Morgunblaðið - 06.11.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
9
Damaskdúkar
3 Htlr - Verö frá kr. 9S0,-
, Stretsefm
Dragtarefni
Blússuefni
Jóladúkar
Vert) frá kr. 260,-
Prjónaefni
Fínrifflað flauel
Doppótt flauel.
íG
Jbfni í sturtuhengi
Verö kr. 790, -pr. metri
540^
1
á
Opið laugardaga ALNABUÐIN
10.00-16.00 Suðurveri • © 679440
P
þ
þ
þ
þ
þ
þ
h
mw
Herraskór
Toppskórinn
VELTUSUNDI ■ SÍMI: 21212
JÓLABJALLAN 1092
Láttu þér
líða vel!
Stærðir: 40--47
Litur: Svartur.
Verð:
3.995,-
Ath. Mjög breiðir og þægilegir.
Úr mjúku leðri með fótlagi,
einnig til reimaðir.
5% staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs
HANDMÁLAÐ POSTULÍN.
SAFNGRIPUR FRÁ HUTSCHENREUTER.
VERÐ KR. 1.950,-
(§) SILFURBÚÐIN
KRINGLUNNI 8-12. SÍMI 689066.
Vaxtarbrodd-
urinníat-
vinnulífinu
Sex ára stöðnun í þjóð-
arbúskapnum, aflasam-
dráttur og alþjóðleg
efnahagslægð hafa stuðl-
að að vaxandi atvinnu-
leysi hér á landi. Ovar-
legt er að treysta á ís-
lenzkan atvinnubata fyrr
en hagvöxtur glæðist á
nýjan leik. Ef vel tekst
til með Evrópska efna-
hagssvæðið og GATT-
samninginn batna
ytri/utanaðkomandi skil-
yrði íslenzks atvinnulífs
og inilliríkjaviðskipta.
Næstu mánuði og misseri
verðum við samt sem
áður að þreyja þorrann
og góuna að þessu leyti.
Ferðaþjónustan hefur
verið ljósið í myrkri ís-
lenzks atvinnulífs. Hún
hefur verið nánast eini
vaxtarbroddurinn síð-
ustu árin. Nálega tuttug-
asti hver Islendingur hef-
ur atvinnu af því að selja
ferðamönnum þjónustu,
að sögn Birgis Þorgils-
sonar, ferðamálastjóra.
Gjaldeyristekjur af þjón-
ustu við erlenda ferða-
menn námu um 12 miRj-
örðum króna árið 1991.
Það munar um minna
eins og staða atvinnu- og
efnahagsmála okkar er í
dag.
Virkja þarf
aðdráttarafl
sögu og sögu-
staða
Kristín Ástgeirsdóttir
og fleiri þingmenn Sam-
taka um kvemialista
flytja tillögu til þings-
ályktunar um tengsl
ferðaþjónustu við ís-
lenzka sögustaði. Tillag-
an gerir því skóna að rík-
isstjómin skipi nefnd
sagnfræðinga, fomleifa-
fræðinga, þjóðháttafræð-
inga, íslenzkufræðinga
og fólks úr ferðaþjónustu
Tuttugasti hver íslend-
ingur í ferðaþjónustu
Rúmlega 150 þúsund erlendir ferðamenn
heimsóttu ísland árið 1991. Gjaldeyris-
tekjur af þjónustu við þessa ferðamenn
námu um 12 milljörðum króna það ár.
Tuttugasti hver íslendingur hefur atvinnu
sem tengist ferðaþjónustu. Nú liggurfyr-
ir Alþingi tillaga til þingsályktunar um
tengsl ferðaþjónustu við sögu og sögu-
staði. Ennfremur tillaga um safn þjóð-
minja að Hólum í Hjaltadal.
til að setja fram hug-
myndir og tillögur um
það, hvemig nýta megi
sögu þjóðarinnar, sögu-
staði, þjóðhætti, verk-
menningu og bókmenntir
til að efla og bæta ferða-
þjónustu hér innan lands.
