Morgunblaðið - 30.09.1992, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1992
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1992
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Einkavæðing í
Sviþjóð
egar ríkisstjórn Carls Bildts, for-
Lí manns Hægri flokksins, tók við
voldum í Svíþjóð fyrir tæplega ári
var eitt helsta markmið hennar að
draga úr hlutdeild ríkisins í sænsku
atvinnulífi, enda er sú hlutdeild með
því hæsta á Vesturlöndum. Um fímm-
tíu hlutafélög eru alfarið í eigu ríkis-
ins og í flestum tilfellum móðurfyrir-
tæki í fyrirtækjasamsteypum. Ails
eiga ríkisfyrirtæki, eða fyrirtæki þar
sem ríkið er hlutaðeigandi, hlutabréf
í um 450 félögum.
Helstu rök ríkisstjórnarinnar fyrir
einkavæðingunni eru fem. I fyrsta
lagi að afmarka hiutverk ríkisins í
atvinnulífinu. Það er eitt helsta verk-
efni þess að ákveða hinar almennu
leikreglur sem fyrirtæki verða að lúta
og því getur það valdið hagsmuna-
árekstrum ef ríkisvaldið er jafnframt
mjög virkur þátttakandi í fyrirtækja-
rekstri. í öðru lagi að dreifa eignar-
haldinu á fyrirtækjum. Þróunin í Sví-
þjóð á síðustu áratugum hefur verið
sú að hlutur einstaklinga í atvinnuiíf-
inu hefur farið minnkandi en hlutur
hins opinbera vaxið að sama skapi.
Þriðja röksemd sænsku ríkisstjórnar-
innar er sú að stefnumótun og
ákvarðanataka í einkafyrirtækjum er
líklegri, til lengri tíma litið, að verða
til þess að tryggja atvinnutækifæri
og hagsæld. Reynslan, ekki bara í
Svíþjóð, sýnir að meiri hætta er á
að óskynsamlegar ákvarðanir í
rekstri séu teknar í ríkisfyrirtækjum,
ekki vegna þess að stjórnendur þeirra
séu verri en aðrir, heldur vegna þess
að ávallt er hægt að treysta á fjár-
framlög _frá ríkinu, fari hlutirnir úr-
skeiðis. í fjórða lagi á svo það fjár-
magn sem losnar við sölu ríkisfyrir-
tækja að renna til ýmissa arðbærra
íjárfestinga. Það var stefna stjórnar-
innar frá upphafi að þær tekjur sem
kæmu af sölunni yrðu hvorki notaðar
til að standa undir hefðbundnum út-
gjöldum ríkisins né til að lækka
skatta. í staðinn ætti að nota þær
til að standa straum af kostnaði við
ýmsar fjárfestingar, s.s. í samgöngu-
málum eða við æðri menntun, sem
myndu ýta undir hagvöxt. Þannig
verður íjármagn fært af þeim sviðum
þar sem einkaaðilar geta gert hlutina
jafn vel eða betur yfír á svið þar sem
einungis ríkið er fært um að veita
ákveðna þjónustu. Þá á að nota hluta
teknanna til að greiða skuldir ríkisins
en það er ein af forsendum þess að
vaxtastig í landinu geti lækkað, sem
aftur á móti er grundvöllur aukins
hagvaxtar.
Allar þessar röksemdir eiga einnig
við utan Svíþjóðar, enda hafa ríkis-
stjómir alls staðar á Vesturlöndum
leitast við að koma fyrirtækjum úr
eigu ríkisins og draga almennt úr
afskiptum hins opinbera.
