Morgunblaðið - 30.09.1992, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.09.1992, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1992 31 Vilhjálmur G. Sveinsson - Minning Fæddur 9. september 1927 Dáinn 21. september 1992 Góður vinur minn og nábúi, Vil- hjálmur G. Sveinsson, andaðist að morgni 21. september á Landspítal- anum eftir erfið veikindi er hann átti við að stríða og verður útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Vilhjálmur fæddist 9. septem- ber 1927 á Nýlendu undir Eyjafjöll- um og var því 65 ára að aldri er hann féll frá. Foreldrar hans voru Sveinn Guðmundsson, sem lést á síðasta ári nærri 100 ára að aldri og Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir, sem andaðist árið 1936. Vilhjálmur ólst upp á Nýlendu til 11 ára ald- urs, en tveimur árum eftir fráfall móður sinnar fluttist hann til Hafn- arfjarðar, ásamt föður sínum og fimm systkinum. Hinn 27. júní 1953 kvæntist Vil- hjálmur Öldu Þorgeirsdóttur, dóttur Þorgeirs Sigurðssonar sjómanns frá Forsæti í Flóa og Katrínar Markús- dóttur frá Hafurstöðum á Snæfells- nesi. Alda var fædd 24. október 1929, og lést 26. júlí 1989. Vil- hjálmur og Alda bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Vilhjálmur stundaði sjómennsku framan af ævi á ýmsum bátum frá Hafnarfirði, en hóf störf í Vélsmiðju Hafnar- fjarðar árið 1964 og vann þar í um 10 ár. Þá höfðu tekið sig upp hjá honum veikindi í baki, þannig að hann þoldi illa erfiða smiðjuvinnu. í ágúst 1973 hóf hann störf hjá ISAL, í steypuskála fyrirtækisins og vann þar vaktavinnu, þar til hann varð að láta af störfum vegna veikinda í lok ágúst á síðastliðnu ári. Hann stundaði starf sitt af sér- stakri samviskusemi og báru yfir- menn hans fullt traust til hans til vandasamra verka. Vilhjálmur var sérstakt prúðmenni í allri umgengni og sérlega góður verkmaður við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur. Einnig var hann sérstak- lega bóngóður og alltaf tilbúinn að koma til aðstoðar ef til hans var leitað. Alda kona Vilhjálms var dugnað- arforkur, sem auk þess að ala upp fimm börn, stundaði einnig vélpijón heima, ásamt því að vinna stöðugt að ýmiskonar handavinnu. Þær voru margar flíkurnar, sem Alda pijónaði og rétti börnum okkar og að hann var kominn á sínar heim- slóðir. Móðir hans, þá háöldruð, ásamt móðursystur hans tóku á móti okkur af mikilli rausn og hjá þeim dvöldum við í tvær vikur. Þennan tíma kynntist ég nýrri hlið á afa mínum. Af fasi hans mátti sjá að til þessa staðar átti hann sterkar taugar. Eflaust hafa tog- ast á tilfinningar í brjósti hans um hvar hann ætti í raun heima, en ég álít að hann hafi þó talið heim- ili sitt á íslandi. Nú á haustdögum hafði Edward einmitt hugsað sér að heimsækja ættingja og vini í Missouri. Hann hafði þó afráðið að fresta þeirri för þar til síðar í haust er betur stæði á í vinnu sinni. Edward eignaðist marga vini hér á landi, bæði íslenska og er- lenda. Víst er að þau hjón Edward og Guðrún þóttu góð heim að sækja, enda gestrisin. Nú eru margir sameiginlegir vinir þeirra hjóna látnir. A langri dvöl sinni á íslandi, á einhveijum þeim mestu uppgangstímum sem íslendingar hafa lifað, breyttist æði margt í umhverfi Edwards. Þannig var starfsumhverfi hans ætíð að breyt- ast og þar með lífsmynstur, og á herstöð, á borð við þá sem er við Keflavíkurflugvöll, verða manna- skipti tiltölulega tíð. Því er víst að margir hafa kynnst afa mírium á starfsferli hans, og eflaust hefur sú viðkynning verið góð hveijum þeim sem hún hlotnaðist. Afi minn var góður félagi, hjálp- samur í alla staði og ljúfur í lund. Hann reyndist fjölskyldu minni bamabörnum. Við hið ótímabæra fráfall Öldu fyrir um 3 árum var sem lífskraftur og viðnámsþróttur Vilhjálms dofnaði. Heilsu hans hrakaði mikið og þurfti hann oft að leggjast inn