Morgunblaðið - 06.11.1992, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992
Bráðum kemur betri tíð
eftír Unni
Halldórsdóttur
Ef þú, lesandi góður, ert til í
að fórna örlitlum tíma í að lesa
jákvæða frétt, svona til tilbreyting-
ar, þá skaltu halda áfram með
þessa grein.
Hvað er svona jákvætt mitt í
allri mæðunni, aflabresti, kreppu
og svartsýni? Jú, loksins erum við
foreldrar grunnskólabarna búnir
að eignast okkar eigin samtök. Þau
voru stofnuð í Gerðubergi fímmtu-
daginn 17. september sl. og fengu
nafnið „Heimili og skóli“. Eigin-
lega er merkilegt að við skulum
ekki hafa drifið í þessu fyrr. Allir
aðrir eru búnir að koma sér upp
samtökum fyrir löngu, eldri borg-
arar, smábátaeigendur, kattavinir,
sumarbústaðaeigendur (þeir fengu
víst afslátt á heimtaugagjöldum
hjá Rafmagnsveitunum) og m.a.s.
er til Landssamband Bréfdúfnafé-
laga. Kannski vorum við bara svo
upptekin við að stofna félög og
sambönd að við gleymdum bömun-
um okkar. Nei, svo slæmt er það
ekki.
Hér hafa verið starfandi alls
konar foreldrafélög um árabil, í
grunnskólum, leikskólum, kringum
íþróttafélögin, Foreldrasamtökin,
Foreldrafélag misþroska bama,
Félag einstæðra foreldra, For-
eldrasamtökin og svo mætti lengi
telja. Öll þessi félög hafa unnið vel
hvert á sínu sviði og komið mörgu
góðu til leiðar. Hvemig væru
skólalóðir vítt og breitt um landið
ef foreldrar hefðu ekki lagt hönd
á plóg? Hve margir skólar geta
ekki státað af tölvum, hljómtækj-
um eða myndbandstækjum sem
foreldrafélög hafa gefið? Já, það
stendur ekki á okkur íslenskum
foreldrum að kaupa dót, það kunn-
um við og líklega era bömin okkar
ríflega tækni- og dótavædd í sam-
anburði við böm í öðram löndum.
Sömu sögu má raunar segja um
okkur foreldra þeirra, við eigum
sitt lítið af hveiju. Er þetta þá
ekki allt í himnalagi, þarf nokkuð
fleira?
Kannski vora einhverjir sem
fengu dulítinn hroll þegar þeir lásu
greinina „Alein heima“ í Morgun-
blaðinu sunnudaginn 20. sept. sl.
Þar kom fram að stór, alltof stór,
hluti yngstu skólabamanna í
Reykjavík, þ.e. böm á aldrinum
6-8 ára, era án umsjár fullorðinna
FÖTIN SKAPA
STARFSMANNINN
Sérhönnuð föt fyrir vinnandi fólk
eru aðalsmerki Fristads.
Gott orð fer af duglegum
starfsmanni, starfsmanni sem velur
vinnuföt með sömu nákvæmni og
verkfæri.
Fristads vinnufötin tryggja
hámarks hreyfifrelsi
og hafa pláss fyrir
verkfærin á
réttum stað.
Qæði • Vdliðan • Hotagildi
m
HUFÐAR- OG VINNUFATNAÐUR
Skemmuvegur 6L • Pósthólf 9330 • 129 Reykjavík
Sími 670 880 • Fax 670 885
einhvem hluta vikunnar. Ástandið
er sennilega lítið skárra í þéttbýli
á landsbyggðinni. Þetta vissum við
svo sem, en það vekur furðu ef
satt er að foreldar þessara barna
skuli vera ánægðir með ástandið.
Við þurfum heldur betur að taka
okkur tak og fara að endurmeta
lífsskoðun okkar og samhengið í
tilveranni ef svo er komið.
Nú væri auðvelt að leggjast. í
barlóm og krefjast þess af yfírvöld-
um að þau breyti þessu ekki seinna
en strax. Ætli fjármálaráðherrann
myndi ekki syngja Maístjörnuna ...
„Það eru erfíðir tímar,
það er atvinnuþref
Ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef.
Auðvitað hefðu stjórnvöld átt
að drífa í því fyrir löngu að lengja
skóladaginn, einsetja skólana og
koma upp mataraðstöðu fyrir börn-
in okkar. En við foreldrar grann-
skólabama höfum verið afar prúð-
ir og stillt kröfugerð í hóf þegar
þessi mikilvægi málaflokkur er
annars vegar. Þess vegna hefur
lítið breyst síðan við gengum í
skóla. (Nú er þessi blaðagrein sem
átti að vera svo fjarska jákvæð að
snúast upp í nöldur, ég vendi mínu
kvæði í kross hér og nú.)
