Morgunblaðið - 06.11.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
Listasafn ASÍ
Árleg fréttaljósmyndasýning
HIN árlega fréttaljósmyndasýning World Press Photo verður opnuð
í Listasafni ASÍ laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. I fyrsta skipti
verður sýningin sýnd 811 hér á íslandi, en vegna stærðar hefur henni
verið skipt niður á tvo sýningarstaði, Listasafn ASÍ og Kringluna.
Ljósmyndir sýna okkur inn í þann myndir af atburðum á vettvangi
heim sem birtist fréttamönnum á íþrótta, vísinda og lista.
ferð þeirra um heiminn. Ljósmyndin Árið 1956 stofnuðu þrír hollensk-
Meðlimir Vocis Thulis.
Morgunblaðið/Kristinn
er beitt vopn í áróðri fjölmiðla og
þjóða. Hún getur í verulegum mæli
haft áhrif á viðhorf fólks til manna
og málefna. Hvort sem myndin sýn-
ir hörmungar eða gleðilega atburði,
þá fer hún nærri því að sýna okkur
veruleikann í sinni réttu mynd.
World Press Photo sýningin eru
Miðaldatónlist og nútímatón-
list á tónleikum í Kristskirkju
SÖNGHÓPURINN Vocis Thulis og Caput-hópurinn halda tónleika
í Akureyrarkirkju á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í dag, laugar-
daginn 7. nóvember, klukkan 17. Einnig verða hóparnir með tón-
leika í Kristskirkju í Reykjavík, þriðjudaginn 10. nóvember, og
hefjast þeir tónleikar klukkan 20.30.
Á efnisskránni eru fjögur verk
eftir eistneska tónskáldið Arvo
Part, „Pari Intervallo“, fyrir orgel,
„Ein Wallfahrtslied" (Davíðssálm-
ur 121) fyrir karlmannsrödd, tvær
fiðlur, viólu og selló, „Es sang von
langen Jahren“ (Brentano) fyrir
kontratenór, fiðlu og lágfíðlu, „De
Profundis“ (Davíðssálmur 130)
fyrir fjórar karlaraddir, orgel og
slagverk.
Einnig verður flutt kirkjutónlist
úr íslenskum handritum. Messu-
kaflamir Kyrie, Sanctus og Agnus
dei í einrödduðum gregoríönskum
stíl, Credo í íslenskum tvísöngsstíl,
tveir tvísöngssálmar, Anda þinn
Guð mér gef þú víst og Jesú mín
morgunstjarna. Þá verða tvö fjór-
rödduð lög: „Felix ille animi“ og
Nýjar bækur
Ljóðaþýðingar Helga
Hálfdanarsonar
„LJÓÐ úr austri“ sem hefur að
geyma þýðingar Helga Hálfdan-
arsonar á kínverskum og jap-
önskum ljóðum, er komin út.
í bókinni eru saman komin í
eitt bindi Kínversk ljóð frá liðnum
öldum sem voru gefín út 1973 og
Japönsk ljóð frá liðnum öldum sem
komu út 1976. Japönsku ljóðin eru
að mestu hin sömu og áður, en
þeim kínversku hefur fjölgað lítið
eitt.
í kynningu segir: í tærum ein-
faldleika sínum endurspegla þessi
ljóð fögnuð og sorgir þjóðanna í
hversdagsönn og á skapastundum,
ást á föðurlandinu og gleði yfir
fegurð þess og frjósemd. „Oft og
einatt er andartakinu með nokkr-
um hætti teflt gegn hinu eilífa, hið
smáa og hverfula metið við óend-
anleikann, þó ekki sé nema að fugl
fljúgi út í bláinn, eða dropi falli á
kyrran vatnsflöt," eins og þýðand-
inn kemst að orði í formála.
Mál og menning gefur bókina
út. Hún er 250 blaðsíðu, prentuð
í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð
1.980 krónur.
„O pater, o hominum“. Að lokum
verður flutt verkið „Duo sancto"
eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
(samið. 1990 upp úr Sanctus úr
Grallara Guðbrands Þorlákssonar
frá 1594) fyrir fíðlu og selló.
í fréttatilkynningu segir: Eist-
lendingurinn Arvo Párt (f. 1935)
hefur átt aukinni velgengni að
fagna hin síðari ár og er það e.t.v.
ekki síst að þakka hinum sérstæða
stíl sem hann hefur þróað í tón-
smíðum sínum, sérstaklega eftir
1974 eða þar um bil, sem á sér
ríka samsvörun í tónlist miðalda.
