Morgunblaðið - 30.09.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1992
29
Afdrifarík heimsókn
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Kálum þeim gömlu (,,Folks“)./
Sýnd í Regnboganum. Leik-
stjóri: Ted Kotcheff. Handrit:
Robert Klane. Aðalhlutverk:
Tom Selleck, Don Ameche, Ann
Jackson, Micháel Murphy,
Wendy Crewson, Christine
Ebersole.
Kálum þeim gömlu er farsi um
mann sem missir bókstaflega allt
sem hann á, þ á m. annað eistað,
þegar hann býður öldruðum for-
eldrum sínum að búa hjá sér.
Fórnirnar sem hann þarf að færa
þeirra vegna eru með mestu ólík-
indum enda er hvergi stigið á
bremsurnar í þessum grallaraleik
undir stjórn Ted Kotcheffs („Week-
end at Bernies", „First Blood“).
Það er Tom Selleck sem leikur
manngreyið og virðist njóta þess
á köflum að jarða ímynd hinnar
ósigrandi karlmennsku sem hann
hefur byggt upp í meira en ára-
tug; foreldraheimsóknin gerir
hann áður en lýkur að sinnulaus-
um aumingja sem gælir við leik-
fangabangsa, allt að því kominn
á bleyjustigið aftur.
Allt er í lukkunnar velstandi í
byrjun. Selleck leikur ríkan verð-
bréfasala, hamingjusamlega
kvæntan, sem á gott heimili og
fyrirtaks sportbíl. Fljótlega eftir
Úr gamanmyndinni Kálum
þeim gömlu.
innreið foreldranna fer konan frá
honum með börnin tvö, FBI tekur
af honum starfsleyfíð, lokar
bankareikningnum og hirðir bílinn
vegna gruns um óheiðarlega við-
skiptahætti, vergjöm systir hans
og tveir óþokkapiltar synir hennar
flytja inn til hans, líka húsvörður-
inn í blokkinni, mafíósar hóta
honum lífláti og svo mætti lengi
telja.
Handritshöfundurinn Robert
Klane og leikstjórinn Kotcheff
henda öllu í myndina sem mögu-
lega er hægt að nota í stjómlaus-
um farsa og bæta svo miklu meiru
við. Allt hefur sín takmörk og
myndin hættir að vera græsku-
laust gaman þegar Selleck snýr
sér að því að koma gamla fólkinu,
foreldmm sínum, fyrir kattamef
að ósk þess sjálfs. Þar er á ferð-
inni yfírgengiiegur húmor sem
gerir út á hræðilegustu morðtil-
raunir — m.a. að kveikja í gamal-
mennunum og sprengja í loft upp.
Kotcheff virðist raunar orðinn sér-
stakur áhugamaður um nk. dauða-
húmor. í „Weekend at Bernie’s"
drösluðust aðalpersónurnar með
lík myndina á enda.
Kálum .þeim gömlu er þannig
ansi misjöfn skemmtun. Það má
hlægja að mörgum afkáralegum
kringumstæðum sem Tom Selleck
lendir í en það tekur tíma að venj-
ast honum í farsahlutverkinu. Sá
aldni heiðursleikari Don Ameche
fer með hlutverk föður hans í
myndinni, elliærs gamalmennis
sem er fullkomlega út úr heimin-
um en býr yfír fjársjóði sem hann
einn veit um. Það er gaman að
Ameche í rullunni því honum tekst
að halda henni utan við auma
skrípamynd af gamlingja, senni-
lega gegn óskum Kotcheffs.
Myndin býður varla uppá miklar
bollaleggingar um ábyrgð og
skyldur bama þegar foreldarnir
eru hættir að geta séð um sig sjálf-
ir. Hún forðast að bera ábyrgð á
neinu.
I púðursvælu o g prettum
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó:
Hefndarþorsti - “Renegades“
Leikstjóri Jack Sholder. Aðal-
leikendur Kiefer Sutherland,
Lou Diamond Phillips, Jami
Gertz, Rob Knepper. Bandarík-
in 1989.
Eftir nokkurra ára undirbún-
ing á veggjum Bíóhallarinnar birt-
ist Hefndarþorsti svona óforvar-
endis í Vesturborginni. Að öðru
leyti kemur hún ekki á óvart.
