Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 2

Morgunblaðið - 06.11.1992, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 Borgarstjórnarfundi lokað um tíma Siðlaus samningur tveggja embættis- manna borgarinnar - sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi FUNDI borgarstjórnar var lokað um stundarsakir í gærkvöldi á meðan Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins skýrði borgarfulltrúum frá því hvaða tveir embættismenn borgarinnar hefðu gert það sem hann kallaði siðlausan samning um vinnu við fimm skólapilta. Siguijón sagðist, áður en fundin- um var lokað, vera með samning undir höndum sem hann kallaði hneyksli. Fimm verktakar hefðu skrifað undir samning um vinnu annars vegar og tveir fulltrúar Reykjavíkurborgar hins vegar. Þrír af verktökunum væru synir þessara tveggja fulltrúa Reykjavíkurborgar. Hann sagði að annar af þeim sem skrifað hefðu undir samninginn sem Fiskmarkaður Suðumesja Beinteng- ingvið N-Noreg Á RÁÐSTEFNU sem nú er hald- in í bænum Myre í Norður-Nor- egi er verið að kynna starfsemi Fiskmarkaðar Suðurnesja og er Ólafur Þór Jóhannsson fram- kvæmdastjóri FS staddur þar. Einn þáttur kynningarinnar er að FS verður beinlínutengdur við ráðstefnuna á uppboðinu í dag og gefst norsknm fiskkaupend- um kostur á að vera þátttakend- ur i uppboðinu og kaupa fisk hérlendis. Fjarskiptamarkaðir eins og hjá Fiskmarkaði Suðurnesja eru al- mennt ekki til staðar í Noregi og því var ákveðið af hálfu atvinnuþró- unarfélags Norður-Noregs að falast eftir samstarfi við FS um kynningu á þessari starfsemi. Ólafur Þór sagði í samtali við Morgunblaðið í .gærkvöldi að Norðmenn væru í raun og veru í sömu sporum og íslendingar voru fjrir 5-6 árum, og fisksölukerfi þeirra væri mjög flók- ið. „Við ætlum að leyfa þeim að fylgjast með uppboði hjá okkur og jafnvel að kaupa eitthvað svona til gamans til að sýna hvað er hægt í þessum málum. Það hefur einmitt verið rætt mikið um alþjóðleg upp- boð á þessari ráðstefnu, og þetta yrði þá hið fyrsta sinnar tegundar," sagði hann. Sagði hann að aðstæður í Norð- ur-Noregi líktust mjög aðstæðum hér á iandi og mætti koma á einum stórum fískmarkaði þar, svipað og gert hafí verið á Suðurnesjum, og í erindi sínu á ráðstefnunni hefði hann kynnt hvemig þar hefði tekist til. verkkaupi hefði ákveðið verðið, magnið, haft eftirlit með verkinu og tekið það út. „Það er pabbi sem ákveður hvað á að greiða fjTÍr verk- ið, tekur það út og borgar," sagði Siguijón. Vegna eðlis þessa máls óskaði Siguijón eftir því að fá að ljúka ræðu sinni á lokuðum fundi, þar sem hann hugðist greina frá því um hvaða aðila væri að ræða. Markús Öm Antonsson borgar- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að málið yrði tekið til rann- sóknar og skýringar fengnar frá viðkomandi embættismönnum en borgarfulltrúum hefði verið ókunn- ugt um málið. Hann sagði að það yrði tekið fyrir á fundi borgarráðs eða í borgarstjóm þegar frekari upplýsingar hefðu' fengist. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Óbyggtsvæði á Seltjamarnesi verðifólkvangur Fjölmennur borgarafundur um skipulagsmál sem haldinn var í félagsheimilinu á Seltjarnamesi í gær- kvöldi samþykkti tvær ályktanir þar sem óskað er eftir breytingum á aðalskipulagi Seltjamamess. Breytingamar felast í því að óbyggða svæðið vestan við núverandi byggð verði skipulagt sem fólkvangur og bæjarstjórn Ieiti leiða til að kaupa þetta land fyrir hönd bæjarbúa. Einnig var lagt til við bæjar- stjóm að hún gangist fyrir skoðanakönnun meðal íbúa Seltjamamess um valkosti í skipulagi svæðisins. Trygglngastofnun vísar bótalausum til félagsmálastofnana sveitarfélaga Mun fleiri skjólstæðingar bera við atvinnuleysi en áður STARFSFÓLK Tryggingastofnunar vísar atvinnulausu fólki sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum til félagsmálastofnana sveitarfélaganna. Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri í Reykjavik segir að mun fleiri þeirra sem leita eftir fjárhagsaðstoð beri við atvinnuleysi en áður. Hins vegar hafi skjólstæðingum stofnunarinnar ekki fjölgað. Margrét Tómasdóttir forstöðu- maður Atvinnuleysistryggingasjóðs sagði ekki ljóst hve margir væm atvinnulausir til viðbótar þeim sem nytu atvinnuleysisbóta. í frétt hér í blaðinu í gær kom fram að í Reykjavík Væru 100 manns_ á at- vinnuleysisskrá en án bóta. í sam- tali við Lilju Mósesdóttur hagfræð- ing hér í blaðinu fyrir skömmu kom fram að athuganir hennar benda til að 5.600 manns búi við atvinnu- leysi, eða rúmlega 2.000 fleiri en samkvæmt opinberum skýrslum. Lilja segir að ellefu hópar fólks fái ekki atvinnuleysisbætur. Þetta eru verktakar, fólk í árstíðabundinni vinnu