Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1992 -I a m 23 Útgefandi mflilgifrft* Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðala: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. „Rúmmálsvandinn“ Aaðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva í fyrradag hvatti Magnús Gunnarsson, for- maður Vinnuveitendasambands íslands, til þess að atvinnurek- endur bjóði verkalýðshreyfing- unni samstarf um sameiginleg markmið í atvinnu- og efnahags- málum næstu tvö árin. Magnús Gunnarsson sagði m.a.: „Að óbreyttum aðstæðum eigum við að taka höndum saman um að veija stöðugleikann, þótt það verði erfitt með óbreyttu kaup- gjaldi og leggja á þann veg grunn að verðbólgulausu samfélagi næstu tvö árin.“ Hugmyndir af þessu tagi eru skynsamlegar og vonandi verður þeim vel tekið af verkalýðshreyf- ingunni. Kreppan er að verða svo erfíð, að einungis sameiginlegt UM BORG- • ina Tsjeljab- insk segir svo í myndatexta sjón- varpsmyndarinnar um Leyniborgina, svoað enn sé fram haldið þarsem frá var horfið: „Helmingur þorpsbúa er veikur, þeir deyja allir úr krabbameini. Míra Kósenkó, yfirlæknir spítalans, segir hálfa milljón manna hafa orð- ið fyrir geislun en á spítalanum eru aðeins 52 rúm.“ Og epnfremur: „Hvítblæði er helmingi algengara meðal þeirra sem hafa orðið fyrir geislun frá ánni en hinna sem hafa ekki orðið fyrir henni. Bamadauði vegna van- sköpunar er helmingi meiri meðal þeirra bama sem hafa orðið fyrir geislun í móðurkviði. Ég hefi aldrei áður haft æxli í höfðinu. Ég er líka með æxli annars staðar. Við bjugg- um við ána og notuðum vatn úr henni. Enginn varaði okkur við því. Fólkið á spítalanum kvartaði undan því að þar til fýrir skömmu var því ekki sagt hvað væri að. Þegar slys urðu í hergagnaverksmiðjunni var bannað að segja frá sjúkdómsgrein- ingum. Það er erfitt fyrir lækni að mega ekki segja sjúklingi hvað gangi að honum. En við gerðum allt sem við gátum til þess að hjálpa þeim án þess að segja þeim hvað væri að. Við urðum að gefa skrif- legt heit um það að minnast aldrei á geislun. Ef við brytum gegn því heiti yrðum við lögsótt. . Þessi hluti Úralfjalla, frá Tsjeljabinsk til Sverdlovsk, hefír verið lokaður umheiminum frá lok- um síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar var hinn mikli leyndardómur falinn sem Gary Powers reyndi að ljós- mynda þegar U-2 njósnaflugvél hans var skotin niður árið 1958. Á opinberum landakortum er Muslumova sýnd sem fyrsta þorpið við ána Techa. Þorpin ofar við ána höfðu horfíð, verið yfirgefin á dular- fullan hátt seint á 6. áratugnum. Það sem Powers ætlaði að ijós- mynda var við enda þessa vegar. Tveggja stunda akstur frá Musl- umova er vegurinn lokaður. Hér hefir engum vestrænum manni ver- átak þjóðarinnar allrar gerir okk- ur kleift að ráða við hana. Þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hef- ur boðað í atvinnumálum hjálpa til, en þær ráða engum úrslitum. Það sem úrslitum ræður er hvern- ig til tekst um endurskipulagn- ingu í sjávarútvegi. I þeim efnum kom Davíð Odds- son, forsætisráðherra, að kjama málsins í samtali við Morgunblað- ið í gær er hann ræddi um það sem hann kallar „rúmmálsvanda" sjávarútvegsins. Þetta er nýstár- leg lýsing á vanda sjávarútvegs- ins en lýsir engu að. síður í einu orði því, sem um er að ræða; of mörg skip eru að veiða of lítið af físki og of mörg fískverkunar- hús eru að vinna of lítið magn af físki. Um þennan „rúmmáls- vanda“ sjávarútvegsins hefur ið leyft að taka mynd- ir áður. Handan