Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992 13 Samkenndin milli mannsogdýrs Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Markús Árelíus hrökklast að heiman Höfundur: Helgi Guðmundsson. Myndskreytt: Olafur Pétursson. Setning: hágé. Umbrot: MM. Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Mál og menning. Lappi minn hefði sjálfsagt orðið undarlegur á svip, ef ég sem drengur hefði sagt honum að sú kæmi stund, að mér yrði hlýtt til katta. Við vorum sem sé sammála um það, að skapar- inn hefði vart eytt efni í slíka for- smán nema þá till að sýna hand- bragð sem varast bæri. En svo lengi lærir sem lifír, sagði spekingur eitt sinn, og sannast nú á mér. Fyrst í fyrra og enn betur nú. Helgi kann þá list að segja svo frá Markúsi Árel- íusi að ég er hættur að spýta þá ég mæti ketti, og stóð mig að því um daginn að stijúka einum. Einn þáttur frásagnar Helga eru spaugileg atvik í lífí kattarins, eink- um þau, er kappið ber forsjálnina ofurliði. Brosleg eru þau mörg, sum kitlur til hláturs, en það er svo mis- jafnt sem menn hlæja að og fyndnin er alls ekki gildasti þáttur sögunnar. Að mínu viti er það samkenndin sem höfundi tekst að ná milli manns og dýrs. Ekki með því aðeins að gefa kettinum mál, heldur að í Markúsi Árelíusi speglast nær hver gutti sem er að þroskast til manns. Afbrýði, reiði yfír að vera hafður fyrir rangri sök hrekur köttinn að heiman. Það er erfiðara að sjá fyrir sér en pjakk- ur heldur og ágirndin leiðir hann í lífsháska. Skipshundurinn Jobbi, á frystitogara, verður honum til lífs. Kötturinn lærir að kyngja fordómum um það sem hann þekkir ekki. Jafn- vel hundar geta orðið ketti vinir. Nú Jobbi kennir Markúsi Árelíusi hlýðni og tryggð við þann er fóstrar, nokk- uð sem sprækum ketti er erfitt að skilja. Síðar, eftir að Markús Árelíus er kominn í land aftur, lærir hann hve varhugavert er að hagræða sannleikanum. Hann sneri sögunni um björgunina þannig, að það var hann sem bjargaði Jobba, varð hetja af, þar til á reyndi. Hallfríður, kattavinur, er skýtur skjólshúsi yfir Markús Árelíus, er merkiskerling, sem mörgu spekiyrð- inu læðir á síður bókarinnar. Sjón- varpsfrétt verður til þess að Markús Árelíus verður aftur köttur Beggu, dóttur skáldsins, er færður heim og kemst að því að heima er bezt, jafn- vel krakkaormur og hvolpur breyta þeirri staðreynd í engu. Af framanskráðu sézt, að höfund- ur er að segja ungum sögu um lífið sjálft í heimi okkar manna, notar aðeins kött til á fyndinn, snjallan hátt. Illa stinga mig setningar eins og: „heilmikið af gjöfum“ (8) eða „var ekkert til að hrópa húrra fyrir“ (39), að vísu mælt mál, en ljótt engu að síður. Samhengi bjargaði því að ég Myndlist Trémyndir Sigurjóns Ólafssonar Sýning á 29 verkum verður opnuð í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í Laugarnesi verður opnuð næstkom- andi laugardag. Verkin eru öll í eigu safnsins og ná yfir tímabilið 1934 - 1982, en í efri sal safnsins eru valdar trémyndir frá síðustu æviárum Siguijóns 1980- 82, en þá vann listamaðurinn nær eingöngu í tré. Safnið er opið um helgar milli klukkan 14 og 17 og er kaffistofan opin á sama tima. Listaverk í eigu Hafnarborgar 1 sýningarsölum Hafnarborgar stend- ur yfir sýning á verkum úr safni stofn- unarinnar. í fréttatilkynningu segir að sýnd séu verk úr listaverkagjöf Sverris Magnús- sonar og Ingibjargar Sigurðardóttur sem hafí lagt grunn að uppbyggingu Hafnar- borgar á sínum tíma með rausnarlegri gjöf til bæjarfélagsins f formi húseignar og listaverka. Einnig séu uppi verk úr gjöf hafnfirska listamannsins, Eiríks Smiths til Hafnarborgar. Og verk sem keypt hafa verið til safnsins á undanföm- um árum. Á sýningunni eru meðal annars verk eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jóns- son, Þórarinn B, Þorláksson, Svein Þór- arinsson, • Karen Agnete Þórarinsson, Júliönu Sveinsdóttur, Jón Engilberts, Eirík Smith og Kjartan Guðjónsson. Sýningar í sýningarsölum eru opnar kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga fram til 16. nóvember. Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur í Listmunahúsinu við Tryggvagötu Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur stendur nú yfir í Listmunahúsinu, Tryggvagötu 17. Á sýningunni eru 12 verk unnin á síð- ustu tveimur árum, flest veggmyndir úr jámi, blýi og gleri. í fréttatilkynningu segir að meginviðfangsefnið sé náttúran og umhverfi mannsins í víðu samhengi. Sýningunni lýkur um helgina. List- munahúsið er opið virka daga kl. 12-18, um helgar kl. 14-18. Lokað á mánudög- um. Veggmyndir og Skúlptúrar Myndlistarsýning á verkum Kristins E. Hrafnssonar verður opnuð í Gerðu- bergi, mánudaginn 9. nóvember. Sýndar verða veggmyndir og skúlptúr- ar. Þetta er þriðja einkasýning Kristins, en hann hefur áður sýnt á Kjarvalsstöð- um og í Otso gallerí í Finnlandi. Sýning- in stendur til 8. desember. Sýningarnar era opnar mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10- 16, sunnudaga kl. 14-17. Eitt atriði úr uppfærslu Leikfélags Hafnarfjarðar á Hans og Grétu. Málþing í Norræna húsinu um Egils sögu FÉLAG íslenskra fræða gengst fyrir málþingi í Norræna húsinu laugardaginn 7. nóvember kl. 13. Þar munu fimm fræðimenn flytja erindi um Egils sögu Skalla-Grímssonar og að þeim loknum taka þátt í pallborðsumræðum um söguna. Helgi Guðmundsson skildi: „krakkanna á götunni" (103), slík er merking þess í dag. Stíll höf- undar er annars mjög góður, vandað- ur, helzt sakna ég léttleika. Myndir Ólafs eru bráðsnjallar, stíl- færð fyndni. Próförk vel lesin. Hvað er að fást um þó acf (18) og -/ (94) hafí stolizt burt! Prentverk allt mjög gott. Bók sem útgáfunni er til sóma, á erindi í hendur bama og unglinga. Frummælendur hafa allir feng- ist við rannsóknir á sögunni. Bjarni Einarsson, handritafræð- ingur, gaf árið 1975 út bókina „Litterære forudsætningar for Egils saga“ og hefur auk þess rit- að fjölmargar greinar um söguna. Að undanförnu hefur Bjarni unnið að fræðilegri útgáfu sögunnar sem væntanleg er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmanna- höfn. Þær Bergljót S; Kristjáns- dóttir og Svanhildur Óskarsdóttir sendu nýverið frá sér vandaða skólaútgáfu Egils sögu og munu segja frá þeirri útgáfu og fjalla um byggingu sögunnar. Torfi Tuli- nius og Baldur Hafstað vörðu doktorsritgerð fyrr á þessu ári sem komu mjög við Egils sögu. Ritgerð Torfa nefnist „La ’Matiére du Nord Sagas légendaires et fiction dans la littérature islandaise en prose du XlIIe siécle“ og var Iögð fram við Parísarháskóla, en rit- gerð Baldurs „Die Egils Saga und ihr Verháltnis anderen Werken des nordischen Mittelalters" var lögð fram við háskólann í Munchen. Þeir Baldur og Torfi gera grein fyrir hugmyndum sínum um Egils sögu og tengsl hennar við innlend- ar og erlendar bókmenntir á 13. öld. Að loknum framsöguerindum setjast frummælendur á pall ásamt Sverri Tómassyni og taka þátt í almennum umræðum undir stjórn Örnólfs Thorssonar. Mál- þingið er öllum opið. Villibráðarhlaðborð í Lóninu á Loftláðum Helgarnar 30. október til 1. nóvember, 6.-8., 13.-13. og 20.-22. nóvember mun hlaðborðið í Lóninu svigna undan villtum rétttim frá kl. 19:00. <#. _ Forréttir: Villihráðarseyði Hreindýrapaté Sjávarréttapaté Grafinn silungur Aðalréttir: Heilsteiktur hreindýravöðvi Ofnsteikt villigces Pönnusteikt lundahringa Smjörsteikt rjúpuhringa Ofnsteikt önd Hreindýrapottréttur Eftirréttir: Heit eplakaka Ferskir ávextir Ostar étb Fylftist með útdrætti vinnin^a f Sterum og stærilæti á Aðalstöðinni kl. 13-13 á sunnudögum. Heppnir gestir geta tekið flugið til London, Kaupmannahafnar eða Luxemborgar með Flugleiðum, því eftir hverja helgi verður dregið um glæsilega ferðavinninga á Aðalstöðinni. Villibráðarhlaðborðið nýtur geysilegra vinsælda og því er öruggara að panta borð strax í síma 22321. Lifandi tónlist. Verið velkomin. HOTEL LOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.