Morgunblaðið - 06.11.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
Öfugmælaskáld-
skapur aldarinnar
„ Allt fyrir ekkert“
eftir Hannes Jónsson
Greindur og reyndur eldri vinur
minn sagði nýlega, að grófasti öfug-
mælaskáldskapur þessarar aldar á
íslandi væri setningin „allt fyrir
ekkert" sem lýsing á niðurstöðum
EES-samningaviðræðnanna. Þetta
urðu fieyg orð EES-sinna eftir sam-
komulagið 21. október 1991, sem
samþykkt var eftir breytingar á
dómstólaþættinum 14. febrúar
1992 og undirritað í Oporto 2. maí
1992. Þá var líka skipst á orðsend-
ingum milli íslands og EB um efnis-
inr.ihald fískveiðisamkomulagsins,
sem var hluti af upphaflegu samn-
ingsniðurstöðunni 21. október
1991.
Rökræn athugun á heildarhags-
munum íslands gagnvart EES,
gjöldum og tekjum, fómarkostnaði
og ábata, sýna svo ekki verður um
villst, að það er svo langt í frá að
við fáum „allt fyrir ekkert", að það
þarf annað hvort mikla skáldskap-
argáfu eða fádæma fráfræði og
óraunsæi til þess að halda slíku
fram.
EES-samningurinn sjálfur er
besta sönnunin fyrir réttmæti þess-
arar skoðunar.
I bókhaldi þarf að færa bæði
gjöld og tekjur. Annars verður upp-
gjörið rangt. Að vísu gætir alltaf
nokkurrar ónákvæmni, þegar áætl-
að er inn í framtíðina. Nákvæmnin
verður þó því meiri því traustari
grunnurinn er, sem reiknað er út
frá^
Áhrif EES-samningsins má í
megindráttum meta út frá ákvæð-
um samningsins sjálfs annars vegar
en hins vegar út frá einkennum
íslensks efnahagslífs. Við skulum
því í þessari grein skoða meginatr-
iði fórnarkostnaðarins - og megin-
atriði ábatans verða efni annarrar
blaðagreinar, eins og hvort tveggja
má lesa út úr EES-samningnum og
íslenskum efnahagsveruleika til
þess að sannreyna hvort við fáum
„allt fyrir ekkert" með EES.
Fyrsti fórnarkostnaðurinn:
Landhelgin opnuð
Að kröfu EB var forsenda fyrir
samþykki EES-samningsins, að
gerður yrði sérsamningur við Island
og Noreg um veiðiheimildir í lög-
sögu þeirra gegn tollalækkun sjáv-
arafurða á EB-markaði. í landhelg-
isdeilunum við okkur var sjónarmið
gömlu nýlenduveldanna, sem nú eru
innan EB, að þeir ættu sama rétt
og við til að nýta auðlindir hafsins
umhverfís landið, af því að utan
þröngra marka væri sjórinn „opið
haf“, „almenningur", sem aðrir en
við hefðu líka fullan rétt til að nýta.
Okkar sjónarmið var, að við einir
ættum auðlindina í sjónum út að
sanngjömum mörkum, sem í einu
þorskastríði af öðm vom talin vera
4, 12, 50 og loks 200 mílur.
Þróun hafréttarins var okkur
hagstæð. Gamla hafréttarsjónarmið
nýlenduveldanna innan EB á sér
nú enga formælendur og í dag
viðurkenna allir 200 sjómílna efna-
hagslögsögu okkar, þótt EB-ríkin
hafí enn ekki staðfest hafréttarsátt-
mála SÞ.
Gömlu rányrkjuviðhorf nýlendu-
veldanna em þó ekki dauð. Þau
endurspeglast í þeirri stefnu EB að
á móti tollalækkun á sjávarafurðum
skuli koma veiðiheimildir í lögsögu
fískútflytjandans, þ.e. auðlind á
móti markaðsgengi. Þetta hafa þeir
boðið okkur Islendingum upp á í
sjávarútvegssamningi allt frá árinu
1972. Ágreiningslaust hefur verið
þar til nú að hafna þessu. En með
nótuskiptum 2. maí 1992 samþykk-
ir utanríkisráðherra þetta gmnd-
vallarsjónarmið EB í verki. Efnis-
lega er samþykkt að leyfa rányrkju-
flota EB að veiða innan íslenskrar
efnahagslögsögu ' 3.000 tonn af
karfa, þótt vitað sé, að flotar EB
falsi allar aflatölur, veiðieftirlit sé
erfítt og landhelgisgæsla okkar að
rýrna vegna fjársveitis. í orði
kveðnu er látið heita svo að þetta
séu skipti á veiðiheimildum. Á móti
eigum við að fá að veiða 30.000
tonn af óveiðanlegri „pappírsloðnu"
við Grænland, sem EB-ríkin hafa
keypt þar en ekki getað veitt síð-
ustu 6 árin. Og hvers vegna ekki?