við hliðið er borg sem er ekki til. Hún er ekki sýnd á neinum kortum og heitir ekki neitt. Borgin er umgirt múrum og gaddavir. Þar til fyrir fáum árum fengu fáir að fara inn um hliðin. Heimsóknir ættingja voru líka bannaðar. Opinberlega er þetta aðeins -65. pósthverfí í Tsjeljabinsk. Fólkið kallar það að- eins Borgina. Snjórinn breiðir hvíta ábreiðu yfir borgina. Þýskir stríðs- fangar hönnuðu sumar beztu bygg- inganna 1945. Stjómmálafangar úr Gúlaginu austan Úralfjalla unnu mikinn hluta verksins." Um kjarnorkuslys á svæðinu seg- ir svo: „Hálf milljón manna varð fyrir geislun. Tíu þúsund voru flutt- ir burt. 23 þorp voru jöfnuð við jörðu. Þúsundum dýra var slátrað og þau grafin. Níu þúsund tonn af uppskeru eyðilögðust. Rúmlega 30 ár liðu áður en umheimurinn frétti af því. Geislavirknin hefur minnkað með ámnum en umhverfís Leyni- borgina er hún enn 20 sinnum meiri en sú sem slapp út í Tsjernó- býl. Misja Laptev og Andrei Smagím hafa unnið með ieynd í marga ára- tugi. Þar til nú hefír þeim verið bannað að tala um það. Þeir fylgj- ast með geisluninni frá kjamorku- vopnaverksmiðjunni Mayak. Leðjan undir ísnum á vatninu er 1.000 sinnum gislavirkari en eðlilegt er. Svæðið er orðið að mikilli rann- sóknastöð og þar er nú verið að kanna áhrif geislunar á umhverfi og mannfólk. Veiðimaður dregur kofa sinn út á ísinn. Baskírunum sem búa hér hefír verið ráðlagt að veiða ekki fisk í vatninu en gamlar hefðir eru lífseigar. Frosin leiðjan er prófuð á rannsóknastofunni sem fylgist með menguninni eftir slysin í Mayak. — Þessir kuðungar úr ánni Techa bíða þess að verða kannaðir. Sér- fræðingum kom á óvart hve mikil geislunin er. Ég hefí ekki séð neitt svona geislavirkt, því mælirinn minn fer út fyrir kvarðann og gefur hættumerki. Kuðungamir komu úr Morgunblaðið skrifað linnulaust í a.m.k. áratug og á þeim tíma hefur engin breyting orðið á því, að þetta er kjarni vandans. Hins vegar er margt annað hægt að gera til þess að létta undir með sjávarútveginum við núverandi aðstæður. Þannig sagði Þorsteinn Pálsson, sjávar- útvegsráðherra, m.a. á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sl. föstudag: „Þrátt fyrir þær skuld- breytingar, sem hafa átt sér stað á síðustu mánuðum, er ljóst, að verulegur hluti skulda sjáv'arút- vegsins er til of skamms tíma. Markvisst átak þarf að gera í þessum efnum til þess að létta greiðslubyrði fyrirtækja. Hér er líka um mikið hagsmunamál að tefla fyrir banka og lánasjóði, sem staðið geta frammi fyrir verulegum áfölliim að öllu óbreyttu.“ Þetta er rétt hjá sjáv- arútvegsráðherra. Þegar lán eru að fullu verðtryggð er erfítt að skilja hinn stutta lánstíma, nema þegar um er að ræða lán vegna kaupa á tækjabúnaði, sem er af- skrifaður á svo skömmum tíma. í samtali við Morgunblaðið í gær gerði forsætisráðherra kröfu til þess, að sjávarútvegurinn tæki sjálfur á eigin vandamálum. Það er eðlileg krafa. Það er líka rétt hjá forsætisráðherra, að rekstrar- skilyrði sjávarútvegs eru að sumu leyti hagstæðari en áður hefur verið og þá fyrst og fremst vegna lítillar verðbólgu. Hins vegar er alveg ljóst, að hvorki sjávarút- vegur né nokkur önnur atvinnu- grein nær sér á strik að óbreyttu vaxtastigi og skiptir þá engu, þótt vextir hafí áður verið eitt- hvað hærri. í þeim efnum stendur upp á ríkisstjórnina sjálfa um- fram flesta aðra. þessu lóni við upptök Techa. Þeir eru mengaðir með plútóni. Geislun þess minnkar _ um helming á 24 þúsund áruin. f yfirgefnu þorpi rík- ir algjör þögn. Þessi staður hét