Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
FASTEIGNA Tf>"
SVERRIR KRISTJANSSON LÖCOILTUR FASTEIGNASALI
SUÐURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072
MIÐLUN
SÍMI 68 77 68
Loksins hafa fasteignavióskipti á íslandi
fengió á sig alþjóólegt yfirbragó
Þessari byltingu má líkja við það þegar Kringlan opnaði.
Þá, sem ná,þurfa viðskiptavinir ekki að hírast úti í kuldanum, þeir
einfaldlega koma til okkar í hlýjan
Höfum opnað glæsilegan sýningarsal á jarðhæð í húsnæði okkar á Suðurlandsbraut 12,
við hliðina á Blómastofu Friðfinns.
Þar geta viðskiptavinir fyrirtækisins skoðað í ró og næði myndir af allflestum eignum
sem eru til sölu hjá fyrirtækinu og fengið nánari upplýsingar.
Fyrir seljendur þýðir þetta minni kostnaö, spara má auglýsingakostnaö með því að hafa
eignina eingöngu til sýnis í salnum. Fyrir kaupendur er þetta meiri og önnur þjónusta en
í boði hefur veriö til þessa. Nú þegar hafa um 5-600 manns heimsótt okkur.
Opnunartími:
Mánudaga-föstudaga frá kl. 16-21, laugardaga frá kl. 11-17, sunnudaga frá ki. 13-17.
Þar sem viðtökur viðskiptavina okkar hafa verið einstaklega góðar, vantar okkur allar
gerðir fasteigna til sölu strax.
Fasteignamiðlun, þar sem fasteignaviðskipti eru fagmennska.
Minni kostnaður - meiriþjónusta
Vesturberg - parhús
145 fm á einni hæð. 4 svefnh. Arinn í stofu. Bílskúr
31,5 fm. Skipti á minni eign möguleg. Laust fljótlega.
FASTEIGNASALAN EIGNABORG
Hamraborg 12, 200 Kópavogur.
Sími 641500.
IMLAHÚSISETBEIIGSHLÍÐ
Til sölu íbúðir í þessum nýstárlegu stallahúsum sem SH Verktakar
byggja í Setbergshlíð í Hafnarfirði. í hverju húsi eru 4 íbúðir með
sérinngangi og fylgir bílskúr hverri íbúð.
x Tökum gömlu íbúðina þína upp í kaupverðið og þú flytur
* beint inn í þá nýju þegar hún er tilbúin.
3 Verð íþús. kr.: Tréverk Fullbúin
> 4 herb. íbúð ásamt bílskúr, samtals 160 m2 10.390,- 12.430.-
5 herb. íbúð ásamt bílskúr, samtals 180 m2 11.340,- 13.550.-
Sölumenn SH Verktaka veita allar
nánari upplýsingar og auk þess
færðu senda upplýsingamöppu
í pósti sé þess óskað.
lU
Opið mánud. til föstud. frá kl. 9
til 18. Laugard. frá kl. 13 til 15.
SH VERKTAKAR
STAPAHRAUNl 4, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652221
LAGNAFRÉTTIR
í leyni í lágum vegg
Ekki liggnr alltaf ljóst fyrir
hvaða afleiðingar lagnatjón í
íbúðarhúsnæði getur haft fyrir
húseigendur. Af þeim málum
sem Neytendasamtökin taka á
móti árlega og flokkast undir
lagnamál, þ.e. raflagnir, hita-
veitulagnir, skolplagnir eða
vatnslagnir, er langalgengast
að kvörtun berist vegna skolp-
og vatnslagna. Mál þessi eru
nyög mismunandi en eiga það
þó sameiginlegt að fjárhagstjón
vegna skemmda er verulegt.
Tónþolar hugsa yfirleitt frekar
um að fá tjón sitt bætt gegn-
um tryggingar, en að leita eftir
orsökum tjónsins.
Við langnatjón verður alltaf
mikið rask á íbúðarhúsinu, þar sem
lagnir liggja í
flestum tilfellum
inni í veggjum. Oft
er búið að flísa-
leggja eða setja
aðrar dýrar
klæðningar yfir,
®.'. : sem þarf svo að
Ásgrímsdóttur «allæaa við við'
gerðina.