Einfaldlega vegna þess að við
Grænland er hún í óveiðanlegu
ástandi. Þá fyrst þegar hún er kom-
in inn í íslenska lögsögu hefur hún
verið veiðanleg og þar þurfum við
ekki að kaupa hana af neinun.
Þar að auki skuldbindum við
okkur til að breyta eigin landslögum
þannig, að flotar EB fá sam-
keppnisjafnréttisaðstöðu á við ís-
lenska flotann í íslenskum höfnum.
Lagafmmvarp í þeim dúr liggur
þegar fyrir Alþingi. Samkvæmt því
og 1., 4. og 81. gr. EES-samnings-
ins gæti því hver sem er á EES-
svæðinu sett upp þjónustumiðstöðv-
ar við flotann og t.d. fiskmarkaði
í íslenskum höfnum og rekið á jafn-
réttisgrandvelli við íslendingana.
Að opna landhelgina og íslenskar
hafnir á þennan hátt fyrir rányrkju-
flota EB er svo mikill fómar-
kostnaður, að þegar af þeirri
ástæðu er EES-samningurinn óað-
gengilegur. Þótt utanríksiráðherra
hafí samþykkt stefnubreytinguna
um að láta auðlind fyrir markað,
opna landhelgina fyrir rányrkju-
flota EB og fóma þannig sigmm
okkar í landhelgismálinu gegn ofur-
efli stærstu EB-ríkjanna, þá hefur
þjóðin aldrei samþykkt hana. Von-
andi em nógu margir sjálfstæðir
og sómakærir þingmenn á Alþingi
til þess að fyrirbyggja samþykki
slíkra afarkosta, sem ganga þvert
á okkar lífshagsmuni.
Önnur fórnin: Takmarkað
fullveldisafsal
Hitt er ekki síður alvarlegt, að
EES-samningurinn gerir ráð fyrir
því, að við fómum hluta af full-
veldisrétti okkar á samningssviðinu
og undirgöngumst skrifræðisveldið
í Bmssel og laga- og reglugerða-
frumskóg þess. Auk lögtöku EES-
samningsins, viðauka hans og
„gerða“ er gert ráð fyrir því, að
allt að 70% af EB-réttinum komi
til með að gilda hér á landi á samn-
ingssviðinu, án þess að við höfum
átt nokkurn þátt í að móta þennan
lagagrandvöll.
I 2. gr. fmmvarps til laga um
EES em tekin af öll tvímæli um
Hannes Jónsson
„Halda menn í alvöru
að samning’ur, sem fel-
ur í sér alla þessa
ókosti, og reyndar
langtum fleiri, sé ís-
lenskri þjóð til hags-
bóta og heilla?“
þetta. Þar segir: „Meginmál EES-
samningsins skal hafa lagagildi hér
á landi.“ Síðan er bætt við að sama
gildi um tilteknar bókanir og við-
auka. Svo kemur 3. grein. Þar
stendur svart á hvítu: „Skýra skal
lög og reglur... til samræmis við
EES-samninginn og þær reglur,
sem á honum byggja." Og í 4. gr.
lagafrumvarpsins um EES er ráð-
herra svo veittur réttur til þess að
setja „reglur þar sem nánar er kveð-
ið á um framkvæmd EES-samn-
ingsins".
Sjálfur samningurinn segir svo,
að „við framkvæmd og beitingu
ákvæða samnings þessa“ ber „að
túlka þau í samræmi við úrskurð
dómstóls Evrópubandalaganna“ svo
sem segir í 6. gr. og að um 1400
„gerðir“, sem vísað er til í viðaukum
eða síðari ákvarðanir sameiginlegu
EES-nefndarinnar skuli, sam-
kvæmt 7. gr., „binda samningsaðila
og em þær að verða teknar upp í
landsrétt." Sama gildir um gerðir,
sem samsvara reglugerðum og til-
skipunum EB.
Sköpunarverk laga- og reglu-
gerðarfmmskógar EB, sem við
emm flækt í, er svo kórónað með
bókun 35 um framkvæmd á reglum
EES, en þar segir í 1. gr.: „Ef upp
kemur misræmi milli EES-reglna,
sem hafa verið lögfestar og annarra
ákvæða í lögum, skuldbinda samn-
ingsaðilar sig til að innleiða, eftir
því sem þörf krefur, ákvæði í lög
þess efnis, að reglur EES gildi í því
tilviki."