Metlínó. Þá bjuggu 400 fjölskyldur þar. Fólkið vissi ekki að úrgangi frá kjamorkuvopnaverksmiðju Sov- étríkjanna var steypt í vatnið. Vatn- ið rann beint í gegnum myllu þess. Valentín Korsjamníkof var bam að aldrei þegar þorpið var tæmt árið 1956. — Við vissum að það var vegna vatnsins en ekki hvað væri að því. Konurnar notuðu vatnið til þvotta og gott var að skola þvott í ánni. Metlínó var aðeins 8 km frá Leyniborginni, Tsjeljabinsk 65. Þegar kjarnorkuúrgangi var steypt í Techa urðu þorpin á bökkum ár- innar fyrir geislun. íbúar Metlínó vom fluttir í annað þorp. Rann- sóknastofa var reist á staðnum til að fylgjast með geisluninni. Dr. Gennady Romanof, forstjóra stofnunarinnar, var falið að aðstoða við að hreinsa til eftir sprenginguna árið 1957. Þetta var rannsóknastofa hans, leifar eins gúlagsins. Mörk svæðisins lágu hér um og var varð- turn á hvoru homi. Á miðju svæð- inu var gæzluhlið þar sem fangarn- ir vom athugaðir þegar þeir fóm út og komu inn aftur.“ Og enn: „Við fellum dæmigert birkitré. Við sögum það niður og tökum sýni. Við mælum geislavirku efnin, strontín, sesín, plútón og annað. Snjórinn hlífir gegn verstu geisluninni. Geislunin er miklu meiri hér. Mælirinn minn sýnir um 370 stig á sekúndu. Við mælum um 10 stiga grunngeislun. Hér er hún um 360 stig á sekúndu. Rússnesku tækin gefa svipaðan árangur. Svona mikil geislun fínnst ekki í Bretlandi. Svona mikil geislun fannst heldur ekki eftir Tsjernóbýl- slysið. Hún var 2.500 sinnum minni en þetta.“ Allt hefur þetta gerzt um okkar daga. Það verður ekki á kommún- ista logið(!) Og enn er fójk að hnoðast undir þeim í Kína.* Og víðar. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1992 IUMRÆÐUM INNAN RÍKIS- stjómar og stjómarflokka vegna undirbúnings fjárlaga- framvarps fyrir næsta ár komu fram hugmyndir um að taka upp tvö þrep í virðisaukaskatti og leggja virðisaukaskatt á áskrift- ar- og afnotagjöld fjölmiðla, bækur, menningar- og listastarfsemi, íþróttastarfsemi, auk ýmissa annarra þátta. Vegna andstöðu við þessar hug- myndir féll ríkisstjómin frá þeim en ákvað hins vegar að fella niður heimildir sumra þessara aðila til frádráttar á svonefndum innskatti, þ.e. virðisaukaskatti sem greidd- ur er af aðföngum. Þessum áformum ríkis- stjómarinnar hefur verið harðlega mót- mælt af ýmsum aðilum og má búast við að þau séu einungis upphafíð að mikilli mótmælaöldu. Hver eru rökin fyrir því að fjölmiðlar séu undanþegnir virðisaukaskatti að ein- hveiju leyti, eins og ákveðið var þegar lög um virðisaukaskatt vom sett? Hver era rökin fyrir því að bækur og önnur menn- ingarstarfsemi séu undanþegin virðisauka- skatti? Hvers vegna eiga þessar atvinnu- greinar ekki að sitja við sama borð og aðrar, þegar um virðisaukaskatt er að ræða? Hinum almennu rökum fyrir þeim undanþágum sem í gildi hafa verið verður bezt lýst með því að vitna til forystugrein- ar sem birtist hér í Morgunblaðinu hinn 11. október árið 1989, eða fyrir þremur ámm, þar sem fjallað var um afstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem þá var nýlokið, til þessa máls. í þessari for- ystugrein sagði m.a.: „Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var tekin afstaða gegn því að virðisaukaskatt- ur verði lagður á útgáfu- og menningar- starfsemi. Kemur þetta fram í ályktun um menningarmál, þar sem segir meðal ann- ars: „Fjárframlög til menningarmála em með tvennum hætti. Annars vegar framlag ríkis og annarra opinberra aðila, hins veg- ar framlag einkaaðila, fyrir utan