Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 2
Hafnarfjöróur Sala hafin á íbúó- um í Golfarahúslnu FASTEIGNASALAN As í Hafnarfirði auglýsir í dag vandaðar og rúmgóðar íbúðir vestast í Hvaleyrarholtinu í Talsvert framboó áeUsnum ÞAÐ er mikið af fólki úti á markaðnum, sem hyggur af al- vöru á íbúðarkaup, en viðskipti ganga svolítið hægar nú en stundum áður. Það er töluvert framboð af eignum og fólk skoðar því mikið og vandar sig við kaupin. Markaðurinn nú er greinilega hagstæður fyrir kaupendur og verð fer alla veg- anna ekki hækkandi. Samt er ekki það mikill munur á fram- boði og eftirspurn, að búast megi við neinni verðlækkun að marki, heldur muni verð hald- ast nokkuð stöðugt. Þannig komst Magnús Leóp- oldsson, fasteignasali í Fast- eignamiðstöðinni að orði í viðtali við Morgunblaðið. — Það er hugsanlegt, að það hafi orðið nokkur verðlækkun á fasteignum miðað við það hvemig þær eru greiddar en ekki í krónum talið og ég held, að sú verðlækkun, sem margir hafa gert ráð fyrir, sé kom- in fram, sagði Magnús. — Stærri eignimar em þyngri og það má kannski frekar búast við meiri verðlækkun þar og það er víst, að það má gera nokkuð góð kaup í stærri eignum nú. Þau einbýlis- hús, sem hafa selzt að undan- fömu, hafa farið á nokkuð sann- gjörnu verði. Magnús sagði, að þegar á heild- ina væri litið, væri töluvert um fyrirspurnir nú, enda væri þetta sá tími, sem hreyfíngin væri hvað mest á markaðnum og þessi tími væri því yfirleitt nokkuð góður fyrir fasteignaviðskipti. Hafnarfirði. Þarna er um að ræða íbúðir með eða án lyftu 112-132 ferm og með eða án bílskúrs. íbúðirnar seljast með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Tvennar svalir fylgja hverri íbúð og sólskáli. Byggingaraðili er Fjarðarmót hf., en íbúðirnar verða afhent- ar haustið 1993. Þessar íbúðir eru á Klappar- holti 10-12, en það fjölbýlis- hús gengur undir nafninu “Golf- arahúsið" sökum nálægðar sinn- ar við golfvöllinn á Hvaleyri, sagði Ingvar Guðmundsson fast- eignasali í viðtali við Morgun- blaðið. — Golfáhuga- menn hafa sýnt þessu húsi alveg sérstakan áhuga, allt frá því að það fréttist fyrst, að þetta fjölbýlishús ætti að að rísa þama, enda geta menn fylgzt með nánast hverri einustu holu á golfvellinum frá húsinu. Þarna verða alls 14 íbúðir og allar stórar. Þær verða með gegn- heilum eikarinnréttingum, par- keti á gólfum og flísalögð böðum, þannig að þessar íbúðir verða I háum gæðaflokki. Fjarðarmót hf. hefur líka getið sér orð fyrir að vera eitt af traustari bygginga- raðilum á landinu. Ég á því von á, að það verði auðvelt að selja þessar íbúðir, Greiðsluskilmáiar verða sveigjanlegir, það er reynt verður að sníða stakk eftir vexti hvers kaupanda. Ingvar var spurður að því, hvort það væri ekki mikil bjart- sýni að ráðast í svona nýbygg- ingu nú og svaraði hann þá. — Það þýðir ekki annað en að vera bjartsýnn og ekki má leggja árar í bát. Fjarðarmót hf. er mjög traustur byggingaraðili og hefur því svigrúm til að fjármagna slíka byggingu, þó að sala á íbúðunum taki sinn tíma. Ingvar kvað eftirspum eftir nýjum íbúðum hafa verið furðu góða að undanfömu og sagði að lokum: — Yfirleitt hafa nýjar íbúðir, sem afhentar eru fljótt og vel, selzt þokkalega. • / Talsverður ahusi a fasteignum á Spáni MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992 Þetta raðhús á Costa Blanca kostar um 4,5 ísl. kr. Það er tveggja hæða og um 70 fermetrar að flatarmáli. Peter Amos ÞRÁTT fyrir samdrátt í efnahagslífinu hafa margir íslendingar enn áhuga á að eignast íbúðir og hús á Spáni. Kom þetta fram í viðtali við brezka fasteignasalann Peter Amos, en hann hefur að undanförnu staðið fyrir kynningu á Hótel Holiday Inn á fast- eignum á Spáni. Amos selur þar íbúðir, allt frá stúdíóíbúðum upp í einbýlishús með eigin garði og sundlaug. Amos kvað stúdíóíbúðimar kosta 1,5-1,7 