Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 C 11 Tölvur Marinó G. Njálsson Er Unix loks athyglinnar virði? Erlendis virðist það vera að fær- ast í vöxt, að Unix sé talið álitlegur kostur í stað stærri tölvukerfa. Helstu ástæður fyrir því eru verð og afköst. En aukið framboð á til- búnum hugbúnaði, nýtt myndrænt viðmót og alls konar þróunartæki bæta líka stöðu Unix-ins. Víða er verið að huga að breyting- um á tölvuumhverfi (downsizing). Oftast er litið til DOS, Windows, OS/2 og NetWare, sem eðlilegs arf- taka eldri tölvukerfa. Unix virtist lengi vel ekki koma til greina, enda hafa vankantar stýrikerfisins oft verið kostunum yfirsterkari. Þar er helst að nefna ónógt öryggi, flækjur í forritun og ótrúlegan fjölda mis- munandi útgáfa, sem fátt virðast eiga sameiginlegt nema Unix- stimpilinn. Vissulega er það rétt að Unix er langt frá því að vera fullkomnað. Samhæfni á milli Unix frá mismun- andi framleiðendum er oft í líkingu við samhæfni milli Unix og VMS eða DOS. Hugbúnaðarframleiðend- ur kvarta undan því að nauðsynlegt sé að búa til sér útgáfu af hugbún- aði fyrir hvert Unix-„platform“. Unix fyrir fjöldann Fyrir um það bil ári tókst sam- starf með Novell Inc. og Unix Syst- ems Laboratories Inc. sem skilaði sér í Univeil, en verkefni þess er að gera Unix aðgengilegra. I sumar tilkynnti Univeil um Unixware fyrir PC-biðla og -miðla. Strax í kjölfarið skuldbundu meira en 70 fyrirtæki sig til að koma með búnað fyrir Unixware, allt frá SNA-tengingum og netstýribúnaði til myndrænna notendaskila og hlutbundinna gagnagrunna. Ástæðan fyrir þessum umskipt- um er örlítil áherslubreyting. Hing- að til hefur stór hluti Unix-væðing- arinnar átt sér stað á RlSC-tölvum (með heiðarlegum undantekning- um), en hið nýja fyrirtæki Univeil ákvað að einbeita sér að Intel-mark- aðnum. Og vegna stærðar sinnar og markaðsaðstöðu eigenda sinna virðast breytingar vera í aðsigi. Markmið Univeil er, eins og áður sagði, að gera Unixware auðvelt í notkun og uppsetningu, þannig að það á að virka beint úr kassanum. Innan Univeil er því haldið fram að rúmlega þriðjungur stórtölvu- kerfa verði tekinn úr notkun vegna endurnýjunar á næstu þremur árum og í þeirra stað verði sett upp staðar- net og annar samskiptabúnaður. Von þeirra er að Unixware hjálpi líka til að minnka bilið á milli hinna mismunandi Unix-útgáfa, sem eru á markaðnum. Lykillinn að bættri markaðsstöðu fyrir Unix, er að það keyri DOS-for- rit ekki lakar en Windows og OS/2. Slíkt er nauðsynlegt einfaldlega vegna hinnar miklu útbreiðslu, sem DOSið hefur ennþá. Sem dæmi um markaðsstöðu DOSins, er talið að þrír DOS-hugbúnaðarpakkar seljist fyrir hvern einn pakka af Windows- hugbúnaði. Ein ástæða er í viðbót fyrir meiri markaðsmöguleikum Unix. Flestum er ljóst að 32 bita stýrikerfi er það sem koma skal. Windows NT og OS/2 hafa staéfest það. Einn helsti ókostur Unix hefur verið hve flókið það er í uppsetningu. Eini saman- burðurinn lengi vel var DOS, en núna hafa menn allt í einu saman- burð við tvö 32 bita stýrikerfí, sem eru jafn flókin í uppsetningu og eru frek á minni og í pláss á harða disk- inurri. Notendur hafa horft upp á hina löngu þróunarsögu Unix og ekkert bendir til þess að þróun OS/2 eða Windows NT verði neitt auðveldari. Auk þess hefur Micro- soft þegar tilkynnt að 1994 sé vænt- anlegt enn þá eitt nýtt stýrikerfí, sem hlotið hefur vinnuheitið Cairo. Af fregnum að skilja mun vera um meira að ræða, en bara nýja útgáfu af Windows NT. Unix er búið að ganga í gegn um mikla þróun. Kerfíð er stöðugt og þegar hefur verið opnað fyrir teng- ingar við ýmis önnur stýrikerfi og fleiri tengingar