þær eig- in tekjur sem menningarstarfsemi aflar. Það er ljóst að framlag einkaaðila er ekki nægjanlegt til að standa straum af kostn- aði við menningarlíf, heldur verður að koma til framlag opinberra aðila. Stefna þarf að því að menningarstarfsemi verði fjárhagslega sjálfstæð. Það verðj gert með því að draga úr skattlagningu. Öll útgáfu- og menningarstarfsemi verði undanþegin virðisaukaskatti." Á bókaþingi sem efnt var til í síðustu viku vora uppi kröfur um að fallið verði frá áformum um að leggja virðisaukaskatt á bækur. Var nefnt að í mörgum löndum þar sem þetta skattkerfí er við lýði em slíkar undanþágur. Hér á landi hefur verið látið að því liggja að við framkvæmd laga um virðisaukaskatt verði ekki um undan- þágur að ræða. Hins vegar var skýrt frá því á mánudag að starfsemi sem hingað til hefur verið söluskattsskyld, trygginga- starfsemi, verði undanþegin virðisauka- skatti. Þannig er þetta kerfí gloppótt eins og önnur og ætti að setja útgáfu- og menningarstarfsemi í eina slíka glufu, eins og sjálfstæðismenn samþykktu á lands- fundi sínum. í ályktun fundarins er réttilega minnt á að menning sé forsenda tilveru okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Forsenda þess að við skipum sjálfstæðan sess meðal þjóða heims er að við eigum þjóðlegan menning- ararf og tölum eigið tungumál. Með þetta að leiðarljósi þurfí að leggja rækt við menningarlíf í landinu og meta fjárframlög til menningarstarfsemi. Um aðstöðu lista- manna segir í ályktuninni: „Góð starfsað- staða íslenzkra listamanna er mikilvæg. Víða hafa risið hús til menningarstarf- semi, en þó oft hafí verið vel gert vantar enn mikið á. Má þar nefna að enn er ekki til í landinu hús fyrir tónlistarstarfsemi. Til þess að íslenzkir listamenn haldi á loft merki íslenzkrar menningar er brýnt að þeir fái stuðning til þess að geta helgað sig list sinni óskiptir. Eitt fyrsta verkefnið er að leggja aukna áherzlu á starfslauna- kerfí listamanna, einkum er þar mikilvægt að koma á langtímalaunum. Sjálfstæðis- flokkurinn leggur því höfuðáherzlu á að gert sé átak til þess að bæta starfsaðstöðu og kjör íslenzkra listamanna og hlúa þann- ig að nýsköpun menningarverðmæta." Þegar hér er komið segir síðan í þess- ari forystugrein Morgunblaðsins frá haust- inu 1989: „Sjálfstæðismenn hafa löngum sýnt, að þeir vilja standa að baki menning- arstarfsemi með þeim hætti, sem lýst er í þessari ályktun þeirra. Bezt sést þetta með því að líta til Reykjavíkur og kanna hvemig sjálfstæðismenn hafa hlúð að menningu þar. Þurfa menn ekki að athuga það lengi til að komast að raun um að borgaryfírvöld undir meirihlutastjóm sjálf- stæðismanna sinna menningarmálum af mun meiri reisn en ríkisvaldið. í þessum mánuði verður Borgarleikhúsið opnað, glæsileg listamiðstöð. Þá hefur borgar- stjóri boðað að menningarmiðstöð rísi á Korpúlfsstöðum og myndi umgjörð um hina glæsilegu málverkagjöf Errós til Reykjavíkur. Þá ber éndurreisn Viðeyjar- stofu því glöggt vitni hve markvisst er unnið að vemdun undir forystu Reykjavík- ur. Vandræði ríkisins við að ljúka smíði Þjóðarbókhlöðunnar sýna hve lengi það getur vafízt fyrir ríkisstjóm að fram- kvæma fyrirheit sem allri þjóðinni var gefíð þegar minnst var ellefu alda byggðar á íslandi." I þessari forystugrein Morgunblaðsins frá því fyrir þremur áram koma fram öll helztu rök fyrir þeim undanþágum frá virð- isaukaskatti af útgáfu- og menningar- starfsemi, sem síðar var tekin ákvörðun um. Á þessum þremur árum hafa engar breytingar orðið á