Á það við um jafnt hægri sem
vinstri stjórnir. Þekktasta dæmið er
líklega frá Bretlandi, en þar voru 46
fyrirtækjasamsteypur einkavæddar á
árunum 1979-1990. í Frakklandi
seldi ríkisstjórn sósíalista 12 fyrir-
tæki á árunum 1986-1987 og voru
sölutekjumar, um 700 milljarðar ís-
lenskra króna, að mestu notaðar til
að greiða niður skuldir ríkisins. Á
Ítalíu voru um 30 stórfyrirtæki einka-
vædd á síðasta áratug og einnig í
Austurríki og Portúgal, og á Spáni
hefur einkavæðing átt sér stað í mis-
munandi mæli. Ríkisstjórn Vestur-
Þýskalands dró einnig verulega úr
hlutfalli ríkisins í atvinnulífinu á síð-
asta áratug og í sameinuðu Þýska-
landi á sér nú stað einhver umfangs-
mesta sala á fyrirtækjum í ríkiseign
í mannkynssögunni undir stjórn
Treuhandanstalt, eignarhaldsfyrir-
tækisins sem stofnað var um eigur
austur-þýska- ríkisins.
Þessi þróun hafði einnigteygt anga
sína til Svíþjóðar áður en ríkisstjórn
borgaralegu flokkanna komst til
valda. Hafði stjóm Jafnaðarmanna-
flokksins tekið fyrstu varfærnislegu
skrefin í þá átt að auka hlut einkaað-
ila, fyrst og fremst í skólamálum.
Það var þó fyrst með núverandi ríkis-
stjórn sem verulegur skriður komst
á málin og í desember á síðasta ári
veitti sænska þingið ríkisstjórninni
leyfí til að selja alls 34 nafngreind
fyrirtæki. Við þann lista hefur síðan
bæst eitt fyrirtæki í viðbót, Nord-
banken. Er það markmið stjórnarinn-
ar að árlegar tekjur ríkisins af einka-
væðingunni muni nema tíu milljörð-
um sænskra króna. Þtjú fyrirtæki
hafa verið seld á þessu ári og næsta
vor má gera ráð fyrir að hlutur ríkis-
ins í risasamsteypunni Procordia
verði seldur.
Það vekur athygli að tiltölulega
lítill styr hefur staðið um einkavæð-
ingaráform sænsku ríkisstjórnarinn-
ar. Skoðanakannanir benda til að al-
menningur sé þeim almennt hlynntur
og gagnrýni af hálfu jafnaðarmanna
virðist fyrst og fremst vera til mála-
mynda. Hlutabréfaeign almennings
hefur líka löngum verið frekar um-
fangsmikil í Svíþjóð og er talið að
um 20% Svía eigi sparifé í formi
hlutabréfa, annaðhvort beint eða
óbeint í gegnum hlutabréfasjóði. Til
samanburðar má geta þess að sama
hlutfall í Bretlandi var 3% áður en
Margaret Thatcher komst til valda
þó svo að það hafí þrefaldast þar í
landi síðan.
Viðkvæmasta málið hefur verið
salan á fyrirtækjum í skógar- og
málmiðnaði í Norður-Svíþjóð og harð-
asta andstaðan hefur einmitt komið
frá staðbundnum verkalýðsfélögum á
þeim svæðum þar sem þau fyrirtæki
.eru með rekstur. Hluti af því sam-
komulagi um neyðaraðgerðir í efna-
hagsmálum sem náðist milli stjórnar
og stjórnarandstöðu í síðustu viku er
að samráð verði haft við jafnaðar-
menn um frekari einkavæðingu.
Það sem helst hefur staðið einka-
væðingaráformum ríkisstjórnarinnar
fyrir þrifum er hin mikla lægð sem
sænskt efnahagslíf hefur verið í á
síðustu árum. Fjármagn til kaupa á
hlutabréfum er því takmarkað og
verð á hlutabréfum hefur farið lækk-
andi. Hefur það líka verið notað gegn
þessum áformum að réttara væri að
bíða með að selja þangað til að hluta-
bréfaverð fari hækkandi á ný þannig
að sem mest fáist fyrir þessar eigur
þjóðarinnar. Meira mælir hins vegar
með því að halda áfram á þeirri braut
sem mörkuð hefur verið; Það, að
gera umfangsmiklar breytingar á
efnahagslífí landsins af þessu tagi,
er langtímamarkmið og verður að
vera óháð tímsbundnum efnahags-
sveiflum. Engin tímaáætlun liggur
fyrir um hvenær sölu fyrirtækjanna
35 á að vera lokið en telja má líklegt
að það verði ekki fyrr en í fyrsta falli
í kringum árið 2010. Einkavæðing-
aráætlun ríkisstjórnarinnar og sú
uppstokkun á atvinnulífínu sem henni
fylgir er líka ein af forsendum þess
að hleypa megi nýjum krafti í sænskt
efnahagslíf þannig að það verði í
stakk búið að tryggja áfram lífskjör,
sem eru með því besta sem gerist í
heiminum.
