Morgunblaðið - 06.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1992, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 254. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þing norska Verkamaniiaflokksins EB og EFTA sam- einist í baráttunni við atvinnuleysið Ósló. Reutcr. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, lagði til í gær að ráðherrar Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) kæmu saman á næsta ári til að finna leiðir til að draga úr atvinnuleysi, stuðla að auknum hagvexti og lækka vexti. að skapa fleiri störf. Um leið þarf að auka samvinnu ríkjanna á sviði fjármála til að lækka vexti um alla Evrópu." Búist er við að flokksþingið sam- þykki á sunnudag tillögu Brundt- land um að Norðmenn sæki um aðild að Evrópubandalaginu. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er 51 af hundraði Norðmanna andvígur að- ild að bandalaginu en 30% fylgjandi. Fylgi Verkamannaflokksins hef- ur aldrei verið minna frá því á þriðja áratugnum, ef marka má skoðana- kannanir, og talið er að afstaðan til Evrópubandalagsins og 7,7% at- vinnuleysi í Noregi ráði þar niestu. Samkvæmt könnun, sem birt var í Aftenposten í gær, er fylgi flokks- ins komið niður í 24,5% og hefur minnkað um 10 prósentustig frá kosningunum 1989. , Brundtland sagði þetta er hún setti árlegt flokksþing norska Verkamannaflokksins í Osló. Hún kvaðst hafa skrifað öllum leiðtogum EB og EFTA og framkvæmdastjóm Evrópubandalagsins og lagt til að fjármálaráðherrar ríkjanna kæmu saman næsta vor. „Við leggjum til að áhersla verði lögð á opinberar fjárfestingar, umhverfis- og menntamál með það að markmiði A Irska þing- ið samþykk- ir vantraust á stjórnina Viðskiptastrið virðist í uppsiglíngu milli Bandaríkjanna og EB Bandaríkjastjórn setur refsitolla á hvítvín frá EB Genf, Washington. Reuter. Dyflinni. Reuter. ÍRSKA þingið samþykkti í gær tillögu um vantraust á stjórn Alberts Reynolds forsætisráð- herra og efnt verður til þing- kosninga 26. nóvember. Daginn áður höfðu ráðherrar Framfarasinnaða demókrataflokks- ins ákveðið að binda enda á stjóm- arsamstarfíð með flokki Reynolds, Fianna Fail. Þingmenn Framfara- sinnaða demókrataflokksins greiddu síðan atkvæði með van- trauststillögunni, sem var sam- þykkt með 88 atkvæðum gegn 77. Framfarasinnaði demókrata- flokkurinn gekk úr stjórninni eftir að Reynolds sakaði leiðtoga hans, Des O’Malley iðnaðarráðherra, um að hafa verið „ósvífinn, óábyrgur og óheiðarlegur“ er hann bar vitni í réttarhöldum um nautakjötsfram- leiðsluna á írlandi. CARLA Hills, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjastjórn myndi setja 200% refsitolla á hvítvín og nokkrar landbúnaðarafurðir frá Evrópubandalaginu vegna deilu þeirra um niðurgreiðslur banda- lagsins á matar- og fræolíu. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins sagði að refsitoll- arnir brytu í bága við reglur GATT. Samningamenn í viðræð- unurn um nýjan GATT-samning sögðust svartsýnir á að hægt yrði að afstýra viðskiptastriði milli Bandaríkjanna og EB, sem myndi stórskaða efnahagslífið í heiminum. Carla Hills sagði að refsitollamir yrðu settir á hvítvín, repjuolíu og hveitiglúten og tækju gildi eftir mánuð, eða 5. desember. Hún birti einnig lista yfir iðnvarning frá EB-ríkjunum sem Bandaríkjastjóm