Morgunblaðið - 24.09.1992, Side 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
Orkumál
Sæstrengur í sjónmáli?
SÆSTRENGSVERKSMIÐJA _ Samkvæmt aðalskipulagi Reykja-
víkur árin 1990-2010 er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði á nýju hafnar-
svæði í Eiðisvlk. Hugmynd íslenskra sæstrengja hf. er að e.t.v.
mætti staðsetja sæstrengsverksmiðju á iðnaðarsvæðinu, ekki
svo fjarri Áburðarverksmiðjunni. Athafnasvæði kapalverksmiðj-
unnar yrði innan svæðis 250 m á breidd og 300 metrar á lengd.
Gert er ráð fyrir að meginbyggingin í sæstrengsverksmiðju yrði
90 metra breið, 120 metra löng og 10 metra há.
eftir Ásdisi Höllu
Bragadóttur
Formlegar samningaviðræður
um hagkvæmnisathugun vegna
orkuútflutnings um sæstreng og
byggingu sæstrengsverksmiðju
hefjast í byrjun október. Líkt og
komið hefur fram í Morgunblað-
inu var undirrituð vi\jayfirlýsing
á milli hollensku fyrirtækjanna
NKF Kabel, EPON og PGEM,
íslenskra sæstrengja hf. og
Reykjavíkurborgar um að kanna
möguleika á samstarfi við hag-
kvæmniathugun á orkuútflutn-
ingi til Hollands. Til að framleiða
streng frá íslandi til Hollands
er áformað að byggja sæstrengs-
verksmiðju sem muni geta skap-
að allt að 400 störf, en gert er
ráð fyrir að hún rísi í Reykjavík.
Kynningarviðræður við hina hol-
lensku aðila hófust sl. vor og í
upphafi var það ósk Hollendinga
að farið væri h|jótt með þetta
mál hér á landi þangað til undir-
búningur væri kominn á það stig
að hægt væri að kynna það al-
mennt í Hollandi. Nokkuð hefur
verið deilt um þátttöku Reykja-
víkurborgar í málinu en áhuga-
menn um lagningu sæstrengs til
Hollands telja slíka gagnrýni
ósanngjarna. Þeir segja að mikil-
vægara sé að líta raunhæft á
samstarf við þessa áhugasömu
Hollendinga. Ekki megi eyða
tímanum í óþarfa deilur þar sem
við séum að komast I tímaþröng
nú þegar.
Þá gagnrýni, sem komið hefur
fram hér á landi um málið, má
flokka í nokkra þætti. í fyrsta lagi
hefur borgarstjóri verið gagnrýnd-
ur fyrir að kynna málið ekki fyrir
borgarráði áður en viljayfirlýsing
var undirrituð. í öðru lagi er því
haldið fram að sú hollenska kapal-
verksmiðja, NKF Kabel, sem
hyggst reisa hér sæstrengsverk-
smiðju hafi ekkert vit á framleiðslu
sæstrengja, þar sem hún hafí feng-
ist við framleiðslu allt annars konar
strengja. Því eigi frekar að semja
við þau fyrirtæki sem hafí reynslu
af framleiðslu sæstrengja.
í þriðja lagi er það gagnrýnt að
Reykjavíkurborg skuli ganga til
viðræðna um orkumál án formlegs
samstarfs við Landsvirkjun, sem
borgin á 45% í. Sérstaklega í Ijósi
þess að aðrir aðilar, þ. á m. fyrir-
tækið Pirelli, eru að vinna að for-
athugun á lagningu sæstrengs frá
íslandi fyrir Landsvirkjun. Þeirri
athugun á að verða lokið innan tíð-
ar. Einnig heyrast þær raddir að
það sé óheppilegt fyrir borgina að
bindast svo þföngum viðskipta-
hagsmunum við hina hollensku
aðila þar sem þeir eigi eftir að leita
til borgarinnar, t.d. um hafnarað-
stöðu, rafmagn og ýmsa fyrir-
greiðslu. Auk þess hafa t.d. verið
efasemdir um að reisa þurfí „heila
verksmiðju fyrir einn sæstreng".
