Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPPEMBER 1992 HANDMENNTASKOLI ISLANDS BOX1464 121 REYKJAVÍK SÍMÍ: 91/627644 Handmenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1800 Islendingum bæði heima og erlendis á síðastliðnum ellefu árum. Hjá okkur getur þú lært Teikningu, Lita- meðferð, Skrautskrift, Innanhússarkitektúr, Hfbýlafræði og Garðhúsa- gerð - fyrir fullorðna - og Föndur og Teikningu fyrir böm í bréfaskóla- f ormi. Þú færð send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. - Biddu um kynningu skólans með því að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 627644 núnastrax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. -Tlmalengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur þvl hafið nám þitt, nvenær sem er, og verið viss um fram- haldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhuga- svið á auðveldan og skemmtilegan hátt. - Nýtt hjá okkur: Listmálun. ÉG ÓSKA EFTIR AÐ FÁ SENT KYNNINGARRIT HMÍ MÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU MYNDLIST í áföngum Kennari Einar Hákonarson listm. Námskeið í teikningu og málun verða haldin í vinnú- stofu minni í Vogaseli 1, Breiðholti, 1. okt.-2. nóv. Innritun í síma 71575 í dag og næstu daga. 1. áfangi, byrjendur, 30 kennslustundir. Teiknun og málun. Mánudaga og fimmtudaga kl. 17.30-19.30. 1. áfangi, byrjendur, 30 kennslustundir. Teiknun og málun. Mánudaga - fimmtudaga kl. 20.00-22.00. Kennsla hefst 1. okt. Aldurslágmark 16 ára. SIEMENS Frystikistur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aðrar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóð og falleg. Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Aðstandendur Dunganons á sviði Borgarleikhússins að lokinni frum- sýningu. Á innfelldu myndinni eru þau Björn Th. Björnsson, höfundur verksins, Brynja Benendiktsdóttir, Ieikstjóri, og Hjalti Rögnvaldsson sem leikur titilhlutverkið. HEILLANDIMAÐUR _________Leiklist_______________ Súsanna Svavarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur: Dunganon. Höfundur: Bjöm Th. Björnsson. Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. Leikmynd og búningar: Siguijón Jóhannsson. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Lýsing: Lárus Björnsson Við íslendingar höfum ailtaf haft yndi af mönnum sem ekki hafa passað inn í samfélagið — einkum og sér í lagi ef þeir hafa búið erlendis. Okkur finnst ekkert varið í þá sem eru hér. Flest drykk- felld skáld á íslandi hafa búið í Kaupmannahöfn og fjarlægðin sveipar þá dulrænum ljóma — sér- staklega ef þeir hafa látið svo lítið að líta við á skerinu öðru hverju og vera með fíflagang. Og nú er Karl Einarsson kominn í hópinn — og hann hlýtur að hafa verið mesti ræfillinn, því um hann hefur verið samið leikrit á meðan hinir hafa aðeins fengið um sig sjónvarpsþátt. Karl þessi, eða Dunganon, eitt af gervinöfnum hans sem leikritið er nefnt eftir, hefur afgreitt heim- inn og allt hans prump. Hann hef- ur prívat sannleika, talar aldrei um staðreyndir, skiptir um tungumál eftir hentisemi — talar meira að segja eigið tungumál ef svo ber undir og kennir það við hið forna Atlantis. Hann vélar vindla og koníak út úr öllum sem hann hitt- ir, reykir mikið, drekkur mikið og sést aldrei borða, utan einu sinni þegar hann borðar tvær teskeiðar af smokkfiskableki. Hann er trúverðug fyllibytta; tekur að sér alla sem eiga um sárt að binda — kvænist gyðingastúlku í seinni heimsstyijöldinni, bjargar sígauna frá því að lenda í útrým- ingarbúðum og tekur hann inn á heimili sitt sem er óteljandi sjón- hverfingastaðir um Evrópu, tekur einnig inn íslenska kerlingu sem hefur týnt karlinum sínum. Hann má ekkert aumt sjá — fyrr en það kemur of nálægt honum. Um leið og fólk er komið inn fyrir þröskuld- inn hjá honum verður honum inni- lega sama um það. Það er óhætt að segja að þetta sé heillandi eintak af manni og full ástæða til að skrifa um hann leikrit — einkum og sér í lagi vegna þess að saga hans er óljós og slit- rótt og sannleiksgildi hennar óvíst. Kannski er það kostur; því færra sem til er um hann, þeim mun auðveldara er að ljúga því að okk- ur hinum að hann komi okkur eitt- hvað við. Það er loddaraskapur a la Dunganon. Hann starfaði jú helst við það að leika á hégóma- girnd, lélegt gildismat og heimsku samferðamanna sinna. En þótt engin sé sagan, verkið hafi í rauninni hvorki upphaf né endi, og Dunganon komi manni jafnlítið við í lok og upphafi, renn- ur sýningin áreynslulaust inn um annað og út um hitt. Lengi vel leiddist mér ekkert, vegna þess að ég var alveg viss um að bráðum færi eitthvað að gerast. En það gerðist ekkert. Dunganon þessi synti í koníaki, að því er virðist, í gegnum lífið. Var í Þýskalandi, en aldrei í lífshættu samkvæmt sýn- ingunni, bara leikskránni. Svo fór hann