aðstæðum, sem kippa fótunum undan þeim rökum sem lágu til grundvallar samþykkt landsfundar Sjálf- stæðisflokksins í október 1989. Þá hafði kreppan staðið í eitt ár og hún hefur vissu- lega dýpkað frá þeim tíma en hins vegar hafa engin slík umskipti orðið í efnahag þjóðarinnar á þessu tímabili að réttlætt geti fráhvarf frá þeirri stefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn boðaði á þessum tíma. Þess vegna kemur það á óvart að ríkis- stjóm undir forystu Sjálfstæðisflokks, fyr- ir atbeina fjármálaráðherra úr röðum sjálf- stæðismanna og að því er virðist með sam- þykki þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hyggist hverfa frá þeirri stefnu, sem þá var mörkuð. Hvað hefur breytzt? Áhrif og af- leiðingar ÖLL SKATTA- kerfi eru ófullkom- in. Frá upphafi skattlagningar og til þessa dags hefur ekki fundizt það skattakerfí sem útilokar undanskot. Þegar ákveðið var á sínum tíma að útgáfu- og menningarstarfsemi skyldi undanþegin virðisaukaskatti fór því fjarri að þar væri um að ræða einu undanþágur frá innheimtu virðisaukaskatts. Öll út- flutningsstarfsemi er undanþegin virðis- aukaskatti. Allir vöruflutningar á milli landa eru undanþegnir virðisaukaskatti auk margvíslegrar annarrar starfsemi. Útgáfu- og menningarstarfsemi er því ekki eina atvinnustarfsemin, sem er und- anþegin þeirri skyldu að innheimta virðis- aukaskatt. Þær hugmyndir sem nú eru uppi í ríkis- stjóm og í þingflokkum hennar era ekki þær að gera útgáfu- og menningarstarf- semi skylt að innheimta virðisaukaskatt umfram það sem tíðkast nú. Bæði dagblöð og útvarps- og sjónvarpsstöðvar innheimta virðisaukaskatt af auglýsingum. Hug- myndin er hins vegar sú að skerða rétt þessara aðila til þess að draga frá við greiðslu innheimts virðisaukaskatts til rík- issjóðs þann virðisaukaskatt sem þessir aðilar borga af aðföngum sínum. Einhveij- ir kunna að segja sem svo að það sé sann- gjamt að þessir aðilar dragi einungis frá virðisaukaskatt af aðföngum að því marki sem þeir innheimta virðisaukaskatt hjá öðrum. En þá ber að hafa eftirfarandi í huga: Þjónusta fjölmiðla var undanþegin sölu- skatti á sínum tíma. Að baki þeirri ákvörð- un hafa vafalaust legið þau almennu sjón- armið sem lýst var í forystugrein Morgun- REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 19. september blaðsins í október 1989 og fyrr var vitnað til. Þegar virðisaukaskattskerfíð var tekið upp var það gert með þeim hætti að gera fjölmiðlum að innheimta virðisaukaskatt af auglýsingum en ekki af sölu eða áskrift- ar- eða afnotagjöldum en jafnframt var þeim heimilað að draga greiddan virðis- aukaskatt af aðföngum, hinn svonefnda innskatt, frá að fullu. Þetta vora þau rekstrarskilyrði sem fjölmiðlum voru sköp- uð við skattkerfísbreytinguna og þeim skilyrðum á nú að breyta. í heimild útgáfufyrirtækja til þess að draga innskatt frá að fullu, þótt einungis sé innheimtur virðisaukaskattur af hluta af seldri þjónustu, felst m.a. að útgáfu- og fjölmiðlafyrirtækjum er heimilt að draga innskatt frá vegna fjárfestinga, hvort sem um er að ræða byggingu at- vinnuhúsnæðis eða fjárfestingu í vélum og búnaði. Hvort sem menn telja þær regl- ur sem settar voru um virðisaukaskatts- greiðslur gagnvart þessum fyrirtækjum fyrir nokkram misseram réttlátar eða ranglátar er það engu að síður staðreynd að þetta vora þau skilyrði sem stjórnvöld sköpuðu þessum fyrirtækjum. Og þar með vora þetta þær forsendur sem þessi fyrir- tæki hafa gengið út frá við ákvarðanatöku um fjárfestingar. Þetta