Morgunblaðið - 30.09.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1992 Sj ávarútvegxir- inn og framtíðin eftir Össur Skarphéðinsson Afkoma bæði botnfiskveiða og -vinnslu er um þessir mundir óvið- unandi og sú framtíð sem við blasir lofar ekki góðu. Þjóðhagsstofnun telur að greinin í heild sé rekin með halla sem nemur 1,4 af hundraði. í raun er þó staðan þyngri. í lok síð- asta árs samþykkti Alþingi lög um tímabundna stöðvun á inngreiðslum í Verðjöfnunarsjóð og í vor sam- þykkti þingið jafnframt lög sem heimiluðu greiðslu á hlutdeild þeirra fyrirtækja sem áttu inneign í sjóðun- um til að mæta vanskilum þeirra og draga þannig úr óhóflegri vaxta- byrði. Þessi tímabundna ráðstöfun bætti afkomu greinarinnar á þessu ári um 4 af hundraði, þannig að tapið er meira sem því nemur. Eini þáttur greinarinnar sem býr við góða afkomu eru frystitogararn- ir sem Þjóðhagsstofnun metur að séu reknir með hagnaði sem nemur næstum 11 af hundraði. Séu frysti- togararnir undanskildir stappar nærri að heildartap greinarinnar sé um 8 af hundraði, sé reiknað út frá tölum stofnunarinnar. í raun er þó dæmið dekkra. Inn- lendar skuldir greinarinnar losa 30 milljarða. í hörðu ári eins og nú aukast vanskil þeirra fyrst. Fyrir- tækin reyna því að fleyta sér í aukn- um mæli með skammtímaiánum og afleiðingin verður sú að innlendir vextir og dráttarvextir vega mun meira í heildarbyrðinni en ella. Raunverulegir greiðsluvextir sjáv- arútvegsins eru því eitthvað hærri en Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir í útreikningum sínum. Að teknu til- liti til þessa og að frátöldum frysti- togurunum er ekki ólíklegt að tap á rekstri sjávarútvegsins í dag sé milli 9 og 10 af hundraði. Hins vegar gefa meðaltöl ekki góða mynd af stöðunni. Mikill minni- hluti fyrirtækjanna er með yfirgnæf- andi hluta tapsins. Þrír fjórðu hlutar þess í dag liggja til að mynda hjá 40 af hundraði fyrirtækjanna, sem leggja ekki til nema um 35 af hundr- aði allrar framleiðslunnar. í þessu liggur ef til vill kjarni vandans; óhag- kvæmnin liggur í tiltölulega litlum hluta fyrirtækjanna. Ríkisstjórnin: vextir og gengi Sá misskilningur er uppi að þau umskipti sem hafa orðið á högum „Mótshaldarar hafa sýnt mikinn skilning á erfiðri stöðu okkar í fjár- málum til ríkisframkvæmda, með því að fresta mótinu um eitt ár, frá ’93 til ’94. Nú ætlum við að standa við okkar hlut í þessu máli og lag- færa aðalvöllinn svo mótið geti far- ið fram,“ sagði Ólafur ennfremur. Ólafur sagðist leggja áherslu á að allar framkvæmdir á Laugarvatni nýttust fyrir skólahaldið á staðnum, það væri því ekki verið að fara í stórar framkvæmdir fyrir þá fáu daga sem mótið stæði. Ummæli menntamálaráðherrans greinarinnar eigi rætur að rekja til stefnu núverandi ríkisstjómar í vaxta- og gengismálum. En sé sú staðhæfing skoðuð hleypidómalaust er niðurstaðan allt önnur. Raungengið mætti að sönnu vera lægra miðað við stöðu greinarinnar. Hitt er þó staðreynd, að á mæli- kvarða verðlags er raungengi í dag að vísu ívið hærra en að meðaltali á árunum 1980 til 1992, en munur- inn er þó ekki nema 1,7 af hund- raði. Sé miðað við árið 1987 er það 3,3 af hundraði lægra núna, og 8 af hundraði lægra en 1988. Munur- inn er enn meiri sé mælikvarði launa notaður. Þessar staðreyndir gefa fráleitt tilefni til að saka gengis- stefnu þessarar ríkisstjórnar um þau snöggu umskipti sem eru að verða á högum greinarinnar. Þess er líka að geta að um þessar mundir er fyrir tilstilli stjómvalda búið að skapa þannig skilyrði í verðlagsmál- um innanlands að verðbólga er lægri en í samkeppnislöndunum. Standist verðbólguspár er líklegt að þegar kjarasamningar verða úti í mars 1993 verði raungengið af þeim sök- um 2 af hundraði lægra en það er núna. Séu vextirnir skoðaðir kemur í ljós að á gengistryggðum lánum hafa raunvextir