Þau gleðilegu tíðindi era að ger-
ast þessa dagana í Reykjavík að
tilraun með „heilsdagsskóla" er
hafín í 5 grannskólum borgarinnar
og þar býðst nemendum öraggt
athvarf fyrir og eftir skóla. For-
eldrar hafa sýnt þessu verkefni
mikinn áhuga og brýnt er að þróa
það sem best svo að framhald verði
þar á. Svipuð tíðindi berast af Sel-
tjarnamesi. Ekki má þó missa sjón-
ar á því grandvallaratriði að ein-
setja skólana og víða á lands-
byggðinni hefur það tekist.
„Heimili og skóli“ era samtökin
okkar, foreldra grannskólabama.
Við getum gengið í þau eins og
t.d. Neytendasamtökin, borgað ár-
gjaldið okkar, (1500 kr = leiga á
4 vídeóspólum) fengið fréttabréf
og tvö tímarit á ári og stutt sam-
tökin í þvi að vinna að málefnum
bama og foreldra. Þessi samtök
ætla að stunda fræðslu- og upplýs-
ingastarf í gríð og erg svo að við
fáum fréttir af skólamálum. Það
er nefnilega dálítið erfitt á köflum
að henda reiður á því sem er að
gerast í skólanum. Ætli unglingar
séu hættir að þurfa að læra heima?
Hvers vegna era öll þessi frí? Hvað
eiga nemendur að læra? Hvað
hindrar það að systkini séu á sama
tíma í skólanum? Hvemig gengur
„að ná tökum á tilverunni"? Eru
allir hættir að koma með nesti í
skólann? Ætli kennarinn vilji að
við foreldrar komum með í vett-
vangsferðina í næstu viku?
Kannski fáum við svör við einhveij-
um spumingum sem við þorðum
ekki að spyija á foreldrafundinum.
„Heimili og skóli“ vilja líka hafa
áhrif á þá sem ákveða hvernig
þjóðarkökunni er skipt. Er víst að
forgangsröðin sé sú eina rétta? Á
frekar að styrkja skurðgröft og
sláturhús í sveitum en að efla
skólastarf? Á að byggja margra
hæða bílageymslur á meðan ekki
era til skólastofur fyrir hvem
bekk? Hveijir eiga að gæta hags-
muna bamanna ef ekki við foreldr-
amir? Ef okkur er sama þótt þau
sitji við alltof lítil borð í skólanum
eða vanti námsbækur er þá ekki
öllum hinum sama? Vissulega hafa
kennarar bamanna okkar marg-
sinnis bent á það í ræðu og riti
að aðbúnaður skólanna væri víða
fyrir neðan allar hellur en það
hefur ekki alltaf náð eyram þeirra
sem ráða og varla okkar hinna.
Sterk og öflug foreldrahreyfíng
gæti kannski mjakað einhveiju
áleiðis. (Sjái bara Landsamband
smábátaeigenda, fyrir nokkrum
áram voru trillukarlar hver að róa
á sinni skel en nú fer titringur um
suma í ráðuneytinu ef þeir opna
munninn.)
„Heimili og skóli“ ætla þó ekki
að verða einhver grátkór sem eyð-
ir allri orku sinni í að gera kröfur
á aðra. Við þurfum líka að gera
kröfur til okkar sjSlfra. Við eigum
að stefna að almennu gæðaátaki
í uppeldi bama okkar. Gleymum
ekki að sópa undan teppinu heima.
Hvaða hag höfum við af því að
vanda okkur betur í uppeldi og
ummönnum barnanna? Við fáum
eflaust öruggari og hamingjusam-
ari börn. Ef við eignumst hund
föram við á rándýrt námskeið til
að læra að ala hann upp, við fylgj-
um samviskuSamlega leiðbeining-
unum, enda kostaði dýrið sitt.
Skepnan er viðrað reglulega (sum-
ir skjótast heim úr vinnu til þess)
hún fær hollan mat, (ekki pylsur
eða ruslfæði) og venst á festu og
blíðan aga sem skilar sér í trausti
og öryggi. Sömu reglur gilda í
barnauppeldi. Við gætum sjálf
grætt áþreifanlega á því að stunda
„bamarækt" Bömin okkar verða
nefnilega stjómmálamenn framtíð-
arinnar og foreldrar barnabam-
anna okkar og aðstæður okkar í
ellinni ráðast af því hvaða lífsýn
þau hafa.