Landsvirkjun vissi allt
um málið
Þegar gagnrýnin á borgarstjóra
var borin undir Piet Wijnen, upplýs-
ingafulltrúa verkefnisins í Hol-
landi, sagði hann að staða borgar-
stjóra í þessu máli hefði verið mjög
erfíð þar sem hollensku fyrirtækin
báðu um að ekki yrði um þetta
mál fjallað opinberlega. Borgar-
stjóri hafi staðið við orð sín og
hollensku fyrirtækin séu mjög
ánægð með það hugrekki hans.
Auk þess hefur verið bent á að
viljayfírlýsingin feli ekki í sér nein-
ar fjárhagslegar skuldbindingar
fynr Reykjavíkurborg.
í tengslum við gagnrýnina á
NKF Kabel sagðist Wijnen hafa
rætt við Rubay Bouman hjá NKF
um þá gagnrýni að fyrirtækið hefði
ekki reynslu af framleiðslu strengja
til að nota á sjávarbotni. Bouman
segir hins vegar að öll grunnþekk-
ing sé til staðar innan NKF svo og
reynsla þar sem nú þegar hafi t.d.
verið lagður strengur frá NKF á
sjávarbotni frá norðurhluta Hol-
lands og til eyjar þar fyrir utan.
Straumur þar sé mjög sterkur en
strengurinn hafí reynst mjög vel.
Eini munurinn á honum og þeim
streng sem leggja þurfí frá Islandi
til Hollands sé lengdin.
Forsvarsmenn þessa máls hér á
landi kynntu það blaðamanni Morg-
unblaðsins á fundi fyrr í vikunni.
Á fundinum voru þeir Aðalsteinn
Guðjohnsen, rafmagnsstjóri, Egill
Skúli Ingibergsson, verkfræðingur
í Rafteikningu hf., Pálmi R. Pálma-
son, verkfræðingur hjá Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsens hf. og
Edgar Guðmundsson, verkfræðing-
ur í Ráðgjöf og hönnun hf., en
þeir aðilar sem standa að íslenskum
sæstrengjum hf. _eru þessar þijár
verkfræðistofur. Á fundinum sögðu
þeir að sú gagnrýni, sem komið
hefur fram um að Reykjavíkurborg
hafí staðið í samningaviðræðum um
orkusölu án samráðs við Lands-
virkjun, væri óréttmæt. Forsvars-
menn íslenskra sæstrengja hf.
segjast hafa leitað til allra hlutað-
eigandi yfírvalda á íslandi um sam-
vinnu um þetta verkefni eða til al-
mennrar kynningar. Þeir segja
Reykjavíkurborg strax hafa sýnt
áhuga á verkefninu og því hafi
verið undirrituð viljayfíriýsing um
að skoða nánar möguleikann á
hagkvæmiathugnum. Þeir segjast
hafa fengið leyfí markaðsskrifstofu
iðnaðarráðuneytisins og Lands-
virkjunar um aðgang að öllum
gögnum Landsvirkjunar varðandi
virkjanir og annað sem gæti komið
að gagni í þessu sambandi. Auk
þess hafí þeir fengið sérstaka heim-
ild markaðsskrifstofunnar til að
leita eftir markaði fyrir orku frá
íslandi. Forsvarsmenn íslenskra
sæstrengja hf. segjast hafa kynnt
málið frá upphafí fyrir Landsvirkj-
un og iðnaðarráðherra.
