Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.09.1992, Qupperneq 12
VIÐSKIPri AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1992 VZterkur og Ll hagkvæmur auglýsingamiöill! IllftfgpittlFlafrifr Auglýsingar Fólk nýtur þess að kaupa en vill ekki láta selja sér GAMLA máltækið um að spara aurinn og kasta krónunni er auð- veldlega hægt að heimfæra upp á þá stjórnendur fyrirtækja sem draga saman seglin í auglýsingum þegar ilia árar, hætta viðskipt- um við auglýsingafyrirtæki og hyggjast gera hlutina sjálfir. Áhættan er mikil og töluverðar líkur á að slíkur „spamaður" muni, þegar upp er staðið, kosta viðkomandi meira en viðskiptin við auglýsingastofuna. Þetta er álit Toms Monahan, bandaríska auglýsingamannsins, sem staddur var hér á landi í síðustu viku til að halda vinnunámskeið og fyrirlestra fyrir íslenskt auglýsinga- fólk. Tom Monahan er einn af eigend- um auglýsingastofunnar Leonard, Monahan, Lubars og Kelly í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið sem textagerðarmaður og stjórn- andi í faginu í yfír tuttugu ár og hefur á ferlinum unnið til allra helstu verðlauna sem veitt eru fyr- ir framúrskarandi auglýsingar í Bandaríkjunum. Þegar illa árar efnahagslega er mjög freistandi fyrir stjórnendur fyrirtækja að draga úr kostnaði við auglýsingar með því að vinna þær innanhúss frekar en að leita til auglýsingastofa. Monahan sagði að þeir sem færu þá leiðina í sparn- aði gerðu sér yfirleitt grein fyrir því síðar að þarna væri röng stefna tekin. „Kostnaður við þjónustu auglýsingastofu er mun minni en kostnaður af mistökum í markaðs- setningu getur orðið. Áhættan er hreinlega of mikil.“ Monahan sagði það vera mjög algeng mistök hjá fyrirtækjum að ætla að spara kostnað við sérfræðiþjónustu og langt frá því að slíkt einskorðaðist við þessa atvinnugrein. „Auglýsendur þurfa að sýna umboðsmönnum sínum traust og fara eftir sérfræðingum í sam- bandi við auglýsingar. Fljótlega eiga þeir að sjá mun á markaðsað- gerðum sínum og gildi þeirra breytinga sem auglýsingastofum- ar innleiða,“ sagði Monahan. Eitt skýrasta dæmi um þá yfír- burði sem sérfræðingar hafa um- fram viðvaningana er að mati Monahans yfírburðir bandaríska körfuboltalandsliðsins, „dream team" á síðustu Ólympíuleikum. „Þeir sýndu svo ekki verður um villst að sérfræðingar, eða atvinnu- Tom Monahan, menn, eru á öðru plani en áhuga- mennimir. Með þessu er ég þó ekki að segja að á auglýsingastof- um eigi menn ekki að hlusta á eða taka tillit til óska viðskiptavinar- ins. Hins vegar eiga samskiptin að bera þess vitni hverjir eru sér- fræðingamir. Maður sem kaupir þjónustu læknis eða lögfræðings hlustar á ráðleggingar og leiðbein- ingar viðkomandi og sér að skyn- samlegt er að fara eftir þeim. Auglýsingastofur em þjónustufyr- irtæki þar sem starfsmenn þjóna fólki best með því að láta sérfræði- þekkingu sína njóta sín. Þá þekk- ingu á síðan að nota til að vinna úr þeirri staðreynd að fólk nýtur þess að kaupa, en er illa við að láta selja sér. Þá fær það á tilfínn- inguna að verið sé að plata það til að kaupa eitthvað sem það hefur ekki þörf fyrir og jafnvel vill ekki.“ Monahan sagðist stundum hafa stofnað viðskiptasamböndum í hættu með því að segja við viðkom- andi að hann gæti ekki aðstoðað með sérfræðiþekkingu sinni nema því aðeins að á hann væri hlustað og farið eftir því sem hann legði til. Monahan sagði of margar aug- lýsingaskrifstofur falla í þá gryfju, sérstaklega með stóra viðskipta- vini, að segja aðeins.það sem fellur í kramið hverju sinni til þess að fæla ekki viðskiptavininn frá. „Ég tel að þetta virki þveröfugt, því þegar erfíðleikar koma upp á yfír- borðið er spurt: Af hveiju sáuð þið þetta ekki fyrir? Góð auglýsinga- stofa kemur hreint til dyranna og gefur upp stöðuna eins og hún er.