Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1992 21 flestir í bardögum Armena og Az- era vegna Nagorno-Karabak, einn- ig hafa átökin i Moldovu og allra síðustu daga í Tadzíkístan verið mannskæð. Blóðug átök hafa verið í Georgíu í meira en hálft ár, upp- haflega vegna sjálfstæðiskrafna minnihlutahópa en síðar breyttist pólitísk valdabarátta milli Georgíu- manna sjálfra í vopnuð átök. Á landsvæði gömlu Sovétríkjanna eru nú 15 lýðveldi sem eru, a.m.k. að nafninu til, fuílkomlega sjálfstæð. Það stærsta, Rússland, er lang- stærsta ríki í heimi og skiptist í mörg héruð. Tuttugu og eitt þeirra njóta víðtæks sjálfsforræðis og meðal þeirra eru Tartarstan, Tsjetsjenía, Dagestan og Jakútía, hið síðastnefnda nær yfir mikinn hluta Síberíu og eru þar mikil nátt- úruauðæfi í jörðu. Þessi héruð eru yfirleitt byggð smáþjóðum, flestar eru lítt eða ekkert skyldum Rússum og eru Tartarar fjölmennastir. Flest eru fámenn, með aðeins nokkur hundruð þúsund íbúa, nokkur með fáeinar milljónir íbúa og sums stað- ar, t.d. í Jakútíu, eru Rússar í mikl- um meirihluta. Sum sjálfsstjórnarhéraðanna vilja ganga lengra en hin og Tsjetsj- enar hafa þegar lýst yfir fullu sjálf:. stæði. Borís Jeltsín Rússlandsfor- ' seti sendi her til Tsjetsjeníu til að bæla niður mótþróann þar en dró liðið til baka áður en til vopnavið- skipta kom. Málið virðist vera í bið- MIÐ-ASÍA Gamlir afturhaldsmenn eru enn við völd I flestum Mið-Asíulýðveldunum sem áður voru hluti Sovétríkjanna og eiga það sameiginlegt að trúarbrögð meirihluta íbúanna eru islam. Leiðtogarnir eiga þó æ meira i vök að verjast vegna vaxandi styrks samtaka múslima og lýðræðisafla. Tyrkland, íran, Saudi-Arabía og Pakistan reyna að koma ár sinni fyrir borð I löndunum. Oeilt.er um landamæri milli þjóða í Mið-Asíu sem mörkuð votu Ltíð Jósefs Stalihs og getur komið til aukios ofbeldis á næstunrý, ' .......m Stærð: 2.717.300 ferkilómetrar. Ibúafjöldi: 16,7 milljóri8£ _ Stjórnmál: Núrsúltan Nazarbajev, forsetí landsins og fyrrverandi kommúnista- leiðtogi, réð lögum og lofum I landinu þar til I júní er fjöldamótmæli ollu því að hann varð að víkja frá mörgum gömlum embættismönnum I æðstu stöðum. Rússar eru nær helmingur Ibúanna, hinir flestir Kazakhar. Efnahagsmál: Nazarbajev hefur ýtt mjög undir erlenda fjárfestingu og einka- væðingu en fremur litið hefur orðið úr framkvæmdum. TÚRKMENISTAN L& ® Stærð: 488.100 ferkílómetrar. v Ibúafjöldi: 3,7 milljónir. Stjórnmál: Saparúmad Níjazov, fyrrverandi kommúnistaleiðtogi, er enn við völd og líður enga andstöðu; valdakerfi kommúnista er enn við lýði. Efnahagsmál: Ástand mála I stórum dráttum óbreytt frá tlð Sovétvalþsins. ÚZBEKÍSTAN £tærð: 447.400 ferkílómetrar. íbúafjöldi: 20,4 milljónir. , Stjórnmál: íslam Karímov, forseti o_ fyrrverandi kommúnistaleiðtogi, hefur ákveðið hver fyrirmyndin eigi að vera á þróunarbrautinni: Tyrkland, riki þar sem markaösstefna er höfð I hávegum og flestir eru múslimar en islam er samt ekki ríkistrú. Karímov hefur brugðist hart við hreyfingum sanntrúaðra múslima. Efnahagsmál: Óeirðir urðu í janúar sl. vegna verðhækkana og stjórnvöld hafa farið sér hægt í umbótum síðan. KÍRGÍSTAN É Stærð: 198.500 ferkílómetrar. Ibúafjöldi: 4,4 milljónir. Stjórnmál: Askar Akaev forseti hefur forystu I róttækustu umbótastjórn í Mið-Asíu. Efnahagsmál: Hraðar umbætur í jarð- næðismálum en verðlag á afurðum er enn undir opinberri stjórn. TADZÍKÍSTAN ?tærð: 143.100 ferkílómetrar. X Ibúafjöldi: 5,2 milljónir. Stjórnmál: Mjög ótryggt ástand, lýðræðisöflum og múslimahreyfingum í stjórnarandstöðu tókst nýlega að þvinga fram afsögn Rakhmans Nabíevs forseta. Efnahagsmál: Nablev lýsti því yfir að þjóðin væri ekki reiðubúin að takast á við efnahagsumbætur I markaðsátt. . Pjóðar- Verð- Þroun 