kynni að setja refsitolla á ef deilan um niðurgreiðslurnar yrði ekki leyst innan mánaðar. Samningamaður EB, Tran van Thinh, hafði sagt að ef Bandaríkja- stjórn ákvæði að beita EB refsiað- gerðum yrði það í reynd dauðadóm- ur yfír Uruguay-lotunni svokölluðu, viðamiklum viðræðum um aukið fijálsræði í heimsviðskiptum sem gæti stuðlað að miklum hagvexti í heiminum. Arthur Dunkel, framkvæmda- stjóri GATT, kvaðst hafa miklar á-hyggjur af þeirr: ákvörðun Banda- ríkjastjórnar að setja refsitolla án samráðs við GATT en bætti við að það væri þó bót í máli að stjórnin í Washington og Evrópubandalagið hefðu lýst því yfir að samningavið- ræðunum yrði haldið áfram. Frans Andriessen, sem fer með samskiptin við önnur ríki innan framkvæmdastjórnar EB, sagði hins vegar að refsitollarnir brytu í bága við reglur GATT og myndu torvelda frekari viðræður um nýjan GATT-samning. „Evrópubandalag- ið er enn reiðubúið að semja. Það tekur þó fram að þær aðferðir sem Bandaríkjamenn hafa beitt... auð- velda ekki samningaviðræðurnar og stefna heimsviðskiptunum í hættu.“ Mikill ágreiningur er innan Evr- ópubandalagsins um samningavið- ræðurnar við Bandaríkin og skýrt var frá því í gær að Ray Mac- Sharry, sem fer með landbúnaðar- mál innan framkvæmdastjómarinn- ar, hefði ákveðið að hætta sem helsti samningamaður EB í viðræð- unum. Háttsettur embættismaður í Brussel sagði að MacSharry hefði ákveðið þetta vegna deilna við Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnarinnar, sem hefur verið sakaður um að draga taum Frakka í deilunni, en þeir eru and- vígir samningi við Bandaríkin. Sir Leon Brittan, varaforseti framkvæmdastjómar Evrópu- bandalagsins, varaði við því að bandalagið myndi svara refsitollum með eigin refsiaðgerðum. „Það eru Bandaríkjamenn sem hafa nú ákveðið að taka fyrsta skrefið í átt að viðskiptastríði," bætti hann við. Neal Blewett, viðskiptaráðherra Astralíu, sem hefur yfírleitt stutt Bandaríkjastjórn í GATT-viðræðun- um, varaði við því að deilan um matarolíuna gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir smærri þjóðir. Fischer hrósaði sigri - og grét Belgrad. Reuter. BOBBY Fischer tryggði sér sigur í skákeinvíginu við Borís Spassky í Belgrad í gær eftir tveggja mánaða taflmennsku og 30 skákir. Fischer var með svart og virtist í faðma. eiga í vök að veijast í byijun skák- arinnar en nýtti sér til fullnustu vanhugsaða hróksfóm Spasskíjs og knúði fram uppgjöf í 27. leik. Þar með hafði Fischer fengið 10 vinninga gegn 5 og tryggt sér 3,35 milljónir dala, 195 milljónir ÍSK, í verðlaun. Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal áhorfendanna, sem hrópuðu nafn skákmeistarans í sífellu. Lár- viðarsveigur var settur yfir sigur- vegarann og keppinautamir féllust „Ég þakka öllu dásamlega fólk- inu í Júgóslavíu," sagði Fischer. „Þið hafið verið frábærir áhorfend- ur.“ „Bobby grét - svo lítið bar á. Hann þurrkaði tár af hvörmunum," sagði stórmeistarinn Branislav Rakic. Spasskíj tók ósigrinum vel og kvaðst hafa teflt illa. „Ég varð að fóma einhveiju en án þess að hafa möguleika á sigri." Sjá skákskýringu á miðopnu. Reuter Bobby Fischer með lárviðar- sveig eftir sigurinn á Borís Spasskjj í gær. Á borðanum stendur „Heimsmeistarinn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.