Sæstrengsverksmiðja
í Reykjavík
Framleiðsla á einum sæstreng
mun taka 7-8 ár en gert er ráð
fyrir að framleiddir verði 2-3 sæ-
strengir hér á landi. „Verksmiðjan
yrði því starfrækt í 15-20 ár og
það er langtum meira en ein svona
verksmiðja þarf til að fá fulla af-
skrift. Þar sem engin starfandi
verksmiðja gæti sinnt þessu verk-
efni þarf að byggja verksmiðju sér-
Á skrifstofunni er hægt að nálg-
ast upplýsingar um þjónustuaðila,
lestrarefni, gildandi staðla og ann-
að sem lýtur að pappírslausum við-
skiptum. Skrifstofan gefur út
fréttabréfið „Viðskiptavakann" og
annast dreifíngu á upplýsingarit-
um um pappírslaus viðskipti.
Á vegum strikjamerkjanefndar
annast skrifstofan rekstur „Sölu-
staklega til þess. Það er eðlilegt
skilyrði fyrir orkuflutningi héðan
að verksmiðja til framleiðslu á
sæstreng yrði starfrækt hér á landi.
Rökin fyrir því að við leggjum kapp
á staðsetningu verksmiðjunnar í
Reykjavík eru margskonar. Nefna
má að landkostir, hafnir o.fl. eru
ekki vandamál líkt og víða í Evr-
ópu. Einnig skapar verksmiðjan
hundruð atvinnutækifæra, ekki
einungis fyrir almennt starfsfólk
heldur einnig fyrir hátæknimennt-
að fólk, en það er að sjálfsögðu
flest á höfuðborgarsvæðinu.
Við höfum nýlegar upplýsingar
um sænska verksmiðju sem byggð
verður syðst á Skáni vegna 250
km strengs sem á að leggja þaðan
til Þýskalands. Fyrir þennan eina
streng byggja þeir heila verksmiðju
sem skapar störf fyrir 300 manns.
Við höfum alls talað um 300-400
störf í tengslum við sæstrengsverk-
smiðju í Reykjavík sem til að byija
með á að framleiða 1.800 km
kapal.“
spegils“ sem er þjónusta við fram-
leiðendur strikamerktra vara sem
úr speglinum fá séð markaðshlut-
deild framleiðslu sinnar. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Bjarka
Má Karlssyni skrifstofustjóra Við-
skiptavakans er á döfínni að veita
innflytjendum sambærilega þjón-
ustu.
Ótti við mengun í Hollandi
Hollensku fyrirtækin þrjú, eru
PGEM orkudeifingarfyrirtæki í
héruðunum Gelderland og Flevo-
land í Hollandi sem þjónar um 2
milljónum Hollendinga, EPON
orkuframleiðslufyrirtæki fyrir
austur- og norðurhluta Hollands
og NKF Kabel, fyrrnefnt kapal-
framleiðslufyrirtæki. Fyrirtækin
tengjast nokkuð innbyrðis þar sem
PGEM á 50% hlut í EPON. Hins
vegar á stórfyrirtækið Nokia í
Finnlandi meirihluta í NKF Kabel.
Umsvif þessara þriggja fyrirtækja
eru mikil og hafa þau verið með
verkefni um allan heim. Árleg velta
þeirra var um 120 milljarðar króna
á sl. ári. Samkvæmt ársskýrslum
fyrirtækjanna var hagnaður EPON
árið 1991 um 520 milljónir króna,
hjá NKF var hann um 1,2 milljarð-
ar og hjá PGEM var hann um 1,5
milljarðar króna. Starfsmenn fyrir-
tækjanna eru alls um 5.000 talsins.
Aðalástæða fyrir áhuga Hollend-
inga á raforku frá íslandi er vegna
þess að orka fengin með vatnsafli
er ekki mengandi. Vaxandi áhyggj-
ur eru þar í landi af mengun vegna
raforkuframleiðslu. Nú mun orku-
framleiðsla Hollendinga um
30-40% vera í kolum, sáralítið í
olíu, um 5% kjarnaorka og það sem
eftir stendur fengið með gasi.
