Morgunblaðið - 24.09.1992, Blaðsíða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNHLÍF FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992
Olíumarkaður
Guðmundur W. Vilhjálmsson
OPEC-fundur: Fijálsar hendur?
Flug
Hagnaður
hjáSASá
fyrra miss-
eri ársins
Hagnaður var á rekstri SAS-
flugfélagsins á fyrra misseri
þessa árs en vegna harðnandi
samkeppni og áframhaidandi
"samdráttar í efnahagsiífi iðnríkj-
anna er búist við, að síðara miss-
erið verði erfitt.
Skýrt var frá þessu í Stokkhólmi
fyrir nokkru og var Jan Carlzon,
forstjóri SAS, ánægður með árang-
urinn. Nú nam hagnaður félagsins
fyrstu sex mánuðina rúmlega fimm
milljörðum ÍSK. en á sama tímabili
fyrir ári var tapið hins vegar nærri
11 milljarðar kr. Síðara misserið
er yfirleitt betra fyrir flugfélögin
en Carlzon sagði, að vonir stæðu
aðeins til, að reksturinn stæði þá í
jámum og kenndi um verðstríði á
sumum flugleiðum og miklum flótta
„business class“-farþega yfir í al-
menn sæti vegna efnahagssam-
dráttarins. Þar við bættist síðan
kostnaðurinn við kaupin á Linjeflyg,
sænska innanlandsflugfélaginu,
sem SAS keypti til að styrkja stöðu
sína á sænska heimamarkaðinum.
Forráðamenn SAS vilja fækka
störfum um 500 í kjölfar kaupanna
á Linjeflyg en flugliðar og annað
starfsfólk í Svíþjóð, Noregi og Dan-
mörku hafa efnt til skyndiverkfaila
til að mótmæla því. Starfsmenn
Linjeflygs óttast hins vegar, að
náðst hafi samkomulag á bak við
tjöldin milli SAS og starfsmanna
þess um að láta uppsagnimar bitna
mest á þeim.
Að sögn sérfræðinga er eignar-
haldsfyrirkomulagið hjá SAS helsti
Akkilesarhæll félagsins en það er
að hálfu í eigu ríkissjóða Norður-
landanna þriggja.
Ákvörðun sem tekin var í maí á
fundi OPEC um takmarkaða fram-
leiðslu á þriðja ársfjórðungi þessa
árs var ætlað að hækka verð
OPEC-olíu á fjórða ársfjórðungi
og fyrsta ársfjórðungi næsta árs,
en eins og áður hefur verið skýrt
frá, fer á mánuðunum júlí til sept-
ember fram mikil birgðasöfnun
fyrir veturinn.
Þessi áform hafa að nokkru
bragðist af tveim ástæðum. í
fyrsta lagi hafa OPEC-ríkin í heild
framleitt töluvert fram yfir það
sem ákveðið var og í öðra lagi
komst efnahagsástandið í iðnríkj-
unum ekki í það horf sem var for-
senda útreikninga OPEC-ríkjanna.
Þessvegna er birgðastaða olíu-
markaðarins ekki svo slæm sem
hún hefði annars verið, þótt hún í
heild sé verri en á síðasta ári.
Líklegt var talið að í odda skær-
ist milli írana og Saudi-araba á
OPEC-fundinum 16. þ.m. Rétt fyr-
ir fundinn slógu íranir eign sinni
á þrjár eyjar í Persaflóa, sem fram
til ársins 1971 höfðu verið eign
Sameinaða furstadæmisins, en síð-
an undir sameiginlegri stjórn íran
og Furstadæmanna. Þetta varð til
þess að öryggisráð Persaflóaríkja
var kallað saman, en í því era
Bahrain, Kúveit, Óman, Katar,
Saudi-arabía og Furstadæmin auk
Sýrlands og Egyptalands. Þar var
aðgerðum Irana stranglega mót-
mælt, en íranir svöraðu fullum
hálsi. Þessi deila er óleyst.