era ekki einu fyrir- tækin í landinu sem innheimta virðisauka- skatt af hluta þjónustu en draga innskatt frá að fullu, m.a. af fjárfestingum. Þetta á t.d. við um Flugleiðir. Eitt mesta siðleysi sem viðgengizt hefur í íslenzkum stjórnmálum og hefur alveg sérstaklega einkennt síðasta áratug er það framferði stjómmálamanna að gjörbreyta með geðþóttaákvörðunum þeim forsendum sem bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa byggt veigamiklar fjármálalegar ákvarð- anir á. Allir vita hvaða afleiðingar þetta siðleysi í fjármálaákvörðunum stjórnvalda hafði fyrir þúsundir, ef ekki tugþúsundir, einstaklinga á síðasta áratug. Mörg af þeim vandamálum sem upp hafa komið í okkar samfélagi á undanförnum árum hafa verið heimatilbúin. Það ætti að vera óheimilt með öllu að taka ákvarðanir af þessu tagi nema með löngum fyrirvara, þannig að einstaklingar og fyrirtæki hafi ráðrúm til að aðlaga sig breyttum aðstæð- um. í þessu sambandi er ástæða til að minna á að í baráttu sinni gegn kvótakerf- inu hefur Morgunblaðið aftur og aftur undirstrikað að nýtt kerfí fískveiðistjórn- unar ætti ekki að taka gildi fyrr en að nokkrum áram liðnum til þess að gera útgerðarfyrirtækjum kleift að aðlaga sig breyttum aðstæðum og afskrifa miklar fíárfestingar í kvótakaupum. Það er orðið tímabært að leita leiða til þess að vernda fólk og fyrirtæki fyrir geðþóttaákvörðun- um stjómmálamanna. Nái þær hugmyndir sem nú eru uppi í ríkisstjóminni fram að ganga er augljóst að þær munu íþyngja rekstri útgáfu- og fjölmiðlafyrirtækja mjög. Sjónvarpsstöðv- arnar munu á næstu áram standa frammi fyrir stórvaxandi samkeppni frá erlendum sjónvarpsstöðvum og þótt segja megi að Stöð 2 sé erlend sjónvarpsstöð að loknum fréttatíma stöðvarinnar auðveldar það fyr- irtækinu ekki að auka innlenda dagskrár- gerð að standa frammi fyrir stórauknum kostnaði vegna nýrra ákvarðana um hinn svonefnda innskatt. Þeir stjómmálamenn sem halda að það verði auðvelt fyrir þessi fyrirtæki að velta kostnaðinum út í verð- lagið á herðar neytandans þekkja þjóðfé- lagsástandið á íslandi um þessar mundir illa. Allar líkur benda til að áhrif þessara fyrirhuguðu aðgerða á bókaútgáfu í land- inu verði þær að annars vegar dragi úr útgáfu vandaðra og dýrra verka og hins vegar að prentiðnaðurinn flytjist úr landi. Bókaútgefandi sem við núverandi aðstæð- ur ræðst í útgáfu á vönduðum og dýrum bókum eða bókmenntaverkum sem líklegt er að seljist ekki nema á löngum tíma, eins og t.d. ljóðabækur, fær endurgreiddan virðisaukaskatt sem hann greiðir prent- smiðju. Samkvæmt hinum nýju tillögum fæst þessi virðisaukaskattur ekki endur- greiddur. í því felst að bókaútgefandinn verður að binda mikla fjármuni í útgáf- unni. Þrátt fyrir mikla útfgáfustarfsemi er bókaútgáfa á íslandi yfírleitt svo illa stödd fjárhagslega að þetta verður útgáfu- fyrirtækjum ofviða. Þess vegna er veraleg hætta á að mjög dragi úr útgáfu bóka sem ekki er líklegt að seljist upp á skömmum tíma. Útgefandinn getur' komizt hjá þessari fjárbindingu með því að flytja vinnu við bókina úr landi. Með því að láta prenta og binda bókina erlendis og flytja hana heim í tollvörugeymslu getur hann leyst bækur út smátt og smátt eftir því sem þær seljast og þarf þá ekki að greiða virð- isaukaskatt í tolli nema af þeim bókum sem líklegt er að hann selji á skömmum tíma. Er nú mikið vit í því fyrir ríkisstjórn- ina að flytja vinnu úr landi með þessum hætti? Á sama tíma og atvinnuleysi er mikið og á eftir að fara vaxandi sam- kvæmt