I greinargerð segir:
„Undanfama áratugi
hefur náttúra Islands
ráðið ríkjum við kynn-
ingu á landinu og áherzl-
an þá einkum verið á
óbyggðir landsins. Að
dómi flutningsmanna
hefur landið og þjóðin
margt fleira upp á að
bjóða, bæði tengt fortíð
og nútíð, en þeir mögu-
leikar em enn að mestu
ónýttir. Þannig mætti
skapa nýja ferðamanna-
staði og jafna strauminn
um landið ...
Margir helztu sögu-
staðir þjóðarinnar hafa
ekki upp á neitt að bjóða
sem tengist sögunni, ekki
svo mikið sem reglu-
bundna leiðsögn um stað-
inn. Má þar t.d. nefna
Skálholt og Hóla í Hjalta-
dal, en þar væri tilvalið
að hefja uppgröft bæjar-
húsanna og væri það
marga ára verk sem
eflaust drægi til sín
fjölda ferðamanna. A
gömlu biskupsstólunum
mætti hafa stöðuga
kynningu á biskupasög-
unum, umræður um trú-
mál og kirkju o.fl. Staðir
sem koma við sögu í
Sturlungu, gefa kost á
ferðum og sviðsetningu
þeirra miklu atburða, t.d.
í leikformi. I Reykholti
ætti að vera stöðug kynn-
ing á verkum Snorra
Sturlusonar og bók-
menntanámskeið í nor-
rænum fornbókmennt-
um.
Sjávarútvegur að
fomu og nýju, fjömmar
og nýting þeirra, matar-
æði Islendinga gegnum
aldimar, gömul verk-
menning, heimsókn á
sveitabæi, kymiing á ís-
lenzkum húsdýrum og
búskap, minjagripagerð,
þjóðsagnaheimur okkar
o.H ...“.
Þjóðmmjasafn
að Hólum í
Hjaltadal
Tómas Ingi Olrich og
Pálmi Jónsson Oytja til-
lögu til þingsályktunar,
þess efnis, að ríkisstjóm-
in „undirbúi stofnun
safns þjóðminja að Hól-
um í Hjaltadal er verði
einkum helgað kirkju-
sögu íslands“.
í greinargerð segir:
„ÞingsályktunartiIIag-
an miðar að þvi að efla
það merka uppbygging-
arstarf sem unnið hefur
verið að Hólum í kirlqu-,
skóla- og memiingarmál-
um. Ennfremur miðar til-
lagan að því að styrkja
uppbyggingu ferðaþjón-
ustu á landsbyggðinni,
virkja í hennar þágu
þann mikla menningar-
áhuga sem fram kemur
í starfsemi minjasafna
viða um landið og stuðla
að markvissri uppbygg-
ingu þessarar starfsemi
með því að sérhæfa hana
í samræmi við hlutverk
og vægi sögustaða.
Hólastaður er einn
merkasti sögustaður Is-
lendinga. Þar stóð bisk-
upsstóll frá 1106 til 1800.
Þar var annað af tveimur
höfuðmenntasetrum
þjóðarinnar frá upphafi
12. aldar til 1802. Þar var
vagga íslenzkrar prent-
listar og bókaútgáfu. Þar
var lagður grunnur að
endurreisn norrænna
fræða. Hólar voru höfuð-
vígi íslenzkrar sjálfstæð-
isbaráttu um siðaskipti.
Á staðnum stendw eitt
merkasta minnismerki
um húsagerðarlist í land-
inu, Hóladómkirkja, sú
fjórða frá dögum Jóns
helga Ogmundssonar. Að
Hólum var stofnaður
annar elzti búnaðarskóli
á íslandi og er Bænda-
skólimi að Hólum nú elzti
starfandi búnaðarskóli á
landinu."
mn
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
FÖSTUDAGUR TIL FJÁR
STEIKINGARPOTTUR
I DAG
Á KOSTNAÐARVERÐI
BYGGTÖBÖIÐ
I KRINGLUNNI
>ii