Sjálfur hefur hann sagt: „Það má
líkja tónlist minni við hvítt ljós*, sem
inniheldur alla liti. Aðeins eitt
prisma getur aðskilið þessa liti og
gert þá sýnilega. Þetta prisma er
andi þess sem hlustar.““
Með þessum tónleikum er verið
að tengja saman tónlist miðalda
og nútímans, og sýna fram á skyld-
leikann þar á milli. Ennfremur seg-
ir í fréttatilkynningu: Ekki er víst
að fólk átti sig á að í íslensku
handritunum voru ekki aðeins bók-
stafír, heldur einnig nótur. Hér
gefst því gullið tækifæri til að
heyra íslenska tónlist allt aftur á
13. öld sem sum hver hefur ef til
vill ekki heyrst opinberlega í aldir.
Flytjendur á tónleikunum eru
Sverrir Guðjónsson, kontratenór,
Sigurður Halldórsson, kontratenór
og selló, Guðlaugur Viktorsson,
tenór, Eggert Pálsson, baritón og
slagverk, Ragnar Davíðsson, bassi,
Hildigunnur Halldórsdóttir og
Zbignev Dubik, fíðlur, Guðmundur
Kristmundsson, lágfíðla og Hilmar
Örn Agnarsson, orgel.
ir fréttaljósmyndarar til alþjóðlegrar
samkeppni um bestu blaðaljósmynd-
irnar. Þessi óformlegu samtök
fréttaljósmyndara urðu smám sam-
an að stofnuninni World Press Photo
Foundation. dómnefnd hveiju sinni
er skipuð valinkunnu fólki úr blaða-
útgáfu og ljósmyndaheimi. Árlega
er valin fréttaljósmynd ársins auk
verðlauna í fjölmörgum flokkum.
Fyrstu verðlaun er styttan
„Gullna augað“. Myndirnar á þess-
ari sýningu eru valdar úr 17.887
myndum frá ljósmyndurum í 75
löndum. Til samanburðar má geta
þess að í World Press Photo 1982
bárust 5319 myndir frá ljósmyndur-
um í 51 landi.
Auk áðurgreindra verðlauna eru
veitt verðlaun sem kennd eru við
Oskar Bamack, upphafsmann Leica-
myndavélarinnar, fyrir þá ljósmynd
sem túlkar best hugsjón mannúðar
og samband manns og umhverfís.
Einnig eru veitt verðlaun Búdapest-
borgar fyrir ljósmynd sem sýnir já-
kvæðar aðgerðir til varðveislu lífs á
jörðinni. Sérstakur barnadómstóll
velur mynd ársins, þar sem ljós-
myndin er skoðuð út frá sjónarhóli
barnsins.
Listasafn ASI hvetur íslenska ljós-
myndara eindregið til að taka þátt
í þessari alþjóðlegu samkeppni. Þátt-
tökubæklingar liggja frammi í Lista-
safni ASÍ. World Press Photo sýn-
ingin hefur verið árlegur viðburður
í Listasafni ASÍ um 10 ára skeið. Á
sýningunni er árbók WPPh til sölu.
í fréttatilkynningu er íslenskum
styrktaraðilum þökkuð veitt aðstoð
við að gera sýninguna að veruleika.
Kringlunni og Hans Petersen, um-
boðsaðila Kodak og Canon er þakkað
sérstaklega, en sýningin er styrkt
af Kodak, Canon og hollenska flug-
félaginu KLM.
Sýningin verður opin alla sýning-
ardaga í Listasafni ASÍ kl. 14.00-
22.00. Sýningin hefst 7. nóvember
og lýkur sunnudaginn 22. nóvem-
ber. Sýningin í Kringlunni byijar 9.
nóvember og stendur til 18. nóvem-
ber. Hún er opin á venjulegum opn-
unartíma Kringlunnar og aðgangur
ókeypis. Allir eru velkomnir á þessa
alþjóðlegu sýningu á fréttaljósmynd-
Mynd ársins 1991 hjá World Press Photo.
Víkingasýning í Berlín
Islensk tónlist í öndvegr
íslenskir tónlistarmenn verða með
tónleika í tengslum við Víkinga-
sýninguna í Berlín. Tónleikarnir
verða haldnir í Schlíitersal í Pala-
is Ephraim 7. og 8. nóvember
næstkomandi.