öllum spám á næsta ári? Atvinnu- leysi er byijað að gera vart við sig hjá bókagerðarmönnum og ekki má mikið út af bera til þess að það aukist verulega. Nákvæmlega sömu rök eiga við um tímaritaútgáfu. Sum prentiðnaðarfyrir- tæki hafa lagt í mikla fjárfestingu í vélum og öðrum búnaði til þess að prenta þau tímarit sem gefín eru út í landinu. Það er útgáfustarfsemi sem má ekki við mikl- um skakkaföllum. Yfírgnæfandi líkur eru á því að tímaritaútgefendur fari með prent- un og aðra vinnslu tímaritanna úr landi ef hugmyndir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga. Á hvaða leið eru stjórn- arflokkarn- ir? ÞAÐ ER NAUÐ- synlegt að ríkis- stjórnin og stjóm- arflokkarnir staldri við og gæti að því á hvaða leið þeir eru. Þau rök sem fram voru færð í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins haustið 1989 eru enn í fullu gildi. Þar eru færð fram aðalrökin fyrir því að ekki eigi að ganga lengra í sambandi við virðisauka- skatt af útgáfu- og menningarstarfsemi en gert var. Frá pólitísku sjónarmiði séð er það rækilegt umhugsunarefni fyrir trún- aðarmenn Sjálfstæðisflokksins hvort þeir haldi þannig á málum að það sé ekkert að marka yfírlýsingar flokksins og forystu- manna hans. Dæmið um skattinn á verzl- unar- og skrifstofuhúsnæði, sem lagður var á gegn andmælum Sjálfstæðisflokksins fyrir u.þ.b. einum og hálfum áratug og hefur verið endurnýjaður síðan í hvert sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað fjármálaráðuneytinu, er ekki til eftir- breytni heldur er það dæmi um víti til að varast. Nái hugmyndir ríkisstjómarinnar fram að ganga er fyrirsjáanlegt að prentstarf- semi flytzt í auknum mæli úr landi og atvinna stórminnkar í þessari atvinnu- grein. Tekjuaukningin sem ríkisstjómin ætlar að ná í ríkissjóð verður bundin í upplögum bóka og tímarita í tollvöru- geymslu. Það er óþolandi framkoma af hálfu stjórnvalda að breyta sí og æ for- sendum fyrir fjárhagslegum ákvörðunum fólks og fyrirtækja til margra ára. Raunar ættu afleiðingar þess á síðasta áratug að hafa orðið til þess að binda í stjórnarskrá ákvæði sem komi í veg fyrir slíkt athæfí óábyrgra stjórnmálamanna. Þegar núverandi ríkisstjóm tók við völd- um voru miklar vonir bundnar við störf hennar. Alveg sérstaklega trúðu menn því að ríkisstjórnin mundi taka rækilega til hendi við niðurskurð ríkisútgjalda. Þótt nokkur árangur hafi náðst er hann of lít- ill. Viðleitni til þess að hækka skatta þrátt fyrir margítrekuð loforð Sjálfstæðisflokks- ins um að hækka ekki skatta er vísbend- ing um að á fyrsta heila ári þessarar ríkis- stjómar sé hún að byija að gefast upp við það ætlunarverk að skera niður útgjöld hins opinbera en hneigist til þess að falla í sömu gryfju og vinstri stjórnir hafa jafn- an gert, að seilast í vasa almennings í landinu. Þar er hins vegar ekkert að hafa. Sá trúnaðarbrestur á milli fólksins í land- inu og stjómarflokkanna sem boðið er upp á með þessunm vinnubrögðum getur haft örlagaríkar afleiðingar í för með sér fyrir Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk. Þess vegna ættu forystumenn þeirra að staldra við og hugsa sinn gang. Þess vegna kemur það á óvart að rík- isstjórn undir for- ystu Sjálfstæðis- flokks, fyrir at- beina fjármála- ráðherra úr röð- um sjálfstæðis- manna og að því er virðist með samþykki þing- flokks Sjálfstæð- isflokksins, hygg- ist hverfa frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð. Hvað hefur breytzt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.