Þessi hversdagslega hasarmynd
fjallar um ólíka náunga, indíánann
Phillips og lögguna Sutherland.
Báðir þurfa þeir að ná sér niðri á
mafíósanum Knepper. Sutherland
tók þátt í demantaráni með hon-
um til að ljóstra upp um svikulann
starfsbróðir í lögregluliði Fíladelf-
íu en Phillips á harma að hefna
því þorparinn hefur kálað bróður
hans og stolið helsta vemdargrip
Lakota-ættbálksins.
Fer bærilega á stað en breytist
fljótlega í enn eina rökleysuna þar
sem menn vaða um götur stór-
borgar skjótandi á báða bóga og
seinni hlutinn er hálfkæfður í fár-
ánlegri púðursvælu og sú litla vit-
glóra sem var í handritinu löngu
köfnuð. Ein af þeim myndum þar
sem lögreglan virðist annaðhvort
daufdumb eða haldin ofurskyni.
Ekki bætir úr skák eindæma léleg
persónusköpun vinkonu glæpa-
mannsins og tveggja lögreglu-
manna, þá er vesældarleg notkun
á dulspeki fmmbyggjanna dapur-
legt vitni um andagift handrits-
höfundar. . Leikstjórinn virðist
sæmilega fær í að stjóma átökum
í B flokki og aldrei að vita hvað
hann getur gert úr betri efnivið.
Leikurinn er slakur sem flest ann-
að, helst að Knepper komi ein-
hveiju róti á áhorfandann sem
hinn svínslegi mafíósi. Hér er á
ferðinni dæmigerð myndbanda-
kynning.
Willem Dafoe fæst við glæpaöflin í sakamálamyndinni Hvítisandur.
Sandur af seðlum
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Hvítisandur („White Sands“).
Sýnd í Regnboganum. Leik-
stjóri: Roger Donaldson. Hand-
rit: Daniel Pyne. Aðalhlutverk:
Willem Dafoe, Mary Elizabeth
Mastrantonio, Mickey Rourke,
Samuel L. Jackson, M. Emmet
Walsh.
I sakamálamyndinni Hvíti-
sandur koma saman margir önd-
vegis leikarar undir stjórn
spennumyndaleikstjórans Roger
Donaldsons og gera svolitla
dæmisögu um þessi gamalkunnu
viðfangsefni, morð, ástir og
græðgi. Stundum tekst kvik-
myndaliðinu vel upp og stundum
miður en þegar á heildina er litið
er myndin ágæt afþreying. Það
er ekki síst að þakka skondnum
leik kappa eins og Willem Dafoe,
Mickey Rourke, Samuel L. Jack-
sons og leikkonunnar Mary Eliza-
beth Mastrantonio.
Hvítisandur er ein af þessum
myndum sem byrjar mjög vel á
dularfullri gátu en stóra vanda-
málið sem hún þarf að glíma við
er að fínna sannfærandi lausn á
henni. Maður fínnst skotinn í
höfuðið úti á víðavangi, í annarri
hendi er skammbyssa en hinni
taska full af dollaraseðlum. Hver
er þessi maður? Af hveiju framdi
hann sjálfsmorð eða, ef hann var
skotinn, af hverju voru þá pening-
arnir ekki hirtir? Þetta er spenn-
andi upphaf og tilvalið til að
kveikja áhugann á myndinni á
fyrstu fímm mínútunum en svo
verður sagan heldur þykk, flókin
vel og það opnast á henni fletir
sem virka ekki sérlega trúverðug-
ir.
Myndin lítur alltaf vel út í leik-
stjóm Donaldsons („No Way
Out“), kvikmyndatakan er frísk-
leg og samtölin hröð. Sögusviðið
er útkjálki í Nýju Mexíkó þar sem
Willem Dafoe leikur lögreglu-
stjóra. Líkskoðara hans leikur sá '
gamalkunni M. Emmet Walsh og
Mimi Rogers bregður tvisvar fyrir
sem eiginkona hans. Dafoe finnur
líkið af manninum með peningana
og til að komast til botns í málinu
þykist hann vera maðurinn og
mætir á stefnumót sem hann fínn-
ur út að maðurinn átti að halda.