Guðni Franzson klarinettuleikari
og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari
eru með tónleika 7. nóvember og
leika verk eftir Lárus H. Grímsson,
Þórólf Eiríksson, Gerhard Klemke,
Þorstein Hauksson, Magnús Blöndal
Vasa í Finnlandi
Vel heppnuð íslandskynning
Borgaryfirvöld í Vasa í Finn-
landi stóðu fyrir viðamikilli ís-
landskynningu dagana 20.-25.
október. Tilefnið var opnun nýja
Finnska leikhússins í borginni
og voru opnunarsýningarnar ís-
lenskar; Dagur vonar í flutningi
finnskra leikara og Bandaman-
nasaga, leikgerð Sveins Einars-
sonar sem frumsýnd var á Lista-
hátíð í Reykjavík í júní sl.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, var viðstödd opnunina
í boði borgaryfírvalda í Vasa og
flutti forsetinn hátíðarræðu við
opnun leikhússins. Sýningar af
ýmsum toga um íslands fóru fram
á átta stöðum í borginni og fjölmiðl-
ar gerðu íslandi góð skil þessa
daga. Sýndar voru íslenskar kvik-
myndir í svæðissjónvarpi sem eins
konar forspil að menningardögun-
um sem forseti íslands setti form-
lega þann 22. október.
Forsetinn, Frú Vigdís Finnboga-
dóttir, hélt auk þess blaðamanna-
fund, hitti fínnska rithöfunda að
máli, fór í heimsókn á sænskumæ-
landi bamaheimili og heimsótti
ABB Strömberg sem er aðalverk-
Persónur Bandamannasögu bregða á leik.
smiðjan í Vasa. Guðrún Jónsdóttir
bókasafnsfræðingur hélt fyrirlestra
um íslenskar bókmenntir, menn-
ingu og og Lars-Ake Engblom for-
stjóri Norræna hússins í Reykjavík
hélt málþing um sérstöðu íslenskra
fjölmiðla í norrænu samhengi.
íslensku leiksýningunum var
mjög vel tekið og skrifuðu gagn-
rýnendur lofsamlega um Banda-
mannasögu og þar kom m.a. ósk
um að Bandamannasaga yrði sýnd
á Listahátíð í Helsinki næsta sum-
ar. Bandamannasaga verður sýnd
á norrænni menningarhátið í Lond-
on nú í nóvember og síðar verur
haldið til Kaupmannahafnar,
Stokkhólms og Færeyja.
Sýningarnar voru sendar til
Finnlands fyrir milligöngu Nor-
ræna hússins í Reykjavík í sam-
vinnu við Upplýsingaskrifstofu
Norræna félagsins í Vasa.
Jóhannsson, Atla Heimi Sveinsson
og Þorkel Sigurbjörnsson.
Sigurður Bragason baritónsöngv-
ari er með tónleika 8. nóvember og
syngur við undirleik Hjálms Sig-
hvatssonar píanóleikara, lög eftir Jón
Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Árna
Bjömsson og fleiri.
f fréttatilkynningu segir að menn-
ingarstofnanir í Berlín hafí staðið
fyrir ýmsum íslenskum menningar-
viðburðum í tengslum við víkinga-
sýninguna meðal annars sýningum á
kvikmyndum eftir Guðnýju Halldórs-
dóttur, Hrafn Gunnlaugsson og Frið-
rik Þór Friðriksson. Ennfremur hafa
Iðunn og Kristín Steinsdætur rithöf-
undar lesið upp úr verkum sínum.
Víkingasýningin í Berlín var opnuð
1. september síðastliðinn. Ólafur G.
Einarsson menntamálaráðherra og
Hjálmar W. Hannesson sendiherra
fslands í Þýskalandi voru viðstaddir
opnunina. í veglegri sýningarskrá
eru ritgerðir eftir dr. Jónas Kristjáns-
son og dr. Þór Magnússon. Sýningin
stendur til 15. nóvember.
Eins og áður hefur komið fram í
fréttum gaf menntamálaráðherra
torgi í Rehbrucke við Potsdam nafn
Jóns Leifs tónskálds, 3. september
síðastliðinn. Menningaryfírvöld í
Potsdam hafa boðið ofangreindum
tónlistarmönnum að halda tónleika í
Klub der Kunstler í Potsdam. Tón-
leikar Guðna Franzsonar og Kolbeins
Bjarnasonar verða 8. nóvember, en
Sigurður Bragason og Hjálmur Sig-
hvatsson verða með tónleika 9- nóv-
ember.