millj. ísl. kr. en einbýlishúsin um 15 millj. kr. Flestar eignimar, sem hann selur, eru þó á verðbilinu 1,7-10 millj. kr. Eignimar eru á Costa Blanca á suðausturströnd Spánar, en það svæði er hvað vinsælast þar í landi sakir hins góða loftslags og fallega umhverfis. Peter Amos hefur rekið fast- eignafyrirtæki sitt í Englandi í um 23 ár og selt fasteignir á Costa Blanca í yfir 10 ár. Hann hefur skrifstofu þar í Torrevieja, en fast- eignasala hans hefur annars aðal- stöðvar sínar í Bretlandi, enda er aðal markaðssvæði hans þar. Hann selur þó einnig fasteignir á Spáni í mörgum öðmm löndum Evrópu. Amos er eingöngu umboðsaðili fyrir byggingafyrirtæki. — Ég gæti selt fasteignir fyrir hvaða byggingafyrirtæki sem er, en ég geng fyrst úr skugga um það, hvort viðkomandi byggingaraðili er traustur, sagði hann. — Á sam- dráttartímum eins og nú verður að sýna nokkra varkárni varðandi byggingaraðila. Ég og samstarfs- menn mínir emm atvinnumenn á þessu sviði. Við vitum því, hvar vandamálin liggja. Ég hef alltaf verið mjög vandfýsinn á, fyrir hveija ég sel, enda hefur það borg- að sig. Ég hef aldrei lent í vand- ræðum með neinn af þeim bygg- ingaraðilum, sem ég sel fyrir. Amos kvað aðeins erfiðara að endurselja fasteignir á Spáni nú en fyrir 3-4 ámm, vegna þess að þeim hefði fjölgað, sem vildu selja aftur. Ástæðurnar væm fyrst og fremst breyttar ástæður heima fyrir. í Bretlandi, en þar væri aðal- markaður hans að sjálfsögðu, væru þeir fleiri en áður, sem vildu selja nú, ekki til þess að komast burt frá Spáni heldur vegna þess að þeir ættu við íjárhagsvanda að etja heima fyrir. Ekkert væri held- ur því til fyrirstöðu að taka pen- inga sína út úr landinu, ef fólk vildi selja eign sín á Spáni aftur. — Þetta er fyrsta ferð mín til íslands og ég vinn nú að því að skipuleggja sérstakar ferðir til Spánar fyrir fólk héðan til þess að skoða fasteignir þar, sagði Amos að lokum. — Ég mun sjálfur taka á móti þeim Islendingum, sem koma til Spánar í þessu skyni og starfsmenn mínir munu fylgja þeim á skoðunarferðum og fara með þeim á fund byggingaraðil- anna. Þeir, sem koma, munu dvelj- ast þama 4-7 daga, en við munum skipuleggja flugið og hótelgist- ingu. Fólk greiðir kostnaðinn af þessu, en í mörgum tilfellum fær það töluvert endurgreitt af honum, ef af fasteignakaupum verður. Erlendur Hjálmarson, byggingafulltrúi í Hafnarfirði og Sigurbjartur Halldórsson byggingatæknifræðing- ur. í baksýn sést nýi leikskólinn, sem nú er I smíðum í Setbergslandi. Það sem er sérstætt við þessa byggingu er, að allt burðarvirki hennar er úr blikki. Itlilik notað i bui'ðarvirkið í Setbergshverfi í Hafnarfirði er verið að reisa nýjan leikskóla. Það sem er sérstætt við þetta hús, er að burðarvirki þess er allt úr blikki, bæði stoðir og sperrur. Heildarflatarmál hússins er um G60 fermetrar. Það á að taka i notkun um mánaðamótin febrúar- marz nk., en byrjað var á smíði þess í ágúst. Blikk hefur verið töluvert notað í innveggi, en nú er verið að byrja að nota það í útveggi, sagði Erlendur Hjálmarsson, bygginga- fulltrúi í Hafnarfírði. — Blikkstoð- imar eru klæddar að innan með gipsplötum en að utan með steni- plötum. Burðargrindin er öll úr blikki, það er notaðar era snið- grindur (prófílar) úr blikki bæði í sperrar og grind hússins. Það er norskt fyrirtæki, Norsk profil- formning, sem framleiðir þessar sniðgrindur, en Breiðfjörðsblikk- smiðja hf. er samstarfsaðili þess hér á landi. Sniðgrindurnar era fluttar hingað tilbúnar, þannig að ekki þarf annað en að raða þeim upp eins og mekkanói. Erlendur sagði, að um lokað útboð hefði verið að ræða, þegar smíði leikskólans var boðin út og hefði byggingafyrirtækið Byggða- verk tekið verkið að sér í svoköll- uðu alútboði. Verkið hefði gengið mjög vel, en leikskólinn ætti að þjóna öllu Setbergshverfinu. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.