Leggjum inn í foreldrabankann
á meðan börnin okkar era ung og
ALVARAN ER ÆRIN
eftirHelga Seljan
Á hveijum degi minnir áfengið
á sig í afleiðingum, sem oft fylla
hug manns óhugnaði og kvíða-
hrolli. Sumt - raunar flest - er
aldrei í fréttir fært eða fest á blað,
skilur aðeins eftir sig óafmáanleg
spor hjá ótöldum fjölda fólks. En
fréttimar segja líka sitt - bæði það
sem beint kemur fram og eins og
ekki síður hitt sem lesa má milli
línanna. Hádegisfréttir útvarps á
laugardegi spegla hörmulega
mynd af ógnvænlegum afleiðing-
um áfengisneyzlu. Barnsrán,
nauðgunartilraunir, ölvunarsigling
sem endaði í ísköldum sjó, ber-
serksgangur og alls kyns óspektir
sem afleiðing bjór-„hátíðar“ á Ak-
ureyri, spilavíti fljótandi í áfengi
með svimháar upphæðir undir
lagðar.
Agndofa situr maður eftir slíkar
fregnir og auðvitað er fyrsta
spumingin sú hvort ekki einu sinni
þetta megni að rífa menn upp úr
köldu kæraleysinu, óviti andvara-
leysisins. Hvort allt megi á önd-
verðan veg ganga, en áfram skuli
þó ótrautt haldið á þá „frelsis“-slóð
sem óvitar allra tíma æpa og gera
þegar í ótæpilegum mæli.
Það vill svo til að vinna mín í
dag felst að stóram hluta í því að
fólk reifar og rekur vanda sinn,
risavaxinn oftar en ekki. Ég hlusta
oft hljóður og allsendis án allra
ráða á örvæntingarsögur illra ör-
laga, þar sem áfengið kemur oftar
en ekki alvarlega við sögu, oftlega
sem aðalsökunautur. Og ég fínn
sárt til þeirrar samfélagslegu
ábyrgðar sem við öll beram á þessu
ástandi og tjóar Iítt að réttlæta sig
með afsökunum um eigin afstöðu.
Þar gjörir góð meining oftast enga
stoð, þrátt fyrir allt. Það era verk-
in ein, árangur afstöðunnar sem
öllu skiptir um ástand sem úrbæt-
ur. Undanhald okkar fyrir hinum
frækna „frelsis“-her er nær algert
og í engu náum við að spoma við
fótum svo sem eðlilegt væri og
þörf er á. Og gróðafíklamir gera
það gott sem aldrei áður og ann-
arra ógæfa og örlög grimm era
þeim aðeins gullið gleðiefni - ávís-
un á enn meiri gróða.
Til að ijúfa ekki trúnað tæpi ég
hér aðeins á fáum dæmum þess
sem fyrir mig ber á starfsstað, þar
sem í öngþveiti og jafnvel örbirgð
er komið: Allsleysi barnafjölskyldu
á þá einu skýringu sem er ofumóg
að heimilisfaðirinn þarf ótæpilega
vökvun og er ófær um annað en
að sinn þeirri „innri“ þörf. Hann
þykist af erfðaástæðum til illra
örlaga dæmdur og dettur ekki eig-
in sök í hug. Fráskilin kona rekur
raunasögu ofbeldis og örbirgðar
öðra hvora - alltaf bláfátæktar.
Áfengið alltaf með í þeim ljóta leik
og nú era lánastofnanir að heija
á hana að borga brennivínsskuldir
fyrram eiginmanns, því „ekki þýð-
ir að rakka hann“ er mottóið á
þeim bæjum. Ömurleikinn svífur
enn yfír í afleiðingum öllum, því
auðvitað telja allir hann vera
stikkfrían - hún ein skal blæða,
því enn er eitthvað eftir þar af
orku og vinnugetu.
Og sögumar eiga sín ólíku blæ-
brigði, örlögin grimm eru við svo
ólíkt bundin. Örorka til lífstíðar -
líkamleg og andleg - af völdum
ölvunaraksturs, þar sem, eins og
á áður áminnstri siglingu, átti að
framlengja áfengisgleðina sem
allra mest og bezt. Andlegir erfíð-
leikar hafa magnast margfalt við
ofurdrykkju, svo í aljört óráð leiddi.