Fyrirsjáanlegur verkefnaskortur hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
Rúmlega 50 manna starfsliði
hefur verið sagt upp störfum
ÖLLU starfsfólki Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. hefur verið sagt
upp frá og með þessum mánaðamótum. Að sögn Jóns I. Pálssonar,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er um rúmlega 50 manns að ræða
og er uppsagnarfresturinn frá einni viku til fjögurr'a mánaða, en
flestir starfsmannanna eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Jón
segir ástæðuna vera fyrirsjáanlegan verkefnaskort, og ef ekki rætt-
„Þetta er fyrst og fremst varúð-
arráðstöfun, en við erum að vona
að það verði hugsanlega einhver
verkefni sem maður nær í. Það eru
hins vegar engin verkefni í hendi
nema bara smáverk framundir jól.
Það eru engin útboð í gangi, og það
sem verið hefur í gangi hefur farið
tii Póllands. Þar hefur fólk um 100
dollara í kaup á mánuði, en vinnulið-
urinn við skipaviðgerðir er á bilinu
60-70%. Við keppum því ekki við
Pólland,“ sagði Jón.
Hann sagði óbreytta starfsemi
verða í fyrirtækinu framundir ára-
mót, en fyrirsjáanlega yrði að loka
fyrirtækinu ef ekki yrði um nein
verkefni að ræða. Þá sagði hann
ljóst að starfsmenn fyrirtækisins
gengju ekki að öðrum störfum á
Suðurnesjum. „Fyrirtækið skuldar
peninga en við erum með jákvætt
eigið fé. Það koma auðvitað engir
peningar inn til að borga skuldirnar
nema þá að selja húsnæðið og áhöld,
en ég held það sé enginn kaupandi
að þessu,“ sagði Jón.
Yfir 500 uppsagnir borist
vinnumálaskrifstofunni
TILKYNNINGAR um uppsagnir
hafa borist til vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðuneytis á
hverjum degi að undanförnu og
liggja nú fyrir á sjötta hundrað
uppsagnir sem flestar taka gildi
um áramótin. Búist er við að
mikill fjöldi tilkynninga um upp-
sagnir berist um mánaðamótin
og eitthvað fram í næstu viku.
Óskar Hallgrímsson hjá vinnu-
málaskrifstofu félagsmálaráðu-
neytis segir að tugur uppsagna eða
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Búið er að segja upp rúmlega 50 manns í skipasmíðastöð Njarðvíkur
og atvinnuástand er mjög erfitt á Suðurnesjum um þessar mundir.
fleiri berist á hverjum degi og að
hann viti að enn fleiri séu á leið-
inni. Hann segir að mikil bylgja
tilkynninga hafi farið að berast til
vinnumálaskrifstofunnar upp úr
sumarleyfum og svo mikill fjöldi
tilkynninga hafi ekki verið áður á
ferðinni svo snemma. Á döfinni séu
uppsagnir í byggingariðnaði á
Akranesi og ástandið í atvinnumál-
um þar sé vægast sagt erfitt eftir
að 38 manns var sagt upp í Járn-
blendiverksmiðjunni á Grundar-
tanga í síðustu viku. Þá sé slæmt
atvinnuástand á Suðurnesjum og
lítil breyting orðið til hins betra þar.