Þó kemur oft í ljós að trygging-
ar bæta ekki tjón að fullu miðað
við notagildi og sumt tjón er
óbætanlegt. Því er mikilvægt að
huga að orsökum og leita leiða til
þess að koma í veg fyrir tjón.
Orsakimar geta verið margvís-
legar:
a. Lagnir eru gamlar og hefur
ekki verið haldið nægjanlega við.
b. Gallar í hönnun, ófagleg vinna
eða lélegt efni.
c. Röng notkun eða umgengni,
skemmdir frá umhverfi.
Samkvæmt túlkun tryggingafé-
laganna á tryggingaskilmálum
húseigendatryggingar eða sam-
bærilegar tryggingar bæta þau
aðeins það tjón sem sýnt er að
hafi orðið vegna lagnaskaðans.
Þetta þýðir til dæmis að ef vatns-
tjón verður á helmingi baðherberg-
is sem er flísalagt fær tjónþoli ein-
ungis bættan þann helming tjóns-
ins í raun.
Verði tveir veggir það illa úti í
vatnstjóni að skipta þarf um flísar
á þeim bætir tryggingafélagið það.
Það bætir hins vegar ekki flísar
eða lagningu á hina veggina tvo,
þótt samskonar flísar fáist ekki í
verslunum og tjónþoli sitji uppi
með hluta af tjóninu sem hann
hélt að hann væri að fullu tryggð-
ur fyrir.
Til þess að reyna að fyrirbyggja
tjón er nauðsynlegt að viðhalda
gömlum lögnum. Lagnir endast í
nokkra áratugi, en gæta verður
þess að viðbætur vegna stækkunar
húss eða breyttrar notkunar geta
haft í för með sér þörf á endurnýj-
un lagna að meira eða minna leiti.
Nauðsynlegt er að fá fagmenn
til aðstoðar og ráðlegginga við mat
á ástandi lagna og viðhaldþörf.
í nýjum lögnum geta komið
fram gallar vegna óvandaðra
vinnubragða eða efnisgalla. Úttekt
nýlagna á öllum stigum, allt frá
eftirliti með hönnun til lokafrá-
gangs, er mjög mikilvægt öryggis-
atriði en það er sjaldan framkvæmt
sem skyldi í byggingu venjulegs
íbúðarhúsnæðis. Rafmagnseftirlit
gerir þó skyldubundna úttekt á
raflögnum og hefur það veitt raf-
verktökum og framkvæmdaaðilum
gott aðhald í gegnum árin. Fyrir
liggur nú tillaga um að breyta
framkvæmd um rafmagnseftirlit
og er ástæða fyrir almenning að
fylgjast vel með þeim brytingum
og vera á verði gegn skerðingu
öryggis.
Lagnir í íbúðarhúsnæði eru að
mestu huldar inni í veggjum og
ekki sýnilegar. Húseigendur eiga
því erfitt með að gera sér grein
fyrir ástandi lagnanna og erfitt er
að komast að þeim til viðgerðar.
Tímabært er að leita nýrra leiða
við frágang lagna eins og gert er
í atvinnuhúsnæði, þar sem lagnir
eru oftast aðgengilegar ýmist í
stokkum eða hólfum eða beinlínis
óvarðar.
Viljum við hér með koma því á
framfæri við Lagnafélag íslands
og Arkitektafélag íslands að þau
efni til samkeppni um frágang á
„lögnum utan veggja“.
12. nóvember verður haldin ráð-
stefna á vegum Lagnafélags ís-
lands undir fyrirsögninni:
Skemmdar lagnir, bætt viðhald og
þjónusta lagnakerfa í húsum.
Hvet ég húseigendur sem áhuga
hafa á bættri lagnamenningu á
íslandi til þess að taka þátt í ráð-
stefnunni.
Höfundur er verkfræðingur og
snmstarfsnðali að ráðstefnu um
skemmdar lagnir á vegum Lagna
félags íslands.