1991 framl. hækk. Kazakhstan Túrkmenístan Úzbekístan Kírgístan Tadzíkístan -8,0% -8.0% -8,0% -7.8% -8.0% 713,5% 671,4% 644,2% 705,9% 685,0% stöðu. Takist ekki að ná einingu um stjórnarskrá þar sem kveðið er á um samband héraðanna við Moskvustjórnina og verkaskiptingu gæti svo farið að Rússland sundrað- ist í fjölmörg lýðveldi. Héraðsstjóm- irnar hafa sums staðar farið inn á verksvið Moskvuvaldsins og inn- heimt skatta sem ætlaðir eru til sameiginlegra sjóða og verkefna. Gamlir kommúnistaforingjar halda enn völdum, nýskipaðir embættis- menn Jeltsíns eru víðast hundsaðir og í mörgum héruðum eru efna- hagsumbætur ekki hafnar og skrif- ræðið ríkir enn. Forsprakkar flokks- ins, sem nú á að heita bannaður, hafa jafnframt verið iðnir við að hrifsa til sín eignir og jafnvel heil fyrirtæki þar sem einhverjir tilburð- ir hafa verið til breytinga á Sovét- kerfinu og einkavæðing er að hefj- ast. Minnihlutahópar Rússa búa í öll- um hinum lýðveldunum 14. Í Kaz- akhstan og Lettlandi eru þeir um 40% íbúanna, víða í Mið-Asíulýð- veldunum, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta, eru sumir Rúss- arnir af ættum er búið hafa öldum saman í nýlendunum. Margir þeirra flýja nú unnvörpum til Rússlands vegna hótana innfæddra sem líta margir hveijir á veru Rússanna sem tákn um áframhald nýlendukúgun- arinnar. Bókstafstrúarmenn úr röð- um múslima róa undir og njóta margir stuðnings frá nágrannaríkj- um. Talið er að einn helsti öfga- sinninn í Afganistan, Gulbuddin Hekmatyar, hafí árum saman sent vopn til trúbræðra sinna í Tadzhí- kístan, Saudi-Arabar hafa einnig stutt vöxt og viðgang islams eftir að frelsi var veitt til trúariðkana í löndunum. í Mið-Asíulöndunum er þó sú Ijósglæta að þjóðirnar, sem þarna búa í einum hrærigraut, í Tadzíkístan eru t.d. nokkrar millj- ónir Úzbeka, hafa yfírleitt verið í friðsamlegri sambúð undanfarnar aldir. Því er ekki hefð fýrir miklum og blóðugum þjóðaerjum. Um Kákasus-ríkin gegnir öðru máli. Þar er aragrúi smáþjóða, hver með sitt tungumálið, auk þeirra helstu sem löndin eru kennd við; sum þjóðabrotin eru islamstrúar. Nú er rússneska kúgunin á enda en þjóðabrotin óttast að enn verri áþján taki við. Abkhazar í Georgíu vilja því sjálfsforræði, stjórn Rúss- lands reynir að miðla málum og tekur ekki afstöðu í deilunni. Osset- ar vilja sameinast löndum sínum í Norður-Ossetíu, sem er rússneskt hérað en með nokkra sjálfstjórn. Georgíumenn telja landamærin hei- lög og sætta sig ekki við að landið verði bútað í sundur. í þeim héruð- um Rússlands, sem liggja næst Abkhazíu, hefur verið stofnað Sam- band fjallaþjóða til að aðstoða Abk- hazana. Þarna gæti verið að mynd- ast grundvöllur að nýju sambands- ríki eru segði sig úr lögum við Rússland. Kjarnorkuvopnin ekki lengur á glámbekk? Fréttir af blóðugum átökum eru engin nýjung í nútímafjölmiðlum en það sem veldur mestum ótta vegna upplausnar Sovétríkjanna eru kjarnorkuvopnin sem nokkur lýðveldanna erfðu. Vestrænir sér- fræðingar eru þó á því að mesta hættan séu úr sögunni. Búið sé að flytja öll svonefnd vígvallavopn, það er tiltölulega lítil og „handhæg" kjarnavopn, frá helstu átakasvæð- unum. Líklegt var talið að vopnaðir hópar myndu reyna að klófesta slík vopn. Langdræg vopn eru aðeins í Rússlandi, Úkraínu og Kazakhstan og éru þau undir samejginlegri stjórn. Deilur Rússa og Úkraínu- manna um skiptingu Svartahafs- flotans og fleiri eigna úr þrotabúinu hafa verið leystar í bili og Úkraínu- menn segjast staðráðnir í að verða þjóð án kjarnorkuvopna. Söguleg rök Oft er sagan helsta röksemdin í deilum um landamæri. Armenar líta á héraðið Nagorno-Karabak, þar sem þeir eru þorri íbúa, sem heilaga jörð vegna sögulegra minninga. Azerar telja sig einnig eiga gamlan hefðarrétt á því og benda á