Þar með flækist hann í vef svika
og pretta sem inní flækjast FBI,
siðanefnd FBI, CIA, vopnasölu-
menn og millafrú, leikin af Mastr-
antonio, sem rennir hýru auga til
Dafoes.
Tekst Dafoe að leysa málið og
snúa aftur í faðm íjölskyldunnar
óspilltur af hinni gullfallegu
Mastrantonio? Dafoe er draugfínn
í hlutverki útkjálkalöggunnar sem
dregst inn í hildarleik stóru stofn-
ananna, sakleysislegur en fljótur
að læra. Rourke leikur orðið mest
sjálfan sig, sleipan og veraldar-
vanan og íspinnasvalan gaur sem
frekar léti gata sig með afsagaðri
haglabyssu en þvo sér um hárið.
Og Mastrantonio er eittmitt nógu
tælandi til að fá Dafoe til að hugsa
sig tvisvar um.
O HELGAFELL 5992093019
IVA/ Fjhst
□ GLITNIR 5992093019 I
Fjhst. Frl. atkv.
I.O.O.F. 7= 1749308'/2=R.kv.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðareríndisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
(UJ) Krístnlboðssambandið,
Háaleitisbraut 58-60
Námskeiðið „Kristið líf og vitnis-
burður" hefst I kvöld kl. 20.00.
Kennari er Ragnar Gunnarsson
og er efni fyrsta hluta: „Auðugt
trúarlíf". AÍIir eru velkomnir og
námskeiðsgjald er ekkert.
MPMlJfStt
Vegna mikillar aðsóknar á byrj-
endanámskeið höfum við bætt
við morgunnámskeiði ( jóga.
Kennt verður á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 8.30-10.00.
Námskeiðið hefst í byrjun okt.
Jógastöðin Heimsljós,
Skeifunni 19, 2. hæð,
sími 679181 (kl. 17-19).
Hvftasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Sýndur verður biblíulestur frá
Alheimsmóti hvítasunnumanna
í Ósló í síðustu viku.
Ræðumaður Yonggi Cho frá
Seoul í Kóreu.
Allir hjartanlega velkomnir.
UTIVIST
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Myndakvöld
fimmtudaginn 1. okt.
Sýndar verða myndir frá ferð á
Hornstrandir í sumar þar sem
dvalið var i Hornvik og þaðan
farnar ýmsar dagsferðir. Kynnir
er Gunnar H. Hjálmarsson, far-
arstjóri. Einig verða myndir frá
kirkjugöngu Utivistar, tólf áfanga
raðgöngu sem hófst í Reykjavik
í janúar sl. og lauk i Hitardal i
júní. Hlaðborð kaffinefndar inni-
falið í aðgangseyri. Sýningin
hefst kl. 20.30 á Hallveigarstíg 1.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
Helgarferðir 2.-4. okt.
1. Þórsmörk, haustlitir (upp-
skeruhátið og gríllveisla).
Vegna mikilla aðsóknar eru þeir,
sem eiga pantað, beðnir að
staðfesta pantanir í síðasta lagi
í dag (miðvikudag). Fararstjórar:
Jóhanna B. Magnúsdóttir og
Þorvaldur Örn Ámason. Göngu-
ferðir á daginn, grillveisla (innl-
falin í fargjaldi) og kvöldvaka á
laugardagskvöldinu. Ath.:
Ferðaféiagið notar alit gisti-
pláss i Skagfjörðsskála vegna
ferðarinnar 2.-4. okt. og helgin
24.-25. okt. er einnig frátekin.
2. Álftavatn - Hrafntinnusker.
Spennandi ferð um svæðið að
Fjallabaki og Torfajökulssvæðið.
Ekið í Hrafntinnusker á laugar-
deginum. Gist i skála. Brottför
föstud. kl. 20. Uppl. og farm. á
skrifst., Mörkinni 6 (opið kl.
09-17 alla virka daga).
Sunnudagsferðir 4. október:
1. Kl. 08 Þórsmörk, haustlitir.
2. Kl. 10.30 Kálfstindar -
Kálfsgil. 3. Kl. 13 Þingvellir í
haustlitum - Gjábakkahraun -
Laugarvatnshellar. Ath. að ein-
göngu er hægt að komast í
Kálfsgil í Kálfstindagöngunni
en ekki kl. 13 eins og stendur
f prentaðri áætiun.