“ „Auglýsingagerð samanstendur af mörgum þáttum, en venjulega sér fólk bara sjálfa afurðina og dæmir hana. Það er hins vegar svo miklu meira sem liggur þarna að baki, en þó má segja að það sem nær athygli fólks sé í raun aðalmál- ið og því það sem auglýsingagerð snýst um þegar upp er staðið. Auglýsingin sjálf er þannig aðalat- riðið. Stund sannleikans rennur upp þegar auglýsingin birtist, þ.e. hvort maður er með í höndunum eitthvað sem slær í gegn. Það er hægt að vinna allt rétt við undir- búninginn og kynninguna, skilja óskir viðskiptavinarins rétt, vinna dreifinguna vel og vera með góðar umbúðir. Síðan getur auglýsingin sjálf klikkað einhverra hluta vegna og þá er allt unnið fyrir gíg,“ sagði Monahan. Hann sagði að sum fyrirtæki, aðallega þau sem væru óvön að notfæra sér þjónustu auglýsinga- stofa, vildu vita nákvæmlega hvað þau fengju í staðinn fyrir útlagðan kostnað. „Það sem gerir þetta starf í raun svo áhugavert er að þessar upplýsingar er ekki hægt að gefa fyrirfram. Það er ekkert öryggi og engar vísindalegar forsendur sem liggja að baki vel heppnaðrí auglýs- ingaherferð." Fólk Umdæmis- útibússljórar hjá Landsbanka Vegna nýs umdæmaskipulags á útibúakerfi Landsbankans hafa ver- ið ráðnir þrír umdæmisútibússtjórar á höfuðborgarsvæðinu. Ráðningar- tími þeirra er 2 ár frá 15. septem- ber 1992 að telja. Þá hefur verið ráðinn útibússtjóri bankans á Egils- stöðum. MÁRNI Jónsson hefur verið ráðinn umdæmisútibú- stjóri við útibú bankans í Breið- holti. Árni er fæddur 24. maí 1929. Hann hóf störf í Landsbank- anum árið 1957 og starfaði í lána- deild til 1959. Árið 1974 var Ámi síðan ráðinn skrifstofustjóri í afurð- alánadeild þar sem hann starfaði til ársins 1980 þegar hann var ráðinn útibústjóri í Vegamótaúti- búi. MKARL Hall- björnsson hefur verið ráðinn um- dæmisútibússtjóri við aðalbanka, Austurstræti 11. Karl Árni Þorkell Karl er fæddur 2. ágúst 1935. Hann hóf störf hjá Landsbankanum árið 1956 í innheimtudeild. Hann varð deildarstjóri í Austurbæjar- útibúi 1972 ög var síðan ráðinn útibússtjóri við Miklubrautarútibú I. maí 1982. MÞORKELL Magnússon hef- ur verið ráðinn umdæmisútibú- stjóri við Aust- urbæjarútibú. Þorkell er fædd- ur 28. mars 1925. Hann hóf störf hjá Lands- bankanum árið 1946 í aðalbanka. Árið 1967 færði hann sig yfír í Austurbæjarútibú og var ráðinn útibústjóri þar 1. jan- úar 1972. Þorkell gegndi því starfí til 1. maí 1976 og aftur frá 14. júlí 1978. MVIGFÚS Ólafs- son hefur verið ráðinn útibússtjóri við útibú bankans á Egilsstöðum. Vigfús er fæddur II. júní 1938. Hann hóf störf hjá Landsbankanum árið 1973 við úti- búið á Eskifirði. Árið 1974 var hann ráðinn að af- greiðslu bankans á Reyðarfirði og varð forstöðumaður þar 1. janúar 1980. Vigfús Kvikmyndaiðnaður Polygram kaupir meiri- hluta ílnterscope TERI8T hafa samningar um að Polygram NV kaupi 51% hlut í Int- erscope Communications, en síðamefnda félagið er sjálfstæður kvik- myndaframleiðandi sem átt hefur mikilli velgengni að fagna á liðnum árum. Samningurinn felur í sér að Poly- gram greiðir 35 milljónir dollara fyr- ir þennan hlut í félaginu og ótil- greinda þjónustu frá eigendum Inter- scope, stjómarformanninum Ted Fi- eld og forstjóranum Robert Cort. Interscope er þekkt fyrir fram- leiðslu kvikmynda svo sem „Cock- tail“ og „Three Men And a Baby“ sem urðu mjög vinsælar en voru ekki dýrar í framleiðslu. Nýjasta mynd félagsins er „The Hand That Rocks the Cradle" og hefur hún einn- ig notið talsverðra