að það er umlukið Azerbajdzhan á alla vegu. Þjóðernisofstopi er blásinn upp, engin málamiðlun virðist í augsýn, vopnin eru látin tala og nóg er til af þeim. Auðvelt er að kynda undir með því að rifja upp gamlar sagnir um bardaga við ná- grannaþjóðina og þjóðarmorð undirrituðu nýlega bráðbirgða- samning á þessum nótum en ýmsir heimildarmenn eru vantrúaðir á að þetta gangi hljóðalaust eftir í for- ystu rússneska flotans. Talið hefur verið að alls væru vel á annað hundrað þúsund Samveldishermenn í ríkjunum þrem en talsmenn nor- skra alþjóðamálastofnana skýrðu nýlega frá því að sennilega væru þeir aðeins um 60.000. Helsta röksemd fyrir drætti á brottflutningnum var lengi sú að Rússar hefðu ekki efni að réisa hús yfír liðið eða útvega mönnunum störf. Síðar hafa fleiri ástæður ver- ið nefndar, einkum meint ill með- ferð á minnihlutahópum Rússa í löndunum. Rússakeisarar náðu tangarhaldi á Eystrasaltsríkjunum á átjándu öld og með því að skoða landakortið verður ljóst hve hernaðarlega mikil- væg löndin eru fyrir rússneska flot- ann. Samanlögð strandlengja Rúss- lands við Eystrasalt að meðtöldu Kalíníngrad-héraðinu, sem umlukið eru pólsku og litháísku landi, er afar stutt. Við Svartahaf falla bestu flotahafnimar í hendur Úkraínu- mönnum, á Kyrrahafsströndinni hefur borið nokkuð á sjálfstæðis- hreyfingum. Aðeins hafnirnar á Kólaskaga og við Hvítahaf eru tryggilega í höndum Rússa. Loks má nefna að landamærum Eystra- saltsríkjanna hefur oft verið breytt á öldinni. Rússar hafa gefið í skyn að Eistlendingar geri kröfu til rúss- neskra landa í grennd við landa- mæraborgina Narva í Eistlandi sem er að mestu byggð Rússum. Slíkar kröfur, raunverulegar eða ímyndað- ar, af hálfu Eystrasaltsþjóðanna og lög sem takmarka réttindi rússn- esku minnihlutahópanna í löndun- um, gætu orðið átylla harðlínuafla til að koma á „lögum og reglu“ í nafni réttlætis. Alexander Rútskoi, varaforseti Jeltsíns, hefur sam- kvæmt skoðanakönnunum meira fylgi en Jeltsín. Rútskoi vill fara hægar í efnahagsumbætur en Jelts- ín og nokkrir af nánustu samstarfs- mönnum varaforsetans segja blá- kalt að rússneska hemum beri að vernda rússneska minnihlutahópa í öðrum lýðveldum. Nágrannaríkin gætu átt erfítt uppdráttar ef skyndileg mannaskipti verða í Kreml. Gömul kona geng- ur fram hjá vagni með líkum óbreyttra borgara sem orðið hafa fyrir skothríð stríðandi aðila í deil- um Moldova og aðskiln- aðarsinna i Dnéstr- héraði. Tyrkja á Armenum í fyrri heims- styrjöld, en Tyrkir eru náskyldir Azemm. I Moldovu eru flestir rúmensku- mælandi og margir vilja sameinast Rúmeníu á ný. Stalín samdi við Hitler í stríðsbyrjun og fékk að taka Moldovu. Síðar var ákveðið að bæta við Moldovu héraðinu austan við ána Dnéstr og þar búa nú nokkur hundruð þúsund Rússar og Úkra- ínumenn. Þeim líst illa á sameining- ardrauma Moldovanna, óttast að verða aðþrengdur minnihluti í Stór- Rúmeníu framtíðarinnar og vilja fremur sjálfstæði eigin héraðs þar sem flestir minnast Sovétríkjanna gömlu með söknuði. Sá hængur er á að iðnaður og orkuframleiðsla Moldovu er að mestum hluta austan Dnéstr og því miklir hagsmunir í húfi. Moldovar vilja ekki að landið verði aðeins afskekkt og blásnautt hérað sem komið verði upp á náð og miskunn Rúmeníustjórnar í Búk- arest eftir sameininguna. Hernaðarlegt mikilvægi Ónefndur embættismaður stjórn- ar Borís Jeltsíns í Rússlandi gaf fyrir skömmu í skyn að deilan um veru sveita Sovéthersins fyrrver- andi, nú Samveldisherja, í Eystra- saltsríkjunum yrði senn leyst og þær yrðu allar á brott á næsta ári. Forsetar Litháens og Rússlands ódýri listinn með vönduðu merkjunum kominn. Yerð kr. I 90 i„ bgj Pöntunarsími 52866 B.MAGNUSSON HÓLSHRAUNI2 ■ SÍMI S2866 HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.