Fyrsta myndakvöld vetraríns
verður miðvikudagskvöldið 7.
okt. r Sóknarsalnum.
Ferðafélag islands.
___________Brids______________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bikarkeppni Bridssambands
íslands
Tveim leikjum í átta liða úrslitum
Visa-bikarkeppni Bridssambands ís-
lands er nú lokið. Sveit VÍB spilaði
við sveit Suðurlandsvídeó og fór sá
leikur 123 IMP gegn 98 fyrir Suður-
landsvídíó. Sveit Símonar Símonarson-
ar fór til Akureyrar og spilaði við sveit
Tryggva Gunnarssonar og vann sveit
Símonar þann leik með 108 IMP gegn
58. Þessar tvær sveitir eru því komn-
ar í undanúrslitin sem spiluð verða
laugardaginn 10. október nk. á Hótel
íslandi. Leikur sveita Gísla Hafliða-
sonar, Rvík, og Sigfúsar Þórðarsonar,
Selfossi, verður spilaður sunnudaginn
4. okt. sem er síðasti dagur þessarar
umferðar en dagsetning á leik sveita
Eiríks Hjaltasonar og Gunnlaugs
Kristjánssonar hefur ekki verið ákveð-
in.
Bridsfélag Suðurnesja
Heldur var þátttakan dræm sl.
mánudag en þá mættu 10 pör. Spilað-
ur var tvímenningur. Valur Símonar-
son heldur uppteknum hætti en hann
vinnur alla tvímenninga sem spilaðir
eru syðra um þessar mundir. Að þessu
sinni spilaði hann með Stefáni Jóns-
syni. Þeir félagar hlutu 130 stig en
meðalskor var 108. Gísli Torfason,
Jóhannes Sigurðsson og Birkir Jóns-
son voru í öðru sæti með 127 stig og
Heiðar Agnarsson og Pétur Julíusson
þriðju með 116 stig.
Næsta mánudag hefst þriggja
kvölda Butler-tvímenningur, þar sem
útreikningur er með sérstakri sveita-
keppnisaðferð. Þetta er árleg haust-
keppni þar sem barist er til síðasta
blóðdropa ef svo hranalega má að
orði komast.
Spilað er í Hótel Kristínu í Njarðvík-
um og hefst keppnin kl. 19.30.
Jöklamót Bridsfélags
Hornafjarðar
Þröstur Ingimarsson og Ragnar
Jónsson voru öruggir sigurvegarar í
Jöklamóti félagsins sem spilað var um
síðustu helgi, hlutu 392 stig yfir með-
alskor. Alls tóku 44 pör þátt í mótinu
víðs vegar að af landinu sem var ofar
björtustu vonum.
Lokastaðan:
Ragnar Jónsson - Þrösturlngimarsson BKóp. 392 '
Bemódus Kristinsson - Gcorg Sverrisson BKóp. 287
AmarG. Hinrikss. - Einar V. Kristjánss. BÍsaf. 247
JónasÓlafsson-ÁgústSigurðssonBFásk. 223
Óli Bjöm Gunnarss. - Eyjólfur Magnúss. Rvík 204
ÓmarJónsson-FriðjónÞórhallssonRvík 195
Úlfar Öm Friðrikss. - Þórður Bjömsson BKóp. 193
ísak ðm Sigurðsson • Sigfús Ö. Ámason Rvík 183
Erlendur Jónsson - Guðlaugur Sveinsson Rvík 174
SkeggiRagnarsson-MagnúsJónassonHöfn 162
Bridsdeild
Húnvetningafélagsins
Síðastliðinn miðvikudag hófst fjög-
urra kvölda hausttvímenningur. 20 pör
mættu til leiks og spilað var í tveimur
10 para riðlum. Efstu pör urðu:
A-riðill
ValdimarSveinsson-FriðjónMargeirsson 134
GarðarBjömsson-ElínBjömsdóttir 133
Kári Siguijónsson - Eysteinn Einarsson 122
BaldurAsgeirsson-HermannJónsson 118
B-riðill
Gunnar Birgisson - Jóngeir Hlinason 128
HeimirTryggvason—Tryggvi Þ. Tryggvason 126
GisliTryggvason-TryggviGíslason 116
Þorsteinn Erlingsson - Sæbjörg Jónsdóttir 116