En það er fleira sem ber á milli.
í Afganistan berjast súnnítar og
sítar og styðja Iranir og Saudi-
arabar hvorir sinn aðilann og ekki
má gleyma því að í átta ára stríði
írans og íraks studdu Saudi-arabar
ásamt Kúveit íraka með miklum
fjárframlögum. Enn má telja að
bæði ríkin reyna að styrkja áhrif
sín meðal múhameðstrúarþjóða
fyrrum Sovétríkja.
Mikil leynd er jafnan yfir því
sem fram fer á OPEC-fundum, en
þó er ljóst, að íranir lögðu mikla
áherslu á að samstaða næðist um
verðið 21 dollar fyrir olíufatið.
Framan af heyrðist lítið af af-
stöðu Saudi-araba. Báðar þjóðirnar
era stórskuldugar, en töldu hags-
munum sínum best borgið eftir
mismunandi leiðum. íranir vildu
að horfið yrði aftur að kvótaskipt-
ingu sem ákveðin var í júlí 1990,
þ.e. fyrir Persaflóastríðið, og að
þeir fengju fulla hlutdeild í því
magni sem var til skiptanna vegna
útilokunar íraka og Kúveit með
tilliti til aukinnar framleiðslugetu
írans, en það vora Saudi-arabía
og Venesúela, sem einkum hlupu
í skarðið.
Þetta varð til þess að Saudi-
arabar era nú með um 35% af allri
olíusölu OPEC og Venesúela rúm
9%. Alsír og Líbýa studdu einkum
írani. Fyrir fundinn hótuðu íranir
að opna allar gáttir sínar eina viku
í október til að sanna framleiðslu-
getu sína.
Niðurstaða OPEC-fundarins var
í raun ákvörðun um að halda öllu
óbreyttu frá því sem nú er, þ.e.
hvert ríki framleiddi eins og það
gerði í ágúst sl., en Kúveit myndi
auka heildarmagnið um 300.000
tunnur á dag, en það er sú fram-
leiðsluaukning, ^ sem Kúveitar
vænta hjá sér. Iranir mótmæltu
þessari niðurstöðu og hafa hafnað
aðild sinni að samkomulaginu.
Hvaða áhrif hefur þessi niðurstaða
svo á olíuverð?
Vegna minni olíuframleiðslu í
Bandaríkjunum og minni útflutn-
ings frá Sovétríkjunum verður
meiri þörf á olíu frá OPEC og er
hún áætluð 25-25,5 MT/D á þriðja
ársfjórðungi 1992 en yfir 26 MT/D
á fyrsta ársfjórðungi 1993.
Með auknu magni frá Kúveit
verður skv. ákvörðun OPEC-fund-
arins afhent magn frá OPEC 24,6
UT/D en birgðir eiga að brúa bil-
ið. Að sjálfsögðu era áætlanir um
olíuþörf mjög ónákvæmar og getur
þörfin verið töluvert önnur en
áætlað er. Eins eru birgðatölur
ónákvæmar. Þó er ljóst að olíu-
kaupmenn hafa farið varlega í að
birgja sig upp með hitunarolíu þar
sem þeir hafa sl. 2-3 ár setið uppi
með miklar birgðir eftir veturinn
vegna góðs árferðis. OPEC-fund-
urinn gerði ekki ráð fýrir neinum
útflutningi frá írak á þessu ári,
en á fundi í nóvember á að fjalla
um framleiðslu á fyrsta ársfjórð-
ungi næsta árs.
Ef þörf verður fyrir meiri olíu
frá OPEC en þau ríki framleiða
nú, má búast við að þau auki fram-
leiðslu sína eftir getu og reynir þá
á, hvort íran getur framleitt það
magn sem íranir hafa lýst yfir að
þeir geti framleitt. Ekki má búast
við að neinar OPEC-ákvarðanir
hamli framleiðslu þá frekar en
verið hefur.
Brestur er kominn í OPEC.