eru væntanlegar. Með þessu er hamrað á nauðsyn þess að tengja ólík kerfi saman. HP með kostaboð Hewlett-Packard í Bandaríkjun- um er með í gangi sérstakt prógram til að hjálpa fyrirtækjum að færa tölvukerfí sitt frá stórtölvunum nið- ur í Unix-tölvukerfí. Reynt er að takast á við fimm helstu vandamál slíkrar tilfærslu, en þau eru að færa ómissandi hugbúnað af stórtölvunni yfir í Unix-umhverfíð, flytja Cobol- forrit yfir í önnur forritunarmál, skipta um viðskiptahugbúnað hjá fyrirtækjunum, tengja Unix-vélbún- að við ómissandi stórtölvuhugbúnað sem útstöð og síðasta atriðið er að endurskrifa hugbúnaðinn frá A til Ö. Ætlun HP er að höggva skörð í hóp IBM-, Unisys-, Bull- og Amda- hl-uppsetninga. Það hefur þegar borið einhvern árangur, en enn þá er helsta vandamál fyrirtækisins sú fullyrðing margra að Unix sé ekki enn þá tilbúið fyrir alvöru slaginn. Hvaða stýrikerfi verður ofan á er erfítt að segja. DOS hefur vissa yfirburði í einfaldleika sínum. 32 bita umhverfið er komið til að vera, en spurningin er bara hvaða stýri- kerfí verður ofan á. Kannski öll, kannski ekkert. ^fíöfundur er tölvuna.rfræðingur. MYNDVÖRPUR OG GLÆRUR ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK - SIMI 607222 -TELEFAX 687295 8,6% Ai sávöxum umlrain vorDbúlu'u SKULDABREF GLITNIS 2-4 ára verðtryggð skuldabréf með fastii ávöxtun til gjalddaga. VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. S44acjH(ins(u bókhaldskerfi fyrir Macintosh-tölvur MacHansa er öflugt bókhaldskerfi sem er notað af meira en 4.000 notendum víða um heim, svo sem í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Englandi, Simbabwe, Ungverjalandi, Rússlandi og Pollandi. Mac Hansa, sem er einstaklega þœgilegt í notkun, é Skr6 Sýsl Spjold Spjoldskró Vmlslegt . i samanstendur af flM I l'«8l l [H.»->1» ulfl) (iijjfjg [tulfaldn] Jjjj, [ Kerfið er hannað sérstaklega fyrir Macintosh og nýt- ir alla eiginleika hins vingjamlega umhverfis, svo sem: Útgáfu og áskrift, prentun á leysiprentara og möguleika á tengingu við töflureikni og ritvinnslu. MacHansa þarfnast ekki mikils diskrýmis og vinnur á öllum Macintosh- Fylglikjal: Skofln Númer [j 1 Fœrsludogs. | 1.1.1992 ] Undlrkeríl | J Tllulsun |LJÓ8rltunarvél Llna Lyklli Efnl TeHtl Debet Kredlt 1 4240 Smééhöld 66273,00 o 2 2173 Sm66höld 16727,00 3 11 10 ’Áv. 002 65000,00 4 Lelðréttlng 6 fylgiskJoll|3 5j 1 1 þremur útg. fjárhags- bókhalds, sölu- og viðskiptamannabók- haldi. ILItWBWagBamHBi l Iilqlsk Jol: Skoön BtinWBBaBflÍgttSÍ'H Númer [1 | Ftersludags. | I.l.lðb2 | Undlrkerfl | Tllulsun LJÓsrltunorvél Lina Lyklll Efnl Tentl Debet Kredlt 1 4240 Sm66höld 60273,00 3 ? 2173 Sm66höld 16727,00 J 3 1110 Áv. 002 65000,00 4 Lelörétt í fylglskJnlil7 1 SlcróöÍ29.4,1992 1 Mlsmunur 0.00| Somtals 85000,00| 65000,00 E tölvum sem em með harðdisk,þ.e. alltfrá Macintosh Plus upp í hina geysiöflugu Macintosh Quadra. ffio * Skr6 Spjoldskró Vmislegt Tlluisun Llno Lyklll Rfturkalla Í8Z $tofna] fiuffalda] X Kllppa Rfrlta Llma Hrelnsa Ueljo ollt KH ilglskjal: Stofna I Sgntehorn M. FJértitqur II9201-9212 , ] 1.1.1992 1 3100 «• i . 46506,00 2 217Í Bókholdsluklll 11414,00 3 1 1 10 T6I ► OaqsetninQ 0,00 4 Gluggor ► Drelflng éstlunor 5 6 Efnlsflokkur * 7 Útreiknaðar fmrslur 8 9 10 Mlsmup t 0,00 Somtols 58000,00 56000,00 I Apple-umboðið Skipholti 21, sími (91) 624 800 Ath, Eigetidur eldri Apple-bókhalds- Appl forrita fa 20°/o afslátt afMacHatisa !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Viðskipti/Atvinnulíf (24.09.1992)
https://timarit.is/issue/125050

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Viðskipti/Atvinnulíf (24.09.1992)

Aðgerðir: