Morgunblaðið - 30.09.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.09.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1992 43 ÚRSLIT Kaiserslautern - Fram 4:0 Kaiserslautem, síðari leikur iiðanna í 1. umferð UEFA-keppninnar, þriðjudaginn 29. september 1992. Mörk Kaiserslautern: Kuntz (29., 84.), Witeczek (55., 77.) Lið Fram: Birkir Kristinsson - Kristján Jónsson, Pétur Ormsiev, Jón Sveinsson - Ingólfur Ingólfsson, Pétur Arnþórsson, Anton Bjöm Markússon (Pétur Óskarsson), Ómar Sigtryggssön (Guðmundur Gíslason), Steinar Guðbeirsson - Valdimar Kristófers- son, Jón Erling Ragnarsson. Áhorfendur: 23.197 Evrópukeppni bikarhafa: Búkarest, Rúmeníu: Steaua Búkarest - Bohemians (frl.).4:0 Alexandm Andrasi (26., 34.), Ion Vladoiu (45.), Ion Viorel (85.). 15.000. BSteaua vann 4:0 samanlagt. LimassQl, Kýpur. Apollon - Liverpool................1:2 Milenko Spoljaric (60.) - Ian Rush (62.), Don Hutchinson (68.) BLiverpool vann samanlegt 8:2 Árhus, Danmðrku: Árhus - AIK (Sviþjóð)..............1:1 Bo Harder (67.) - Pascal Simpson (20.) BSamanlögð úrslit 4:4, en Arhus kemst áfram á fleiri mörkum gerðum á útivelli. Vínarborg, Austurríki: Admira Wacker - Cardiff (Wales)....2:0 Olaf Marschall (47.), Johannes Abfalterer (90.) 4.700 BAdmira vann 3:1 samanlagt. UEFA-keppnin: Kaiserslautem, Þýskalandi: Kaiserslautem - FRAM...........4:0 Kuntz (29., 84.), Witeczek (55., 77.) 23.197 ■Kaiserslautern vann 7:0 samanlagt. Istanbul, Tyrklandi: Galatasaray - Katowice (Póll.).2:1 Hakan Sukur (31.), Falco Gotz (56.) - Maciejewski (75.). 25.000. BGalatasaray vann samanlagt 2:1 Moskvu, Rússlandi: Torpedo Moskva - Manchester United 0:0 HSamanlögð úrslit 0:0, en Torpedo vann 4:3 i vitakeppni. Dortmund, Þýskalandi: Dortmund - Floriana, (Möltu).........7:2 Zorc (10.), Delia (18. sjálfsmark), Franck (59.), Rummenigge (67.), Mill (72., 79., 90.) - Crawley (11., 17.) 11.790 ■ilortmund vann samanlagt 8:2 Lamaca, Kýpur. Anorthosis Famagusta - Juventus......0:4 - Fabrizio Ravanelli (14.), Jurgen Kohler (39.), Pierluigi Casiraghi (66., 87.) 6.000 ■Juventus vann 10:1 samanlagt. Kaupmannahöfn, Danmörku: Frem - Neuchate! Xamax (Sviss).......4:1 Piotr Haren (17., 37.), Henrik Imre Jensen (19.), Thomas Thoegersen (53.) - Piho Mnfreda (24.) ■Frem vann 6:3 samanlagt. Briisset, Belgíu: Anderlecht - Hibernian (Skotlandi)...1:1 Luc Nilis (5.) - Darren Jackson (15.) 25.000 ■Samanlögð úrslit 3:3, en Anderlecht vann á fleiri mörkum gerðum á útivelli. Derry, írlandi: Derry City - Arnhem (Hollandi).......1:2 Paul Mooney (60.) - Roberto Straal (45.), Martin Laamers (65.) ■Amhem vann 5:1 samanlagt. Portdown, N-írlandi: Portadown - Standard Liege (Belgiu) .0:0 ■Liege vann 5:0 samanlagt. Auxerre, Frakklandi: Auxerre - Lokomotiv Plovdiv (Búlgariu) .....................................7:1 Gerald Baticle (2., 71.), Christophe Cocard (11.), William Prunier (13., 48.), Pascal Vahima (28.), Lilian Laslandes (84.) - Ayan Sadakov (21.) 16.000 ■Auxerre vann 9:3 samanlagt. Golf Styrktarmót hjá GR Leiknar vora 18 holur með forgjöf. Kristinn Eymundsson, GR............66 Guðlaugur Br. Gíslason, GR.........66 Þráinn Rósmundsson, GR.............67 Besta skori náðu Ragnhildur Sigurðar- dóttir og Gunnar Halldórsson og sigraði Gunnar eftir bráðabana. ■Þorvarður Friðbjömsson, eiginmaður Ragnhildar, fór holu í höggi á 6. braut og er þetta í annað sinn á mánaðartíma sem hann nær draumahögginu. Firmakeppni ÓSS Tuttugu fyrirtæki tóku þátt í firmakeppni Óss á Blönduósi. Morgunblaðið/Brynjar Bjarkason....62 Hárgreiðslustofa Bryndísar/Ásgeir Blöndal Fjölritunarst. Grettir/Einar Jóhannesson NAMSKEIÐ íþrótta- og leikjaskóli Víkings Handknattleiksdeild Víkings verður með íþrótta- og leikjanámskeið í vetur í íþrótta- húsi Réttarholtsskóla. Bömunum verður skipt í tvo hópa, 3-4 ára og 5-6 ára og verður kennt á laugardögum. Hvert nám- skeið er í sex vikur og bytjar það fyrsta laugardaginn 3. október. Upplýsingar í sím- um 813245, 33688 og 673830. KNATTSPYRNA Frábær fyrri hálfleikur - sagði Pétur Ormslev um leik Framara gegn Kaiserslautem FRAMARAR eru úr leik í Evr- ópukeppni félagsliða en liðið tapaði 4:0 fyrir Kaiserslautern í Þýskalandi og því samanlagt 7:0 þvífyrri leiknum lauk með 3:0 sigri Kaiserslautern. Pétur Ormslev þjálfari Fram var samt tiltölulega ánægður með leik liðsins í gær og þá sérstáklega fyrri hálfleikinn. „Við lékum mjög vel í fyrri hálfleik og það hefði verið sanngjamt að það hefði verið jafnt í leikhléi, en þeim tókst að gera eitt mark,“ sagði Pétur. Leikmönnum Kaiserslautern gekk erfiðlega að finna veikleika hjá Frömurum í fyrri hálfleiknum og fór það greinilega mjög í taugarnar á þeim svo og áhorfendum. Eftir að heimamenn komust yfir á 29. mínútu kölluðu áhorfendur með Frömurum. „Þetta var alveg furðulegt. Við höfðum fengið færi en það hvorki gekk né rak hjá þeim. Ingólfur átti til dæmis frábært skot rétt framhjá áður en þeir skoruðu og áhorfendur voru famir að púa á þá og klappa fyrir okkur og kölluðu til okkar að halda áfram og jafna metin eftir að þeir komust yfir,“ sagði Pétur. Snemma í síðari hálfleik skoruður heimamenn annað markið og eftir það var róðurinn enn þyngri hjá Fram. „Við lékum ekki eins vel í síð- ari hálfleik og undir lokin vora menn orðnir þreyttir og þá fengum við á okkur tvö mörk til viðbótar. Það hefði mátt koma í veg fyrir eitthvað af þessum mörkum en ég er samt tiltölulega sáttur við leikinn. Við lék- um mjög vel í fyrri hálfleik og þjálf- ari þeirra sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að við hefðum komið honum verulega á óvart og sótt mun meira en hann hefði átt von á,“ sagði Pétur. Pétur vildi ekki taka neina leik- menn útúr, sagði alla hafa leikið vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Pétur Ormslev í baráttu við Thomas Ritter í leiknum fyrri hálfleik. Reuter gærkvöldi. Pétur var sérstaklega ánægður með leik Fram í Mikill hugur íokkur - segir Logi Ólafsson þjálfari Víkings Víkingur leikur síðari leik sinn í fyrstu umferð Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu í kvöld og er leikið gegn ZSKA Moskvu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum hér heima 1:0 og því verður á brattann að sækja hjá þeim í Moskvu í kvöld. „Við æfðum á vellinu í dag [í gær] og þetta er rosalegur völlur. Það er mikill hugur í mínum mönn- um og strákamir ákveðnir í að leggja sig alla fram í leiknum. Það era allir heilir og ég á ekki von á miklum breytingum í okkar liðið frá síðustu leikjum. Guðmundur Steins- son verður þó líklega ekki í byijun- arliðinu því ég reikna með að láta Helga Sigurðsson vera einan frammi," sagði Logi við Morgun- blaðið í gærkvöldi. KORFUBOLTI / NBA Magicmeð LALakers ERWIN „Magic“ Johnson til- kynnti í gærkvöldi að hann ætlaði að snúa sér að körfu- knattleik á nýjan leik og leika með sýnum gömlu félögum í Los Angeles Lakers á kom- andi tímabili. Þetta teljast mikil og góð tíðindi fyrir Lakers og raunar körfu- knattleikinn sem slíkan því Magic er talinn einn fremsti körfuknatt- leiksmaður sem uppi hefur verið. Hann tilkynnti þann 7. nóvember í fyrra að hann væri með HIV veir- una og þá töldu margir að bundinn væri endi á 12 ára feril hans sem körfuboltamanns. Hann tók þó þátt i Ólympíuleikunum í Barcelona í sumar og hefur nú ákveðið að leika með Lakers á komandi tímabili. Magic mun þó ekki leika alla leiki liðsins því hann hyggst aðeins leika 50-60 leiki af þeim rúmlega 80 sem liðið þarf að leika á keppnis- tfmabilinu. „Mér líður mjög vel og er tilbúinn f slaginn. Það verður gaman að byija aftur á því sem maður hefur gaman af að gera og ég er kominn til að sigra,“ sagði Johnson á blaðamannafundi í gær og brosti eins og hann er frægur fyrir, jafnt innan vailar sem utan. Sérfræðingar hafa varað John- son við þeirri hættu sem felst í að heíja leik að nýju og segja að álag- ið sem fylgi geti reynst hinni 33ja ára stórstjönu hættulegt. Þeir hafa jafnframt tjáð honum að ef hann leiki ekki alla leikina og ferðist eins lítið og honum sé unnt þá geti ver- ið að þetta hafi engin áhrif á sjúk- dóminn. Hann verður einnig að gæta vel að því sem hann lætur ofan í sig og segist Johnson ætla að gera það. Sigurður ekki með Sigurður Grétarsson leikur ekki með Grasshoppers gegn Sporting Lissabon í Evrópu- keppninni í kvöld. Grasshoppers tapaði fyrri leikn- um á heimaleiknum, 1:2, og Leo Beenhakker, þjálfari liðsins ákvað að bæta manni í sóknina til að auka líkur á sigri. Liðið verður að skora tvö mörk og má þá ekki fá neitt á sig til að komast áfram í keppni. „Eg var Anna Bjamadóttir skrifar frá Sviss heldur siappur í síðustu viku og það kom mér ekki á óvart þegar Been- hakker sagði mér að ég yrði ekki í liðinu," sagði Sigurður við Morg- unblaðið. Bestu sóknarmenn Grasshoppers eru útlendingar og þrír þeirra leika með í Lissabon. Sigurður var tekinn úr vörninni. Hann er talinn sem útlendingur með Grasshoppers í Evrópukeppni þótt hann sé Sviss- lendingur samkvæmt svissneskum reglum en aðeins þrír útlendingar mega vera í liðinu í hverjum Evr- ópuleik. Sigurður Grétarsson foém FOLX ■ TORPEDO skoraði ekki úr tveimur fyrstu vítaspymunum gegn Manchester United, en náði samt að sigra 4:3. Steve Bruce, Bríán ““ McClair og Gary Pallister skor- uðu ekki fyrir United. ■ MARK Hughes var vikið af velli fyrir kjánalegt brot — mót- mælti dómi með því að sparka bolt- anum í burtu undir lok leiksins — en áður hafði hann fengið gult spjald. ■ PAUL Stewart hjá Liverpool fékk að sjá rauða spjaldið á 72. mínútu gegn Apollon á Kýpur. ■ IAN Rush jafnaði fyrir Li- verpool og hefur þar með gert 20 mörk í Evrópukeppni. ■ FRANK Mill var með þrennu fyrir Dortmund á síðustu 18 mínút- unum í 7:2 sigri gegn Floríana á*. Möltu. ■ 15 SÆNSKIR áhangendur AIK vora handteknir í Kaupmanna- höfn fyrir leikinn gegn Árhus vegna árása á vegfarendur og skemmdarverka. Að sögn lögreglu var um drukkna unglinga að ræða, sem vilja vera til vandræða. ■ HERMANN Neuberger, for- maður þýska knattspymusam- bandsins og varaforseti alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, lést á sjúkrahúsi í Frankfurt á sunnudaginn. Neuberger, sem vaT*"* 72 ára, var mjög mikils metinn fyr- ir störf sín í þágu knattspymunnar. Hann var m.a. formaður í fram- kvæmdanefnd heimsmeistara- keppninnar í knattspymu. ■ PATTY Sheehan frá Banda- ríkjunum varð fyrst kvenna til að sigra bæði á Opna bandariska Opna breska golfmótinu á sama ári. Hún sigraði nokkuð öragglega um helgina í því breska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.