Hvað þýðir þetta í raun og
veru?
Ákvæði sjálfs samningstextans
eiga að hafa forgangsgildi fyrir
landsrétti, ef þau stangast á við
íslensk lög. EB-rétturinn ríki, lands-
réttur víki. Við gildistöku EES
þyrfti svo að breyta um 80 íslensk-
um lögum eða setja ný í samræmi
við EB-réttinn. Einnig þarf að lög-
taka óbreyttar allar nýjar réttar-
reglur EB á samningssviði EES,
sem settar kunna að vera í framtíð-
inni. Varðandi allt slíkt er Alþingi
niðurlægt í að verða einföld af-
greiðslustofnun, svift frumkvæði til
lagasetningar eða lagabreytinga á
samningssviði EES, má ekki breyta
stafkrók í hinum aðsendu erlendu
lögum, bara segja já og amen eða
nei með þeim erfiðu eftirköstum
sem fylgdu samkvæmt 127. gr.
Þessu til viðbótar er bæði fram-
kvæmdavald og dómsvald að hluta
til framselt úr landi til Eftirlits-
nefndar EFTA, sameiginlegu EES-
nefndarinnar og erlends dómstóls
samkvæmt 108.-110. gr. EES-
samningsins.
Fyrir smáríki eins og ísland er
þetta takmarkaða fullveldisafsal,
bæði á sviði löggjafarvalds, dóms-
valds og framkvæmdavalds á sviði
EES-samningsins, allt of mikill
fórnarkostnaður jafnvel þótt í boði
væri full fríverslun með fisk, sem
ekki fékkst heldur aðeins smávægi-
legar tollalækkanir á sjávarafurð-
um á Evrópumarkaði. Að tala um
samning af þessu tagi sem venju-
legan viðskiptasamning er fásinna.
Ef EES-samningurinn verður
samþykktur munum við lenda í
ánauð á samningssviðinu undir
skrifræðisveldi EES og EB og
flækjast í þéttan laga- og reglu-
gerðarfrumskóg þeirra með þeim
takmörkunum á sjálfstæðri ákvarð-
anatöku, frumkvæði til lagasetn-
ingar, fullveldi landsréttar og inn-
lends dómsvalds, sem því mundi
fylgja. Enginn fjárhagslegur ábati
gæti réttlætt takmarkað fullveldis-
afsal af þessari stærðargráðu.
Einnig þessi ástæða, ein út af fyrir
sig, ætti að nægja til þess að sjálf-
stætt hugsandi þingmenn, sem
virða stjórnarskráreiðstaf sinn,
hafni EES-samningnum.
í
I
i
>
l
i
\
1200 til 1500 ný störf
eftir Rafn Ben.
Rafnsson
Mikið hefur verið rætt og ritað um
slæmt atvinnuástand okkar íslend-
inga. Vandinn er staðreynd og er
ástæða til þess að hafa af þessu
miklar áhyggjur og reyna að leita
leiða til þess að snúa ofangreindri
þróun við.
Á hverju ári flytja íslendingar inn
iðnvarning í samkeppni við innlend
fyrirtæki, sem nemur um það bil
5.800 ársverkum. Hvert starf í iðn-
aði er talið gefa af sér 4 störf í þjón-
ustugreinum þannig að hér erum við
að tala um 29 þúsund störf sem flutt
em inn á hverju ári.
Á húsgagna- og innréttingamark-
aði em árlega fluttar inn vömr fyrir
um 4 milljarða íslenskra króna. Mið-
að við meðallaun í greininni og hlut-
fall launa í útsöluverði þýðir þetta
700 störf í iðnaði auk 2.800 starfa
í þjónustugreinum eða samtals 3.500
störf sem flutt em inn árlega í þess-
ari grein.
í þessu samhengi er fróðlegt að
líta til nágrannaþjóða okkar og velta
fyrir sér viðhorfi markaðarins til
innflutnings annars vegar og inn-
lendrar vöru hins vegar og bera það
saman við viðhorf íslendinga til sam-
bærilegra mála.
Fyrir fáeinum vikum var haldinn
„Með jákvæöari heima-
markaði og bættum ytri
skilyrðum hefur ís-
lenskur húsgagna- og
innréttingaiðnaður alla
burði til þess að auka
hlutdeild sína á mark-
aðnum og skapa þannig
aukin atvinnutækifæri.