Hann sagði að reynslan sýndi að
flestar tilkynningar um uppsagnir
til vinnumálaskrifstofunnar bærust
síðustu daga fyrir mánaðamót, en
þær sem hefðu verið póstlagðar
skömmu fyrir mánaðamótin bærust
ekki skrifstofunni fyrr en í næstu
viku. Þá væri mikið um að vinnu-
veitendur hringdu til að' afla sér
upplýsinga um hvernig ætti að
standa að þessum málum, þ.e. að
tilkynna um hugsanlegar hópupp-
sagnir.
Óskar sagði að undir eðlilegum
kringumstæðum væri atvinnu-
ástand með besta móti í september-
mánuði, því þá losnaði um störf sem
skólafólk hefði haldið. Atvinnu-
ástandið nú væri hins vegar með
algerum eindæmum. Venjan væri
að það kæmu toppar og lægðir í
eftirspurn eftir starfsfólki en
óvenjulegt væri að nú hefði atvinnu-
leysi verið um 3% allt árið.
_
"......... “
Við smábátahöfnina
Alfons.
Víða má finna skemmtilega máluð hús í höfuðborginni eins og þessi mynd ber með sér en hún var tekin í grennd
við Grandagarð í Reykjavík.
Geii við strandferða-
skipið Heklu í Póllandi
Ríkisstyrktur iðnaður, segir Ingólfur Sverrisson
STRANDFERÐASKIPIÐ Hekla fer í viðgerð til Póllands þar eð pólsk
skipasmíðastöð varð hlutskörpust í alþjóðlegu útboði. Ingólfur Sverris-
son, framkvæmdastjóri Málms, samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðn-
aði, segir að þetta Heklumál sé stóralvarlegt en það sé ekki síður niður-
drepandi og niðurlægjandi að á sama tíma geri Fríverslunarsamtök
Evrópu, EFTA, fríverslunarsamning við PóIIand þar sem ríkisstyrkir
Pólveija verða umbornir næstu fimm árin.
í fyrravetur var Skipaútgerð ríkis-
ins lögð niður. Meðal eigna þessa
ríkisfyrirtækis var strandferðaskipið
Hekla. Heklan var leigð Samskipum
hf. á svonefndri tímaleigu. í vetur
komu fram botnskemmdir á skipinu
sem gert var við til bráðabirgða. Nú
liggur fyrir sú ákvörðun Samskips-
manna að hafa skipið ekki lengur á
leigu.
Að sögn Þórhalls Jósepssonar,
deildarstjóra í samgönguráðuneyt-
inu, er skipið nú á sölulista og hafa
nokkrar fyrirspurnir borist, en gera
yrði við skipið. Sá kostur hefði verið
tekinn að bjóða verkið út bæði hér
heima og á alþjóðlegum markaði.
Þrettán tilboð hefðu verið lögð inn,
íslensk, norsk, dönsk, hollensk, þýsk
og pólsk. Lægsta tilboð hefði verið
frá fyrirtækinu Morska í Swinoujsce
(Swinemúne) innan landamæra Pól-
lands. 7,638 milljónir íslenskra
króna, brúttó. Næst lægsta tilboð
hefði einnig verið frá pólsku fyrir-
tæki, 8,469 milljónir. Hæsta tilboð
hefði verið frá Slippstöðinni, 18,714
þegar allur kostnaður væri innifal-
ifm. Næsta tilboð var frá Noregi,
rúmar 18,347 milljónir. Tilboð frá
Stálsmiðjunni hefði verið rúmar 15
milljónir króna brúttó.
þórhallur sagðist ekki hafa skýr-
ingar á þeim mun sem væri á íslensk-
um tilboðum og pólskum. En ef verk
væru boðin út á annað borð væri
ekki annað ekki veijandi en að taka
hagstæðustu tilboðum. Ef menn
vildu halda verkefnum innanlands
væri ekki hægt að blanda saman
Vestfjarðadeild hjúkrunarfræðinga
Námsstefna um líknar-
meðferð krabbameins
^ ísafirði.