lækkað síðustu tvö ár og nýjustu teikn benda til að sú þróun haldi áfram. Þar eð um 65 af hundraði nettóskulda sjávarút- vegsins eru gengistryggð skiptir þetta miklu máli. Vextir verð- tryggðra innlendra lána hafa jafn- framt lækkað síðan í fyrra en eru 0,6 af hundraði hærri en 1990. Raunvextir af öðrum lánum hafa hækkað örlítið frá síðasta ári. Yfír heildina metur Þjóðhagsstofnun það svo að raunvextir greinarinnar séu 6 af hundraði, en eins og fyrr segir er líklegt að vaxandi erfiðleikar hafi hækkað greiðsluvextina umfram það. Þetta sýnir hins vegar að ríkis- stjómin verður ekki sökuð um að hafa hagað stefnu sinni um vexti og gengi með þeim hætti að það skýri þá umbreytingu sem er að verða á högum greinarinnar. Minnkandi afli Höfuðorsakir vandans em tvær. í fyrsta lagi hefur aflinn minnkað vemlega. Minni veiðiheimildir síð- ustu þriggja ára hafa leitt til versn- andi afkomu sem nemur 4 af hund- raði. Það þýðir að værum við Islend- hafa glætt vonir manna um að Landsmótið geti farið fram með þeirri aðstöðu sem stefnt hefur ver- ið að, og frestun mótsins miðaði að. Nokkur óvissa hefur verið um úndirritun samnings um afnot mótsins af mannvirkjum á Laugar- vatni. Hefur málið einkum snúist um fijálsíþróttavöllinn sem til stendur að lagfæra. Vilja mótshald- arar tryggja að hann verði tilbúinn í tækja tíð svo þeir geti hafið undir- búning mótsins að fullu. Með þess- ari yfirlýsingu ráðherra ætti sú óvissa að hverfa. Kári. ingar að veiða sama aflamagn og 1989 væri greinin rekin með hagn- aði í ár. Minni afli hefur leitt til minnkandi framlegðar, sem veldur aftur vaxandi erfiðleikum með að standa í skilum með afborganir af lánum, og þannig sogar aflaminnk- unin greinina inn í hringiðu sem erfitt er að sleppa frá. Botnfiskveiðarnar eru í dag reikn- ar með tapi sem nemur 6,8 af hundr- aði, og það er sérstaklega fróðlegt að skoða hvaða áhrif minnkandi afli hefur haft á þær. Þá kemur í ljós að frá 1989 hefur aflaminnkunin ein rýrt afkomu botnfiskveiðanna um hvorki meira né minna en 8-9 af hundraði miðað við áætlaðan afla 1993. Þar af svarar áætlaður sam- dráttur milli áranna 1992 og 1993 til tveggja af hundraði. Það þýðir einfaldlega að væru íslendingar í dag að veiða sama magn og 1989 væru botnfiskveiðar í dag reknar með nokkrum hagnaði. Þannig er ljóst að samdráttur í afla hefur haft úrslitaþýðingu fyrir botn- fiskveiðarnar og öðru fremur leitt þær í núverandi ógöngur. Það er hins vegar ekki hægt að saka ríkis- stjórnina um minnkandi afla. Hún er að sönnu máttug, en hefur þó ekki ennþá náð valdi á tímgun fiska og vexti í sjónum. Offjárfesting í öðru lagi stafar svo vandi sjáv- arútvegsins af óhóflegum skulda- klyfjum sem offjárfesting síðasta áratugar hefur bundið greininni. í dag eru heildarskuldir sjávarútvegs- ins um 95 milljarðar, en útflutnings- tekjur greinarinnar eru hins vegar ekki nema um 75 milljarðar á ári. I venjulegum rekstri er það talið hættumerki ef skuldir ná því að verða jafnmiklar og árstekjurnar. Af þeim sjónarhóli er auðvitað ljóst að greinin er komin langt út yfir hættumörkin. Það er út af fyrir sig auðvelt að skoða hvemig skuldsetningin hefur þróast síðustu árin. í árslok 1987 voru skuldirnar 45,7 milljarðar. Framreiknaðar til 1992 og miðað við að ekkert hefði verið af þeim greitt ættu þær miðað við þróun lánskjaravísitölu að vera í dag um 77 milljarðar. Þær eru hins vegar kringum 95 milljarðar. Skuldirnar hafa aukist um heila 1_8 milljarða að raunvirði síðan 1987. Á þeim tíma hófst að vísu frystiskipavæðingin fyrir alvöru, og fram til 1992 var 8,5 milljörðum varið til kaupa á þeim. Sé sú upphæð dregin frá blas- ir eigi að síður við að frá árslokum 1987 hefur sjávarútvegurinn bætt við sig skuldum upp á tíu milljarða, eða meir en 2 milljörðum á ári. Offjárfestingin birtist í því að það