á sjúkrahús, sérstak- lega síðasta árið. Hjónaband þeirra Vilhjálms og Öldu var farsælt og þau vora samhent um að veita feðr- um þeirra athvarf þegar þeir þurftu á að halda. Þorgeir faðir Öldu dvaldi hjá þeim frá 1965 til 1972 og var þó orðinn illa haldinn af sjúkleika Undir það síðasta. Sveinn faðir Vil- hjálms dvaldi hjá þeim á árunum 1970 til 1980 er hann fór til dvalar á Hjúkrunarheimilið Sólvang. Böm þeirra hjóna eru Þorgeir, fæddur 1956, kvæntur Björgu Ingi- mundardóttur og eiga þau einn son, auk þess á Björg son fýrir; Sveinn Rúnar, fæddur 1957, kvæntur Helgu Fjeldsted og eiga þau tvær dætur; Sesselja Unnur, fædd 1962, gift Valgeiri Guðbjartssyni og eiga þau einn son; Jónína Sigurbjörg, fædd 1963, ógift í heimahúsum. Ennfremur ólu þau upp frá tveggja ára aldri systurdóttur Öldu, Ester Kristinsdóttur, fædd 1952. Hún er gift Sigurði Bergsteinssyni og eiga þau tvær dætur og einn son. Að leiðarlokum viljum við Nanna þakka tryggð og vináttu sem Vil- hjálmur sýndi okkur og börnum okkar í þau 22 ár, sem við bjuggum við hliðina á honum og fjölskyldu hans á Smyrlahrauninu. Börnum hans, barnabörnum og öðru vensla- fólki færum við samúðarkveðjur. B. Ingimarsson. Mig langar til að kveðja mág minn, Vilhjálm Guðjón Sveinsson, með þakklæti í huga fyrir það sem hann gerði fyrir mig þegar hann og systir mín tóku yngri dóttur mina til sín. Ég var þá veik og gat hvorki né hafði bolmagn til að sinna þremur ungum börnum og var þá sjálfsagt frá hans hendi að hjálpa" mér. Hann veitti Ester, en svo heit- ir þessi dóttir mín, mikla hlýju og elsku, engu síður en sínum eigin börnum. Ég man þegar Alda systir mín kom með Villa heim til mömmu og pabba og kynnti fyrir þeim og okk- ur systrunum mannsefni sitt. Ég man að mér fannst hann segja fátt, ávallt vel. Hann gaf sér ætíð tíma fyrir þá sem voru honum kærir. Hann lét sér annt um fjölskyldu sína pg vildi veg hennar sem mest- an. Á stundu sem þessari rifjast upp mörg atvik með afa mínum. Þær minningar eru allar góðar, enda var hann ætíð léttlyndur. Ég tel það afar mikið lán að hafa feng- ið að kynnast honum. Fyrir hans tilstilli er sjóndeildarhringur minn víðari og lífsviðhorf auðugra. í lífi hvers manns skiptast á gleði og sorg. Ég er þess fullviss að gleðistundir í lífi afa míns hafi verið miklu fleiri en sorgarstundir. Slíkt var lundarfar hans. Líkt og árstíðirnar í sinni eilífu hringrás gæða náttúruna viðeigandi hjúp frá vori til veturs er nú liðið að lokum langri starfævi afa míns. Sumarið er liðið, komið haust, gróður tekinn að sölna og trén fella laufskrúð sitt. Banalega Edwards var stutt. Hann hafði til þessa verið tiltölu- lega heilsuhraustur, miðað við ald- ur og langan starfsdag. Hann var lagður inn á Borgarspítala á þriðjudagskvöldi og var látinn að morgni föstudags. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum afa minn. Djúp spor hans í huga mínum og fjölskyldu minnar verða aldrei afmáð. Bless- uð sé minning hans. Við biðjum Guð að veita ömmu minni styrk til að takast á við þessa miklu sorgarstund í hennar lífi. Magnús Bjarni Baldursson. en það átti eftir að breytast. Ekki það að hann væri yfirleitt marg- máll, en mér varð seinna ljóst að hann var orðvar maður. það tók sinn tíma að kynnast honum, en þá var hann líka gull af manni. Vilhjálmur og Alda giftu sig 27. júní 1953 og áttu þau ástrík og góð ár saman þar til Alda lést fyrir ald- ur fram 26. júlí 1989. Fannst mér sem Villi missti hluta af sjálfum sér með Öldu, þótt hann virtist sætta sig við missinn og bæri söknuð sinn í hljóði. Villi og Alda eignuðust fimm börn og eru þau Þorgeir, fæddur 14. febrúar 1956, Sveinn Rúnar, fæddur 8. október 1957, Sesselja Unnur, fædd 28. janúar 1962, Jónína Sigurbjörg, fædd 24. júní 1963, og andvana dóttir, fædd 9. apríl 1974, og auk þeirra fóstur- dóttirin