vinsælda. Polygram, sem er að 80% hluta í eigu Philips Electronics NV,_er einna þekktast fyrir plötuútgáfu. Á síðustu árum hefur félagið þó fjárfest nokk- uð innan kvikmyndaiðnaðarins. Með- al annars hefur Polygram keypt hlut í Propaganda Films, fyrirtæki Sigur- jóns Sighvatssonar, og Working Title Films en bæði þessi félög eru í hópi virtari sjálfstæðra framleiðenda. Uppboðsmarkaður fyrir ríkisvíxla í augsýn Ákveðin þáttaskil eru nú að verða á fjármögnum ríkissjóðs hér innanlands. Síðari hluta okt- óbermánaðar verður í fyrsta sinn útboð á stöðluðum ríkisvíxlum til þriggja mánaða og þaðan í frá er gert ráð fyrir að ríkisvíxlar verði boðnir út mánaðarlega. Jafnframt hefur verið ákveðið að sölu á óstöðluðum víxlum verði smám saman hætt fram til ára- móta. í vetur er síðan fyrirhugað að hefja söiu á spariskírteinum með sama fyrirkomulagi, sér- staklega á heildsölumarkaði. Góð reynsla virðist hafa skapast af útboðum ríkisins á ríkisbréfum sem eru til sex mánaða og hefur náðst að selja slík bréf fyrir 2 milljarða í fjórum útboðum á þessu ári. Þessar fyrirhuguðu breytingar á sölu ríkisvíxla verða á sama tíma og yfirdráttarheimildir ríkis- sjóðs hjá Seðlabanka eru veru- lega takmarkaðar. Fjármálaráðu- neytið hefur gert samning við Seðlabankann um að ríkissjóði sé einungis heimilt að yfirdraga 3 milljarða á viðskiptareikningi sínum hjá bankanum á þessu ári. Á næsta ári er síðan stefnt að því að yfirdráttur ríkisins hjá Seðlabankanum verði afnuminn. Fari svo að vextir spariskír- teina, ríkisbréfa eða ríkisvíxla ráðist eingöngu af markaðsað- stæðum mun afkoma ríkissjóðs endurspeglast í vaxtastiginu frá einum tíma til annars. Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins, bendir á að ríkið geti þannig ekki lengur leit- að til Seðlabankans um fyrir- greiðslu eins og verið hafi. Það verði síðan hlutverk Seðlabank- ans að sjá til þess að vaxtastigið sveiflist ekki óeðlilega mikið með ýmiss konar aðgerðum. Þannig muni bankinn smám saman fá sama hlutverk og seðlabankar annarra landa. Aðstæður fyrir ríkissjóð um þessar mundir til að ráðast í út- boð á ríkisvíxlum virðast fremur hagstæðar. Lausafjárstaða banka og sparisjóða er býsna góð þannig að ekki þarf að ótt- ast vaxtahækkun vegna sölu víxl- anna. Um síðustu mánaðamót var lausafjárstaðan rúmir 20 milljarðar en þar af áttu þessar stofnanir 14,3 milljarða í ríkisvíxl- um. Þá dregur jafnan úr fjárþörf ríkissjóðs síðari hluta ársins og átti hann t.d. um 2 milljarða í innstæðu hjá Seðlabankanum um síðustu mánaðamót. Má í því sambandi nefna að útistandandi ríkisvíxlar og ríkisbréf nema alls um 18 milljörðum um þessar mundir. Þetta mun hafa talsverðar breytingar í för með sér fyrir banka og sparisjóöi sem hafa átt þess kost að kaupa og selja ríkis- víxla hjá Seðlabankanum. Þeir verða nú að kaupa víxlana á upp- boði og selja þá síðan gegnum Verðbréfaþing þannig að ætla má að innleiða verði ný vinnu- brögð hjá fjárreiðudeildum bank- anna. Ríkið er hér að nálgast pen- ingamálin með sama hætti og tíðkast meðal nágrannaþjóða okkar. Sala ríkisbréfa á uppboðs- markaði mun þýða að vextir í landinu ráðast í ríkari mæli en áður af markaðsaðstæðum hverju sinni. Eftir stendur hins vegar sú spurning hversu fyrir- ferðarmikið ríkið verður á inn- lendum markaði og að hve miklu leyti það leitar á erlendan mark- að. Fjárþörf ríkisins mun t.a.m. aukast um 4-5 milljarða á þessu ári vegna aukins rekstrarhalla. Það verður í höndum fjármála- ráðherra að ákveða að hve miklu leyti hallanum verður mætt á inn- lendum lánamarkaði eða hvort erlendra lána verður aflað. KB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.