Þetta gæti einnig orðið
til þess að forsendur
sköpuðust til þess að
flytja út íslenska hönn-
un.“
fundur hér á íslandi með norrænum
húsgagna- og innréttingaframleið-
endum. Eitt af þeim málum sem ég
ræddi sérstaklega við þá var viðhorf
markaðarins til innlendrar fram-
leiðslu hjá hveijum fyrir sig. Öllum
bar saman um að þeir ættu það sam-
eiginlegt að búa við mjög jákvæðan
en um leið kröfuharðan heimamark-
að. Þessar aðstæður töldu þeir meg-
inforsendu fyrir velgengni þarlendra
fyrirtækja og gmndvöll fyrir þvf að
hægt væri að flytja út húsgögn og
innréttingar.
Kynni mín af íslenska markaðnum
em þau að í alltof mörgum tilfellum
er innflutningur tekinn fram yfír
innlenda framleiðslu og skiptir þá
einu hvort innlendir framleiðendur
séu samkepppnisfærir í verði og
gæðum. Hugur manna stendur til
þess að kaupa innflutt og menn telja
það fínt að skreyta sig með erlendum
vömm, jafnt í opinberum byggingum
sem annars staðar.
Að mínu mati er hér helst úrbóta
þörf. Það þarf að koma til aukinn
skilningur á því hvað felst í því að
kaupa innfluttar vörur í stað þess
að velja íslenskar vörur og hvaða
áhrif það hefur. Með jákvæðari við-
horfí og auknum skilningi er hægt
að fjölga störfum vemlega í okkar
iðngrein án þess að markaðurinn
þurfi að slá af kröfum hvað varðar
verð og gæði.
Þau fyrirtæki sem helst standa
upp úr í okkar iðngrein eiga það
sameiginlegt að hafa stundað öflugt
vömþróunar- og markaðsstarf. Með
auknu samstarfi fyrirtækja og ís-
lenskra hönnuða hefur skapast nýr
starfsvettvangur fyrir hönnuði.
Hönnuðir og arkitektar em famir
að sýna því meiri áhuga en áður að
taka þátt í samstarfi við fyrirtæki í
nýhönnun og vöruþróun. Ef við skoð-
um sérstaklega hvaða hagsmunir
hönnuðir hafa í þessu máli, ef vel
tekst til, er hér um verulega tekju-
Rafn Ben. Rafnsson
lind fyrir þá að ræða. íslenski mark-
aðurinn veltir árlega um 10 milljörð-
um króna. Tekjur hönnuða af þess-
um markaði, miðað við að þeir fengju
2-3% af útsöluverði, gæti því numið
allt að 300 milljónum króna á ári.
íslenskur samkeppnis- og útflutn-
ingsiðnaður hefur búið við mun lak-
ari rekstrarskilyrði en þekkist í sam-
keppnislöndum okkar. Einnig hafa
þessar iðngreinar átt undir hogg að
sækja gagnvart öðmm greinum á
Islandi með rekstrarskilyrði. Þessar
aðstæður hafa leitt það af sér að
mjög erfítt hefur verið að stunda
atvinnurekstur í samkeppnisiðnaði,
eins og dæmin sýna.
Takandi tillit til þessara aðstæðna
verður að segjast þegar á heildina
er litið að íslenskur húsgagna- og
innréttingaiðnaður hefur staðið sig
nokkuð vel í samkeppni við innflutn-
inginn. Þetta er ekki síst að þakka
góðri aðlögunarhæfni ásamt öflugu
vömþróunar- og markaðsstarfi. k
Eitt stærsta hagsmunamál grein-
arinnar í dag er ákvörðun um hvort
Islendingar munu taka þátt í hinu .
Evrópska efnahagssvæði. Með þátt- ’
töku munu starfsskilyrði okkar
verða samræmd við það sem gerist >
í samkeppnislöndum okkar og um *
leið mun það styrkja stöðu okkar til
muna.
Með jákvæðari heimamarkaði og
bættum ytri skilyrðum hefur íslensk-
ur húsgagna- og innréttingaiðnaður
alla burði til þess að auka hlutdeild
sína á markaðnum og skapa þannig
aukin atvinnutækifæri. Þetta gæti
einnig orðið til þess að forsendur
sköpuðust til þess að flytja út ís-
lenska hönnun. Markaðurinn á Norð-
urlöndum veltir árlega 300 þúsund
milljónum, eða þreföldum íslensku
fjárlögunum. Miðað við þær forsend-
ur sem ég hef rakið er það augljóst
að hér er um mikla hagsmuni að
ræða. Hagsmuni sem kalla ekki á i
aukið fjármagn úr hendi hins opin-
bera, heldur tekjur fyrir ríkið, 1.200
til 1.500 ný störf og það eina sem k
þarf til eru ný og breytt viðhorf ’
markaðarins til innlendrar verð-
mætasköpunar. >
Höfundur er formnður Félngs
húsgngna- og innréttinga-
framleiðenda.