengi. í leið- ara Le Figaro er þess getið að sósíalistar verði aldrei sigurvegarar kosninganna, jafn- vel þótt samkomulagið verði samþykkt. „Slík niðurstaða fæst aðeins með stuðningi stjóm- arandstæðinga, sem fylgja leiðtogum sínum,“ segir í leiðaranum. Dagblaðið Le Monde kveð- ur enn fastar að orði. Jacques Lesourne, aðal- ritstjóri, segir í forsíðugrein, að ef Frakkar hafna Maastricht-samkomulaginu, megi bú- ast við „verstu óförum í sögu Frakklands og allrar Evrópu allt frá því Hitler komst til valda". Alein heima Frá lyklaböm- um til poka- bama 10 LEIÐIR ,AEJ“ til jmn I R ELDMIM í ísskApmm Viðtal við Patrick Wogan am- bassador og frú Afsaneh Wogan ÁSKAIITIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.