Morgunblaðið - 06.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 37 J 1 l j Mikið var klappað á þinginu og mest i kosningunum og þá að rússneskum hætti. 43. ársþing LH Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Nýlqörna aðalstjórn LH skipa, aftari röð frá vinstri Jón Bergsson, Kristmundur Halldórsson, Sigbjörn Björnsson, Halldór Gunnarsson og fremri röð frá vinstri Guðbrandur Kjartansson, varaformaður, Guðmundur Jónsson, formaður, og Sigfús Guðmundsson, gjaldkeri. , Upphafið að samein- ing-u LH og HÍS? Hestar Valdimar Kristinsson EKKI var annað að sjá og heyra í lok ársþings Landsambands hesta- mannafélaga en að friður og spekt ríkti innan samtakanna. Sjálf- sagt sá andi sem fráfarandi formaður Kári Amórsson hefur kosið að skilja eftir við stjórnvölinn. Það hefur gengið á ýmsu síðasta áratuginn hjá LH. Þingið í fyrra þótti rislítið og þóttust menn þar greina óánægjuöldu sem ekki hefði þó komist almennilega upp á yfirborðið. Nú var annað upp á teningnum. Kári formaður gaf kannski rétta s tóninn við þingsetninguna er hann I ræddi framtíð samtakanna. Varð honum þar tíðrætt um hugsanlegan samruna LH og Hestaíþróttasam- bands íslands og fer þeim fjölgandi sem telja óhjákvæmilegt að hesta- menn endi í einum sterkum land- samtökum. Samþykkt var tillaga frá nokkrum norðlendingum um að stjóm LH skipi nefnd sem kanni kosti og galla þess að sameina. Er nefndinni gert að skila áliti fyrir 1. febrúar nk. og verði það kynnt félögum sem skili aftur inn áliti til nefndarinnar fyrir 1. júní nk. Að síðustu á nefndin að skila niðurstöð- um til ársþings LH á næsta ári. Meirihiutavilji hestamanna náði ekki í gegn. Tvær lagabreytingar lágu fyrir þinginu og voru báðar felldar naumlega þó. Varð mörgum hugsað til lagaákvæðis sem segir að 'A mættra fulltrúa þurfi að greiða lagabreytingum atkvæði sitt svo þær nái fram að ganga. Tillaga um fækkun þinga féll á þremur ógreiddum atkvæðum og tillaga um að fella úr gildi lagaskyldu þess að samtökin gefi út tímarit, vantaði þijú atkvæði. Margir sátu hjá og kom fram spuming hvort þingfor- seti hefði ekki átt að kynna betur en gert var að þeir sem sætu hjá greiddu í raun atkvæði á móti tillög- unum. Einnig vaknaði sú spuming hvort ekki væri ástæða að breyta lögunum þannig að það væm 'A af þeim þingfulltrúum sem greiða atkvæði sem þyrftu að samþykkja lagabreytingar. Með því móti ráða þeir einir úrslitum sem taka afstöðu til lagabreytinga. Væri skynsam- legt að nýkjörin stjórn hugleiddi þetta. En svo vikið sé aftur að þingfækkunartillögunni vakti það J athygii að hún skyldi ekki sam- þykkt þar sem 70% þeirra félaga i sem höfðu sent inn álit á þessari • tillögu á árinu, höfðu lagt til að þingum yrði fækkað. Er greinilegt Iað sumir þingfulltrúa fara ekki eft- ir því sem meirihlutinn í félögunum óskar. Þá vakti athygli að einum þingfulltrúa sem mælti gegn fækk- un þinga varð tíðrætt um grasrótina Jónsson, Geysi, og Bjarni Ans- nes, Smára, til hægri, stóðu sig með miklum ágætum og stjórn- uðu af festu og öryggi. í samtökunum og taldi að hún ætti að ráða ferðinni. Þó láðist honum að geta þess að á almennum fundi í hans eigin félagi var samþykkt að mæla með fækkun þinga þannig að þessi fulltrúi lítur greinilega svo á að grasrótin nái ekki lengra en til þingfulltrúanna. Nú vantar að- eins herslumuninn á að fækkun þinga nái fram að ganga og má telja líklegt að það takist á næsta þingi ef vel verður að afgreiðslunni staðið. Það má teljast undarlegt ef meirihlutavilji hins almenna hesta- manns nær ekki fram að ganga á fulltrúaþingi í lýðræðislegum sam- tökum. Reiðvegamál voru aðal þema þingsins og fluttar framsögu- ræður af því tilefni sem ekki voru í sjálfu sér stórmerkilegar. Að þeim loknum fóru fram pallborðsumræð- ur sem leiddu til þeirrar niðurstöðu að það sem skortir fyrst og fremst til að skikk komist á gerð reiðvega er góð reiðvegaáætlun. I framhald- inu var samin tillaga í ferða- og umhverfisnefnd þar sem stjóm LH er heimilað að ráða sérfróðan mann til sex mánaða, sem hafi það hlut- verk að safna saman öllum hugsan- legum upplýsingum um