ÁRLEG námsstefna Vestfjarðadeildar Hjúkrunarfræðingafélags Is-
lands, sem haldin var á ísafirði fyrir nokkru, fjallaði að þessu sinni
um líknarmeðferð krabbameins. Þrír fyrirlesarar úr Reykjavík fjölluðu
um margar hliðar samskipta og umönnunar krabbameinssjúklinga,
aðstandenda þeirra og hjúkrunarfólks sem þarf að takast á við þennan
erfiða sjúkdóm.
Séra Bragi Skúlason, sjúkrahús-
prestur á Ríkisspítulunum með að-
alaðsetur á Landspítala, sagði í sam-
tali við fréttaritara að vaxandi um-
ræða færi nú fram um hina andlegu
hlið- og áhrifín sem sjúkdómurinn
hefur á sjúklinginn, aðstandendur
hans og hjúkrunarfólkið sem annast
hann. Höfnun samfélagsins á fórn-
arlömbum sjúkdómsins væri umtals-
verð og ekki væri óalgengt að ætt-
ingjar og vinir nánustu aðstandenda
krabbameinssjúklinga eða þeirra
sem nýverið hafí misst ástvin úr sjúk-
dómnum gengju úr vegi þeirra á
götu og forðuðust öll afskipti af við-
komandi. Nú fer fram víðtæk um-
fjöllun um aðgerðir til að takast á
við afleiðingar sjúkdóma á þann hátt
sem best verður við komið og áhersla
lögð á vellíðan og reisn sjúklingsins
og skilning á sérstökum þörfum að-
standenda þeirra sem oft eru niður-
brotnir og útbrunnir eftir langvinnt
stríð.
Aðrir fyrirlesarar á námsstefnunni
voru Sigurður Árnason, læknir á
krabbameinsdeild Landspítalans,
sem fjallaði um nýgreiningu krabba-
meina, greiningu og einkennameð-
ferð, og Margrét Hákonardóttir,
hjúkrunarfræðingur á krabbameins-
deild Landspítalans, en hún fjallaði
um hjúkrun krabbameinssjúklinga í
heimahúsum, slökun og andlega að-
hlynningu sjúkiinga og aðstandenda
þeirra.
Auk fyrirlestranna gafst þátttak-
endum kostur á að ræða einsleg^
við fyrirlesara um sérstök málefn
Morgunblaðid/Úlfar Ágústsson
Starfsfólk heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum hlýðir á Sigurð Árnason
á námsstefnu Vestfjarðadeildar Hjúkrunarfræðingafélags Islands,
sem haldin var í stjórnsýsluhúsinu á Isafirði.
sem upp hafa komið hjá viðkomandi
eða aðgerðir sem viðkomandi vildu
fræðast betur um.
Sigrún Gísladóttir, hjúkrunar-
fræðingur á Flateyri, er formaður
Vestfjarðadeildar HFÍ. Hún sagði að
þetta væri ellefta árið sem deildin
héldi ráðstefnu um málefni heilbrigð-
isstéttanna. Reynt væri að hafa
þverfaglega ráðstefnu þar sem ólík-
um stéttum gæfist kostur á að ræða
saman um heilsugæsluna.
Námsstefnuna sátu um sextíu
manns frá öllum heilsugæslustöðvum
í umdæminu og frá Fjórðungssjúkra-
húsinu á lsafirði. - Úlfar
útboði og síðan einhveijum handafls-
aðgerðum.
Ingólfur Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Málms, samtaka fyrir-
tækja í málm- og skipaiðnaði, sagði
tilboð Stálsmiðjunnar vera að sínum
dómi mjög vel viðunandi ef á allt
væri litið. Það fyrirtæki sem var með
lægsta tilboð ætlaði sér að vinna
verkið á tíu dögum. Hann vildi setja
spurningarmerki við þann daga-
fjölda. Fæstir tækju dagsetningar
Pólverja alvarlega, þótt þær væru
stundum notaðar til að réttlæta það
að senda skip þangað. Ingólfur sagði
að mönnum fyndist kannski í þessu
máli ekki vera háar upphæðir á borð-
inu en hér væri um grundvallaratriði
að tefla. Þegar forráðamenn fyrir-
tækja í þessari atvinnugrein væru
blóðugii; upp fyrir axlir við að skera
niður og segja upp fólki stæðu full-
trúar ríkisvaldsins í samgönguráðu-
neytinu fyrir því að flytja verk úr
landi, á sama tíma ætti þetta sama
ráðuneyti fyrir hönd þjóðarinnar að
veita 2.000 milljónum króna til að
auka atvinnu í landinu með opinber-
um framkvæmdum í vegamálum.