eru of mörg skip að veiða allt of fá tonn og of margar vinnslustöðvar að vinna of lítinn afla. Kostnaðurinn við að sækja og vinna hráefnið hefur því smám saman aukist og framlegð- in til að greiða afborganir og vexti að sama skapi minnkað. Aflasam- drátturinn hefur svo hraðað þessari þróun. Að óbreyttri skuldastöðu og miðað við spár um afla næstu ára er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að í rauninni sé búið að byggja varanlegan taprekstur inn í kerfið sem að óbreyttu getur ekki endað nema á einn veg. Óneitanlega vekur því nokkra undrun þegar því er vísað á bug sem „fráleitri villukenningu" að offjár- festing eigi einhveija sök á vanda greinarinnar. En það gerði ráðherra sjávarútvegsmála á aðalfundi Sam- taka fískvinnslustöðva fyrr í mánuð- inum. Ráðherrann byggði þennan skilning sinn á þróun síðustu þriggja ára, og fjárfestingu síðasta árs sér- staklega. Það var hins vegar óheppi- leg viðmiðun. Fjárfesting síðasta árs var nefnilega miklu minni en hún hefur nokkru sinni verið síðasta ára- tug, og á föstu verðlagi næstum Össur Skarphéðinsson „Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gegn- ir jafnframt lykilhlut- verki í endurreisn greinarinnar. Fjár- magnskostnaður mun þá verða sambærilegur og í helstu samkeppnis- löndunum, en jafnframt mun greinin eiga kost á mörkuðum fyrir nýjar afurðir sem munu skila talsvert meiri tekjum án þess að að afli auk- ist.“ þrisvar sinnum minni en þegar hún var mest, árið 1988. Sömuleiðis snarminnkuðu fjárfestingar strax eftir að samdráttur hófst 1989 og því afar misvísandi að nota þau ár sem einhveija viðmiðun. Þetta sést ef skoðaðar eru fjárfestingar í grein- inni á þriggja ára tímabilinu frá 1989 til og með 1991 og þær born- ar saman við þrjú árin þar á undan. Á síðara tímabilinu voru fjárfesting- ar í greininni — að frystitogurum frátöldum — 9,3 milljarðar á verð- lagi þessa árs, eða að meðaltali um 3,1 milljarður á ári. En tímabilið á undan, 1986 til og með 1988, voru fjárfestingarnar á sama kvarða 2,5 sinnum meiri, eða næstum 8 millj- arðar að meðaltali á ári. Fjárfesting síðasta árs eða þróun síðustu þriggja ára segja því ekki til um hvort greinin eigi í vanda vegna offjárfestingar og gefa ekki tilefni til þeirrar fullyrðingar sem sjávarútvegsráðherra setti fram á aðalfundi SF. Það er einfaldlega staðreynd, að kreppa greinarinnar á að hluta rætur að rekja til óhóflegr- ar skuldsetningar sem þróaðist fram allan síðasta áratug, og baggar verst settu fyrirtækjanna voru bundnir þá. Á þeim tíma var fjárfest í veiði- og vinnslugetu sem er umfram afrakst- ursgetu veiðistofnana. Slíka fjárfest- ingu er auðvitað ekki hægt að kalla annað en offjárfestingu. Lausnir Nú eru skuldir greinarinnar um 20 milljörðum umfram það sem hún ber. Stór hluti þessara skulda liggur hjá tiltölulega fáum fyrirtækjum, og því hafa menn freistast til að íhuga þá lausn að þleypa þeim einfaldlega í gjaldþrot. í einu vetfangi væri þá skorinn burt umtalsverður hluti af skuldum greinarinnar, sem ætti þá betur með að takast á við framtíð- ina. En leysir það vandann? Það er allsendis óvíst. Gjaldþrot verða að sönnu ekki umflúin, en það er hins vegar ekki hægt að „hreinsa" greinina með gjaldþrotum af þeirri ástæðu að bankar og lánastofnanir bera ekki slíkar afskriftir. Slík að- gerð myndi samhliða svipta burt því stoðkerfí sem felst í þjónustu banka og lánastofnana, og vitaskuld skapa þvílíka brimöldu í atvinnulífi þjóðar- innar að fátt stæðist. Gjaldþrot í sjávarútvegi mega hvorki verða svo mikil að vöxtum Landsmót UMFÍ Aðstaðan verður tilbúin í tæka tíð - segir menntamálaráðherra Laugarvatni. GÓÐAR líkur eru nú á að næsta Landsmót UMFI, sem áætlað er að fari fram á Laugarvatni sumarið 1994, fari fram á tilsettum tíma. „Ég mun beita mér fyrir því að aðstaðan á Laugarvatni verði