Orkunotkun Hollendinga jafngildir
um 10.000 MW en talað er um að
frá íslandi verði flutt út orka sem
jafngildi um 1.000-1.500 MW um
2-3 sæstrengi, en það er um
10-15% af því sem Hollendingar
nota.
Á íslandi munu verða notaðar 4
TW stundir (terawattstundir) á ári
og þar af nýtir álverið um 1,5 TW
stund. Gert er ráð fyrir að vatns-
afl á íslandi sem hagkvæmt sé að
virkja nemi um 31 TW stund á ári
en áformað er að í gegn um sæ-
streng til Hollands fari 8 TW stund-
ir.
Næstu skref
Fyrsta skref í áframhaldandi
samstarfi þessara 5 aðila eru samn-
ingaviðræður um þriggja mánaða
forathugun. Ef niðurstöður hennar
verða jákvæðar verður haldið
áfram með endanlega hagkvæmni-
athugun á næstu 9 mánuðum. Gert
er ráð fyrir að forathugun geti
hafist um miðjan október ef aðilar
ná samkomulagi á fyrstu fundum.
Að vísu hefur nú þegar verið unnin
töluverð undirbúningsvinna og nú
er t.d. unnið að því að kanna laga-
legar hliðar orkuútflutnings, ýmis-
legt sem varðar neðansjávarmann-
virki, leiðir' á hafsbotni skoðaðar
og lauslegar kannanir hafa verið
gerðar á hagkvæmni.
í byijun október verður einnig
ræddur kostnaður við frumathugun
og endanlega ákveðið hvernig hann
skiptist á milli aðila, en i viðræðum
fram að þessu hefur verið nefnt
að hollensku fyrirtækin myndu
greiða 80% kostnaðarins en
Reykjavíkurborg 20%. Gert er ráð
fyrir að íslenskir ráðgjafar sinni
um helmingi af hagkvæmniathug-
uninni en erlendir ráðgjafar hinum
helmingnum.
Margt á eftir að gerast í þessu
máli á næstunni og fróðlegt verður
að sjá hvernig úr rætist. Ekki verð-
ur síst athyglisvert að fylgjast með
hvort og þá hvernig Landsvirkjun
á eftir að koma inn í þessa samn-
inga við Hollendingana. Jóhannes
Nordal, stjórnarformaður, og Hall-
dór Jónatansson, forstjóri Lands-
virkjunar, eru nú báðir staddir er-
lendis og ekki hefur náðst í þá til
að bera undir þá þessi áform.
Forsvarsmenn íslenskra sæ-
strengja hf. segja útflutning á raf-
orku um sæstreng til Hollands það
umfangsmikið mál að íslendingar
séu a.ð nálgast tímaþröng nú þeg-
ar. „Öll bið á því að við tökum á
þessu máli getur valdið því að
mögulegt samstarf með HoIIend-
ingunum verði ekki til staðar eftir
nokkur ár.“
VIDURKENNT AF ENDURSKODENDUM
SJÁLFVIRK VSK. UMSJÚN 06 UPPGJÖR
ENGAR TAKMARKANIR
ENGIN MÁNAÐARLEG ÞJÚNUSTUGJÖLD
28-73?i
Hafðu sumbund og við
sendum Þér tólf sið nu
iturlegun bækling og
munn ú stað inn.
HUGKORN
A r iii ú I ii 3 H , .v í ni i : 6 8)82 6
Viðskiptavakinn
Skrífstofa um pappírs-
laus viðskipti
VIÐSKIPTAVAKINN er sameiginleg skrifstofa ICEPRO, sem er
nefnd um bætt verklag í viðskiptum, EDI-félagsins og EAN strika-
merkjasamtakanna. Skrifstofan er með aðsetur í húsnæði Versl-
unarráðs og heldur utan um daglegan rekstur þessara félaga, stöðl-
unarvinnu og erlend samskipti auk þess að veita upplýsingaþjón-
ustu um pappírslaus viðskipti.