Ester, fædd 24. febrúar 1952. Hans verður sárt saknað af þeim, mökum þeirra og barnaböm- um, en þau eiga góða minningu um föður og afa. Bið ég góðan Guð að styrkja þau í sorg sinni. Elsku bömunum hans, tengda- börnum og barnabörnum vottum ég og maðurinn minn innilega sam- úð og verði það þeim huggun að nú eru þau, foreldrar þeirra, sam- einuð á ný og líður vel í Guðs friði. Gestheiður og Jón. I dag verður til moldar borinn Vilhjálmur G. Sveinsson, eða Villi eins og við kölluðum hann alltaf. Hann var giftur Sveinfríði Öldu Þorgeirsdóttur sem lést fyrir rúm- um þremur árum. Börn þeirra eru; Esther, Þorgeir, Sveinn Rúnar, Sesselja Unnur og Jónína Sigur- björg. Mín fyrstu kynni af Villa voru þegar ég kynntist dætrum hans, Unni og Sigurbjörgu, í Flensborgar- skóla fyrir u.þ.b. 15 árum og fór að venja komur mínar á heimili þeirra. Þar var margt gert til dægrastyttingar, aðallega spilað á spil. Oft spiluðum við þangað til Villi átti að fara á næturvakt í ÍSAL á miðnætti eða þá að hann kom að okkur spilandi þegar hann kom heim af síðdegisvaktinni sem lauk á miðnætti og voru þá tekin nokkur spil í viðbót. í þá daga skipti litlu máli þó skóli væri að morgni. í gegnum árin hafa leiðir okkar oftast legið saman á hátíðis- og tyllidögum, af ýmsu eða engu til- efni. A sumrin hafa verið sumarbú- staðaferðir og margar ferðir í sveit- ina á Snæfellsnesi til að aðstoða við sauðburð, heyskap eða smölun og ekki lét Villi sitt eftir liggja. Síðustu árin var það svo orðin hefð hjá okkur Unni að skiptast á að halda matarboð á gamlárskvöld þar sem Villi og Sigurbjörg voru alltaf með okkur. Þar var komin ein stór fjölskylda sem kvaddi gamla árið og bauð það nýja velkomið. Villa mun verða sárt saknað við þessi tímamót, sem og önnur. Hinn 9. september sl. varð Villi 65 ára og af því tilefni var honum boðið út að borða í Perlunni. Þar var hann í fyrsta sinn og fannst mikið til koma, enda kvöldið yndis- legt, með góðum mat og fallegu sólarlagi. Síðustu helgi Villa með okkur eyddum við svo í sveitinni á Snæ- fellsnesi ásamt Unni, Valgeiri og Vilhjálmi litla, til að aðstoða við smölun. Það var ekki annað að sjá en að Villi hafi átt góðar stundir þessa daga, þrátt fyrir erfið veik- indi sem höfðu hijáð hann undan- farið. Og kallið kom, mikið fyrr en flestir áttu von á. En áfram lifir minning um ljúfan, hæglátan mann sem var hvers manns hugljúfi. Elsku Sigurbjörg, Unnur, Sveinn, Þorgeir, Esther og fjölskyldur, góð- ur Guð veiti ykkur styrk á þessari sorgarstundu. Helga Sig. og fjölskylda. Vilhjálmur var sonur hjónanna Jónínu Sigurbjargar Jónsdóttur og Sveins Guðmundssonar, einn af sjö börnum þeirra. Nú þegar ég tek mér penna í hönd til þess að minn- ast með nokkrum orðum mágs míns rennur mér margt í hug. Eg var aðeins sextán ára þegar Alda systir mín fór að vera með Villa og hóf- ust þeirra kynni í stúkunni Danílser nr. 4 og í þeirri stúku vorum við systumar. Álda starfaði þar mikið og voru þau alla tíð miklar reglu- manneskjur. Villi var rólyndur og dagfarsprúður maður og hver sem honum kynntist fann strax fyrir hlýju og umhyggju. Þau hjón voru mjög svo ólík hvað skap snerti, en þau voru samhent í öllu sem að var gengið. Alda syst- ir mín var mikill dugnaðarforkur til allra verka og vildi að hlutirnir gengju fljótt og vel fyrir sig, enn Villi var rólegur, en vannst allt vel sem hann tók sér fyrir hendur og var vandvirkur og lék allt vel í hönd- um hans. Alda og Villi voru með þeim fyrstu sem byggðu sér íbúð í svo- kölluðu Kinnahverfi og eignuðust þau sína fyrstu íbúð í Köldukinn 30. í þessu hverfi eignuðust þau marga góða nágranna og hefur kunningskapur og löng vinátta staðið síðan, sérstaklega við hjónin í Köldukinn 28, Sigga og Döddu og dætur þeirra. Villi var alltaf hjálplegur við alla ef hann var beð- inn bónar