Ekvador, sem er ekki mikilvægt
olíuframleiðsluríki, en framleiðsla
þar er um 290.000 T/D eða um
1,2% af heildarframleiðslu OPEC,
telur nú nauðsynlegt að selja meiri
olíu en OPEC heimilar. Þá telja
Ekvadormenn verana í OPEC allt
of dýra, en Ekvuador greiðir um
fjórar milljónir dollara á ári til
ÓPEC-samtakanna, en ríkin greiða
ekki samtökunum í hlutfalli við
framleiðslu sína, enda hafa ríkin
13 sama atkvæðarétt, þó að í raun
sé gildi atkvæða misvægt þegar á
hólminn er komið, þ.e.a.s. ákvarð-
anir eru ekki teknar í trássi við
stóra framleiðenduma. Forseti
Ekvador, Sixto Duran Ballen, lét
olíumálaráðherra sinn tilkynna
OPEC úrsögn ríkis síns á fundin-
um, en Ekvuador mun sækja um
aukaaðild. Ekki er hægt að segja
hvort fleiri ríki fylgi á eftir, en þó
kann svo að fara að fleiri ríki telji
hag sínum betur borgið utan OPEC
en innan. Venesúela, Indónesía og
Nígería munu hafa sett spurning-
armerki við vera sína í OPEC.
Olíusérfræðingar velta nú fyrir
sér hvaða ástand myndi skapast
ef OPEC hættir og telja þeir, að
það myndi leiða til stöðugt meiri
sveiflna. Þrátt fyrir það að ákvarð-
anir og aðgerðir OPEC hafi stund-
um þótt ósamræmdar, þá hafi
OPEC virkað sem nokkurs konar
hraðahindrun, sem komið hafí í veg
fyrir allsherjar ringulreið með
verðsveiflum og óstöðugleika, sem
myndi valda miklum traflunum á
efnahagskerfí heimsins. Þannig
telja sumir að tilvist OPEC hafí
verið blessun!
Sennilegt er að ef þörf er meiri
olíu frá OPEC en sem svarar fram-
leiðsluáætlun, þá verði hún fram-
leidd í vetur, ef geta er til.
Verði framleiðslan þannig meiri
er erfítt að sjá fyrir hvort OPEC
tekst að fyriskipa samdrátt í fram-
leiðslu að loknum vetri er olíunotk-
un minnkar. Þá hlýtur að koma
að því að írökum opnist leið til
útflutnings. Verði það á þeim tíma
árs sem minni olíunotkun er, verð-
ur það hlutverk OPEC að skipta
niður kvóta allt að því óleysanlegt.
Má þá búast við samkeppni OPEC-
ríkja og verðfalli.
TROOPER A AFMiELISVEROI
Brátt lýkur vel hejipnuðu
afmælisári Isuzu á Islandi.
Allt þetta ár hafa Isuzu Trooper
jeppar verih á sérstöku afmæhstilboöi.
M ern aðeinsf
eftir á þessnm
sérstökn kjörnm.
Trooper '92 afinœlistilboð:
A 2.480.000 kr. stgr. *
uk þess eigum viö þrjá
sjálfskipta Trooper LS
bíla eftir. _
IVjóttu góðs af afmælisárinu
- eignastu Trooper '92 á einstöku veröi
*Ryðvörn og skráning innifalin ( verði.
200 þnsind kr. afmælisafsláttnr
• STAÐLAÐUR BUNAÐUR:
Aflstýri - Samlœsingar - Rafdrifnar
rúðuvindur - Hœðarstillingar á bílstjórasœti - Rafhituð framsœli -
Þvottasprauta á aðalljósum - Þokuluktir - Spilgrind -
Utvarp / Kasettutœki - Hallamœlir - Hœðarmœlir -
Hitamœlir (úti/inni) - Brettaútvíkkanir - Sæti fyrir sjö manns.
Isnzu -10 ár á Islandi.
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 634000, 634050