tilbúin í tæka tíð fyrir Landsmótið,“ sagði Ólafur G. Einarsson ménntamála- ráðherra þegar hann var á ferð á Laugarvatni á dögunum að skoða mannvirki og aðstöðu skólanna. að bankarnir kikni né að þeir neyð- ist til að grípa til gagnráðstafana í formi vaxtahækkana, sem myndu aftur hrinda enn fleiri fyrirtækjum fyrir ætternisstapa. Á hitt má þó benda, að aðild að EES mun gera bönkunum erfíðara fyrir að mæta töpum með hækkun á vöxtum. í stað grisjunar með gjaldþrotum virð- ist mun skynsamari leið felast í því að létta greiðslubyrði fyrirtækjanna með því að lengja lán þeirra og skapa þannig ráðrúm fyrir þau til að laga sig að minni afla með samruna, annarri hagræðingu og breyttri framleiðslu. Samhliða er rétt að taka upp markaðsskráningu á gengi, sem væntanlega myndi aðlaga gengis- skráninguna nær þörfum greinar- innar, án þess að um kollsteypur verði að ræða. Varðandi gengið er sömuleiðis mjög mikilvægt að stjórn- völd hafí áfram forystu um að halda verðbólgunni lægri en í samkeppni- slöndunum, þannig að raungenginu verði af þeim sökum þrýst niður frá því sem nú er.. Aðild að Evrópska efnahagssvæð- inu gegnir jafnframt lykilhlutverki í endurreisn greinarinnar. Fjár- magnskostnaður mun þá verða sam- bærilegur og í helstu samkeppni- slöndunum, en jafnframt mun grein- in eiga kost á mörkuðum fyrir nýjar afurðir, sem munu skila talsvert meiri tekjum, án þess að afli aukist. Sömuleiðis er nauðsynlegt að kanna hvort ekki sé hægt að nýta umframgetu vinnslunnar í landinu og skapa aukna atvinnu með því að feta í fótspor Færeyinga og Græn- lendinga og gera samninga við Rússa til nokkurra ára um kaup á óunnum þorski úr Barentshafí. En þar er nú spáð ótrúlegri veiðiaukn- ingu á næstu árum og því ætti að vera hægt að ná viðunandi samning- um. í núverandi stöðu virðist líka skynsamlegt að kanna hvort fjár- málastofnanir og fyrirtæki í sjávar- útvegi gætu ekki í sameiningu unnið að stofnun vinnslu- og útgerðarfyrir- tækja í fjarlægum löndum, þar sem vitað er að hægt er að afla veiðiheim- ilda. Þannig mætti nota skip og tæki sem í dag eru án verkefna hér á landi. Til að mynda kæmi til greina að breyta úreldingarhlutverki Ha- græðingarsjóðs í þá veru að sérstök umbun væri veitt þeim fyrirtækjum sem tækju skip úr veiðum hér við land og færu með þau til veiða á erlendum hafsvæðum. Fækkun eininga Framtíð greinarinnar verður þó aldrei tryggð fyrr en undið er ofan af þeirri offjárfestingu sem er til staðar í greininni. Heilbrigður rekst- ur verður aldrei að veruleika nema gott jafnvægi sé milli annars vegar veiði- og vinnslugetunnar og hins vegar hráefnisins sem er aflað og unnið. Um þetta sjónarmið virðist ríkja skilningur án tillits til stjórnmála- skoðana. Kristín Ástgeirsdóttir, for- maðúr þingflokks Kvennalistans, hefur sagt í grein hér í blaðinu að fækka verði fyrirtækjum í sjávarút- vegi „.. . þannig að einhver þeirra standist hretið". Jóhann Ársælsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, tók sömuleiðis undir það í þingræðu að vinnsluget- an væri of mikil í fiskvinnslunni og taldi rétt að fækka einingum. Svipuð viðhorf hafa komið fram hjá einstök- um þingmönnum Framsóknarflokks- ins. Væntanlega verður ekki komist hjá því að fækkunin eigi sér stað með einhverjum gjaldþrotum. En af hálfu stjórnvalda, banka og lána- stofnana þarf að hvetja til hennar með því að örva samruna fyrirtækja. Þetta væri hægt að gera með því að umbuna þeim fyrirtækjum sem hagræða, hvort heldur það gerist með samruna eða annars konar að- gerðum í formi lengri lána en ella eða jafnvel hóflegra afskrifta á hluta skuldanna. Með því gætu bankarnir hugsanlega sloppið með minni skell o g aðlögun greinarinnar að breyttum aðstæðum yrði auðveldari. Höfundur er formaóur þingflokks Alþýðuflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.