Hver væri stefna ríkisvaldsins?
Ingólfur sagði að það væri niður-
drepandi og niðurlægjandi að þeir
hjá samtökunum í málm- og skipa-
iðnaði hefðu frétt það fyrir tilviljun
að hjá utanríkisráðuneytinu væri nú
fyrirliggj andi fríverslunarsamningur
milli EFTA og Póllands. Þar væri
kveðið á um það í 19. grein samn-
ingsins að Pólveijum skuli heimilt
að beita ríkisstyrkjum í meira mæli
en EFTA-ríkjum í þeim yfirlýsta til-
gangi að stuðla að efnahagslegum
umbótum og þróun. Ingólfur sagði
að ekki hefði svo mikið sem haft
fyrir því að leita álits þeirra aðila í
þessari atvinnugrein á ákvæðum sem
snertu þessa atvinnugrein ansi mik-
ið, svo fastar væri nú ekki að orði
kveðið. Ingólfur gagnrýndi þetta
harðlega og kallaði laumuspil. Þessi
samningur þýddi óbreytt ástand
gagnvart Póllandi næstu fimm árin
og líklega stæði það á endum að þá
yrði búið að jarðsyngja málm- og
skipaiðnað hér. Ingólfur sagði að
viðbrögð manna í atvinnugreininni
hefðu ekki enn verið ákveðin en það
væri þungt hljóðið í mönnum og
hann gerði fastlega ráð fyrir því að
samtök atvinnurekanda og launþega
myndu stilla saman strengi sína.
Tillögur Verktakasambandsins taldar
þýða 2,5 milljarða skuldaaukningu
Ekki ráðlegt að
þrengja fjárhags-
stöðu borgarsjóðs
- segir í umsögn borgarhagfræðings
sem lögð hefur verið fyrir borgarráð
Borgarhagfræðingur telur ekki ráðlegt að þrengja svo stöðu
borgarsjóðs, sem verða myndi ef farið yrði að tillögu Verktakasam-
bands Islands um að auka framlög til framkvæmda á vegum Reykja-
víkurborgar um 1,5 milljarða umfram það sem verður í ár. Hann
telur að við það myndu skuldir borgarsjóðs aukast um a.m.k. 2,5
milljarða á næsta ári og leggur til að ekki verði tekin afstaða til
tillögu Verktakasambandsins fyrr en í desember, þegar ætla megi
að borgarráð hafi lokið fyrstu yfirferð frumvarps að fjárhagsáætl-
un borgarinnar fyrir næsta ár. Á fundi borgarráðs í gær var mál-
inu frestað.
Á borgarráðsfundinum í gær
voru lagðar fram umsagnir aðstoð-
arborgarverkfræðings og borgar-
hagfræðings um tillögurnar. Að-
stoðarborgarverkfræðingur, Stefán
Hermannsson, leggur til, varðandi
húsbyggingar, að komið verði til
móts við hugmyndir og óskir Verk-
takasambandsins með því að taka
ákvarðánir um útboð eða viðbótar-
verksamninga um nokkur verkefni
næsta árs í október og nóvember
nk. Niðurstaða hans um gatnafram-
kvæmdirnar er sú að athugáð verði
að flýta nokkrum verksamningum
sem rúmast innan framlaga Vega-
sjóðs á næsta ári. „í lok ársins
munu liggja fyrir endurskoðaðar
hugmyndir um áfangaskiptingu og
forgangsröð við Ósabraut/Vestur-
landsveg og mun þá koma í Ijós,
hugsanlega með samningum við
ríkissjóð, hvort æskilegt geti talist
að taka sérstakt lán vegna þessara
framkvæmda,“ segir í umsögninni.