og taldi hann það ekki eftir sér. Þegar fjölskyldan fór að stækka, börnin komin eitt af öðru, réðust þau hjón í að byggja að nýju. Alda og Villi byggðu þá raðhúsið á Smyrlahrauni 42 og fluttu í það árið 1964 þá komin með fjögur börn sín, auk systurdóttur Öldu sem þau ólu upp frá unga aldri, og er það Ester Kristinsdóttir. Reyndist Villi henni sem besti faðir alla tíð, enda hefur hún alltaf verið talin með sem algóð systir og er hún elst af þeirra hópi. Villi og Alda giftu sig 27. júní 1953 og man ég vel þann dag, það var sól og fagurt veður, logn og blíða, eins og Villi með sitt logn og æðruleysi. Villi var sérstaklega mikill dans- maður og dansaði mikið vel, svo var líka farið með Öldu og fóru þau hjón mikið á gömlu dansana, einnig var Villi mikið fyrir að spila á spil og kunni hann þá list vel og fóru hann og Alda mikið til að spila fé- lagsvist. Þau spiluðu líka hjá kunn- ingjum og vinum og höfðu af því mikla ánægju. Ég og börn mín fórum oft á gaml- árskvöld til Öldu og Villa til að spila og fannst mér ekkert eins gaman og að halda þessum gamla sið og var oft glatt á hjalla og mik- ið hlegið og gert að gamni sínu því Villi átti það til að vera hnittinn í svörum og gamansamur. Villi og Alda eignuðust 5 börn, fyrir utan fósturdótturina. Þau eru: Þorgeir, fæddur 14. febrúar 1956. Sveinn Rúnar, fæddur 8. október 1957. Sesselja Unnur, fædd 28. janúar 1962, Jónína Sigurbjörg, fædd 24. júní 1963 og lítil stúlka sem dó í fæðingu, fædd 9. apríl 1974. Villi og Alda áttu sjö barna- börn. Það yngsta er Vilhjálmur litli sem verður tveggja ára 7. október næstkomandi og var hann mikill augasteinn afa síns og nafna, eins og öll hin barnabörnin. Villi hugs- aði vel um alla sem stóðu honum næstir, er mér efst í huga, að þó hans fjölskylda væri orðin stór gátu Alda og Villi alltaf bætt við sig fólki og á ég þá við þegar faðir okkar systkina fluttist til þeirra, og þar bjó hann þar til síðasta árið sem hann lifði, einnig var faðir Villa tekinn í þeirra hús þegar hann var búinn að missa seinni konu sína og töldu þau ekki eftir sér að annast þessa gömlu menn, og eigi þau góðar þakkir fyrir. Faðir Villa lést á Sólvangi 99 ára að aldri 1991 og vitjaði Villi hans oftast á hveijum degi eða eins oft og hann gat. Villi var lærður véla- maður og vann hann fyrstu hjú- skaparárin á sjó á vélbátum sem gerðir voru hér út frá Hafnarfirði. Síðan kom að því að hann fór að vinna í landi, var hann starfsmaður í Vélsmiðju Hafnarfjarðar til nokk- urra ára og veit ég að hann var vel liðinn þar af starfsfélögum sín- um og yfirmönnum. Síðustu árin vann Villi í Straums- vík, en varð að hætta þar störfum þegar heilsu hans fór að hraka á síðastliðnu ári. Öldu konu sína missti Villi fyrir þremur árum eða 26. júlí 1989. Hann saknaði hennar mikið og fannst mér þá eins og halla færi undan fæti hjá Villa með hans eigin heilsu. Villi var búinn að þjást af kransæðasjúkdómi í nokkur ár, einnig bilaði heilsa hans í öðrum líkamshlutum eins og nýmastarfsemin og undanfarnar vikur þurfti hann á hjálp nýmavélar að halda. Nú þegar kemur að kveðjustund og tímaglasið orðið tómt er manni fátt um svör. Guð ræður okkar stoppi í þessari jarð- vist. Ég vil að endingu þakka Villa fyrir öll árin. Ég bið algóðan guð að blessa hann og gefa honumn einlægan frið. Ég veit að það verð- ur tekið vel á móti honum. Þar stendur Alda mín með útbreiddan faðminn og kannski einnig lítil dótt- urhönd sem leiðir hann inn í ljós og birtu friðarlandsins. Elsku frændsystkini mín, ykkur sendum við fjölskylda mín innilegar samúð- arkveðjur, megi góður guð verða með ykkur á þessum sorgardögum. Guð gefi dánum ró, en hinum líkn sem lifa. Inga, Þórir og börn. Birting afmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lþgð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.