reiðvegi og semja reiðvegáætlun. Sagði fulltrúi Vegagerðarinnar, Jón Birgir Jóns- son aðstoðarvegamálastjóri, að slík áætlun myndi auðvelda allt sam- starf Vegagerðarinnar og LH í þessum efnum sem að margra mati hefur ekki tekist nógu vel til þessa þrátt fyrir samninga sem gerðir voru fyrir nokkrum árum. Fjörlegt í kynbótanefndinni Nokkrar tillögur um keppnisreglur voru samþykktar og má þar nefna að nú verður hrossaræktarbúum og hrossaræktarsamböndum heimilt að sýna hross í gæðingakeppni hestamannafélaga svo fremi sem forráðamaður eða eigendur séu félagar í hestamannafélagi. Er þessi tilkominn vegna deilna sem spruttu upp þegar Hólamenn reyndu að koma hestum í gæðingakeppni á Hestamóti Skagfirðinga sl. sumar. Samþykkt var að skipa nefnd sem ynni að tölvuvæðingu gæðinga- dóma og önnur nefnd sem yfirfæri og bætti ritað efni sem notað er til kennslu á dómaranámskeiðum. Nefndin tæki einnig fyrir myndefni sem til er og leggði á ráðin um öflun frekara efnis. Þá var sam- þykkt að dómarar sem vilja halda réttindum sínum verða að fara ár- lega á æfinganámskeið áður en keppnistímabilið hefst hvert ár. Fjörleg umræða varð í kynbóta- nefnd eins og venjulega. Ein tillaga var felld í nefndinni þar sem gert var ráð fyrir að málsaðilar myndu hefja umræður um að breyta dóm- kerfinu þannig að það samræmdi betur kröfur til byggingar og hæfí- leika hrossa, tæki aukið mið af þörfum markaðarins og dragi úr umhverfisáhrifum á einstaka dóm- þætti. Þingið mótmælti harðlega áformum ríkisstjómarinnar um sölu á Stóðhestastöð ríkisins og var skorað á landbúnaðarráðherra að beita sér gegn siíkum áformum. Þá fór þingið þess á leit við Fram- leiðnisjóð að sjóðurinn styrkti stóð- hestastöðina til að ljúka uppbygg- ingu hennar. Af öðrum samþykkt- um má nefna að lagt var til að LH og HÍS skipi sameiginlega nefnd er fari með málefni barna og ungl- inga innan samtakanna og verði nefndin unglingafulltrúa LH til ráðuneytis. Þá var samþykkt að LH beiti sér fyrir því að hestamenn noti reiðhjálma í keppni og sýning- um. Einnig að félögin beiti sér fyr- ir almennri notkun reiðhjálma og endurskinsmerkja. Ennfremur var samþykkt að skipa þriggja manna nefnd sem fylgist með þróun mála varðandi lyfjaeftirlit vegna keppnis- hrossa og vera ráðgefandi um fram- kvæmd. Samþykkt var að skipa milliþinganefnd sem hugi að breyt- ingum á keppnisfyrirkomulagi gæð- ingakeppninnar þannig að hún verði áhugaverðari. Jafnframt skal stjóm LH sjá til þess að nýtt fyrirkomulag verði reynt á næsta ári og álitsgerð skilað á næsta ársþingi. Kosningar með austrænum blæ Til marks um það hversu mikil eining ríkti orðið í lok þingsins fóru kosningamar fram sem aldrei fyrr í sögu LH. Guðmundur Jónsson, Herði, var kosinn formaður með lófaklappi, sömuleiðis nýr varafor- maður Guðbrandur Kjartansson, Fáki, og meðstjórnendurnir Jón Bergsson, Freyfaxa, Halldór Gunn- arsson, Feyki, og Kristmundur Halldórson, Gusti, sem kom nýr inn í aðalstjórn en hafði áður verið í varastjórn. Hafði þingforseti á orði að framvinda mála væri orðin með austrænum blæ og kunni hann þvi vel. Ekki gengu málin svo ljúft fyr- ir sig þegar kom að kjöri vara- manna í stjórn en þar var stungið upp á sjö manns en fímm átti að kjósa. Kjöri náðu Ágúst Oddsson, Sörla, Marteinn Valdimarsson, Glað, Sigurgeir Bárðarson, Geysi, Stefán Bjamason, Létti, og Kolbrún Kristjánsdóttir, Hring, sem er jafn- framt eini kvenmaðurinn í þessu karlasamfélagi sem stjórn samtak- anna er og. hefur verið síðustu árin. Ekki er hægt að skilja svo við árs- þingið að ekki sé getið frísklegs málflutnings Alberts Jóhannssonar fyrrverandi formanns LH og fyrrum ritstjóra Hestins okkar. Brýndi hann fyrir mönnum með eftirminni- legum hætti í upphafi þings og minnti á að ef hlutirnar eiga að ganga þarf að vinna í þeim og sé það þá fyrst og fremst spuming um einlægan vilja til að vinna verk- in. Sérstakt tilboð á klæðaskápum! Takmarkað magn! Hvítir klæðaskápar Hæð: 205 cm Breidd: 100 cm Dýpt: 56 cm G ásar Borgartúni 29, Reykjavík Sími: 62 76 66 og 62 76 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.