í umsögn Eggerts Jónssonar
borgarhagfræðings segir að tillögur
Verktakasambands íslands snúist
um aðgerðir til að koma í veg fyrir
að heildarfjárfesting í landinu drag-
ist enn frekar saman á næsta ári.
Það sé því mjög miður að þess skuli
ekki getið sem vert sé, að takist
hafi að halda framkvæmdum
Reykjavíkurborgar óbreyttum frá
fyrra ári á sama tíma og almennur
samdráttur sé talinn um 12%. Nú
þyki sýnt að borgarsjóður auki
skuldir sínar um nær einn milljarð
á þessu ári og að óbreyttum aðstæð-
um megi gera ráð fyrir að skuldir
borgarsjóðs aukist um a.m.k. einn
milljarð til viðbótar á næsta ári, ef
samanlögð framlög til fram-
kvæmda verða jafnmikil og á yfir-
standandi ári. „Yrði farið að tillög-
um Verktakasambands Islands um
að auka framlog til framkvæmda á
vegum Reykjavíkurborgar um 1,5
milljarð króna umfram það sem
verður í ár myndu skuldir borgar-
sjóðs aukast um a.m.k. 2,5 millj-
arða á næsta ári. Það er skoðun
undirritaðs, að ekki sé skynsamlegt
að þrengja svo stöðu borgarsjóðs,“
segir í niðurlagi umsagnar Eggerts
Jónssonar borgarhagfræðings.
Bókastefnan í Frankfurt
Mexíkó í öndvegi
Frankfurt. Frá Jóhanni Hjálmarssyni,
blaðamanni Morgunbladsins.
BÓKASTEFNAN í Frankfurt, hin
stærsta sem um getur, var sett, í
gær. Yfir átta þúsund útgefendur
kynna þar bækur sínar og búist
er við að gestir verði um 90 þús-
und.
Bókastefnan í Frankfurt hefur
lengi, eða í 43 ár, verið árlegur við-
burður. Að þessu sinni setja Mexíkó-
menn svip sins á bókastefnuna.
Mexíkósk menning er í fyrirrúmi á
bókastefnunni. Hápunktur opnunar-
innar var opnun mexíkóskrar sýn-
ingar þar sem ekki eru eingöngu
kynntar mexíkóskar bækur heldur
einnig list frá Mexíkó, málverk eftir
meistara á borð við Órozco, Siquei-
ros og Diepo Rivera.
Mexíkóskir rithöfundar munu
næstu daga vera á bókastefnunni
til að segja frá ritstörfum sínum og
lýsa viðhorfum sínum til eigin þjóð-
ar og samtímans.
Það er ekki aðeins Mexíkó nútim-
ans sem gestir bókastefnunnar fá
að kynnast því að sýningin frá Mex-
íkó er helguð uppruna þjóðarinnar,
fornminjum og hvers kyns listvið-
leitni.
Mörgum gestum bókastefnunnar
í Frankfurt var það sérstök reynsla
að heyra og sjá Octavio Paz, hið
aldna skáld Mexíkómanna, opna
sýningu Mexíkós. Meðal viðurkenn-
inga sem hann hefur hlotið fyrir
skáldskap sinn eru Nóbelsverðlaun.
Octavio Paz
Enginn þykir betur hafa lýst „sál
Mexíkómanna“ en Octavio Paz,
fyrst og fremst í ljóðum sínum, sem
mörg hver eru súrrealísk og í rit-
gerðasafni sínu, „Völundarhúsi ein-
manaleikans“, sem fjallar um Mex-
íkó í heimspekilegum anda. Margir
íslenskir bókaútgefendur og starfs-
menn þeirra eru á bókastefnunni í
Frankfurt og stuðla eftir megni að
því að íslenskar bækur verði ekki
alveg útundan á þessari gríðarmiklu
alþjóðlegu sýningu.