til Brussel og loddaðist þar og svo til Kaupmannahafnar og varð skjalafalsari á milli þess sem hann þóttist skoða sykurrófur. Það er ekkert ris í verkinu og engin átök — enda Dunganon með fá- dæmum tilfinningasljór. Það jsr nánast eins og hjarta- og heilalínu- ritið í honum sé steindautt. Þetta er eiginlega ekkert leikrit. Og af því að Dunganon er flakk- ari er alltaf að koma nýtt fólk inn í líf hans, svo það þarf ótrúlega stóran haug af leikurum til að leika agnarsmáar rullur sem kalla ekki á neinn leik. Sumir segja nokkrar setningar og hverfa, aðrir verða voða reiðir og fara, fæst af kven- fólkinu í sýningunni hefur þurft handrit. Þær hafa ekkert að segja. Þær eru bara hjá þessum arma skratta. Sumar selur hann. Hann á ekkert, en það er allt í lagi, því hann getur alltaf farið heim til mömmu. Hjalti Rögnvaldsson leikur Dunganon, svipbrigðalausa orð- hákinn sem þvælir mönnum fram og til baka með bullinu í sér, bulli sem hefur enga eftirminnilega lífs- speki, heldur er bara útúrsnúning- ar og rugl. Undir þessu flata, skeytingarlausa Dunganon-yfir- borði er ekki erfitt að nema sterk- an og voldugan ieikara — en hon- um er ekki hleypt út. Eins og Dunganon er lagður virkar hann einhliða fremur en flókinn og þótt Hjalta muni ekkert um að uppfylla þau skilyrði, er ljóst að hann hefði átt bitastæðara hlutverk skilið fyrst verið var að sækja hann til Noregs. Dunganon er eins og spennitreyja á honum. Ursúlu, gyðingastúlkuna sem hann kvænist, leikur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Úrsúla er eiginlega eini „karakterinn" í sýn- ingunni. Hún er yfírborðssaklaus, hefur næga sjálfsbjargarviðleitni til að leyfa sér að vera spillt, nógu heiðarleg til að bjarga lífi karlsins sem bjargaði henni og er hjá hon- um á meðan hún- þarf á því að halda. Þá er hún líka farin. Stein- unn Ólína skilaði andstæðunum í Úrsúlu ágætlega, kom saklaus inn, síðan hlaupandi inn í loddaralíf Dunganons sem hún aðlagðist af lífsnauðsyn — svo var hún horfin. Valgerður Dan var í hlutverki Kristínar, íslensku sjómannsfrúar- innar sem Dunganon tekur að sér og barnar á meðan hún dvelur í pútnahúsi sem hann rekur í Bruss- el. Þetta er vel unnið hlutverk; Valgerður sýnir konu sem hvorki miklar fyrir sér aukaatriði né aðal- atriði, heldur reisn sinni í gegnum allan sollinn og hefur jafnvel gam- an af. Guðmund Einarsson, bróður Dunganons, leikur Árni Pétur Guð- jónsson og skilar þessari „steríó- týpu“ af vísindamanni eins og sam- kvæmt einhveijum leiðarvísi þar um. Hann er barnslegur og viðutan og fremur óáhugaverður. Restin af hlutverkunum eru ein- hvers konar vasarullur. í þeim eru Kristján Franklín Magnús, Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Guðmunds- son, Þorsteinn Gunnarsson, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Jón Hjartarson, Þröstur Guðbjartsson, Björn Ingi Hilmarsson, Jón Júlíusson, Eggert Þorleifsson, Jakob Þór Einarsson, Felix Bergsson, Jón Stefán Kristj- ánsson, Valdimar Örn Flygenring, Ellert A. Ingimundarson og Saga Jónsdóttir — auk Hjartar Howsers sem leikur á harmónikku. Um þessi persónur þeirra er það að segja að þær voru bara í leikritinu til að vera fórnarlöm Dunganons. Furðulega mikið af góðum leikur- um að leika margar vondar rullur — en nógu miklir listamenn til að gera það af kostgæfni. Einkum þeir Þröstur Guðbjartsson, sem gerði sér stórgóðan mat úr hlut- verki herra Ross kaupsýslumanns, og Jón Júlíusson í hlutverki Sjúrd- ar Paturssonar, vallara frá Kirkjubæ í Færeyjum. Leikstjórinn á verulegt hrós skil- ið fyrir að gera þetta verk að tveggja og hálfrar stundar leiksýn- ingu. Það þarf hugvitssemi til að láta endurtekin hrokaflog einnar persónu lifa á sviðinu og þótt segja megi að hún' beri ábyrgð á því að Dunganon er svona dauður, verður manni á að spyija: Hvað er svosem hægt að gera við svona fyllikalla? En það er augljóst að leikstjóri og leikmyndateiknari hafa unnið náið saman og ná því að gæða verkið lífi á sviðinu. Fyrst til að byija með leist mér ekki á leikmyndina; enn einu sinni haugur af drasli á miðju gólfi sem snerist. En þarna var ekki um neitt listrænt flipp að ræða, heldur kom í ljós að í haugn- um voru engin aukaatriði. Hann leystist upp, raðaðist saman aftur, breyttist og snerist og sjónrænt var sýningin skemmtileg. í lokaatr- iðinu, þegar Dunganon er við ræt- ur Heklu, var leikmyndin svo sér- lega skemmtilega hugsuð og unnin að mér fannst bara allt í lagi að Dunganon gengi út af sviðinu með setningu sem líktist ekki lokasetn- ingu fremur en upphafssetningu. Tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar var fallega lýrísk og leikin á harm- ónikku í skiptingum á sviðinu. Hana hefði mátt nota miklu meira, því hún var full af skemmtilegum stemmningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.