sem hefur unnið minna en 425 klukkustundir síðustu tólf mán- uði fyrir atvinnuleysi, þeir sem koma út á vinnumarkað í fyrsta sinn, atvinnurekendur sem haft hafa hærri laun en hámarksbætur, fatlaðir, heimavinnandi fólk í leit að atvinnu, fólk sem verið hefur lengi atvinnulaust og misst bóta- rétt, tekjuhátt fólk, þeir sem tekið hafa hlutastarf meðan þeir leita að fullri vinnu og fólk sem fengið hef- ur aðstoð Félagsmálastofnunar að- eins vegna atvinnuleysis. Loks fá þeir sem sjálfir hafa sagt upp ekki bætur fyrsta mánuðinn. Óskar Hallgrímsson forstöðu- maður vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins sagðist telja að meira væri gert úr fjölda atvinnu- lausra manna sem ekki væri á at- vinnuleysisskrá en efni stæðu til. Þarna væri ekki um marga að ræða. Mest væri um þetta í þéttbýlinu hér á höfuðborgarsvæðinu en lítið út um land. Margrét Tómasdóttir sagði að Tryggingastofnun gæti ekki annað gert en að vísa fólki til félagsmála- stofnana sveitarfélaga ef það ætti ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ekki sagðist hún vita hvemig úr- lausn fólkið fengi þar. Þetta fólk fengi ekki vottorð um bótarétt en sumir skráðu sig þó í von um að vinna bjóðist í gegnum vinnumiðl- un. Sveinn Ragnarsson félagsmála- stjóri í Reykjavík sagði að mun meira væri um að fólk sem leitaði aðstoðar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar bæri við at- vinnuleysi. Hins vegar hefði heildar- fjöldi skjólstæðinga stofnunarinnar ekki aukist. Hann sagði að nokkuð væri um að fólk ætti ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Nefndi hann fólk sem dytti út af atvinnuleysis- skrá tímabundið vegna þess að það væri búið að vera á bótum í ár, fólk sem ekki hefði unnið sér inn full réttindi og einstaklinga sem ekki ættu rétt á bótum vegna þess að þeir hefðu verið í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi með verk- takafyrirkomulagi. Sveinn sagði að aðstæður hvers og eins væru metnar þegar beiðnir um aðstoð bæmst og hugsanleg aðstoð ákveðin út frá því. í dag Þjóðleikhúsið Dýrin í Hálsaskógi aftur á fjaiirnar 11 Aðsent Aðstoð í heimahúsum þarf að vera ákjósaniegur valkostur fyrir eldra fólk ekki síður en stofnanaþjónusta — eftir Ólaf Ólafsson landlækni 17. Eldri nemendur Háskóla í&lands Ixfcinna nýnonum wmm. vWSffs =5STr = ?iisvæ. §E'*5s| gffiT; 7^3 |gg1 nn Happdrætti Vinningaskrá SIBS og vinninga- skrá DAS 34/35 Daglegt líf Fasteignablað Leiðari Farmgjöld skipafélaganna 26. ► Húsgögn guði til dýrðar- Brúð- arvagninn- Mazda 626 bfll ársins í Danmörku- Lúsin gerir sér ekki mannamun - Um Miklarif í Ástr- alíu - Kaupmannahöfn ► Nýr byggingarstaðall - Fast- eignamarkaðurinn og húsnæðis- lán - Loftræstilagnir - Borðkrók- urinn og húsgögnin Komið í veg fyrír misnotkun á bönkum Frumvarpgegn peningaþvætti VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp til laga á Al- þingi um aðgerðir gegn svokölluðum peningaþvætti. Með því á að hrinda í framkvæmd tillögum alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir misnotkun á bönkum og öðrum fjármálastofnun- um við að koma illa fengnu fé í umferð. Byggir frumvarpið á ákvæð- um tilskipunar Evropubandalagsins um samræmdar aðgerðir „til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálastofnanir verði notaðar til að þvætta ábata af brotastarfsemi“, eins og segir í frumvarpinu. Lögin ciga að gilda um flest öll fjármálafyrirtæki, s.s. banka og aðrar lána- stofnanir, Iíftryggingafélög og verðbréfasjóði. Til að fyrirbyggja að fjármála- stofnanir verði notaðar til að þvætta peninga er iagt til í frumvarpinu að þær komi á innra eftirliti og veiti starfsmönnum sérstaka þjálf- un til að greina þau viðskipti þar sem um peningaþvætti getur verið að ræða. Viðskiptamönnum verði m.a. gert skylt að sanna á sér deili með framvísun persónuskilríkja við upphaf fastra viðskipta. í greinargerð frumvarpsins segir að hugtakið „peningaþvætti" sé nýyrði yfír það sem á ensku nefnist „Money Laundering". „Unnið var að hugtakssmíðinni m.a. í samvinnu við íslenskufræðinga Islenskrar málstöðvar. Nefna má sem dæmi um önnur orð sem rædd voru hvít- þvott fjármuna, vöskun, peninga- þvott, fóðrun á illa fengnu fé og hreinsun. Hugtakið peningaþvætti varð fyrir valinu fyrir þá kosti m.a. að það gefur möguleika á notkun sagn- orðsins að þvætta og gerendaheitis- ins þvættir. Það má nota hvort held- ur sem er með forskeytinu peninga- eða án þess, eða með öðrum for- skeytum. Sögnin að þvætta þekkt- ist í fornu máli og merkti að þvo eða þvæla. Sú merking þykir góð lýsing á þeim verknaði sem gera á refsiverðan, “segir í greinargerð frumvarpsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.