Án áfengisviðjanna hefði unnizt
algjör sigur.
Oteljandi dæmi af alls kyns tagi
hrannast upp I hugann. Húseignin
góða horfín í ginnungagap ví-
munnar. Atvinnan á braut fyrir
margt löngu vegna ofneyzlu áfeng-
is.
Oftar en ekki er farin krókaleið
að hinum bitra sannleika allt yfír
Helgi Seljan
„Mættum við staldra
við um stund og stinga
við fótum. Eða ætlum
við áfram að láta vím-
una um að gefa lífinu
þá liti, sem leiða á veg
ófarnaðar eins?“
í það að reynt er af fremsta megni
að fela hann, en loksins kemur þó
aðalástæðan upp á yfirborðið í
beizkjublandinni angist yfír ósigr-
inum.
Svona lestur gæti ég utan enda
þulið, því miður. En einnig það
stoðar lítt, þegar sljótt almenning-
sálit og ásókn gróðaafla leggjast
á eitt með afsakanir og réttlætingu
allt yfír í útúrsnúninga og ókvæðis-
orð um þá sem vara vilja við, sem
sjá í vímunni óvin mannlegra gilda
og geta sannað það óyggjandi,
ótöldum dæmum.
Engum þarf á óvart að koma
Unnur Halldórsdóttir
„Við gætum sjálf grætt
áþreifanlega á því að
stunda „Barnarækt“.
Börnin okkar verða
nefnilega stjórnmála-
menn framtíðarinnar
og foreldrar barna-
barnanna okkar og að-
stæður okkar í ellinni
ráðast af því hvaða líf-
sýn þau hafa.“
tökum út með vöxtum og vaxta-
vöxtum í fyllingu tímans.
P.S. Landssamtök foreldra og for-
ráðamanna nemenda í grunnskól-
um, „Heimili og skóli“ era með
skrifstofu í Sigtúni 7 í Reykjavík.
Síminn er 627475 ef þú vilt slást
í hópinn.
Höfundur er formaður
Landssamtakanna Heimili og skóli
og Samfoks.
þó einhver rugludallur óvitsins
skrifi jafnvel lofgrein undir heitinu:
Víman gefur lífinu lit, þar sem
öllu er snúið alveg á haus, enda
greinin trúlega þannig til komin.
En mikið rétt reyndar. Víman gef-
ur lífínu lit, svo sannarlega, allt
yfír í heldökkan dauðalit. En lit-
brigðin ljóma ekki né skína, af
þeim leggur feigðarblæ ógæfunnar
alltof oft. Og það eru þau litbrigði
sem fréttirnar færa okkur inn í
stofu og það eru engin andleg
upphafningarmerki sem yfir svífa.
En hvernig skal svo böl bæta,
hversu skal snúast við þegar allt
samfélagið engist af ófögnuðinum?
Ekki er hættan minni þegar vofa
atvinnuleysis skekur kramlu
kreppunnar í dyrum, stendur jafn-
vel inni á stofugólfinu. Slíkir tímar
hafa oft kallað á aukna neyslu, á
óminnisvit er veraleikinn flúinn.
Við þurfum því sem aldrei fyrr að
halda vöku okkar, óbijáluð af
áfengisáróðrinum sem öfl gróðans
læða alls staðar að.
Ein veikburða tilraun mun til
þess gerð að fá fólk til að nema
staðar um stund til umhugsunar
um hvort eitthvað sé unnt að gera.
Bindindisdagur fjölskyldunnar er
nú öðra sinni 28. nóvember og nú
á laugardegi, einmitt á þeim tíma
vikunnar þegar váleg tíðindi gerast
gjaman, þegar víman ræður ríkj-
um í meira algleymingi en annars.
Mættum við staldra við um stund
og stinga við fótum. Eða ætlum
við áfram að láta vímuna um að
gefa lífínu þá liti, sem leiða á veg
ófarnaðar eins?
Hvað um fjöskylduna, hvað um
æskuna, hvað um bamanna fram-
tíð og farsæld? Og þó ósigrar séu
alltof margir er andófið eitt megn-
ugt að aftra enn meiri ófamaði. Á
bindindisdegi fjölskyldunnar er á
andófíð Iátið reyna hversu öflugt
það megi reynast í þeirri baráttu
sem aldrei má gefa á bátinn. Lífs-
gæfa svo alltof margra liggur við.
Höfundur er formaður
Landssambandsins gegn
áfcngisbölinu.
í
I
I
I
i